Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Blaðsíða 4
sig of mikinn vind þegar hún hækkar. Næst bætti ég viðju við tegundalistann, og hún þreifst heldur skár. Svo fór ég að gróður- setja sitkagreni. Þegar hér var komið sögu fór ræktunar- maðurinn að reka sig á margt. Hann var að reyna ræktun við ókunnuglegar aðstæður, þekkti ekki veðurfar til hlítar og hafði ekki hugmynd um hve austanáttin er þrálát og þungbær á Suðausturlandi. Þar að auki hafði hann ekki gert sér næga grein fyrir eðli fok- moldarinnar sem átti að framfleyta gróðri hans, vissi ekki hversu gjörsnauð hún er og lausheldin á raka. Sá grunur læddist að ræktunarmanni að hann ætti nokkurra ára tilraunir fyrir höndum til að komast í sátt við hina þungbæru hafátt, finna tegundir við hæfi og laða harðvellið til að ljá nýjum gróðri rótfestu og vöxt. Þessar athuganir tóku sjö ár. Tvennt reyndist erfiðast í veðurfari: Stór- viðri á vetrum með skafbyl og skara sem sverfa ungar plöntur inn í merg og síðan þung og þurr hafátt á vorin sem þurrkar greinar og barr. Gróður getur farið ótrúlega illa frá 20. apríl til 20. maí þótt hann komi býsna vel undan vetri. Þessar aðstæður valda því að hver einasta barrplanta þarf að fá skjól. Fyrstu skjólin entust illa og voru til lítils gagns þegar kom fram á útmánuði, enda voru þau aðeins tveir hælar austan við plöntuna og áburðarpoki á milli. Endurbætt útgáfa þeirra var þriggja hæla skjól, sem myndaði eins konar V gegn austanáttinni og hlífði plöntunni frá norðri til suðausturs. Þetta er sú vörn sem dugir, gjarnan hnéhá; í hana má nota áburðarpoka, en hann endist í tvö til þijú ár ef brotið er ofan á hann svo að efri brún er tvöföld. Þéttriðin plastnet og dúkar af ýmsu tagi eru þó langtum endingar- betri. Fyrrgreind skjól duga geysivel á greni og furu á vindasömum stöðum og vanhöld á gróðri eru sáralítil. Þar sem skýlla er má nota plastílát af ýmsu tagi; er þá botninn skorinn úr þeim og þau fest með tveimur hælum úr mótavír sem reknir eru niður. Það þurfti að huga að áburðarnotkun. Mér Sandar og hraun setja svip á meginhluta láglendis í Vestur-Skaftafellssýslu. Eftir lok síðasta jökul- skeiðs hafa orðið nokkur stórgos uppi á hálend- inu með feikilegu hraunrennsli sem flætt hefur niður yfir flatlendið í átt til sjávar. í slíku stór- Sumum fínnst nauðsynlegt að hafa nokkra afsökun fyrir gerðum sínum, ekki síst þegar eitthvað fráleitt er á döfínni eins ogt.d. skógrækt. Af þessu stafar sífellt hjal um svokallaðan nytjaskóg. Staðreyndin er hins vegar sú að nytjaskógur er ekki bara timbur í ókominni framtíð heldur umhverfi, óbitinn gróður í vexti, skjól, land þar sem fólki líður vel. Texti og myndir: BJÖRN JÓNSSON gosi mynduðust Landbrotshólar, sem eru vettvangur þessarar greinar. Þetta eru gjall- hólar, fjölbreytilegir að lögun, og er talið að þeir hafi myndast þar sem hraunið rann yfir votlendi eða út í tjarnir og vötn. Hraunið er víða um 30 metra þykkt. Að gosi loknu leituðu straumvötn að nýjum farvegum ofan af hálendinu, lögðust upp að hraunbreiðunni mórauð af framburði, flæmd- ust yfir hana niðri á láglendinu og hurfu ofan í hana að hluta., Lækir og lindir spruttu fram undan hraunhólunum niðri á flatlend- inu, silfurtær og síuð eftir langt rennsli gegn- um hraun og gjall. Austan Landbrots voru víðáttumiklar flatneskjur, sendnar eða grónar eftir því hvernig vötn byltu sér. Sandur og ryk fauk upp í hraunbrúnina í austanátt, sem er svo þrálát og sterk á þessum slóðum, og gróður festi smám saman rætur. Þetta var þrautseigur gróður og nægjusamur, mosi og harðger grös, því að hér var hvergi jarðvatn að fá; það hripaði viðstöðulaust niður í gegn- um 30 metra þykkt hraungjallið. Menn settust að í þessu sérstæða um- hverfi, byggðu sér ból á austurbrún hrauns- ins. Þaðan var stutt í gróðursælt votlendið austan við, en hraunhólarnir voru rýrir til lífsbjargar langa hríð. Þó þykknaði jarðvegs- hjúpur þeirra jafnt og þétt. Áfok var mikið, úr ýmsum áttum: Sandur og ryk barst frá fljótunum í austri og vestri. Ryk fauk ofan af öræfum í norðaustanveðrunum, sem verða svo hamslaus hér um slóðir, dekkti snjó á vetrum og hvarf ofan í rót í næstu þíðu. Öðru hveiju varpaði Katla svörtum vikri yfir byggðina, þegar vindur snerist í vestur með- an gos stóð yfir. Þar sem jarðvegur var að- eins ein skóflustunga um aldamótin 1200 er hann nú sums staðar tæpir tveir metrar að þykkt. Fleira hefur breytt þessari sérstæðu sveit. Með tíð og tíma fyllti Skaftá hraunið með framburði sínum. Lækjum og lindum fækk- aði og allvíða eru nú einungis örnefni og gamlir farvegir sem minna á það vatn sem forðum streymdi hér fram. Þurrari sveit er vandfundin á landi hér. Ræktun er mér í blóð borin. Þegar ég fór að hafa sumardvöl í Landbroti með fjölskyldu minni, leiddi ég brátt huga að því hvort hægt væri að rækta tijágróður á þessum slóðum. Ekki virtist það fýsilegt: Útjörð var þyrrkingsleg og sneggri en ég þekkti dæmi til, austanáttin erfið og setti svip sinn á gróðurfar, jarðvatn var hvergi tiltækt. Eg velti málinu fyrir mér í tvö sumur, en svo stóðst ég ekki mátið. Ég sá hér sem annars staðar að þar sem planta hafði verið gróður- Horft yfir Landbrotshóla vestur til Mýrdalsjökuls. Þetta er afar ólíklegl land til skógræktar, en samt er það svo að þar sem planta hefur verið gróðursett með nokkurri alúð vex síðar upp tré. Hér þarf hver barrplanta sitt skjól, þá vex hún greiðlega upp og vanhöld eru sáratítil, ef vel hefur verið búið í haginn fyrir hana. sett með nokkurri alúð óx síðar upp tré. Þetta hlaut að vera hægt þrátt fyrir allt. Ég fór rólega af stað, gróðursetti birki samkvæmt íslenskri hefð og dálítið af stafa- furu. Þetta þreifst illa. Birki er ekki vindþol- ið og dafnar ekki í hinni þurru jörð; furan vex að vísu en þolir illa næðing og tekur á hafði verið kennt að nota skyldi húsdýraá- burð í hófí og hann mætti ekki snerta rætur ungra plantna. Ég fylgdi þessu boðorði dyggi- lega og dauð fokmoldin skilaði litlum vaxtar- auka. Eitthvað hlaut að vanta. Ég jók áburð- arskammtinn og vöxtur óx; fór svo að lokum að ég setti bakkaplöntur niður í nálega Sólheimar í Landbroti horft austur til Öræfajökuls. Menn settust að í þessu sérstæða umhverfi, byggðu sér ból á austur- brún hraunsins. Hin magra jörð 4 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.