Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1992, Qupperneq 12
R ANNSOKN I R w 1 S 1 L A N D 1 Vistfræði Alaskalúpínu laskalúpína er dugmikill landnemi á rýru landi og hefur reynst vel við uppgræðslu á lág- lendi. Hjá Landgræðslu ríkisins er lúpína rækt- uð í vaxandi mæli til frætekju og horfur eru á að þessi innflutta tegund eigi eftir að verða Umsjón: Sigurður H. Richter 100 pEIUA (%) Aætlaður aldur BREIDU - AR ’ UOPINA -1— ÖORÖffi YFIRBORD > BRfis 20 fJðLDI PLONTUTEOUMDA KÖFNUNAREFN11 JAROVEM (X) 0.2 - 0.1 * a 12 i« AÆTLADUR ALDUR BREIDU - AR • PlðNTUTEOUNOIR • KOFNUNAREFNI Breytingar á gróðri og jarð- vegi sem verða þegar lúpína breiðist inn á mel í Heiðmörk við Reykjavík. Útbreiðslu- og vaxtarskilyrði lúpínu eru víða góð hér á landi. Hún breiðist örast um lítið gróið land en getur einnig breiðst inn á gróið land. Ástæða er til að sýna aðgát við notkun og dreifingu lúpínunnar. RALA Eftir BORGÞÓR MAGNÚSSON mikilvæg landgræðsluplanta hér á landi. Rannsóknir á vistfræði lúpínunnar hafa und- anfarið staðið yfir á Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Nauðsynlegt er að góð þekking um tegundina liggi fyrir áður en farið er út í stórfellda notkun hennar. Uppruni Lúpínutegundir eru fjölmargar en náttúru- leg heimkynni þeirra eru í vesturhluta Norð- ur- og Suður-Ameríku og í löndum við Mið- jarðarhaf. Alaskalúpína (Lupinus nootkatens- is) mun fyrst hafa verið ræktuð á íslandi af Schierbeck landlækni í Reykjavík vorið 1885, en fræið fékk hann frá Noregi. Þessi stofn varð aldrei útbreiddur en er þó að líkindum enn til í höfuðstaðnum. Árið 1945 flutti-Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri lúpínufræ til landsins frá Alaska og er lúpínan, sem breiðst hefur hér ört út, komin af því. Heimkynni alaskalúpínunnar ná frá Bresku Kólumbíu í Kanada norður til suðurhluta Alaska og út eftir öllum Alueutin-eyjaklasanum. BÚSVÆÐI I sínum náttúrulegu heimkynnum fínnst lúpínan einkum í skriðum, á áreyrum og á malarkömbum við sjó. Líklegt er að sam- keppni við annan gróður, svo sem tré og runna, takmarki útbreiðslu hennar við þetta búsvæði sem einkennist af tíðu raski og umróti. Hér á landi er flóran mun fátækari og fátt um hávaxnar tegundir sem veita lúpín- unni samkeppni. Einnig er gróðurþekja lands- ins víða mjög rofin og gisin sem hentar henni einkar vel. Möguleikar hennar til að breiðast út eru því miklir. Lúpína breiðist ekki út í landi þar sem sauðfé gengur til beitar sem setur henni takmörk. Með fækkun fjár í land- inu dregur úr þessum áhrifum og gefur það henni lausari tauminn. Lúpínan breiðist örast um lítið gróið eða hálfgróið land en hún get- ur einnig breiðst inn á gróið land þar sem gróðursvörður er gisinn. Á friðuðu landi get- ur lúpínan hindrunarlftið breiðst um ógróna eða lítið gróna mela, moldir, vikra, hraun, skriður og eyrar, hálfgróin holt eða mosa- þembur og gisna lyngmóa. FRAMVINDAI LÚPÍNU- BREIÐUM Lúpínan fjölgar sér eingöngu með sjálfsán- ingu. Á þriðja sumri taka plönturnar að blómstra og bera fræ. Fræmyndun er mikil og eru fræin allstór og dreifast ekki langt frá móðurplöntunum nema við vatnsfarvegi og í brattlendi. Ungplönturnar vaxa því flest- ar upp í nágrenni móðurplantnanna og mynd- ast með tíð og tíma samfelld breiða, sem stækkar út frá jöðrunum. í lúpínubreiðunni verða miklar breytingar á umhverfisaðstæð- um. Hafi einhver gróður verið fyrir á landinu hverfur hann í skuggann. Lúpínan er upp- skerumikil og er sinumyndun því ríkuleg í breiðunni. Smám saman myndar sinan sam- fellt botnlag sem, ásamt skuggaáhrifum, á þátt í að útrýma þeim gróðri sem fyrir var á landinu. Á þessu stigi er lúpínan nær einráð í gróðurfari breiðunnar. Athuganir í Heið- mörk við Reykjavík hafa sýnt að mosar taka að vaxa á sinulaginu og myndast þykkur sinu- og mosaflóki í breiðunni. Ungplöntur ná ekki að komast á legg í honum og tekur þá fyrir endurnýjun lúpínunnar. Hörfun Lúpínunnar Svo virðist sem gömlu lúpínurnar týni smám saman tölunni og breiðan gisni og hverfi með tímanum. Við gisnunina skapast skilyrði fyrir annan gróður sem tekur að vaxa með lúpínunni. Það eru aðallega grös sem nema land í gömlum lúpínubreiðum í Heið- mörk og verður graslendi með þykku mo- salagi eftir á því landi sem lúpínan hörfar af. I Heiðmörk virðist lúpínan taka að hörfa 20-30 árum eftir að hún myndar samfellda breiðu. Athuganir á öðrum stöðum suðvestan- lands benda til að ferill lúpínunnar sé svipað- ur, nema á áfokssvæðum, í skriðum og við vatnsfarvegi þar sem sífellt rask hindrar myndun sinu- og mosaflókans og viðheldur einhverri opnun í landi. Við slíkar aðstæður er líklegt að lúpínan muni haldast við til lang- frama. LÚPÍNA Á NORÐURLANDI Athuganir sem gerðar hafa verið norðan- lands benda til að framvinda í lúpínubreiðum sé þar nokkuð önnur en sunnanlands sem trúlega má rekja til minni úrkomu á Norður- landi. Þar verður lúpínan ekki jafn þétt og vöxtuleg og mosalag er óverulegt. Grasvöxtur eykst þó í breiðunum. Sennilegt er að lúpínan hafi ekki jafn afgerandi áhrif við þessar að- stæður og hörfi eitthvað fyrr úr landi. Óvíst er að uppgræðsla með lúpínu skili miklum árangri á þurrum berangurssvæðum á Norð- austurlandi. Líkur eru á að lúpína geti víða breiðst inn á gróið land fyrir norðan, svo sem lyngmóa, þar sem svarðlag er oft gisið vegna lítillar úrkomu. Landval Fyrir Lúpínu- SÁNINGU Það ber að sýna mikla aðgát við notkun og dreifingu lúpínunnar. Áður en hún er sett í land verður að meta líkur á því hvort hún muni takmarka útbreiðslu sína við það svæði sem henni er ætlað að vaxa á, breiðast inn í nálæg gróðurlendi, viðhaldast í landinu til frambúðar eða víkja fyrir öði-um gróðri með tímanum. Þar sem lúpínu er sáð myndar hún þéttar breiður og verður nær einráð í gróðurf- ari. Hún er hörð í samkeppni við lágvaxinn gróður og fækkar plöntutegundum yfirleitt í landi sem hún fer yfir. Eftir að lúpínan hefur numið land getur reynst erfitt að hemja út- breiðslu hennar. Þótt dæmi séu um að lú- pínan taki að hörfa eftir 15- 20 ár, þá hefur hún sumstaðar viðhaldist mun lengur og ekki látið undan síga. Óæskilegt er að hún sé sett á svæði þar sem hún getur breiðst inn á gró- ið land. Beijaland kann að eyðast þar sem lúpína fer yfir lyngi vaxin holt og móa. Lúp- ínu ætti að halda frá þjóðgörðum landsins og öðrum náttúruperlum. Þau svæði sem virð- ast best fallin til uppgræðslu með lúpínu eru víðáttumiklir melar, vikrar og áraurar. Þar ætti að vera auðveldara að halda lúpínunni á afmörkuðum svæðum og hindra að hún breið- ist inn á gróið land. Höfundur er gróðurvistfræðingur og starfar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldna- holti i Reykjavík. Að rannsóknunum unnu einn- ig Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur og Snorri Baldursson líffræðingur. Lúpína breiðist yfir mosaþembu með krækilyngi í Haukadal í Svæði í Heiðmörk sem lúpína hefur hörfað af eftir Biskupstungum. Þar sem gróðursvörður er gisinn getur lúpínan Iiðlega 20 ára veru. Myndast hefur graslendi með farið yfir gróið land. þykku mosalagi. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.