Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Page 7
„Lífið allt er blóðrás og logandi undu ann 4. þessa mánaðar lézt málarinn Francis Bacon, þá staddur á Spáni, 82 ára. Morgun- blaðið sagði frá því í frétt daginn eftir svo sem eðlilegt mátti telja, því Bacon var ofurstimi á sviði myndlistar. Hann var að ýmsu leyti mik- ið ólíkindatól; varla með almennilega barna- skólamenntun að baki og alls enga myndlist- arskólun. Honum tókst samt, eftir að hin gífurlegu áhrif Picassos voru farin að fjara út, að verða á tímabili áhrifamesti myndlist- armaður heimsins. Þessi alls óskólaði maður myndaði, ef svo mætti segja, skóla, sem var stældur um víða veröld og á tímabili voru Baconáhrif mjög ríkjandi í verkum ungra listamanna og auðvelt er að benda á dæmi um þessi áhrif í íslenzkri myndlist á tíma- bili, - og þau eru jafnvel ennþá við lýði hjá sumum. Bacon tókst það sem allir myndlistarmenn keppa að, hver með sínum hætti: Að hitta sinn nagla á höfuðið. Og hvaða nagli var það sem Bacon hitti svo eftirminnilega? Baconsnaglinn er sá nagli sem snýr að manninum, eða ættum við kannski að segja mannskepnunni. Það er sá nagli sem varð til í djöfulgangi stríðsáranna og hertur var í kalda stríðinu. Það var komið endanlega í ljós, sögðu menn, að homo sapiens, hinn viti borni maður, er skepna sem reisir útrým- ingarbúðir fyrir meðbræðUr sína. Heimurinn er ein þjáning; hann er táradalur. í ótelj- andi verkum sporgöngumanna Bacons, var maðurinn orðinn kjötsksrokkur, oftar en ekki sundurtættur. Menn viðurkenndu að þetta væri kannski ekki geðslegt myndefni; ekki aðlaðandi heimspeki. Bacon afneitaði reyndar allri heimspeki í tengslum við verk sín. Þegar ég spurði nokkra íslenzka myndlistarmenn um álit þeirra á myndlist Francis Bacon, voru svörin sem svo: „Hann sýnist hafa verið haldinn mannfyrirlitningu, en málverk- ið var pottþétt", og „hann er að sumu leyti ógeðslegur, en sem málari er hann yfir- burða góður“. Time magazine sagði: „Hann gerði ljótleikan fagran“ og „verk hans eru eitt allsherjar memento morí (mundu eftir dauðanurri)“. Sjálfsmynd frá 1969. ÍRSKUR AÐ UPPRUNA Francis Bacon er í blöðum og bókum talinn enskur málari. Hann er þó Iri að uppruna og uppeldi; fæddur í Lower Bag- got Street í Dýflinni 28. október 1909, eitt af fimm börnum Christine Winifred Firth og Edwards Anthony Mortimer Bac- Stúdía fyrir nautaat nr. 1, 1969. on, fyrrum hermanns. Eftir að Francis fæddist sneri faðirinn sér að hrosatamn- ingum og þótti skrautlegur persónuleiki. En á heimilinu var hann harðstjóri. Þar var ekki neitt, ellegar í uppeldinu, sem hugsanlega gat fætt af sér áhuga á mynd- list. Þegar fyrri heimsstyijöldin brauzt út, 1914, fékk tamningamaðurinn vinnu á War Office, miðstöð stríðsrekstrarins, í London og þá fluttist fjölskyldan þangað. Skömmu síðar fluttust þau aftur til Ir- lands og næstu árin gekk ekki á öðru en flutningum milli Englands og írlands. Þau áttu varla að heitið gæti fast heimili. Francis þjáðist á barnsaldri af asma og þessvegna stundaði hann ekki neitt mark- vist barnaskólanám; írskur klerkur tróð þó einhverju í hann eftir 19. aldar aðferð- um. Drengurinn þurfti umfram allt að læra að aðlagast sífellt breyttum aðstæð- um og það gerði hann. Og eins og svo oft áður þegar verðandi listamenn áttu í hlut, kom amman við sögu og var ljós punktur í tilveru drengsins. Þessi móðuramma Bacons átti stórt hús á írlandi; hafði átt þijá eiginmenn og var um það bil að gift- ast þeim fjórða þegar hún féll frá. Hjá henni ríkti fijálslegur andi, en heima hélt faðirinn uppi púritanískum aga og það var heldur betur tekið í lurginn á Francis, þegar hann var staðinn að því að máta undirföt móður sinnar; tilhneiging, sem átti eftir að koma betur í ljós síðar. MÓTUNARÁR - BERLÍN OG PARÍS Svo virðist sem þessi atburður hafi orð- ið til þess að Francis fór endanlega að heiman, þá 17 ára. Þá tóku við lifnaðar- hættir sem voru jafnvel enn meira á skjön við það hefðbundna en áður hafði verið. Hann lenti í slagtogi með fólki af sama tagi; fólki sem leit á það sem æðst lífs- gæða „að gera ekkert“. Hinn ungi Bacon hefur líklega verið letingi eftir íslenzkri skilgreiningu. Engin skýring finnst á því, að allt í einu er hann kominn svo til staurblankur til Berlínar 1928. Þó var það rökrétt. Berlín var líkt og framhald af írlandi, svona prússneskt írland án kaþólskunnar. Það kunni Bacon vel að meta. Berlín þessara ára var hrikalegur suðupottur spillingar, úrkynjunar og árekstra milli þeirra sem síðar reyndu að frelsa heiminn: Kommún- ista og nasista. Mikið hefur verið gert úr áhrifum Berlín- ar á hinn unga Bacon, en minna gert úr þeim áhrifum, sem hann kunni að hafa orðið fyrir í París. Þangað lá leiðin næst og John Russell segir í nýlegri ævisögu Bacons, að þar hafi hann virkilega hrifizt og eins og nærri má geta, hlýtur hann að hafa komizt í tæri við alvöru myndlist, bæði í Berlín og París. Það virðist samt engin nákvæm vitneskja liggja fyrir um upphaf myndlistarferils Bacons, en eftir Parísardvölina fiytur hann til Lundúna og leigir sér þá vinnustofu. Hann virðist hafa byijað þar sem hönnuður og skreytinga- maður. Hans er getið 1930 í The Studio Magazine og þá í sambandi við framúr- stefnuhúsgögn, sem þá voru úr stáli og gleri. Þarna hóf hann að mála með olíulit- um og sýndi litlu síðar með vini sínum og það var í tengslum við húsgögn, sem Bac- on hafði hannað. Elztu myndir sem varð- veizt hafa eftir Bacon eru frá 1929 og þykja minna á Picasso og enska súrrealist- ann Paul Nash. Auðvitað hafði Bacon sín- ar fyrirmyndir eins og aðrir, en hann mat síðar þessar myndir einskis virði og óvið- komandi ferli sínum. Fyrsta viðurkenningin kom 1933, þegar krossfestingarmynd eftir Bacon var valin til birtingar í listaverkabók Herberts Read, Art Now. Read var þá þekktur gagnrýn- andi og sérfræðingur í nýrri list. Aftur hélt hann sýningu 1933 og enn afneitaði Nokkur atriði í tilefni andláts málarans FRANCIS BACON, sem var sér á parti í list sinni og um tíma áhrifamesti myndlistarmaður heimsins. „Þrjár fígúrur við krossfestingu", tímamótamynd Bacons frá 1944. 6 tíma. Það stóð nefnilega þannig á í hinum vestræna heimi í apríl 1945, að Banda- menn voru að taka Berlín, að Hitler hafði framið sjálfsmorð, að Bandaríkjamenn tóku Okinawa, að Rooswelt féll frá og Mussolini var hengdur dauður upp á löpp- unum. Það gat ekki hugsanlega vakið neina athygli í fögnuðinum yfir stríðslok- unum þótt athyglisverðasta myndlistar- sýning heimsins yrði haldin í hinni stríðs- hijáðu London. Bacon lét samt slag standa og sýndi m.a. „Þijár fígúrur við krossfestingu“. (Myndlistarmenn tala ævinlega um fígúr- una fremur en mannslíkamann og ég ætla að halda mig við þetta orð hér, þótt orða- bók Menningarsjóðs nefni aðeins merking- una „skrýtin, skopleg persóna“. í myndlist- arumræðu merkir fígúra ekkert slíkt) Sjálfur taldi Bacon síðar, að með þessari sýningu hafi ferill hans hafizt. Ekki uppsk- ar hann þó einbera hrifningu þeirra fáu sem litu inn. Þetta var alltsaman eitthvað ógnvekjandi og nóg var nú komið af slíku í lífinu sjálfu. Fígúrurnar þrjár, málaðar 1944, voru afskræmi; að einhverju leyti mennskar og þó meira eins og skepnur. Ein var með bundið fyrir augun og hafði enga útlimi, en niður úr henni stóðu staur- ar eða gaddar. Önnur gapti augnalaus og einfætt; framfóturinn þó frekar af stól en úr dýraríkinu og sú þriðja virtist einna helzt vera aðframkominn fugl. Allar lýstu myndirnar kvöl, afskræmingu, hugsanlega afleiðingum pyndinga eða hrottaskapar, fangelsisvist, eða kannski öllu þessu. Sá Francis Bacon, sem átti eftir að verða áhrifamesti málari heimsins á tímabili, var fæddur. Asmaveikur eins og hann var á köflum, kom hann ekki til greina í herþjónustu og stríðsárin í London fóru í lítið. Bacon málaði ekkert langtímum saman og var hneigður fyrir fjárhættuspil. En þó hann hefði verið talinn vafagemlingur og óskóla- genginn með öllu, fór ekki framhjá viðmæ- lendum hans, að hann hafði afspyrnu góða greind og var eftirtektarsamur. Meðal þess sem hann veitti eftirtekt og grúskaði í var nýstárlegt ljósmyndáefni: Augna- bliksmyndin, The candid camera; ljós- myndir úr stríðinu, sem voru allt öðruvísi en hinar hefðbundnu og uppstilltu ljós- myndir af spariandlitum. Hér sást fólk óttaslegið, afsksræmt af reiði eða hatri. Hér voru virðulegir framámenn gripnir í hita augnabliksins með fötin í óreiðu og allskonar svipbrigði, sem ekki voru við hæfi hjá fínum mönnum, sem áttu að halda „stiff upper lip“ gegnum þykkt og þunnt. Hér hafði manneskjan verið gegnumlýst. Þetta myndefni reyndist Bacon dijúgt veg- arnesti. Öll stríðsárin og raunar alla tíð, viðaði Bacon að sér myndefni úr dagblöðum, katalógum, tímaritum, af plakötum; hann grúskaði jafnvel í bókum um sjaldgæfa húðsjúkdómá. Þó fyrrnefnd myndröð „Þijár stúdíur" marki tímamót, hélt hann ekki því striki nákvæmlega næstu árin; Bacon hafði farið ögn framúr sjálfum sér í „Þremur stúdíum“, en Baconstíllinn var fæddur og það sem hann málaði næstu árin hefur þessi ótvíræðu einkenni, sem þekkjast á augabragði. Og til dæmis um hvað mikil viðurkenning kom eftir skam- man feril, má geta þess, að þegar árið 1948 festi Museum of Modern Art í New York kaup á verki eftir Bacon. „Þrenning", 1976. „Fígúra á hreyfingu", 1976. hann öllu og taldi markleysu, sem á henni hafði verið og tók langa hvíld frá sýningar- haldi; sýndi næst í apríl 1945. EINS OG ÞRUMA ÚR HEIÐ- SKÍRU LOFTI Kannski hefði Bacon átt að velja annan MEÐ SÍNU LAGI Fram til þessa mátti sjá áhrif Picassos á urmul málara, sem á annað borð unnu með mannslíkamann, fígúruna, í myndum sínum. Þegar Bacon sýndi „Þijár stúdíur“ 1945, var hann búinn að hrista þessi áhrif af sér og meðferð hans á fígúrunni síðan er svo sérstæð, að hún minnir ekki á neitt annað en Bacon sjálfan. I nokkrum „stúd- íum“, sem hann gerði síðar, t.d. eftir mynd Velasquesar af Innocent páfa X og í fleiri höfuðmyndum, verður manni að vísu hugs- að til Munchs. Uppglenntur munnur á vís- ast að túlka einhveijar kenndir hjá Bacon og minnir á Ópið eftir Munch. Þetta „vöru- merki“ notaði hann talsvert fram til 1960, en minna eftir það. í páfamyndinni og nokkrum „hausum“, sem Bacon málaði og sýndi um og eftir 1950, er viðfangsefnið oftast í einhvers- konar búri, sem þó er óraunverulegt, hug- lægt. Þetta undirstrikar einsemd og inni- lokun; þessar persónur eru í haidi með einhveijum hætti og þetta rímar við fræg bókmenntaverk frá sama tíma: Útlending- inn eftir Camus, Lokaðar dyr' eftir Sartre og Myrkur um miðjan dag eftir Koestler. Menn voru að vinna úr áhrifum og eftir- köstum stríðsins. List fæðist af list. Þótt Bacon væri frum- legur og mjög sér á parti, átti hann sínar fyrirmyndir, sem hann dáði. Fyrst og fremst var það Velazquez og monúmental málverk hans af Filipusi IV Spánarkóngi, svo og Innocent páfa X. Teikningar eftir Degas í National Gallery í London hrifu hann líka og sum verk Constables og ol- íuskissur Seurats. Það er enn til marks um skjótan frama Bacons, að árið 1962, aðeins 17 árum eft- ir að hann vakti athygli með „Þremur stúd- íum“, hélt Tate Gallery í London yfirlits- sýningu á verkum hans. Þar er málarinn fullmótaður og áhrifin frá honum fóru eins og logi yfir akur og urðu einskonar evang- elíum í fjölmörgum listaskólum. Litlum Baconum var ungað út um allar jarðir. Sporgöngumennirnir höfðu tilhneigingu til að ganga enn lengra en meistarinn; útkom- an varð stundum eitt allsheijar sláturhús, allir með iðrin úti eins og Gísli Súrsson þegar hann mætti örlögum sínum. Að sjálf- sögðu varð það æði einhæft og leiðigjarnt fóður. ÁHRIFAMIKIÐ ANDLEGT INNTAK Bacon hefur hlotið nánast allan þann heiður sem einn myndlistarmaður getur fengið í lifanda lífí. Söfn kepptust um að kaupa verk hans; sýningar hans voru haldnar þar sem allra eftirsóknarverðast þykir að sýna. Eftir 1970 bjó Bacon til skiptis í London og París. Honum hugnað- ist mjög að frönskum lífsháttum, franskri rökræðu, og þar átti hann góða vini. Hann var innanhússmaður. Ef hann á annað borð kom út undir bert loft, þá var var það til þess að skjótast inn í leigubíl, eða út úr honum aftur. Myndir hans sýna nán- ast allar einhverskonar innanhússveröld. Þær eru innanhússkróníka í þeim skiln- ingi, þó með skýrskotunum langt út fyrir hina lokuðu veggi. Fígúran, mannsmyndin eða andlitið, sem voru myndefni hans alla tíð,- voru næstum alltaf innan þröngra veggja. Jafnvel þegar hann málaði stúdíu um nautaat á Spáni, þá er sú athöfn orð- in innanhússgerningur í mynd hans. Að- eins í stúdíu fyrir portret af van Gogh frá 1957 og örfáum örðum, sést eitthvert brot af náttúru eða landslagi. Bacon hélt sínu striki fram eftir ævinni; í myndum hans hélt lífið áfram að vera „blóðrás og log- andi und/ og læknast ekki fyrr en á aldur- tilastund“, svo vitnað sé í Kristján Fjalla- skáld. Menn geta haft ýmsar skoðanir á með- ferð Bacons á myndefni sínu; jafnvel sak- að hann um mannfyrirlitningu, sem er þó full „billeg“ niðurstaða. Eftir stendur að Bacon er sér á parti, að hann varð á tíma- bili áhrifamesti málari heimsins, að mynd- ir hans eru þrauthugsaðar, byggðar um- fram allt á hugmyndalegu eða andlegu inntaki. GÍSLI SIGURÐSSON Heimild: Francis Bacon, ævisaga eftir John Russell. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MAl 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.