Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Blaðsíða 3
IF-gPáHf H [g H [o| [ö] 0 [g E H [5] [g m [g ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Nytjaskógur er ekki bara timbur í ókominni framtíð, heldur umhverfi, óbitinn gróður í vexti, skjól, land þar sem fólki líður vel, segir Björn Jónsson, skólastjóri, í grein sem hann hefur skrifað og heitir „Hin magra jörð“. Þar fjallar hann um eigin ræktunarstarf aust- ur í Skaftafellssýslu. Forsídan í dag verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði eins- konar yfirlitssýning á verkum tveggja hafnfirzkra listamanna, hjónanna Gests Þorgrímssonar og Sig- rúnar Guðjónsdóttur, eða Gests og Rifnu eins og þau eru oftast kölluð. Þetta er boðssýning á vegum Hafnarborgar og spannar hún verk listamannanna allt aftur til 1947. Þar verður, auk þess eldra, nýr skúlptúr eftir Gest og málaðar náttúrustemmningar eftir Rúnu, talsvert ólíkar fyrri verkum hennar. Ljósm.Lesbók/KGA Draumur manns tengist alltaf draumgjafa á annarri plánetu, sagði dr. Helgi Pjeturss í fræðum sínum og enn eru margir sem aðhyllast þau, en sumir með smá eigin breytingum eins og Þorbjörn Ásgeirsson, sem skrif- ar grein: Frumlífsjörð og framlífsheimar. Ráðhúsið í Reykjavík er orðin staðreynd við Tjörnina og nú þýðir lítið að deila um, hvar það hefði átt að vera, eða hvernig það hefði átt að líta út. Til þess að gera úttekt á húsinu frá faglegu, listrænu og einnig frá leikmannssjónarmiði, hafa tveir arkitektar, list- fræðingur og blaðamaður rýnt í Ráðhúsið. OMAR KHAYYÁM Rubáiyát - Brot - MAGNÚSÁSGEIRSSON þýddi I. Upp! Vak! í húmsins hvolfskál Morgvnn nýr þeim hnetti varp, er sérhver stjarna flýr. Og sjá! Úr austri björt og hæfin hönd um háturn soldáns vað úr geislum snýr. II. Er Dögun vinstri hendi á himin brá, ég heyrði í draumi æpt úr kránni: „Sjá, á lífsins staupum lækkar, börnin góð! Ó, lyftið þeim, á meðan færi er á!“ III. Er haninn gól, við drykkjuhússins hlið stóð hópur úti og kallaði: „Opnið þið! Við erum, bræður, hér á hraðri ferð. og hver, sem burtu fer, snýr aldrei við!“ IV. Við nýjár glæðast gamlar þrjár í lund. Þá gengur djúplynd sál á þagnar fund, er Móses bregður Ijósri hendi á loft úr laufi, og Jesús andar milt frá grund. V. Víst týndist írams blómi í sandsins sæ og sjögyrt spáker Jamshýðs fór á glæ. En enn á bökkum elfar lundur vex og ennþá roðnar drúfa í sól og blæ. VI. Enn kliðar, þótt sé harpa Davíðs hljóð, á helgitungu næturgalans Ijóð: „ Vín! Vín! Vín! Vín! Vín! Rautt vín!“ yfír rós, unz roðnar hennar fölva lífsins glóð. VII. Kom, fyll þitt glas! Lát velta á vorsins eld þinn vetrarsnjáða yfírbótarfeld! Sjá, Tíminn, það er fugl, sem fíýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld! Omar Khayyám (10507-1122) var persneskt skáld, stjörrjufræð- ingur og stærðfræðingur og samdi m.a. rit um algebru, sem var þekkt um alla Evrópu á miðöldum. Nú er hann þekktastur fyrir Ijóðið, sem hér birtist og Magnús Ásgeirsson þýddi 1935. Þér morðingjar Asíðastliðnu hausti var haldin í Róm ráðstefna um eiturlyfjaneyslu og áfengissýki og sátu hana heilbrigðisráðherr- ar og 2.000 sérfræðing- ar frá 100 löndum, Cu- ellar aðalritari Samein- uðu þjóðanna, Zamora forseti Bolivíu og fjór- ir sendiherrar þeirra erlendu þjóða í Vatíkan- inu sem harðast eru leiknar af eiturlyfjaböl- inu. Á þessari ráðstefnu bar Fiorenzo Angelini kardínáli, formaður þess ráðs í Páfagarði sem fjallar um aðstoð kirkjunnar við heilbrigðis- stéttir, fram kröfu um að ríkisstjórnir láti breyta lögum á þann veg að eiturlyfjasalar verði dæmdir til lífstíðarfangelsis sem morðingjar, þar sem neysla eiturlyfja eyði- leggi fólk andlega og líkamlega og flýti fyr- ir dauða þess. Við íslendingar héldum lengi vel að engin hætta væri á alvarlegri eiturlyfjaneyslu hér á landi. Óhófleg áfengisneysla hafði verið landlæg og valdið ómældum sorgum og tjóni og þegar fyrst fór að bóla á hassneyslu sögðu menn að þetta væri alveg meinlaust efni, stórum hættuminna en brennivínið og ekki vanabindandi. Meira að segja málgagn stúd- enta bar fram þá kröfu á forsíðu 1. desemb- er eitt árið að hassið yrði gefið frjálst. Menn höfðu þá ekki áttað sig á því að haSsneyslan var fyrsta skrefið út í almenna eiturlyfjan- eyslu og þar með eyðileggingu iíkama og sálar. Það skal fúslega niðurkennt að sumum eiturlyfjaneytendum hefur tekist að bijóta af sér viðjar eiturlyfjanna, eins og sumurri áfengissjúklingum hefur líka tekist, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verulegur hluti þessara sjúklinga sekkur dýpra og dýpra í eymdina og á sér sjaldan viðreisnar von, enda halda eiturlyfjasalar óspart að þeim efnunum. Nú er það helst að skilja á fíkniefn- alögreglunni að eiturlyfjainnflutningurinn sé orðinn að stórflóði og ekki náist í nema fáa af þeim mönnum sem ieggja sig niður við að eyðileggja líf annarra, sér til hagnaðar. Þegar svo einhvetjir eru staðnir að verki við innflutning eiturlyfja lítur út fyrir að hverri lygasögu þeirra sé trúað, þeim er klappað vingjarnlega á bakið og sagt: „Nú máttu alls ekki gera þetta aftur,“ og svo er þeim sleppt meðan málið er rannsakað sem tekur að jafnaði mánuði eða ár og dómarnir eru að lokum svo vægir að brotamennirnir hugsa sig ekki tvisvar um að halda áfram sömu iðju. Fyrir nokkrum árum voru níu eiturlyfja- smyglarar staðnir að verki í Líbanon. Þar var ekki efnt til neinnar rannsóknar enda var hennar ekki þörf. Þeir voru einfaldlega leiddir út fyrir vegg og skotnir. Ég held ekki að þeir smákrimmar sem hér eru teknir fyrir eiturlyfjasmygl séu aðal- mennirnir í allri þeirri eiturlyfjasölu sem hér viðgengst, heldur sé hún fjármögnuð, hér eins og annars staðar, af fjársterkum mönn- um sem aldrei koma fram í dagsljósið og sjaldan næst til, enda neyta þeir yfirleitt ekki eiturlyfja sjálfir. Það eru slíkir óþokkar sem þyrftu þó helst að nást og finnst mér að heita ætti háum verðlaunum og nafnleynd þeim sem komið gætu upp um slíka menn, ef menn skyldi kalla. Við öllu eiturlyfjasmygli og sölu ættu að liggja þungar refsingar, ævilöng fangelsisvist fyrir alvarleg brot og ætti refsing að hefjast um leið og sök glæpamannsins er sýnilega ótvíræð. Full ástæða er til að þvinga slíka brotamenn til nauðungarvinnu, þeir eiga ekki heimtingu á neinni miskunn því þeir hafa ekki sjálfir sýnt öðrum miskunn og þeir eru ekki of góðir til að gera eitthvað gagnlegt upp í allt það tjón sem þeir hafa valdið. Ekki svo að skilja að ég haldi að menn batni við refsingar enda getur engin refsing bætt fórnarlambinu það tjón sem það hefur orðið fyrir, heldur er það skýlaus krafa almennings að saklaust fólk, og allra helst börn og ung- menni, sé verndað eftir því sem hægt er fyr- ir skuggaverkum slíkra glæpamanna. Mönnum finnst sjálfsagt að refsa þeim mönnum sem stela peningum og svíkja eigur annarra út lir þeim. Víst er það illt verk en peninga er alltaf hægt að afla á ný ef þeir tapast. Eyðileggingu sálar og líkama er hins- vegar aldrei hægt að bæta til fulls. Refsing- ar fyrir eiturlyfjasmygl og sölu, svo og fyrir nauðgun barna, eiga að vera margfalt harð- ari og þyngri en fyrir þjófnað og svik, sbr. hina ágætu rabb-grein Ágnesar Bragadóttur í Lesbók Morgunblaðsins 25. apríl sl. Birting mynda af glæpahyski þessu ætti að vera sjálf- sögð og það miklu fremur en birting mynda af þjófum og svindlurum, svo að fólk geti varast það í daglegu lífi. Margir 'telja að eiturlyfjasmygl og sala sé nú orðin það háþróuð atvinnugrein í heim- inum að vonlaust sé að binda endi á hana. Því hefur komið fram sú tillaga og verið studd af ýmsum að eiturlyf verði gefin algerlega fijáls, menn eigi að geta gengið inn í næsta apótek og keypt sér þar fyrir sanngjarnt verð það lyf sem þeir vilja helst nota til að eyðileggja sig. Með því sé hægt að kippa stoðunum undan smygli og okursölu ly- fjanna. Það kann að vera að þetta sé eina leiðin til að sigrast á eiturlyfjasölunni, þótt það setji að manni hroll við að heyra slíka tillögu. En sömu menn telja að með tímanum mundu þá ekki aðrir kaupa eiturlyf en þeir sem hefðu tekið þá ákvörðun að vera dópist- ar. Fólk hefur verið frætt um það frá barn- æsku, í skólum og á heimilum, hvert verði hlutskipti eiturlyfjaneytandans, en ef það vill engu að síður lifa slíku lífí verður það sjálfsagt að ráða, en þá ætti ekki heldur að eyða opinberu fé til að sinna því, þegar það er komið í ræsið. Eins og sakir standa er mest aðkallandi að herða að miklum mun viðurlög fyrir slík brot og láta af þeirri heimskulegu vatnsgraut- armiskunnsemi sem nú virðist vera allsráð- andi þar sem um eiturlyfjasala, svo og barna- nauðgara, er að ræða. Þá á að taka tafar- laust úr umferð, ævilangt ef um miklar sak- ir er að ræða. TORFI ÓLAFSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚNÍ1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.