Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Qupperneq 3
m © [ffl m m ra iíi e lai iii n m m m Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurös- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af málverki Francis Bacons, „Portret af Isabel Rawsthorne standandi á götu í Soho“, 1967. Hún er birt í tilefni umfjöllunar um málarann, sem nú er nýlega látinn. Bacon var íri að uppruna og velgdi enga skólabekki, en varð á tímabili áhrifa- mesti málari heimsins og eignaðist marga spor- göngumenn. Sjá nánar í grein á bls 6-7. Forsjálni var ekki hin sterka hlið Neanderthalsmannsins. Vís- indamenn telja að hann hafí lifað frá degi til dags og að kynin hafi mestan part haldið sig hvort út af fyrir sig, en konurnar sáu um afkvæmin. Þessi óforsjálni hefur ef til vill orðið til þess, að Neandert- halsmaðurinn dó út. Þetta er síðari grein um nýjar rannsóknir á þessu efni. Lúpínan er eins og flestir vita hingað komin frá Alaska. Hún breytir ekki aðeins ásýnd landsins, heldur bætir hún jarðveginn. Borgþór Magnússon skrifar grein um Alaskalúpínuna og segir þar m.a., að þrátt fyrir allt verði að hafa gát á í útbreiðslu lúpínunnar. Pýþagóras og Brynjólfur biskup, er heiti á grein eftir Einar Pálsson, og hvaða þræðir gátu nú hafa legið á milli þeirra? Hvert atriðið af öðru í táknmáli íslendinga benti til þeirra hugmynda, sem kenndar eru við hinn forngríska speking og nú er vitað að Brynjólfur bisk- up þekkti vel. HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON Á vatns- bakkanum Næturkul frá daladrögum dögg af grasi blés í morgun. Leið svo fram að lygnu hafi, léttur þytur fór um engið. Sveigðust hægt í sunnan golu safaríkar bleikjufjaðrir. — Rísa nú í tjómalogni, rétta sig. Og skrjáfið þagnar. Vatnið andar enn við bakkann ofurhægt með froðu á vitum. Blikar það sem bráðið silfur, brotnum geislum endurkastar. Ein á ferð til friðarstöðva fram á djúpið, hálf í kafi, hefur önd, sem skauzt úr skúta, skorið rák á spegilflötinn. Heiðrekur Guðmundsson fæddist að Sandi í Aðaldal 1910 (sonur Guðmundar skálds Friðjónssonar) og andaðist á Akureyri 1988, þar sem hann hafði lengst af átt heima, verið verka- og verzlunarmaöur og jafnframt stundaði hann ritstörf. Fyrsta Ijóðabók hans, Arfur öreig- ans, kom út 1947. B B Fuglamaður Skáldin gömlu og kæru sem ortu í rímnastíl voru ekki ævinlega vönd að kenning- um, stundum vegna þess að þau rötuðu í rímnauð. Þau áttu það til að sjóða ýmislegt skrýtið saman. Til að mynda var Sónar- eða Boðnarkeyta kenning sem merkti skálda- mjöður, af því að sá drykkur var að nokkru geymdur í kerum sem hétu Són og Boðn, og þaðan rændi Óðinn honum frá jötninum Suttungi, eins og frægt er. Keyta merkir aðallega gamalt, staðið þvag, en einnig fyrr- um vilpa, díki. Slík og þvílík kenningasmíð gæti verið lítið sýnishorn þess „leirburðarstagls" á ís- landi sem fyllti breiða byggð á dögum Fjöln- ismanna. Þeir snerust hatrammir gegn því, einkum Jónas og Konráð, sem skopstældu það líka í vísum sem þeir bjuggu til; sumar ortu þeir hvor til annars af fjöri og fyndni. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal setur á einum stað neðanmáls í Dægradvöl, hinni listilegu sjálfsævisögu sinni, vísukorn sem hann segir að „íslendingar í Höfn (eða Konráð)" hafi ort um Jónas Hallgrímsson, þegar hann dvaldist á vetrum í Reykjavík árin 1839-42, en ferðaðist á sumrin víða um land til náttúrufræðirannsókna. í vís- unni er þess getið, að skáldið sitji glöðum huga hjá kvenmanni (,,seims-brík“). Eftir því sem Gröndal fer orðum um, þá er hér átt við þá konu (ekkju) í Reykjavík sem elti Jónas á röndum og var að gera út af við hann með ágengni, lagðist jafnvel á glugga hjá honum, þegar hann átti heima í Dillonshúsi veturinn 1841-42, því borið hafði fyrir hana í draumi, sagði hún, að Jónas ætti að verða seinni maðurinn sinn. Um allt það stand er til reiðiþrungið bréf frá skáldinu til bæjarfógetans í Reykjavík, ritað í apríl 1842. Vísa Konráðs — vafalítið var hann höf- undurinn, úr því Gröndal skýtur nafni hans að sérstaklega — er undir fínum rímna- hætti (þríhringhent stikluvik) og hljóðar þannig: Keytu freyddi froðan rík fuglamanns úr höfði, situr hann greiddur seims hjá brík sorgum sneyddur í Reykjavík. í fyrripartinum segir, að fuglamaðurinn hafi verið mjög iðinn við að yrkja; „keytu- froða“ er skáldskapur, og vantar þó lið í kenninguna, en slíkt var síður en svo neitt einsdæmi; þjóðin kunni rímnamálið svo vel, að hún skildi þar nánast allt sem fyrir hana var lagt, og má hugsa sér að línurnar hafi verið stílaðar með sérstakri hliðsjón af því. Konráð vissi hvað hann sagði, þegar hann kallaði góðvin sinn fuglamann, því Jónas lagði sig snemma eftir fuglafræði. Hið fyrsta sem hann samdi í náttúruvísindum, svo mönnum sé kunnugt, er ritgerð sem hann las upp á fundi íslendinga í Kaupmanna- höfn í febrúarmánuði 1835, tuttugu og sjö ára að aldri, og prentuð var að honum látn- um í 9. árgangi Fjölnis 1847 undir heitinu Yfirlit yfir fuglana á íslandi. Jónas hóf (lík- lega upp úr 1840) að semja nýtt og nákvæm- ara fuglatal en fram kom í þessari ritgerð. Það urðu því miður drög ein, líkt og fleira sem liann tók sér fyrir hendur í vísindum; heilsubrestur Jónasar og síðan dauði hans langt fyrir aldur fram batt endá á svo margt sem hann hafði haft í áformi. Um fjóra íslenzka fugla orti Jónas Hall- grímsson kvæði sem aldrei gleymast: heið- lóuna, ijúpuna, grátittlinginn og örninn hvíta á Hornströndum. Mikið ‘fuglakvæði’ í aðra röndina eru einnig erfiljóð hans um Bjarna Thorarensen, kveðin 1841, fimm erindi, sem hefjast á hinum fleygu orðum: Skjótt hefir sól brugðið sumri. Þar er „fann- hvítur svanur“ og „grátþögull harmafugl", „uglur“, „ellisár örn“, „hrafnaþing“ og „haukþing", allt saman í táknlegri merk- ingu. Bjarni Thorarensen er hvort tveggja í senn: svanur og örn; svanurinn táknar skáldið, örninn táknar valdsmanninn. Einn fugl, öllum öðrum fremur, hefur þó margur maður í hjarta sínu tengt Jónasi Hallgrímssyni, líkt og skáldið hefði eignazt hann sem gjöf frá guði og eigi hann nú að einkavini um tíma og eilífð. Þetta er lítill söngfugl, skógarþrösturinn. Jónas kallar hann í Gunnarshólma birkiþröst, enda segir hann í þeim drögum að íslenzku fuglatali sem áður var nefnt, að skógarþröstur sé „algengur um allt land þar sem er birkiskóg- ur“. Fleiri orðum fer hann ekki um þennan vin sinn á þeim stað. í sonnettunni Ég bið að heilsa, sem Jónas orti í Sórey á Sjálandi 1844, ári fyrir dauða sinn, er skógarþrösturinn vorboði. Það orð mun Jónas hafa notað fyrstur manna, eins og mörg önnur snjallyrði, að minnsta kosti þekkjast ekki sem stendur eldri dæmi þess úr íslenzku ritmáli. Nú er það tamt landsins börnum. „Vorboðinn ljúfi“, hver kannast ekki við það? Nákvæm hliðstæða orðsins vorboði er til í þýzkri ljóðagerð fyrir daga Jónasar, Friihlingsbote, og er haft um fugla sem boða vorið með komu sinni, t.d. nætur- gala, lævirkja og svölu. í dönsku er til orð- ið forársbebuder; þó hef ég ekki séð til- greint eldra dæmi þess en frá seinni hluta 19. aldar. En hver er, í raun og veru, „vorboðinn ljúfi“ á íslandi nú á dögum? Því er skjótsvar- að: Það er ekki skógarþrösturinn hans Jón- asar, heldur heiðlóan. Til hennar sást óvenju snemma í ár, bæði í Skaftafellssýslu og Reykjavík, að því er sagði í fréttum, og þá var lóan beinlínis kölluð „vorboðinn ljúfi“. Hún, sá indæli fugl, á þá nafngift sannar- lega skilið. Og ekki er nein hætta á því, að Jónas Hallgrímsson fyrtist við, þótt svo sé til orða tekið um heiðlóuna. Énda veit hann sjálfsagt hinumegin grafar, ef honum varð að trú sinni, að þrösturinn hans er ekki lengur sá farfugl á íslandi sem hann var á fyrri hluta 19. aldar. í meira en sex áratugi hefur skógarþrösturinn nú haldið kyrru fyrir í Reykjavík og nágrenni allan veturinn, og kannski hegðar hann sér eins víðar um land. Það er eitthvað annað en þekktist í uppvexti skáldsins, því að í áður- nefndri ritsmíð, Yfirliti yfir fuglana á ís- landi, segir Jónas — með beinni skírskotun til áheyrenda, sem flestir höfðu víst gengið í skóla á Bessastöðuni — að skógarþröstur- inn komi snemma á vorin og ætli „þá að deyja úr kulda; þá er hann heima við hús og bæi, og þið munið víst eftir hópunum sem stundum sátu á Bessastaðatúni. Engan okkar grunaði þá að þeir væru nýkomnir úr langferð lengst sunnan úr löndum". Þótt skógarþrösturinn, birkiþrösturinn, sé nú hálfgildings staðfugl á Islandi, er hann farfugl um alla tíð í sonnettu Jónas- ar, og kemur snemma á vorin. í sönnum skáldskap þegja klukkurnar. HANNES pétursson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MAI1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.