Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1992, Blaðsíða 6
A R K 1 T E K T M u R Reykjavík hefur loksins eignast ráðhús, og eru höfundar þess arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Stevel Christer, sem sigruðu í samkeppni um húsið. Ráðhús í Reykja- vík hafði lengi verið á döfinni og hugmyndirnar voru orðnar margvíslegar. Ein var til að mynda þannig, að Ráðhúsið yrði látið mynda brú yfir miðja Tjörnina. Um fátt eru íslendingar eins ósammála og byggingar og Ráðhúsið hefur fengið sinn skerf af mjög neikvæðri gagnrýni, jafnvel áður en hægt var að sjá hvernig það liti út. Óhætt er að segja, að byggingum sem setja svip á borgina hefur ekki verið fagnað; að minnsta kosti ber meira á þeim, sem fordæma þær yfirleitt sem óþarfa. Ekki hefur tíðkast hér að nýjar, opinberar byggingar væru teknar út og um þær skrifuð gagnrýni, svo sem sjálfsagt þykir um leiksýningar og myndlistarsýningar. Ekki er hér verið að fara af stað með gagnrýni á nýjan arkitektúr, sem yrði fastur liður, heldur þótti bæði rétt- mætt og forvitnilegt að sjá hvernig tveir arkitektar líta á húsið, einn listfræðingur og í hópinn slæst blaðamaður Lesbókar, sem hefur skrifað að staðaldri um arkitektúr í Lesbók mörg undanfarin ár. Tryggvi Tryggvason, arkitekt, hefur starfað erlendis og rekur nú sína eigin arkitektastofu og hefur skrifað um sérgrein sína, t.d. í nýjasta tölublað tímaritsins Arkitektúr og skipulag. Gunnlaugur Baldursson, arkitekt, hefur unh árabil starfað úti í Þýzkalandi, en fylgst vel með hér ogskrifað um byggingarlist hér í Lesbók. Listfræðingurinn í hópnum er Guðbjörg Kristjánsdóttir, lærð í sérgrein sinni í Frakklandi og hefur skrifað um arkitektúr, m.a. um póstmódernisma í tímaritið Guðbjörg Krístjánsdóttir listfræðingur Óður til Tjarnarinnar Loksins hafa Reykvíkingar eignast langþráð ráðhús sem í raun hefur ver- ið beðið eftir í hartnær heila öld. Reykja- vík hefur fengið nýja táknmynd, miðbær- inn nýtt aðdráttarafl og þá kjölfestu sem hann hefur löngum skort. Lengi hafa menn haft augastað á norðurenda Tjarnar- innar undir ráðhús. Sá staður er kjörinn vegna þess að Tjörnin er miðja Reykjavík- ur, og það er tignarlegt að horfa á hús yfir vatn. Ókosturinn er hins vegar sá að tæplega er nógu rúmt um ráðhús við Tjarn- arendann vegna bygginga sem þar eru fyrir. Ráðhús eiga sér langa sögu. Hlutverk þeirra er í sjálfu sér svipað alls staðar og því myndaðist snemma ákveðin hefð í ráð- húsbyggingum. Ráðhús eru reisuleg hús sem skera sig úr. Þau standa við stór torg og laða að sér margvíslega starfsemi og mannlíf vegna þess að þau eru miðstöðvar stjórnunar. Ekki verður með sanni sagt að hefðin hafi ráðið ferðinni við hönnun Ráðhúss Reykjavíkur eins og sést best af því að við húsið er ekkert ráðhústorg og svalir borgarstjórans vísa út á Tjörnina. Þess í stað hefur höfuðáhersla verið lögð á að Arkitektúr og skipulag. GS. Tveir arkitektar, listfræðingur og blaðamaður skoða Ráðhúsið og reyna að meta kosti þess og galla. Vesturhlið Ráðhússins. Gluggi borgarstjórnarsalarins er á enda áhnunnar til vinstri. Ráðhúsið séð yfir Tjörnina. Ljósm.Lesbók/JúIíus. byggingin falli vel að umhverfinu og því sem ef til vill mætti kalla staðaranda. Ráðhúsbyggingin skiptist í tvennt, borg- arstjórnarhús í norðri og skrifstofuhús í suðri. Nyrðra húsið er formfast og lokað en syðra húsið létt og opið og viss mynd- breyting á sér stað í heildinni því syðra húsið springur út og opnast í átt að Tjörn- inni. Tengsl vatns og byggingar geta vart orðið nánari, vatnið flýtur undir suðaustur- horn syðra hússins og súlur, sem bera uppi þakið, rísa upp úr vatninu framan við það. Form súlnanna er sótt í stífur á vængjum sjóflugvéla og þakið sem þær bera minnir í lögun og útliti á flugvéla- væng. Þegar lykillinn að líkingarmálinu er fundinn verða ýmsir aðrir þættir í bygg- ingunni ljósir. Línur á göflum syðra húss- ins eru bogadregnar og vísa upp á við til beggja hliða þannig að byggingin virðist fljóta á vatninu. Brúin frá austurgafli syðra hússins líkist landgangi og fleiri smáatriði í sama dúr mætti tína til. Hug- myndin um vatnið og flotið er að ýmsu leyti skemmtileg. Hins vegar má velta fyrir sér hvort form ráðhússins séu ekki of stórgerð til að hæfa fínleikanum sem er eitt megineinkenni Tjarnarinnar og gömlu húsanna sem við hana standa. Eng- in ástæða er til að óttast að fíngerð form hefðu orðið til þess að ráðhúsið félli um of inn í umhverfið og missti við það þann tilkomumikla blæ sem því ber vissulega að hafa, því að húsið dregur að sér næga athygli með því einu að ganga út í vatnið. Það verður aftur á móti að segjast húsinu til mikils hróss að birtuspilið sem myndast á framhlið þess í sólskini, og fengið er með því að opna þakvænginn er fallegt og hæfir einkar vel náttúrulegri birtu Tjárnarinnar. Tenging ráðhússins við borgina norðan- megin hefur ekki tekist sem skyldi og verður hún að teljast einn meginókosturinn við bygginguna. Norðurhlið borgar- stjórnarhússins er iokuð og Iítt aðlaðandi. Vestan við það er grunn smátjöm sem grófir steinveggir rísa upp úr og vatn seytl- ar niður eftir. Ur þessari smátjörn rennur vatnið eftir tveimur vatnsþróm milli hús- anna út í Tjörnina. Þetta tilbúna „vatna- svæði“ virkar gervilegt og spyrja má hvort ekki hefði verið nær að færa bygginguna lengra út í Tjörnina svo að það sem hér er verið að útfæra með ærnum tilfæringum hefði komið af sjálfu sér, nefnilega að byggingin sé umflotin vatni. Aðalinngang- ur í ráðhúsið er meðfram smátjöminni og það verður að segjast eins og er að hann er of rislítill, skuggsæll og drungalegur tii að geta talist verðugur ráðhúsinngang- ur sem samkvæmt hefð á að bjóða gesti velkomna og vera einnig tilkomumikill og virðulegur. Ur þessu er reynt að bæta með súlum sem skotið er fram fyrir húsið. Það bjargar talsverðu og tengir auk þess bak- Borgarstjórnarsalur og fundarsalur Bor Fallega teiknuð og vel unnin smáatriði hlið hússins við framhliðina. Sú ofurá- hersla sem lögð er á vatnið við innganginn getur líka orkað tvímælis því í raun stend- ur Tjörnin sem slík fyrir sínu og það getur orðið leiðigjarnt að ofnota vatnið í henni. Þegar inn í húsið er komið verður fyrir eins konar gata. Ur henni sést yfir salinn með íslandskortinu, móttökusalinn og kaffistofuna. Gatan og salirnir mynda prýðisgóða heild, sem er auðskilin og aðlaðandi. Fagurt útsýni er yfir Tjörnina úr sölunum frá eilítið mismunandi sjónar- horni. Hér er vel tekið á móti gestum, því að það er bæði tilkomumikið og spennandi að vera svo nálægt Tjörninni og þessir salir eiga efalítið eftir að njóta mikilla vin- sælda jafnt hjá heimamönnum sem að- 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.