Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Page 8
-Pýþagóras og Brynjólfur biskup Eftir EINAR PÁLSSON Þingvellir x. Baug-ur Rangárhverf- is, samkvæmt niður- stöðum RÍM. Gjörvöll ' heimsmynd sögualdar ÆízM var miðuð við þá töl- SjólfeH v/s/( sem kelln(i er vj() Pýþagóras og Platon. Margflötungarnir fimm koma þar við sögu, svo oghinn frægi þríhyrningur Pýþagórasar 3-4-5. Dyrhólmar 1. Baugur Rangárhverfis 216 M t egar ég rakst fyrst á þá lærdóma sem kenndir eru við Pýþagóras í fomum arfi íslendinga hafði ég aldrei heyrt á slíkar leifar minnzt. Ég hugði, að þarna væri um einhveija undantekningu að ræða, eitthvert innskot úr erlendum bókum 13. ald- ar, ekki eiginlegt fomt eðli ásatrúar eða heimsmyndar íslenzkra landnámsmanna. Frekari athuganir sýndu þó merkilegar sam- svaranir: hvert atriðið af öðm í táknmáli ís- lendinga benti til þeirra hugmynda sem kenndar em við hinn fomgríska speking. Kom svo um síðir, að þeim hugmyndum varð ekki hafnað. Þeir sem fylgzt hafa með rannsóknum á íslenzkri fommenningu undanfarna áratugi vita nú hvemig málin standa: það skýrir flest á einfaldastan hátt í heiðnum dómi, goða- veldi og heimsmynd þessarar þjóðar í önd- verðu að gera ráð fyrir „pýþagórskum" lær- dómum að baki. Engin önnur tilgáta hefur komið fram, sem samsvarar af slíkri ná- kvæmni helztu lærdómum Islendinga að fomu. Enginn nútíma íslendingur virðist hins vegar hafa átt von á þessu. Ein ástæðan til þess er sú, að stærðfræði er bókmennta- sinnuðum mönnum lítt að skapi. Flestir þeir sem nema „íslenzk fræði“ era þeirrar gerðar er hallar til drauma og skáldskapar; margir vilja verða rithöfundar, en enginn, að því er virðist, raungreinamaður. Það er einmitt þess vegna sem þeir lesa bókmenntir. Þegar Pý- þagóras rekur höfuð úr djúpunum stara móð- urmálskennarar á textann líkt og á selshaus úr Fróðárundram; tölur falla ekki að ljóðræni túlkun, burt bægifótur. Þó er nú svo komið, að enginn íslenzku- fræðingur getur í raun stundað fræði sín af heilindum nema hann kynni sér táknmál talna. Hið gamia er hrunið, veröld fræðanna er orðin ný. Eðli Tölvísinnar Flestir nútímamenn hafa glatað þekkingu á fornri notkun talna. Þeim er það nánast ókunnugt, að til forna vora tölur ekki aðeins númer til að rekja eitthvað í röð ellegar að reikna út hagnýtar stærðir; tölur vora hug- myndir. Ekkert slíkt var mér kunnugt, þegar ég hóf rannsóknir, og minnist ég þess ekki að hafa nokkra sinni heyrt á það minnzt, þegar ég las ungur forngrískar leikbókmennt- ir í London. Sat ég því við að reikna út merk- ingar talna löngu áður en ég hafði hugmynd um, að þessi fræði vora til - og raunar skýrð að hluta í fomum ritum. í Hauksbók lögmanns Erlendssonar, sem rituð er um 1306 og geymir m.a. Völuspá og Landnámabók, er að fínna skýringar á vissum talnaröðum. Segir þar, að talan 8 merki jörð, talan 12 vatn, talan 18 loft og talan 27 eld. Er stórfróðlegt að sjá þetta, eigi sízt vegna þess, að til er önnur merking sömu talna og sömu Höfuðskepna, þar sem 4 merkir eldur, 6 jörð, 8 loft og 20 vatn. Gátur svo flókinna heimsmyndarfræða era ekki auðleystar. En tölur sem hugmyndir urðu ékki brott hraktar úr íslenzkum forn- fræðum. Þarna var stór vandi, sem takast bar á við. Heimspekideild háskólans hefur með öllu sniðgengið slík efni. Mun flestum svipað far- ið, er stunda hér sagnfræði, bókmenntafræði og mannfræði. Jafnvel tímarit eins og Skím- ir lætur sem vandinn sé ekki til og þarfnist ekki rannsóknar. Er því eðlilegt, að ýmsir undrist þær niðurstöður sem nú blasa við. ÖXIN REMIGIA Fyrir nokkrum árum varð það ljóst, að eigi mundi allt sem sýndist um þekkingu ábúenda Skálholts á dögum Brynjúlfs biskups Sveins- sonar. Þannig var böðulsöxin, sem þar var geymd, nefnd Remigia og talin öxi Skarpheð- ins Njálssonar. Samkvæmt ráðningu tákn- málsins í allegóríu Njálu var meginatriðið rétt: Skarpheðni tengdist hugtak Dauðans; böðulsöxin var vopn hans. Þetta hugði maður hins vegar ekki, að menn hefðu kunnað eftir siðaskiptin. Þá sýndist nær óhugsandi, að latneska heitið Remigia væri runnið af ís- lenzka heitinu Rimmugýgi; líkur bentu til, að íslenzkan væri alþýðuskýring á latínunni. Voru ritaðar um þetta fjórar greinar í Lesbók. Sumarið 1991 flutti undirritaður tvo fyrir- lestra um stofnun Alþingis á sagnfræðinga- þingi í Noregi. Vora þar settar fram formleg- ar tilgátur um grandvöll hins íslenzka goða- veldis í heiðni: sá grandvöllur var, samkvæmt kenningunni, sjálf tölvísi sú, sem að jafnaði er kennd við Pýþagóras og Platon. Rak þing- heimur upp stór augu; enginn viðstaddra mun hafa vænzt þess að Norðmenn hefðu kunnað slíkt á landnámsöld íslands. Var gefíð út rit á dönsku, þar sem erindin tvö vora saman dregin (E.P. Det gamle Alting pá Tingvellir, Mímir, Rvk., 1991) og hefur það borizt nokk- uð um Norðurlönd. Var hringt í mig frá Nor- egi um daginn og mér skýrt frá því, að þekkt- ur eðlisfræðingur hefði flutt ræðu við háskól- ann í Bergen og þar lagt út af riti þessu. Sýnist þannig ósennilegt, að málið falli í gleýmsku héðan af. Brynjúlfur Biskup Og Oluf Worm Ritlingurinn á dönsku um Alþingi hið forna barst meðal annars í hendur tveim dönskum áhugamönnum um forna tölvísi. Fékk ég bréf frá öðram þeirra, Kjeld Kappel, um jólin, og bendir hann mér þar á bréfaskriftir þær er fram fóra milli Brynjúlfs biskups Sveinssonar í Skálholti og Olufs Worm, hins mikla fræða- manns Dana á 17. öld. Sendir hann m.a. ljós- rit af bréfí Brynjúlfs frá 13. júlí 1648, sem merkt er nr.1596 (Ep. 968, BA 58). I því bréfí biður Brynjúlfur biskup hinn danska fræðaþul að útvega sér ýmis rit fornaldar, sem hér verða ekki rakin, en meðal þeirra era helztu bækur um tölvísina og goðafræð- ina. Veit ég ekki tii, að nokkur íslendingur hafí stúderað þau rit, sem þama era upp talin; sjálfur hef ég aðeins eignast þau helztu, og flest nýlega. En Brynjúlfí biskupi er full- kunnugt, að þessi fomu grísku og latnesku rit era nauðsynleg til skilnings á fornum ís- lenzkum lærdómum. Mér hefur ekki gefízt tími til að lesa bréfaskipti Olufs Worm við íslendinga, enda era bréfaskriftirnar á latínu; ofangreint bréf hefur hins vegar verið þýtt af Holger Friis Johansen og gefíð út af Munksgaard 1967. Skilja vonandi allir fróð- lega dönsku þessa tímaskeiðs. Svo segir m.a í bréfí Brynjúlfs biskups: Der er en enkelt ting, som jeg er ked af ikke at kunne tilfoje, idet jeg nemlig ikke er fuldtud istand til at drage Sammenligning mellem de herværende og de lærde Folke- slags - jeg mener Grækernes og Romernes - Forhold, dels paa Grand af Uvidenhed om disse Folks Forhold og Skikke, dels af Mang- el paa Tid og Boger - og du ved jo dog, hvor dette ringeagtes af de lærde, navnlig af dem, der vil domme alt vort som Forfængel- ighed, dersom det ikke krydres med dette Salt. Skulde jeg derfor nogensinde vove at gaa i lag med selve Saxo, vilde jeg dog ikke vove det uden den Slags Mortel, og det saa meget desto mindre, dersom jeg tager fat paa mit paatænkte værk om Nordens gamle Lære. Til Udarbejdelse heraf maa man forad- en til Grækenlands og Latiums gamle Skikke gaa til Filosoffer af enhver Art, navnlig Pla- tonikere og Pythagoræere, thi du ved fuldt vel, hvor nær Slægtskab der bestaar mellem disse Skoler og den nordiske Theologi og till- ige dens Mythologi. (s. 329) Þarna rekum við augun í merkilega stað- reynd: Eftir bréfi Brynjúlfs að dæma er bæði honum og Oluf Worm fullkunnugt, að hin norræna guðfræði og goðafræði era náskyld- ar fræðum Pýþagórasar og Platons. Mun sú yfírlýsing koma flatt upp á nær alla íslend- inga. Mínar eigin rannsóknir á þessum skyld- leika eru Brynjúlfí biskupi og öld hans óvið- komandi; þar er um að ræða útreikninga á táknmáli fornra íslenzkra rita. Mín niðurstaða var sú, að þeir ísleifur biskup og Gissur ísleifsson hefðu kunnað tölvísi Pýþagórasar og Platons á 11. öld - en að auki sjálfur landnámsmaðurinn Ketilbjörn á Mosfelli, sá er nam Skálholtsland að líkum málsins og felldi öxi sína í Öxará, sem eftir heitir síðan. Það sem ég hef komizt yfir að athuga er m.ö.o. elzta tímaskeið búsetu hérlendis, ekki tíminn eftir siðaskipti. Eins og flestum mun kunnugt er í RÍM unnið eftir aðferð raun- greina: tilgáta (hypotesa) er fram lögð miðað við tiltekin rök, síðan er athugað, hvort efnis- atriði koma heim við tilgátuna. Hér gerist það sem fágætt er: Brynjúlfur biskup vottar um miðja 17. öld, að honum sé það fullkunn- ugt, að lærdómar Pýþagórasar og Platons hafi verið í órofa tengslum við norræna goða- fræði annars vegar - og „theologi" hins veg- ar; það gæti bent til fyrstu kristni. Þótt íslend- ingar nútímans séu nánast orðlausir af undr- un yfir niðurstöðum RIM um tölvísina, styðja orð Brynjúlfs biskups eindregið að þær séu réttar. Kunnátta Olufs Worm Og Kirkjusmiða En, eins og við sjáum, þá er Oluf Worm sama staðreynd fullkunn um sama leyti, ef dæma má af bréfi Brynjúlfs. Síra Kolbeinn Þorleifsson hefur verið að kynna sér gögn frá 17. öld, meðal annars um endurbyggingu kirkju að Laufási í Eyjafírði. Eitt kvöld í vet- ur hringdi hann til mín og var mikið niðri fyrir; hann kvaðst hafa t'undið staðfestingu á því, að niðurstaða RÍM úm upphaflega stað- setningu biskupsseturs að Skálholti væri rétt. Hann bendir mér á, að hinn 27. ágúst 1638 hafí Jón Magnússon prestur í Laufási farið þess á leit við Oluf Worm, að hann útvegaði viði til nýrrar kirkju að Laufási (í bréfí merktu nr. 740 (BA 102)). Fylgja með mál: „24 Plan- ker paa 9 Alen hver til dette Brug, idet Haand- værkeme fandt, at de kortere er mindre egnede." Worm verður við beiðninni og send- ir 24 tré sem hvert um sig er 9 álna langt. Síra Kolbeini er m.ö.o. ljóst, að tölur þessar eru í beinu samræmi við niðurstöður RIM um pýþagórska tölvísi dómkirkjunnnar í Skál- Að Skálholti var reist Péturskirkja. Pétur varð hornsteinn kristninnar; Þrídrangar Vestmannaeyja urðu persónugervingur þess þrídrangs. Þrídrangar urðu eigi aðeins hornsteinn Skálholts, heldur og Alþingis á Þingvöllum og hinnar pýþagórsku heimsmyndar. Skálholt varð fyrsta biskupssetur íslendinga. Laugarás í landi Skálholts liggur á baugi Rangárhverfis eins og Bergþórshvoll, Dagmálafjall, Stöng og Hvítárholt. Við staðsetningu Skálholts virðast sögualdarmenn hafa tekið beint mið af mörkun Alþingis á Þingvöllum. Sama heimsmynd býr að baki. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.