Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Qupperneq 4
Neanderthalsmaðurinn lifði ekki fjölskyldulífi. Minjar benda til að karlmenn hafi borið með sér hauskúpur og bein „heim“ til að ná mergnum og heilanum yfir eldi,
en hafa líklega etið aðra hluta bráðarinnar fjarri „heimilinu", þar sem konur og börn áttu samastað og átu steiktar rætur. Talið er að samskipti kynjanna hafi verið
næsta lítil fyrir utan það að sinna viðhaldi stofnsins.
Neanderthalsmaðurinn er ráðgáta — Síðari hluti
Þeir lifðu fyrir
einn dag í einu
M
unurinn á yngri tíma mönnum og mönnum
Combe-Grenel er sá, að þegar veiðimenn
síðari tíma hafa náð bráð sinni, bera þeir
bráðina heim og skipta henni með sér og
fjölskyldunni, konum og börnum. þessu var
Engar minjar flnnast um
fjölskyldueiningar eða
langvarandi samlíf karla
og kvenna. Margt bendir
til að konur hafi búið
alveg sér og séð um
afkvæmin. Ekki er heldur
hægt að sjá á
beinaleyfum, að
Neanderthalsmenn hafi
kunnað að hagnýta sér
veiði í ám.
allt öðruvísi farið í Combe-Grenel. Binford
notar óbeinar sannanir fyrir ákyktunum sín-
um, og það sem hann finnur ekki þar, er
jafn mikilvægt og það sem hann finnur.
„Það finnast ekki leifar af smærri spen-
dýrum í „bólunum". Engar kanínur, refír
eða nagdýr — Það er erfítt að trúa því að
engin smáspendýr hafi verið etin þarna,“
segir Binford og heldur áfram: „Allar stórar
kjötætur eta smáspendýr; þær tegundir eru
næringarmiklar og fremur auðvelt að veiða,
því er það mjög ólíklegt að Neanderthalar
hafi fúlsað við eða haft tilhneigingu til að
fitja upp á nefið við auðveldri bráð. „Þeir
átu smáspendýr, en þeir báru þau ekki heim
til kvenna og barna,“ lýkur Binford máli
sínu.
Þessir náungar hafa úðað í sig kjötinu á
veiðisvæðunum. Það má finna stoð fyrir
þeirri staðhæfingu, sem er mjög augjós, það
finnast engin bein í skýlunum af þeim bein-
um dýranna, sem hafa mesta kjötfyllingu.
Þeir hefðu áreiðanlega haft þau með sér í
„bólin“, ef ætlunin hefði verið að tryggja
öðrum eggjahvítu-auðuga fæðu.
„En hvað bera þeir heim? Það kemur
manni nokkuð á óvart, ég nota orðið „hausa-
veiðarar" um það. Þeir koma með hausa
eða mergrík bein. Ef maður hitar þau við
eld, fær maður meiri merg heldur en ef þau
eru brotin ti! mergjar úti á veiðilendunum
og mergurinn étinn þar.“
Vísindamaðurinn Lewis Binford telur
að meðal Neanderthala hafi karlmenn
notað steináhöld svipað því sem hann
heldur á, en að komur hafi notað önnur
og minna þróuð verkfæri.
Eina fæðan sem þessir menn báru heim
með sér var af þeirri tegund, sem þurfti að
hita, eða undirbúa til matar á annan hátt.
Ástæðurnar voru hagkvæmari matreiðsla
fæðunnar, sem illgjörlegt var að annast á
veiðilendunum. Binford segir: „Þarf ég að
hita þetta til að komast að fæðunni á auð-
veldan hátt. Þarf ég að brjóta beinin. Með
því að gera þetta uppi á hásléttunni, gæti
það vakið athygli hýena eða úlfa?“ Hauskúp-
ur samsvara mat geymdum í málmdósum
nú á dögum (niðursoðnum mat). Það var
auðveldara að vinna á beinunum í skýli eða
„bóli“ en út á víðavangi.
KONUR SÁU UM SlG
Og Afkvæmin
„Eg hef hvergi fundið neitt þessu líkt í
leifum eftir menn í fornleifarannsóknum
mínum," segir Binford. „Hér virðist staðan
vera sú að konurnar sjá svo til algjörlega
um sig og afkvæmin. Síðari tíma maður
veiðir og flytur bráðina heim. Síðan er hún
unnin og hennar neytt af tjölskyldunni. Ég
tel að Neanderthalar hafí ekki gert þetta."
Það finast engar minjar um fjölskylduein-
ingar, enginn sameiginlegur beður eða leifar
af eldunarrými, það er hvergi að finna leif-
ar af kerfi um samstarf eininga um fæðuöfl-
un og úrvinnslu, eða samlíf kynjanna, né
um samlíf kvenna og barna. En sú er regl-
an sem gildir um allar mannvistarleifar
frumþjóða og frumstæðra þjóða.
í stað þessa telur Binford að í Combe-
Grenel hafi kynin lifað hvort sínu lífi, þau
elduðu sér til að bijóta um bein og hauskúp-
ur. Stundum virðist innihaldi kúpunnar hafa
verið skipt, þá ályktun má draga af beina-
brotum í „bólunum", en svo virðist sem
konur hafi búið sér og séð um sig sjálfar
og afkvæmin, grafið upp rætur og græn-
meti og eldað í glóðinni.
Greina má fíngerðan salla fijókorna úr
dúnhamar (cattail), hávaxinni vatnaplöntu
á sköfum og áhöldum í „bólunum", sem
bendir til að þessi planta hafi verið hluti
fæðunnar, sem konurnar neyttu.
„Ég er ekki að halda því fram að karlar
og konur hafi ekki átt nein samskipti, nema
til tímgunar. En það er þessi aðgreining í
tvenns konar hópa sem er algjörlega frá-
brugðin hegðunarmynstri annarra mann-
flokka. Þarna er fæðuvinnslan aðskilin, mis-
munandi notkun verkfæra og mismunandi
gerð verkfæra. í mannheimum er þetta allt
saman samtengt báðum kynjum. Kyn Ne-
anderthala eru aðskilin, en samt sem áður
eru náttúruleg tengsl til staðar og það er
þetta sem gerir Neanderthala sérstæða."
Myndin sem hægt er að gera sér af mann-
lífi í Combe-Grenal er mjög gloppótt ennþá,
en þrátt fyrir það dregur Binford upp sviðs-
myndir af mannlífinu þarna. Skútinn eða
skýlið var ekki stærra en svo að smáhópur
gat komist þar fyrir, e.t.v. 12 manna hóp-
ur, þ.e. konur og börn. Það bendir ekkert
til þess að karlmenn hafi nokkru sinni dval-
ið í „bólunum" eða skýlunum til langframa