Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Blaðsíða 5
Gunnar Gunnarsson (yngri).
Vésteinn Lúðvíksson.
eftir sama höfund, formleysan Heimar, 1982.
Þessar tvær bækur Sigurðar sýndi að hann
gat ritað skemmtilegan frásagnarstíl sem
hann staðfesti árið 1983 með merkilegu
smásagnasafni, Sjö fréttum, en skáldsögum-
ar hafa ekki orðið fleiri. Aðrir höfundar
gáfu út brot sem þeim sjálfum var ljóst að
ekki gátu kallast meira en drög að skáldsög-
um, s.s. Ámi Larson Uppreisnina í grasinu,
1972.
Magnea Matthíasdóttir skrifaði fyrst sög-
una Hægara pælt en kýlt, útgefin 1977;
saga í tveimur hlutum sem einna helst er
viðleitni til að sýna fram á skyldleika vímu-
heims og hefðbundinna ævintýrasagna; ger-
ist meðal flippaðra unglinga í Kaupmanna-
höfn. Þetta skáldverk Magneu er tvímæla-
laust meðal þeirra merkari frá áttunda ára-
tugnum. Göturæsiskandídatar hennar er
ennþá betri; vel skrifuð saga, knöpp í form-
inu og skilar ágætlega því mannlífi sem hún
íjallar um. Síðan er sem viðfangsefni
Magneu hafi verið á þrotum þótt hún hafi
samið eina skáldsögu í viðbót, Sætir strák-
ar, frá 1981, bók sem virðist skr'fuð af and-
lausri þörf atvinnumennskunnar. Fleiri hafa
skáldsögurnar ekki orðið frá hendi Magneu.
Auður Haralds hefur mikið sprellað með
form ritverka sinna; sum staðið nærri því
að vera skáldskapur, önnur einna helst ævi-
söguþættir. Fyrsta bók hennar, Hvunndags-
hetjan, 1979, er ævisaga og enn best bóka
hennar. Einkamál Stefaníu heitir saga eftir
Ásu Sólveigu frá 1978 og frá árinu eftir
Treg í taumi. Einfalt frásögusnið, kvenna-
bókmenntir sem þola ekki að vera teknar
mjög alvarlega. Síðan ekkert meira á bók
frá Ásu Sólveigu.
Ólafur Ormsson sendi frá sér tvær skáld-
sögur kringum 1980 sem bera með sér að-
vera ófrágengin handrit,_og hafa skáldsögur
hans ekki orðið fleiri. Án titils er „skáld-
verk“ eftir Einar Guðmundsson frá 1978 þar
sem rakin er saga myndlistarhóps, Súmm-
ara, í sendibréfum. Höfundur hefur greini-
lega alveg misst úr höndum sér greinarmun-
inn á list og veruleika sem er þó nokkur þó
ekki sé nema fyrir ásetning. Fleiri formtil-
raunir eru til eftir Einar Guðmundsson frá
þessum tíma en ekkert yngra Karlmenn
tveggja tíma er skýrslukennd saga í anda
tímans eftir Egil Egilsson, útgefin 1975.
Greindarleg og helst til fræðimannleg en þó
góð skáldsaga sem ennþá hlýtur að teljast
hin eina íslenska skáldsaga sem fjallar bein-
línis um breytta sjálfsmynd kc.rla. Mættu
Ása Sólveig.
Úlfar Þormóðsson.
vera fleiri. Egill skrifaði aðra skáldsögu,
Sveindóm, útgefin 1979, sem er smærri í
sniðum, formprúð og vel sögð saga. í fyrra
sendi Egill frá sér skáldsögu, og eina
reynslusögu í millitíðinni.
Nokkrir eldri höfundar hófu að skrifa
skáldsögur á þessu tímabili og hættu, þeir
Þorgeir Þorgeirsson sem einn fárra íslend-
inga lét undan kvabbi bókmenntafræðinga
að frelsunin væri fólgin í að skrifa heimilda-
sögur, dokument. Yfirvaldið kom út 1973.
Og árið eftir í sama anda Hvunndagsfólk
sem er samstæðir þættir úr eigin reynslu
höfundar. Formfestan er tilfinningum beggja
þessara rita eins og hengingaról. Árið 1976
kom út síðasta skáldsaga Þorgeirs til þessa,
Einleikur á glansmynd, brotakennt verk í
sama dúr og Hringekja Jóhannesar Helga;
helst að ætla að verkum þessum tveimur sé
ætlað að lýsa innihaldslausu mannlífi en lít-
ið verður úr. Enda ekki auðvelt að lýsa tóm-
leikakennd með öðru en þögn og afskipta-
leysi. Ási í Bæ skrifaði allgóða skáldsögu,
Korríró, útgefin 1975, sem jafnframt varð
hans síðasta. Þorsteinn frá Hamri sendi frá
sér þijár merkar stíltilraunir á mörkum sagn-
fræði, ljóðs og skáldsagna, en hefur ekki
verið orðaður við skáldsagnagerð frekar.
Ingimar Erlendur Sigurðsson sendi frá sér
tilfinningasama táknmálssögu, Undirheima,
1975, og ekki fleiri skáldsögur síðan.
GLÍMAN VIÐ FORMIÐ
Einkenni á sögum áttunda áratugarins
og árin næstu við er yfirleitt glíma við form-
ið; ýmist er reynt að endurvekja raunsæisleg-
ar aðferðir sem módemismi hafði hafnað,
Vésteinn og Þorvarður Helgason, eða reynt
er að endurnýja skáldsöguformið með rót-
tækari hætti og þá með endurskoðun á stöðu
höfundarins gagnvart því. Sagan eins og hún
kemur frá hendi höfundar ber með sér að
hann hefur verið sér sérstaklega vitandi um
formvanda við frágang efnis síns og jafn-
framt að honum hefur verið brýnt að koma
efninu frá sér með einhverju móti. Sögurnar
em skrifaðar af þörf. Sumar einkennir fálm-
kennd viðleitni til módernisma en nákvæmn-
ishandbragð þess ritháttar og óskyldir rit-
hættir frá því fyrr og síðar skarast svo að
af verður óskapnaður. Öðrum þræði eru
skrifin heimspekilegar bollaleggingar um
mörk skáldskapar og vemleika. Skýmst
dæmi um síðastnefnt, meðal þeirra sagna
sem nú hafa verið taldar upp, eru sögurnar
Áttu heima hér? eftir Úlfar Þormóðsson og
Magnea Matthíasdóttir.
Ólafur Ormsson.
Jakob og ég eftir Gunnar Gunnarsson. í sem
stystu máli sagt fínna höfundar sig ekki í
átökum sínum við skáldsöguform, lenda í
rimmu við það og rimman tekur á sig ýmsar
myndir — gerast svo fráhverfir þessu list-
formi hvað þá sjálfa áhrærir.
Á sama tímabili áttu eldri og reyndari
skáldsagnahöfundar í samskonar barningi;
auk tilgreindra Guðbergur Bergsson sem
sendi frá sér hveija absúrdskáldsöguna af
annarri og virtust allar meira eða minna
misheppnaðar tilraunir til að skrifa skáld-
sögu sem hann enn ætti óskrifaða. Laxness
lauk höfundarferli sínum með formtilraun-
um, og urðu æ óljósari mörkin milli skáld-
skapar og sagnfræðilegs veruleika þeirra
skrifa eftir því sem lengra leið. Þessi við-
leitni svo reynds höfundar til að fínna upp
borgaralega skáldsögu að nýju var yngri
mönnum áreiðanlega áminning um að sjálf
tilvistarréttlæting skáldsögunnar var í
brennipunkti.
Ýmsir höfundar níunda áratugarins, þeir
af ’68-kynslóðinni, hófu ritferii sinn á þeim
áttunda með táknmálssögum en söðluðu
fljótlega um ef þeir á annað borð héldu áfram
að skrifa sögur. Fyrstu verkin báru sameig-
inlegt svipmót ævintýra, þau vísuðu í tvo
heima og eru sum hver þrungin boðskap,
hin síðari vísa aðeins í einn heim og eru oft
fremur innihaldslítil fagvinna. Þeir sem
áfram héldu hafa greinilega glimt við form
sagna sinna en náð sáttum, oft á kostnað
innihaldsins.
Skilningsleysi almennings á ritmennsku-
tilburðum var áberandi á þessum árum og
átti sér margar ástæður. Samband höfundar
og útgefenda var gustukasamband; að bjóða
fram metnaðarfullt handrit til útgáfu var
eins og að efna til samskota fyrir líknarstarf-
semi. Útgefendur töldu, a.m.k. sumir hveij-
ir, að sér bæri siðferðileg skylda til að gefa
út íslenskar skáldsögur og ljóðmæli þótt litl-
ar líkur væru á að skiluðu hagnaði. Það gat
tekið bókaútgefenda hálft ár að komast á
bak við þessi samviskumál sín með því að
láta óseljanlegt handrit rykfalla í hillu hjá
sér uns sá tími var upp runninn að hann
gat lagt það í hendur höfundar með þeim
orðum að því miður kæmi hann bókinni ekki
út þetta árið en ef höfundur vildi reyna fyr-
ir sér annars staðar — og svo áfram hring
eftir hring.
Á þessum árum var launasjóður rithöf-
unda ekki til og litlum sögum fór af slíkum
tímabundnum ráðningum til ritstarfa. Opin-
ber viðurkenning listamanna, hvort sem var
blaðaskrif, listamannalaun eða verðlaun í
einhverri mynd, kom alltaf svo fyrir sem
verið væri að viðurkenna þá sjálfa sem að
viðurkenningunni stóðu; listamaðurinn
heyktist undir glamuryrðum. Það var talið
dónaskapur að hafa ritstörf og fjármál í
sama orði. Árið 1974 var Rithöfundasam-
band íslands stofnað eftir margra ára til-
raunir í þá átt. Tilgangurinn með stofnun
iess var að koma fjármálum rithöfunda á
réttan kjöl.
Miklir atburðir voru að gerast í þjóðlífínu
á þessum árum, meðal þeirra samskonar
framvinda menningarmála sem gengið hafði
yfir fyrr á öldinni úti í Evrópu; bættum efna-
hag fylgdi breyttur hugsunarháttur. ung-
lingar gáfu slíkt til kynna með sínu lagi
heima og erlendis. Skólamenn voru teknir
að efast um að hugsunarháttur upplýsingar-
innar væri það eina sem gilti. Manneskjan
var firrt í nútímasamfélagi. Lýðkjörnir emb-
ættismenn kunnu ekki að haga sér í sam-
ræmi við lýðkjörið heldur tóku upp hætti
menntaðra einvalda í embættum en ekkert
samskiptaform verið sniðið til að koma á
milli boðum um afkáraskapinn með friðsam-
legum hætti. En slíkt samskiptaform var í
mótun; í höndum svokallaðra rannsóknar-
blaðamanna.
Þar sem velferðin ríkti voru forsendur
harmsögulegra skrifa upp á klassíska mát-
ann horfnar, ný og kæruleysislegri sjónar-
mið réðu efnisvali, úrvinnslu og formgerð
skáldsagna. En íslenska harmsagnahefðin,
dramatík þunglyndis og hetjuskapar, var
óvenju sterk í menningarlífí okkar. Þegar
hér var komið hvíldi hefðin eins og farg á
viðleitni eldri höfunda til að beita við frá-
gang sagna sinna aðferðum við hæfí landa
sinna á líðandi stund sem ekki vildu hýsa
harm sinn undir þungum brúnum heldur
láta óuppfylltar óskir kynslóðanna í landinu
. rætast á sjálfum sér í einu lagi með starfi
og fjáraustri. Einnig milli höfunda og al-
mennings vantaði samræðuform sem gerði
skiljanlegt að ósamkomulagið stafaði af engu
öðru en dratthala úr fortíðinni sem allir vildu
í rauninni losna við. í hlut okkar, kynslóðar-
innar í milli, kom að greiða úr þessum þver-
sögnum öllum.
Undir lok níunda áratugarins voru fjár-
málin að mestu í höfn. Þá hafði ’68-kynslóð-
in komið sér upp þegjandi samkomulagi við
almenning um að slá af öllum kröfum til
skáldsagna öðrum en um formlegan frágang
— einkum þó kröfum um dýpri merkingar
sem reyndust höfundum áttunda áratugarins
svo hættulegar. Núorðið eru allir á einu
máli að rithöfundum beri að vera til friðs.
Meðbyr í samræmi við það hversu vel þeir
verða við þeim kröfum.
Ég skrifaði fjórar skáldsögur á tímabilinu
1967-78. Sú síðasta greinir frá rithöfundi
sem fer af bar drukkinn heim með giftri
konu fyrir ósannindi hennar að hún sé frá-
skilin. Um nóttina kemur upp senna milli
hjónanna, þegar gesturinn hefur tygjað sig.
Konan lætur lífíð þessa nótt fyrir slysni og
að manni sínum nærverandi. Eiginmaðurinn,
sem veit um næturheimsóknina, kemur þess-
um óförum yfir á rithöfundinn. Sá er hneppt-
ur í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa
drepið konuna, og lendir upp úr því á geð-
veikrahæli þar sem hann skrifar þessa sögu
til að átta sig á hvort grunsemdirnar eigi
við rök að styðjast. En því var hann farinn
að trúa í varðhaldinu. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að hann hafi ekki drepið konuna.
Nákvæmnislýsingar sem frásagnarefnið gef-
ur tilefni til gæða sögu mína módernískum
einkennum.
Konan í sögunni sem ferst fyrir hendingu
var skáldskapargyðja mín: Kara, sú sem fær
ekki þrifíst. Hún hafði komið fram í fyrstu
skáldsögu minni ’67, Vetrarbrosi, þá sem
verðugur fulltrúi ’68-kynslóðarinnar, en nú 1
fangin af þröngsýnni peningahyggju svefn-
hverfisins. Hætt næturferðum annað en á
bar upp úr sjálfsmorðsþönkum. Skáldið í
sögunni er svo gamalt í hettunni sem mód- i
ernísk skáld eldri kynslóðarinnar voru; hald-
ið vægri hneigð til sjálfspínsla í sátt við þjóð-
arhefðina; snautt af tilfinningum fyrir borg-
arlegu lífi fram til þess að það fer í hina
afdrifaríku næturheimsókn — í einbýlishús j
í Fossvogshverfi. Við, kynslóðin í milli, brut-
umst í því að fínna skáldskaparhneigð okkar
farveg á áttunda áratugnum, óháð bók-
menntafólki á annan veg sem taldist yfir
allt hafið. Á hinn veginn var almenningur j
fullur andúðar á óskiljanlegum skáldskapart-
ilburðum. Þetta ástand auk fleiri flækjumála
samfélagsins á líðandi stund varð kveikjan .
að sögu minni. Vissan um að þetta væru j
lokin réði forminu sem ósjálfrátt varð hið
sama og tónverks. Sálumessa ’77 yfír kar- j
lægri skáldskapargyðju.
Hvaða sögu skyldu hinir hafa að segja
nú þegar komið er fram á tíunda áratuginn?
Hinir af millikynslóðinni.
Höfundur er rithöfundur og býr á ísafirði.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31.0KTÓBER 1992 5