Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Qupperneq 2
Laugar í Sælingsdal eða Sælingsdalslaug. Einn af sögustöðum Laxdælu. Þar bjó með sonum sínum Ósvífur Helgason, faðir Guðrúnar. Þegar rísadóku úfar með Hjarðhyltingum og Laugamönnum, safnaði Kjartan liði, hélt til Lauga og „lét þar taka dyrr allar á húsum og bannaði öllum mönnum útgöngu ok dreitti þau inni þijár nætr...“ „Þeim var ekverst...“ Flestum höfundum fombókmennta vorra virðist hafa látið framúrskarandi vel að skrifa samtöl. Mörg viðtalanna í íslendingasögum em ógleym- anleg snilldarverk, sem munu lifa á meðan tungan er töluð og einhver hirðir um að lesa „Þetta samtal þeirra mæðginanna er svo sterkt í allri sinni hófstillingu og látleysi, svo þaulhugsað frá höfundarins hendi, að það ætti að vera skyldulesning þeirra manna, sem hafa í hyggju að skrifa íslenzkt mál, - áður en þeir halda út á ritvöllinn.“ Eftir VALGEIR SIGURÐSSON það sem skrifað hefur verið á íslenzku. Eitt þessara meistaraverka er samtal þeirra mæðginanna Guðrúnar Ósvífurs- dóttur og Bolla Bollasonar, þegar hún er orðin gömul kona, en hann fulltíða maður, kvæntur og virtur bóndi. Sambaná þeira er auðsjáanlega mjög náið og fagurt: „ ... Guðrúnu þótti ávallt gott, er hann kom at fínna hana. Bolli sat hjá móður sinni löngum, ok varð þeim mart talat.“ Og nú er bezt að tilfæra, einu sinni enn, hið margfræga samtal, sem íslendingar hafa verið að velta fyrir sér (og velta sér upp úr) í margar aldir. Stafsetning er færð til nútíma horfs: „Þá mælti Bolli: „Muntu segja mér það, móðir, er mér er forvitni á að vita? Hveij- um manni hefur þú mest unnt? Guðrún svarar: „Þorkell var maður ríkastur og höfðingi mestur, en engi maður var gjörvi- legri en Bolli og albetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður mestur. Þorvalds get ég að engu.“ Þá segir Bolli: „Skil ég þetta gjörla, hvað þú segir mér frá því, hversu hveijum var farið bænda þinna, en hitt verður enn eigi sagt, hveijum þú unnir mest; þarftu nú ekki að leyna því lengur.“ Guðrún svar- ar: „Fast skorar þú þetta, sonur minn,“ segir Guðrún, „en ef ég skal það nokkrum segja, þá mun ég þig helzt velja til þess.“ Bolli bað hana svo gera. Þá mælti Guð- rún: „Þeim var eg verst, er eg unna mest.“ „Það hyggju vér,“ svarar Bolli, „að nú sé sagt alleinarðlega,“ — og kvað hana vel hafa gjört, er hún sagði þetta, er hann forvitnaði." (Laxdæla, 78. kap.) Hér beitir höfundur Laxdælu því stíl- bragði, sem löngum hefur verið vinsælt hjá stórskáldum, að segja ekki allt. Skilja eitthvað eftir ósagt handa lesandanum að hugsa um, eða öllu heldur: Láta reyna á hugkvæmni og innsæi þeirra sem lesa. Og svo rækilega tókst honum ætlan sín, að gátan hefur enzt lesendum Laxdæla sögu í mörg hundruð ár. Þar hafa mörg orð fallið, og m.a. kom sú kenning fram fyrir löngu, að sá sem Guðrún „unni mest“, hafí ekki verið Kjartan Ólafsson, heldur Bolli Þorleiksson, einn af eiginmönnum hennar, - að það sé hann sem hún á við, þegar hún gefur syni sínum hið loðna og tvíræða svar. Á þessa kenningu hef ég aldrei getað fallizt, enda mæla gegn henni miklu fleiri rök en þau sem styðja hana. Hvernig voru þeir? Það er líklega óttaleg goðgá, en mér hefur, allt frá æskudögum, fundizt þeir félagar, Kjartan og Bolli, minna mig á tvo ólíka hesta. Mér fannst alltaf, að Bolli hlyti að hafa verið eins og þarfur og góð- ur búhestur. Hann er gæfur og þægur, ófælinn og hrekklaus. Hann heldur sig gjarna í heimahögum, og það er alveg óhætt að senda krakkana eftir honum. Engin hætta á að hann bíti þau eða slái eða setji þau af sér, þótt þau reyni að potast á bak á heimleiðinni. Slíkur gripur er líklegur til þess að afla sér velvildar þeirra sem umgangast hann. En hann er ekki efni í drauma. Velvild er það mesta sem hann getur gert sér vonir um. Ekki hrifning. Ekki ást. Allra sízt rómantísk ást. Kjartan Ólafsson fannst mér aftur á móti vera eins og glæstur foli á fjalli, sem tryllist í stóðinu og fer hamförum um víð- áttur heiðanna. Þar er sannarlega stormur í faxi. Og hann er draumaefni. Eigum við að halda líkingunni áfram, - þeirri líkingu sem sótti á huga unglings við lestur Laxdælu endur fyrir löngu og hefur aldrei vikið þaðan að fullu, þótt margir áratugir hafí liðið? Hvað um hana Gunnu litlu Os. (Guðrúnu Ósvífursdóttur, vildi ég sagt hafa), pjattrófuna sem varð alltaf að vera fínni en allar hinar stelpum- ar í sveitinni, og þótt víðar væri leitað? — Sívöl, rennileg unghryssa kroppar grængr- esið í Dölum vestur, og það stimir á gljá- andi búkinn. Hvor myndi heilla hana meira, spaklátur heimahestur eða ferskur Jóns- messuvindurinn á heiðum uppi? Maður getur nú svosem nærri! í Alvöru En, að öllu líkingamáli slepptu og í al- vöru að tala: Hvaða ástæðu hafði Guðrún Ósvífursdóttir yfírleitt til þess að elska Bolla bónda sinn? Ég sé nú satt að segja ekki, að hún hafí haft margar og veiga- miklar ástæður til þess, en hins vegar hafði hún æma ástæðu til þess að hata hann, og enda langlíklegast, að það hafi hún einmitt gert. En hvað hafði Bolli þá gert á hluta hennar? Ójú, hann hafði svipt hana sjálfri lífshamingjunni - það var nú svo sem ekki neitt annað - og hefur mörg konan hatað karlmann fyrir minni sakir. Þegar þeir fara utan, Kjartan og Bolli, eru Guðrún og Kjartan án alls efa trúlof- uð, og greinilega dauðástfangin, a.m.k. hún, enda biður hún hann að lofa sér að koma með í siglinguna. Því neitar Kjart- an, en biður hana að bíða sín heldur hér heima í þijá vetur. Hún segist ekki lofa neinu um það, en þó ætlar hún auðvitað að bíða hans, hversu lengi sem hann verði utanlands. Síðan kemur Bolli heim á und- an Kjartani og fer strax að lepja í Guð- rúnu slúðursögur um að Kjartan sé kominn á kvennafar í Noregi, og konungur hafí svo miklar mætur á honum, að hann muni heldur gifta honum Ingibjörgu systur sína en að missa af honum heim til fslands o.s.frv., o.s.frv. En Guðrún „ ... lét þá þegar falla niður talit, gekk á brott ok var allrauð". Að hæfílegum tíma liðnum biður svo Bolli Guðrúnar og fær hennar að lok- um með fulltingi föður hennar, þótt hún þvemeiti í fyrstu og segist muni engum manni giftast, á meðan hún spyiji Kjartan á lífi. Þessu gjaforði sínu gat hún ráðið sjálf, þar sem hún var ekkja. Þegar síðan Kjartan kemur heim, ókvæntur og laus og liðugur, sér Guðrún auðvitað hvað hún hefur gert. Hún hefur látið til leiðast að giftast manni, sem hún vildi í rauninni hvorki sjá né heyra, og hefur þannig svipt sig því að vera samvistum við manninn, sem hún elskaði - sjálfan draumaprinsinn. Dettur nokkrum manni í hug, að kona með skaplyndi Guðrúnar Ósvífursdóttur hafí nokkm sinni getað fyrirgefíð sjálfri sér slíkt glapræði, eða að hún hafí nokk- um tíma fyrirgefíð manninum sem sveikst að henni og vélaði hana til þess að giftast sér á þennan mjög svo ódrengilega hátt? Nei, slíkt þarf enginn að ímynda sér. BOLLIBOLLASON Hvernig stendur á því, að Bolli Bollason „skorar svo fast“ á móður sína að fá að vita hið sanna um ástir hennar? Það er vegna þess, að hann hefur verið búin að þjást undir þessari ósögðu spumingu frá barnæsku. Hann fæðist að vísu ekki fyrr en faðir hans er fallinn, en hann hefur samt fundið, að óhamingja hvíldi yfír sam- búð foreldra hans. Slíkt fínna börn á öllum tímum með undraverðum næmleik, sem fullorðnum sést iðulega yfir, því miður. Börn em og löngum gjöm á að sýna hvert öðm grimmd, og nærri má geta, hvort jafnaldrar Bolla litla hafa ekki oft látið hann heyra setningar eins og þessa: Hún móðir þín réð föður þínum banaráð, með því að skora á hann að drepa Kjartan. Hann hefur heyrt andann í nágrenninu, hann hefur séð glottið á ungum og göml- um. Hann hefur snemma gmnað, að móð- ir hans hafi í raun og veru alltaf verið föður hans vond eiginkona. Þess vegna verður hann að ræða þetta við hana, áður en leiðir þeirra skilja fyrir fullt og allt. En hvernig bregst móðir hans við? Hún fer undan í flæmingi og tekur til að bulla um allt annað en sonurinn spyr um, enda bendir hann henni á, að það hafí ekki verið þetta sem hann fysti að vita. Þegar hún svo fínnur, að henni er ekki undan- komu auðið, svarar hún í hálfkveðinni vísu - gátu. Hvers vegriaf Vegna þess, að hún getur ekki fengið af sér á gamals aldri að kasta því framan í son sinn, að hún hafí alltaf elskað Kjartan mest, en ekki föður þess, sem hún er að tala við. Getur nokkur lif- andi maður efazt um, að henni hefði verið kærast alls að mega segja við þennan son sinn, sem hún elskaði og dáði: Jú, það var faðir þinn ... — ef sú hefði verið raunin? En hún vissi, að þá hefði hún verið að ljúga að þessum augasteini sínum, - sjálf kom- in svo að segja á grafarbakkann - og til þess skortir hana hreinlega þrek. Kjarkur- inn er tekinn að bila, lundin að linast. Þess vegna grípur hún til hins víðfræga svars, sem svo mörgum hefur orðið um- hugsunarefni á liðnum öldum Og hvemig bregst svo Bolli hinn prúði við? Hann segir: „Þat hyggju vér, at nú sé sagt alleinarðliga,“ en það þýðir á nú- tímamáli: Þú hefur.sagt nóg, ég þarf ekki að spyija frekar. Hann er prúður í fleiru en klæðaburðinum. Hann segir ekki með beiskju í röddinni: Þetta grunaði mig löng- um, að það hefði ekki verið pabbi, heldur Kjartan Ólafsson, sem þú elskaðir mest. Honum bregst ekki skilningurinn og hátt- vísin í garð móður sinnar. Vafasamt að þau hafí í annan tíma staðið nær hvort öðm en á þessari stundu, þó að hvomgt vildi raunar gefa eftir eða láta hlut sinn. Þetta samtal þeirra mæðginanna er svo sterkt, í allri sinni hófstillingu og látleysi, svo þaulhugsað frá höfundarins hendi, að það ætti að vera skyldulesning þeirra manna, sem hafa í hyggju að skrifa ís- lenzkt mál, - áður en þeir halda út á rit- völlinn. Og við, sem höfum enn gaman af að velta því fyrir okkur, hvemig gamalli konu muni hafa liðið fyrir tæpum þúsund áram, þegar hún stóð frammi fyrir erfiðri samvizkuspumingu, — við hefðum gott af því að líta í eigin barm og spyija sjálf okkur, hvað við hefðum gert undir álíka kringumstæðum. Því að eðli og tilfínningar mannkindarinnar breytast ekki í neinum grandvallaratriðum, þó að aldir renni. E.s. Hér skulu Guðrúnu S. Gísladóttur fluttar miklar þakkir fyrir Laxdælulestur- inn í Ríkisútvarpinu í sumar. Höfundur starfar í Alþingi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.