Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Síða 2
Bókmenntir
sem leiðarljós
eð aukinni áherslu á
hlutverk lesandans
innan bókmennta-
fræðinnar hefur rit
Louise M. Rosen-
blatts, Literature as
Exploration, fyrst
gefið út 1938, verið
endurvakið við mikla hylli. Á tímum ein-
strengingslegrar fagurfræði og hinnar svo-
kölluðu nýju gagnrýni eða nýrýni (New
Criticism), þar sem verkið sjálft, form þess,
tækniieg úrvinnsla og heildarspil, var krufíð
til mergjar í sæluvímu hins útvalda fræð-
ings, skera hugmyundir Rosenblatts um
óræða texta, félagslegt samhengi og þátttöku
lesandans sig úr fyrir frumleik og framsýni.
En það eru ekki eingöngu djarfar hugmynd-
ir hennar um tilvist, eðli og tilgang listaverks-
ins sem stuðla að sígildi Literature as Explor-
ation heldur hin óvenjulega tenging sem þar
er gerð milli þessara hugmynda og skólans
sjálfs, nemandans sem lesanda.
Rosenblatt setur bókmenntir í samhengi
menntakerfísins og þar af leiðandi skynjar
þær sem áhrifamikið samfélagsafl. Rit henn-
ar sprettur fyrst og fremst upp úr gagnrýni
á viðhorf skólans til bókmenntakennslu. Vit-
anlega hafa vinnubrögð stigbreyst og fágast
síðan bókin kom fyrst út 1938 en í gegnum
þtjár endurútgáfur hennar hafa skilaboðin
um grundvallarbreytingar á kennslu bók-
mennta ávallt átt brýnt erindi. Og einmitt
nú þegar Iesið orð og samskipti bókar og
manns Iúta í lægra hald fyrir glansímyndum
fjölmiðlamenningar hljómar gagnrýni Rosen-
blatts sannfærandi og hvetjandi.
Skólanum er helst ábótavant í því að hann
Það sætir mikilli furðu
að meðan
hugmyndafræðileg
straumhvörf verða í
æðstu menntastofnunum
og íhaldssamar
akademíur opinbera
hugtakakrísur þá sitja
framhaldsskólarnir
blýfastir í fimmta
áratugnum, í
snobbgreiningu á
lokuðum texta og
fagurfræðilegum
einingarleik.
Fyrri hluti
Eftir MARGRÉTI
GUNNARSDÓTTUR
vanmetur sérstöðu bókmenntanna innan
kennslugreinanna og vanrækir rannsóknir á
fræðilegum grundvelli þessarar sérstöðu. Af
því að engin heimspekileg umfjöllun og eng-
in fræðileg stefnumörkun einkennir kennslu
bókmennta er oft gert eitthvað óljóst ráð
fyrir að þær séu — eins og sagt er hér á
landi nokkuð óvirðulega — kjaftafag eða efni
á borð við iandafræði og Islandssögu, þar
sem skilningur þokar fyrir góðu minni og
réttri upptalningu. (Auðvitað er í hæsta
máta vafasamt að setja samasemmerki milli
hinna svokölluðu „kjaftafaga" og hlutlægra
fræða. En umfjöllun á slíku yrði efni í aðra
grein.) Þá er, til að mynda, byijað á því strax
í barnaskóla að kenna ljóðaskáldskap eins
og hann sé þuluröð um örnefni á Vestfjörðum
eða staðreyndaplagg um fornar hetjudáðir
og mikilvæg ártöl. Eftir að búið er rækilega
að innræta sinnuleysi fyrir og jafnvel andúð
á skáldskap þá bíða framhaldsskólarnir eftir
að slá sín þreytukenndu meistarahögg. Áhug-
alausum táningum er fleytt yfir í listfræðina
og bókmenntasöguna, yfir í dróttkvæðan
hátt, stuðla, höfuðstafí, rím, ferskeytluna,
brot úr ævi Jónasar Hallgrímssonar og þess-
ar sígildu reglur um tæknibrellur skáldsög-
unnar: um flækju, persónusköpun, sviðsetn-
ingu, tákn eða ekki tákn, myndmál eða ekki
myndmál. Hvað verður um verkið og merk-
ingu þess innan um alla upptalninguna, minn-
islejkina og ímyndunarsnauðan lestur?
Á Qórða og fímmta áratugnum smituðust
framhaldsskólarnir vissulega af listfræði-
kenningum nýrýninnar sem voru nokkuð
byltingarkenndar er þær fyrst komu fram,
nokkurs konar endurreisn á fagurfræði nítj-
ándu-aldar menningarfrömuða eins og Matt-
hew Arnold og Walter Pater. Líkt og þessir
rithöfundar héldu „nýrýnendur“, T.S. Eliot,
John C. Ransom og Cleanth Brooks, til að
mynda, fram rómantískum og ný-platonísk-
um hugmyndum um eðli skáldverksins sem
formfögru einingarspili, gegnumsýrðu af
þeirri tæru hugmynd er í upphafí skóp það.
Það var alltaf eitthvað fram úr hófi þversagn-
arkennt við þessar kenningar; jafnframt því
að hafna einfölduðum tákngreiningum, teng-
ingu texta eða verks við lífshlaup listamanns-
ins, þá upphófu þessir rýnendur ásetninginn
(intention) sem náttúrlega átti sér hvergi
annars staðar uppi-prettu en í guðlegu
ímyndunarafli skapandans. í stað eldri bók-
stafskannanna á höfundinum sem staðbund-
inni persónu hófu nýju fræðingarnir róman-
tíska vitringinn á stall og lofsungu hans
margslungnu og dularfullu sköpunargáfu.
Og það sem ef til vill olli mestum umbrotum,
fyrst innan akademíunnar og síðan f öllu
menningarlífí, var að samhliða upphafningu
hins platoníska skálds þá varð til hans eini
og sanni sálufélagi, gagnrýnandinn sjálfur.
Aðeins hinn utvaldi lesandi gat leyst ráðgát-
ur hins útvalda spekings. Listin var óræð
þvæla þar til vitsmunir sérfræðingsins leiddu
saman í heilsteypt mynstur þversagnir, tví-
ræðni, stílþrif og átakakenndar sálarflækjur
og lýstu upp driffjöður einingarinnar í allri
sinni dýrð. Það má segja að með nýju gagn-
rýninni hafi bókmenntafræðin orðið til sem
bæði húmanísk sérgrein og fílabeinsturn.
Saga þessarar nýrýni er aðeins stuttur
kafli á miklu umbrotasviði bókmenntanna frá
því um aldamót. Það var sérstaklega á sjö-
unda áratugnum að þröngsýn engil-saxneska
hinna nýju fræða vék úr sessi fyrir alþjóð-
legri umfjöllun um skáldmenntir og listfræði-
legt snobb fyrir ímyndunarríkum og vísinda-
legum tengslum við skylda þætti mannlegs
lífs. Frá og með þessum tíma er riðlun varð
á sannfæringu manna eins og Eliot og Bro-
oks hefur bókmenntafræðin glímt við sjálfa
sig, bæði við þá stofnun sem hún hefur ver-
ið innlimuð inn í og við heimspekilega af-
stöðu til síns eigin umfangs. Það sætir því
mikilli furðu að meðan hugmyndafræðileg
straumhvörf verða í æðstu menrttastofnunum
og íhaldssamar akademíur opinbera hugtak-
akrísur þá sitja framhaldsskólarnir blýfastir
í fimmta áratugnum. í snobbgreiningu á
lokuðum texta og fagurfræðilegum einingar-
leik.
F'yrir svo sem sex árum kom Clenth Brooks
í tíma til okkar í Georgíu-háskóla og sat
fyrir svörum. Þegar umræðan varð nokkuð
deilukennd þá. stóð hann upp og teiknaði
skýringardæmi á töfluna. Það leit svona út
á fyrsta stigi: lesandi — texti — heimurinn.
Síðan betrumbætti Brooks myndina og þótt-
ist hafa tekist vel upp, stungið upp í okkur
öll. Næsta og síðasta þrepið var þá svona:
[lesandi] — texti — [heimurinn]. Með tveim-
ur krítarstrikum þurrkaði Brooks út umheim-
inn og skynjandann og benti hreykinn á text-
ann sem skylduumfang rýnandans eins og
þarna væri hluturinn sjálfur, ósnertur og
eðlilegur, fljótandi í upplausn síns eigin
ómengaða vökva. Við vorum öll tilvonandi
kennarar og áhugasamir nemar í bókmennta-
fræði, höfðum í þessu námskeiði, til að
mynda, byijað á engil-saxnesku klíkunni sem
og á háðsdeilum Terry Eagletons á það „aka-
demíska karlaveldi" (Literary Theory, 1983)
og síðan fetað okkur í gegnum mestu hugsuði
þessarar aldar og byltingarkennd fræði.
Meðal annars glugguðum við í riti Rosen-
blatts og helitum okkur ofan í nútímakenn-
ingar tengdar því, viðbragðsfræðina svoköll-
uð (Reader-Response) sem rannsakar á
margbreytilegan hátt’ þátttöku lesandans í
framleiðslu bókmenntatextans. Við kunnum
vel við Brooks gamla, höfðum drukkið með
honum rauðvín kvöldið áður, þar sem hann
töfraði okkur með litríkum sögum og ómþýð-
um Suðurríkjahreim. En það var svo langt
sem það náði. Sem bókmenntafræðingur
fannst okkur hann þurr, einstrengingslegur
og jafnvel einfaldur. Þennan morgun var
hann þreyttur maður á áttræðisaldri, heyrði
illa og virtist áttavilltur, í öllum merkingum
þess orðs. í samanburði við virka framtíðar-
sýn okkar voru hugmyndir Brooks steingerð
kredda.
Svo sem ári síðar þá hrökk maður því illi-
Iega við þegar fortíðardraugurinn endur-
holdgaðist í mynd kennslubókar í bókmennt-
um fyrir fyrsta og annars árs háskólanema.
Ungur og spenntur kennarinn lenti í biturri
sálarkreppu er hann skynjaði hyldýpið milli
fagmenntunar og starfsins í reynd. Hvað
þýddi þetta hyldýpi eiginlega? Að sem kenn-
ari ætti maður að steingervast en kveikja svo
í vitsmununum á kvöldin? Eða átti maður
hreinlega að ljúga að nemandanum, telja
honum trú um að skáldsagnapersónan væri
annaðhvort einföld eða flókin, stereotýpa eða
margslungin gáta, að flækjan byijaði með
átökum og endaði að þeim loknum, að mynd-
hverfíngadæmið gengi upp í þessari sonnettu
Shakespeares? Var þetta eðli starfsins —
hálfkák og leiðindastagl?
Þama bauð þessi kennslubók sem sagt upp
á hinn eðlilega hlut og skiptingu hans í þá
eiginleika sem einhver lærifaðir uppgötvaði
fyrir hálfri öld og biðu nú sameiningarsprota
skynjunarlausra kennara og nemenda.
„Hvert er þá orðið okkar starf ...?“
Það er einmitt þessri mynd sem Rosen-
blatt bregður upp af ráðvilltum kennara,
úreltri bók og sinnulausum nemandahóp og
hún ásakar kennarann fyrir að fljóta hugs-
unarlaust með í gruggugum vítahringiðum
skólakerfísins. Vissulega er lausnin ekki falin
í því að fara að kei)na ungum nemum nýjar
stefnur og flóknar kenningar heldur fyrst
og fremst í því að hreinsa til í okkar eigin
hugsanakerfí. Og hér er endurskoðun, endur-
mat og endurskilgreining á skáldtextanum,
tilvist, eðli og hlutverki hans, mikilvægasta
málið.
Það sem virðist hafa farið fram hjá bæði
skólayfirvöldum og kennurum er að bók-
menntir skipa sérstaka stöðu innan húm-
anískra fræða ekki vegna einhvers annarlegs
listaljóma heldur vegna þeirra nánu og pers-
ónulegu tengsla sem myndast milli skáld-
texta og nemandans. Skilningur ungs lesanda
á sögu, ljóði eða leikriti byggist fyrst og
fremst á ósjálfkrafa viðbragði sem á sér djúp-
ar rætur í flóknu sálarlífi hans sjálfs. Hversu
hlutlaus og formfastur sem kennarinn streit-
ist við að vera þá hrapar hann fyrr eða síðar
úr sinni tæru formgreiningu niður í öldurót
margra einkaheima, þangað sem dróttkvæð-
ur háttur og eðlisþættir skáldsögunnar eiga
aðeins erindi boðflennu. Allir bókmennta-
kennarar kannast við gróf viðbrögð nemand-
ans við skáldverki sem kynti undir óræðum
kenndum og hvatasúpu og er æði langt frá
fáguðum frösum atvinnurýnandans. Það
kemur kannski hvergi jafn greinilega fram
og í skólastofunni að bókmenntaverkið er
jafnlangt frá því að vera hlutlæg heilsteypa
og hakakrossinn að vera friðartákn. Ungling-
urinn sérstaklega bregst við skáldtextanum
á allt að því frumstæðan hátt — með kviðar-
holinu, svo að segja — og framleiðir í sam-
starfí við hann huglæga ringulreið. Sú virka
og breytilega efnasamsetning sem skapast
við lestur skýrist hvað skarpast hjá sjálfhverf-
um táningnum sem varpar á textann — á
þessa sígildu þroskasögu, til að mynda, um
innri og ytri átök ungs fólks á upp- eða niður-
leið — hráum tilfinningum, hvötinni til sam-
kenndar og, í flestum tilfellum, klisjukenndri
heimssýn. Ungi neminn les bók eins og Nars-
issus skoðaði ímynd sína í vatnspolli: Endur-
varp sjálfselskunnar er best.
Niðurlag í næstu Lesbók.
Höfundur er bókmenntafræðingur og kenndi i
mörg ár enska tungu og bókmenntir við Georg-
íu-háskóla i Bandaríkjunum.
UNNUR SÓLRÚN
BRAGADÓTTIR
Sorgmál
svo dulúðug og döpur
dansandi
sveiflar hún silkislæðum
úr blekkingarvef
ég þekki hana
þrátt fyrir barðastóra hattinn
þetta er gamla vinkonan
hún ég
þarna bíður hún eftir vagninum
■- ..sem fór fyrir löngu
þarna bíður hún
ég grúfði mig niður
og grét í koddann
líkari kornabami en fullvaxta konu
ég
sek í þessu makalausa samfélagi
sek fundin um fátækt
ég var rykið í loftinu
ég var sallinn á gólfinu
djúp voru sárin
mig sveið
mamma, mamma, ég elska þig
faðmlag og ástúðlegur koss á
kinn
nei fátæk var ég ekki
það var misskilningur
ég var rík
reis upp
greip hana í fang mér
og dansaði
um okkur sveipuðust silkislæður
við skemmtum okkur vel
hlógum
snerumst í hringi
réðum okkur ekki
síðan kaffítár og sykurmoli
blaðrað, gantast
á því augnabliki
bréf inn um lúguna
mæting hjá fógeta vegna fátæktar
ég stakk því hljóð í vasann
ég vissi
að þeim hafði örugglega yfírsést
ég var rík
og þurfti ekkert að óttast.
STEFANÍA
EYJÓLFSDÓTTIR
Drauma-
landið
/ kvöldhúminu
slær bjarminn frá kolaofninum
annarlegri birtu
á kynjamyndir
sem fara á kreik
og flögra um mæninn
í litla húsinu.
Barnsaugun fylgja
hugfangin hringsóli
eldbjarmans
sem í rökkrinu
stígur dans
í takt
við trumbur funans
Svífðu vært í draumaland
hvísla leiftrandi
eldtungurnar
og fylla loftskörina
af glettnum
eldrauðum rósum
í litla húsinu
er sofið vært undir súðinni.
Höfundur er útivinnandi húsmóðir í
Reykjavik.