Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 10
Freyfaxi og Holtsbleikur
esturinn var ein af forsendum byggðar á ís-
landi. Landnáma greinir frá fyrstu kappreið-
um á íslandi þar sem hryssan Fluga bar
hærra hlut. í íslendinga sögu Sturlu Þórðar-
sonar segir frá Álftarlegg, reiðskjóta Sturlu
„Frásaga hefur einlægt
aðra frásögn að smiðvél
eða fyrirmynd, stendur
aldrei ein, kemur ekki
sem þruma úr heiðskíru
lofti.“
(Halldór Laxness
1975:207)
Eftir AÐALGEIR
KRISTJÁNSSON
Sighvatssonar. Hann var allra hesta mestur
og fríðastur, en latur. Sturla sat á baki honum
í rauðri ólpu „og hygg eg að fáir muni hafa
séð röskligra mann“. Þannig varpar hesturinn
ljóma á knapann sem á baki situr. Þjóðsagan
geymir einnig sögu um ágæti hestsins á
örlagastundu. Ámi Oddsson ríður á Þingvöll
„á sveittum mjóum hesti“.
í skáldsögum íslenskum bregður hestinum
fyrir með ýmsum hætti. í íslandsklukku HalÞ
dórs Laxness hafa þeir breytilegan lit. I
draumsýn Snæfríðar eru þeir hvítir. „Og við
ríðum um landið á hvítum hestum", segir hún
við Amæus. í sögulok, þegar örlagadóminum
hefir verið fullnægt, ríða Snæfríður og síra
Sigurður af Þingvelli; hestar þeirra vom „all-
ir svartir".
Þorgils gjallandi og Indriði G. Þorsteinsson
setja söguhetjur sínar á bak mestu gæðingum
sveitanna. Hófadynur Rauðs fær hjarta Þuríð-
ar á Grund til að slá hraðar er Geirmundur
kemur þeysandi. í sögu Indriða, Land og
synir, dáist Margrét, heimasætan í Gilsbakka-
koti, að Hvítingi Einars og öfundar hann
vegna umhyggju Einars fyrir honum. Engu
að síður varpar Hvítingur ljóma á Einar í
augum hennar. Þegar Einar fellir Hvíting
rýfur hann jafnframt tengslin við Margréti
og sveitina.
Gráni gamli í Litbrigðum jarðarinnar eftir
Ólaf Jóhann Sigurðsson gegnir hins vegar
Iykilhlutverki í sögunni. Pilturinn reiðir Sig-
rúnu Maríu yfir lækinn á honum yfir lækinn.
Við snertingu þeirra kviknar ástin til stúlk-
unnar í brjósti hans sem slokknar ekki að
fullu fyrr en fundum þeirra ber saman aftur
að ári liðnu á sama stað.
í íslenskum bókmenntum heyrir til undan-
tekninga að hesturinn verði beinlínis til þess
að skapa mönnum örlög. Hér verður það fyrir-
bæri athugað í tveimur sögum, Hrafnkels
sögu Freysgoða og Holti og Skál eftir Jón
Trausta (Guðmund Magnússon).
Hrafnkels saga segir frá Hrafnkeli Freys-
goða, landnámi hans í Hrafnkelsdal og hvern-
ig hann komst til valda með ójöfnuði og víga-
ferlum og bætti engan mann fé. Viðurnefni
sitt hlaut hann af því að hann elskaði ei ann-
að goð meir en Frey og gaf honum gripi sína
hálfa við sig segir [ sögunni. Einn þeirra var
Freyfaxi sem var í svo miklum metum hjá
honum að Hrafnkell strengdi þess heit að
verða þeim manni að bana sem riði honum
án hans vilja.
Hrafnkell réð til sín smalamann, Einar
Þorbjamarson. Faðir hans var fátækur og
bjó við mikla ómegð, en Einar þótti hinn
mannvænlegasti. Hrafnkell tók honum vara
fyrir að fara á bak Freyfaxa sakir þess hvað
hann hafði um mælt, en gat þess jafnframt
að hin hrossin væru honum jafnan til reiðu.
Einar kvað sér ei svo „meingefið“ að taka
Freyfaxa þar sem hann ætti annarra hrossa
völ. Á miðju sumri bar það til hjá Einari að
nær helmingur kvífjárins hvarf og fannst
ekki þrátt fyrir ítrekaða leit. Morgun einn
þegar leitarveður var gott bjóst Einar enn til
leitar og hugist taka sér hross úr stóði því
Þjóstarsynir töldu að margt hefði illt af Freyfaxa hlotist. Þeir drógu belg á
höfuð honum, bundu stein um háls hans og hrundu lionum fyrir björg og töldu
maklegt að sá tæki við honum sem ætti.
sem fylgdi Freyfaxa, en náði engu sakir
styggðar, en Freyfaxi stóð grafkyrr. Einar
stóðst ekki freistinguna og leitaði um daginn
ríðandi á Freyfaxa. Það stóð á endum að
hann hætti leit og kvíaæmar komu fram, en
Freyfaxi var ekki fyrr laus við beisli og þófa
en hann fór rakleiðis heim að Aðalbóli og
hneggjaði þar hátt. Hrafnkell sá hvað orðið
var og morguninn eftir bjóst hann til ferðar
vopnaður öxi. Þeir Einar skiptust á orðum
og hann viðurkenndi brot sitt, en Hrafnkell
sté af baki, hjó hann banahögg og dysjaði
síðan.
Hrafnkell taldi þetta víg verra en önnur
af sinni hendi og brá vana sínum og bauð
Þorbimi á Hóli bætur fyrir sonarvígið, en
hann vildi ekki þiggja og kaus heldur að
dæmt yrði í málinu. Honum tókst að fá Sám
bróðurson sinn til að taka við málinu. Sámi
tókst að fullnægja formsatriðum í héraði og
báðir málsaðilar riðu til alþingis. Höfðingjar
reyndust tregir til liðsinnis við Sám og lá við
sjálft að Þorbjörn karl örvænti, en þá tókst
að fá Þjóstarssyni til að veita Sámi lið. Var
Hrafnkell dæmdur sekur á alþingi. Hann
undi illa við og reið þegar heim. Þjóstarssyn-
ir fóru að honum með Sámi og komu að
Hrafnkeli og mönnum hans óvörum, leiddu
þá út og létu sæta pyndingum. Sámur gerði
Hrafnkeli tvo kosti að láta lífið eða fara á
brott. Hrafnkell valdi síðari kostinn og flutti
bú sitt austur yfir Fljótsdalsheiði og setti þar
saman bú.
Þjóstarssynir létu senda eftir Freyfaxa og
liði hans og töldu hann ekki öðrum hestum
betri heldur því verri að margt illt hafði af
honum hlotist. Þeir drógu belg á höfuð hon-
um, bundu stein um háls hans og hrundu
honum fýrir björg og töldu maklegt að sá
tæki við honum sem ætti. Einnig lögðu þeir
eld í goðahús Hrafnkels og brenndu til ösku.
Þegar Hrafnkell spurði tíðindin lýsti hann því
yfir að það væri hégómi að trúa á goð.
Sagan lýsir vel þeim sinnaskiptum sem
fylgdu niðurlægingu þeirri sem Hrafnkell
varð fyrir. Hann gerðist vinsælli en fyrr og
varð bæði hægari og gæflyndari. Engu að
síður brást Hrafnkell við eins og bjöm í híði
sem vaknar upp á miðjum vetri, þegar Eyvind-
ur, bróðir Sáms, reið hjá garði á Hrafnkels-
stöðum og griðkonan eggjaði hann til hefnda.
Eyvindur hafði ekki annað til saka unnið en
vera bróðir Sáms og honum fremri og lík-
legri til hafa í fullu tré við Hrafnkel. Þegar
Eyvindur var fallinn átti Hrafnkell auðveldan
leik að koma Sámi á kné, enda vildu Þjóstars-
synir ekki veita honum sakir gæfuleysis hans.
Sagan skilur við hann í sömu stöðu og í upp-
hafí.
Varla getur ólíkari sögur en Hrafnkels
sögu og Holt og Skál við fyrsta lestur. Sex
aldir skilja höfundana að og þjóðfélagsað-
stæður næsta ólíkar. Höfundur Hrafnkels
sögu var uppi á þeim tímum þegar þjóðveldið
var í upplausn og íslendingar gengu Noregs-
konungi á hönd. Jón Trausti skrifaði Sögur
frá Skaftáreldi mitt í sjálfstæðisbaráttunni
eftir að íslendingar höfðu náð áfangasigri
með innlendri stjóm.
Víst má telja að Jón Trausti hafi lesið
Hrafnkels sögu á æskuárum sínum, en hún
kom einmitt út í nýrri útgáfu 1911, ári fyrr
en Holt og Skál. Við samningu sögunnar
studdist Jón Trausti mjög við Eldrit Jóns
Steingrímssonar.
Frásögn Hrafnkels sögu er hnitmiðuð og
laus við málalengingar og útúrdúra, öfugt
við sögur Jóns Trausta.
Holt og Skál hefst á Mýrdalssandi þar sem
söguhetjan Vigfús Jónsson er gangandi á
heimleið austur að Holti á Síðu eftir að hafa
róið á vertíð í Selvogi vorið 1783. Honum
hafði borist fregn um andlát föður síns sem
hafði verið brennimerktur og dæmdur á Brim-
arhólm. Á leiðinni austur sandinn gekk hann
fram á hálfgildings umrenning Ólaf ísleiksson
sem slóst í för með honum og seldi honum
vasahníf með þeim vamaðarorðum að taka
vel eftir ef eitthvað óvænt beri fyrir augu
áður en hann byiji nýtt verk með honum.
Þegar kom austur í Skaftártungu fékk
Vigfús sér léðan hest og hélt heimleiðis. Við
austustu kvísl Skaftár reið hann fram á Guð-
rúnu Alexandersdóttur á Skál, gamla leiksyst-
ur. Hún sat yfir kvíaám, en hafði tekið ót-
emju í leyfisleysi, hnýtt upp í hana sokka-
bandi og riðið yfir kvíslina, en misst ótemjuna
aftur yfir, og gat ekki vaðið aftur til sama
lands. Hún bað Vigfús að reiða sig yfir og
kyssti hann fyrir. Sá koss varð upphafið að
því að ástir tókust með þeim. Guðrún ákvað
þeim stefnumót annan hvorn dag þegar hún
sat yfir. Hins vegar gætti hún ekki kvikfjár-
ins sem skyldi. Því var bróðir hennar fenginn
til að njósna um hveiju þessar illu heimtur
sættu. Til að binda enda á samband Guðrún-
ar við mann af brennimerktum ættum ákvað
fjölskyldan að trúlofa hana Sigurði í Holti í
snatri. Guðrúnu var þetta þvert um geð í
upphafi, en hennar var gætt svo að hún
gæti ekki gert Vigfúsi aðvart. Því var brugð-
ið á það ráð að láta Sigurð gefa henni Holts-
Bleik. Hann var hnarreistur, fagureygur,
hveijum hesti frárri og fleygivakur. „Þennan
hest áttu að eiga og ríða honum til kirkjunn-
ar á sunnudaginn kemur,“ sagði Valgerður
móðir hennar sem sýndi henni gjöfina og
bætti síðan við: „Þetta er fegursti gripurinn
á allri Síðu. Heldurðu nú ekki að Sigurði
þyki vænt um þig.“ „Við þessa óvæntu glaðn-
ingu var Guðrúnu allri lokið.“
Sunnudaginn sem kirkjuferðin var farin
urðu menn varir áberandi jarðhræringa. Fólk-
ið á Holti stóð úti og hofði á kirkjufólkið frá
Skál koma þeysandi. Fremstur rann Bleikur
á skeiði með Guðrúnu í söðli. Hún var heit
og ijóð eftir sprettinn þegar hún kom í hlað
á Holti og augun logandi af fjöri og gleði.
Hún sat keik eins og drottning í söðlinum.
Vigfús stóð úti þegar Guðrúnu bar að garði
og sá og heyrði fólkið óska henni til hamingju
með trúlofunina. Hann var ýmist náfölur eða
dökkur í framan. Enginn gaf honum gaum
nema Guðrún. AJdrei hafði hann séð hana
jafnfagra og yndislega og þar sem hún sat
á Bleik. Þá kom hún honum fyrst fyrir sjónir
sem gjafvaxta mær. Nú varð honum ljóst að
henni hafði verið mútað með Bleik. Það var
hann sem Guðrún elskaði en ekki Sigurður.
Gleði Guðrúnar entist ekki ferðina á enda.
Sigurður varð ofurölvi á heimleiðinni, og það
skyggði á gleði hennar að sjá hvað Vigfús
tók nærri sér það sem bar fyrir augu hans
um morguninn. Eftir áningu í Holti var hald-
ið af stað heim að Skál. Það lá illa á Bleik
og hann vildi ekki fara, gerðist duttlungafull-
ur og vildi ráða ferðinni sjálfur. Snarpur land-
skjálftakippur reið yfir og gerði hestana ofsa-
hrædda. Hraunhólamir riðuðu, hófust og
hnigu og bláleitar gufur stigu upp og það sló
óhug á ferðafólkið, en langmest varð Bleik
um þennan atburð. Hann hraut á hné, reis
eldsnöggt upp og stóð síðan kyrr, þegar Guð-
rún sló í hann með keyrinu, reisti hann sig
til hálfs og frísaði og þaut síðan þvert úr
götunni og fór á allt sem fyrir varð, stökk
yfir gjár og þaut yfir hraunhólana. Guðrúnu
tókst að halda sér í söðlinum og þegar Bleik-
ur kom að Skaftá nam hann staðar andar-
tak, og Guðrún gat stokkið af baki, en fallið
var svo hart að hún féll við, en reis upp aft-
ur og stóð líkt og höggdofa., en þá fékk hún
„eitthvað undarlegt" yfír höfuðið, lfkt og æð
slægi í höfðinu, sá eldglæringar og fékk ónot
um sig alla. Síðan hné hún niður og missti
meðvitund.
Þegar hún kom aftur til sjálfrar sín átti
hún bágt með að standa, en áttaði sig á því
að hún var á sömu slóðum og þau Vigfús
höfðu oftast fundist, í hvarfi frá Holti og
Skál. „Mér var þetta meira en mátulegt,"
varð henni að orði og grét beisklega. Hún
neitaði að fara aftur á bak á Bleik. Hann var
löðrandi af svita og skalf af hræðslu. Guðrún
reið hægt heim, föl eins og dauðinn og mælti
ekki orð af vörum. Kveðjur hjónaefnanna
voru þurrlegar.
Guðfinna, stjúpa Vigfúsar, hafði leitað
fylgilags við hann, en Vigfús hrundið henni
frá sér. Eftir að hún komst á snoðir um hvaða
hug hann bar til Guðrúnar, setti hún sig aldr-
ei úr færi að erta hann og særa, t.a.m. með
því að raula viðlag úr gömlu riddarakvæði
um riddara sem sem var leynilega heitbund-
inn ungri greifadóttur sem sveik hann í
tryggðum. Riddarinn brann af harmi og komst
með brögðum inn í skemmu brúðarinnar
kvöldið sem brúðkaup hennar var haldið og
skar brúðgumann á háls. Viðlag kvæðisins:
„Ragur er sá sem reynir ekki að hefna“ var
síendurtekið.
Holts-Bleikur kom Vigfúsi einnig í uppnám.
Hann leitaði undan öskufallinu heim í túnið
í Holti, þar sem Vigfús var með fleira fólki
að hreinsa öskuna af. Hann snerist gegn Bleik
þegar hann kom skeiðandi og barði hann svo
fast með klárunni að skaftið brotnaði, síðan
sigaði hann hundum á hestinn. Sigurður kom
einnig á vettvang til að handsama Bleik. Til
óvæginna orðaskipta kom á milli þeirra sem
enduðu með að Sigurður brigslaði Vigfúsi um
brennimark föður hans, en Vigfús varaði
hann við hljóta ekki dýpra merki áður en
lyki. Sú hugmynd fæddist hjá Vigfúsi nóttina
eftir að drepa Sigurð. Móðir Bleiks færði
honum tækifærið í hendur þegar Sigurður fór
að huga að henni. Vigfús veitti honum eftir-
för, réðst á hann og ætlaði að fara að dæmi
riddarans, en brá við, þegar hann opnaði
hnífinn, og sá að blaðið var rautt sem blóð.
Sigurður notfærði sér hikið sem kom á Vig-
fús og tókst að bjargast á flótta. Guðrún ein
10