Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Side 6
Þrjú völvuleiði í túninu í Vík í Lóni, snyrtilega upp hlaðin. Gott dæmi um lifandi trú á fyrirbærið. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Sagnir og minjar um Völvuleiði á íslandi Heiðinn Siður in fomu trúarbrögð íslendinga eru nefnd ása- trú, eða norræn trú. Árið 999 eða 1000 lögð- ust þau af, að nafninu til a.m.k., og kristin trú var lögleidd. Ásatrúin var margþætt, og skartaði ýmsum kynjavemm. Þar í flokki Völvur voru Qölkunnugar og sögðu fyrir um örlög manna og óorðna hluti. Víða um land, einkum fyrir austan og suðaustan, eru völvuleiði; þúfur í túni, óreglulegar þústir, steinar eða hólar og fylgir oft blettinum sú arfsögn, að sá sem byggi upp leiðið eða haldi því við, fái einhvern glaðning eða happ í staðinn. Eftir SIGURÐ ÆGISSON voru t.d. dísir, fylgjur, hamingjur og völvur. Um þessi fyrirbæri er nú á dögum lítið vit- að, enda ritaðar heimildir um þennan fyrsta sögulega tíma landsmanna fiestar tiltölulega ungar, og því með kristnum formerkjum. Sem dæmi má nefna, að hinar elstu íslendingasög- ur eru taldar ritaðar á fyrsta þriðjungi 13. aldar. Engin þeirra er samt til í frumriti sínu; elsta varðveitta söguhandritið er brot úr Egilssögu, frá miðri 13. öld. Ein heimild telst þó merkilegri en aðrar, þegar kemur að því að forvitnast um völvurn- ar. Það er Eiríkssaga rauða, er m.a. segir frá Þorbjörgu nokkurri, sem kölluð var lítil- völva. Sagan er talin rituð um miðja 13. öld, en geymir þó tiltölulega lítt brenglaðar eldri myndir, eins og reyndar eftirfarandi lýsing gefur til kynna. Þar segir orðrétt: í þenna tíma var hallæri mikið á Græn- landi. Höfðu menn fengið lítið, þeir sem í veiðiferð höfðu verið, en sumir eigi aft- ur komnir. Sú kona var þar í byggð er Þorbjörg hét. Hún var spákona og var kölluð lítil- völva. Hún hafði átt sér níu systur og voru allar spákonur og var hún ein eftir á lífi. Það var háttur Þorbjargar á vetrum að hún fór á veislur og buðu menn henni heim, mest þeir er forvitni var á um for- lög sín eða árferð. Og með því að Þor- kell var þar mestur bóndi þá þótti til hans koma að vita hvenær létta mundi óárani þessu sem yfir stóð. Þorkell býður spákonu þangað og er henni búin góð viðtaka sem siður var til þá er við þess háttar konu skyldi taka. Búið var henni hásæti og lagt undir hægindi. Þar skyldi í vera hænsafið’ri. En er hún kom um kveldið og sá mað- ur er í móti henni var sendur þá var hún svo búin að hún hafði yfir sér tuglamött- ul bláan og var settur steinum allt í skaut ofan. Hún hafði á hálsi sér glertölur. Hún hafði á höfði lambskinnskofra svartan og við innan kattarskinn hvítt. Staf hafði hún í hendi og var á hnappur. Hann var búinn messingu og settur steinum ofan um hnappinn. Hún hafði um sig hnjósku- linda og var þar á skjóðupungur mikill. Varðveitti hún þar í töfur þau er hún þurfti til fróðleiks að hafa. Hún hafði kálfskinnsskó loðna á fótum og í þvengi langa og sterklega, látúnshnappar miklir á endunum. Hún hafði á höndum sér kattskinnsglófa og voru hvítir innan og loðnir. En er hún kom inn þótti öllum mönnum skylt að velja henni sæmilegar kveðjur en hún tók því eftir sem henni voru menn skapfelldir til. Tók Þorkell bóndi í hönd vísindakonunni og leiddi hana til þess sætis er henni var búið. Þorkell bað hana þá renna þar augum yfir hjörð og hjú og híbýli. Hún var fámálug um allt. Borð voru upp tekin um kveldið og er frá því að segja að spákonunni var mat- búið. Henni var ger grautur af kiðjamjólk en til matar henni voru búin hjörtu úr alls konar kvikindum þeim sem þar voru til. Hún hafði messingarspón og hníf tann- skeftan, tvíhólkaðan af eiri, og var af brotinn oddurinn. En er borð voru upp tekin gengur Þor- kell bóndi fyrir Þórbjörgu og spyr hversu henni virðist þar híbýli eða hættir manna eða hversu fljótlega hann mun þess vís verða er hann hefir spurt eftir og menn vildu vita. Hún kveðst það ekki mundu upp bera fyrr en um morguninn þá er hún hefði sofið þar um nóttina. En eftir að áliðnum degi var henni veittur sá umbúningur sem hún skyldi til að fremja seiðinn. Bað hún fá sér konur þær sem kynnu fræði það er þyrfti til seiðinn að fremja og Varðlokur heita. En þær konur fundust eigi. Þá var að Ieitað um bæinn ef nokkur kynni. Þá svarar Guðríður: „Hvorki er eg fjöl- kunnig né vísindakona en þó kenndi Halldís fóstra mín mér á íslandi það fræði er hún kallaði Varðlokur." Þorbjörg svaraði: „Þá ertu fróðari en eg ætlaði." Guðríður segir: „Þetta er þess konar fræði og atferli að eg ætla í öngvum at- beina að vera því að eg er kona kristin." Þorbjörg svarar: „Svo mætti verða að þú yrðir mönnum að liði hér um en þú værir þá kona ekki að verri. En við Þor- kel met eg að fá þá hluti hér til er þarf.“ Þorkell herðir nú að Guðríði en hún kveðst mundu gera sem hann vildi. Slógu þá konur hring umhverfis en Þorbjörg sat uppi á seiðhjallinum. Kvað Guðríður þá Völvuleiðið í Leymngs- hólum, innst í Eyjafirði; rúnasteinn liggur þar yfir. Jónas Hallgríms- son, skáld, kom þar mörgum sinnum til rann- sóknar. Höfundur situr hjá völvuleiðinu á Þor■ valdsstöðum (Tungufelli) í Breiðdal. Heiðarvatn á Breiðdalsheiði, eystra; séi þekktustu völvusögunnar að austan; ön hún yrði, þegar hún létist, heygð uppi yfir Breiðdalinn og til hafs, og við þjó frá hafi upp yfir heiðina, meðan dysin Segja kunnugir, að leiði hennar hafi þt kvæðið svo fagurt og vel að engi þóttist fyrr heyrt hafa með fegri raust kveðið sá er þar var. Spákona þakkar henni kvæðið. Hún kvað margar náttúrur hingað að sótt og þótti fagurt að heyra það er kveðið var „er áður vildu frá oss snúast og oss öngva hlýðni veita. En mér eru nú margir þeir hlutir auðsýnir er áður var bæði eg og aðrir duldir. En eg kann það að segja að hallæri þetta mun ekki haldast lengur en í vetur og mun batna árangur sem vor- ar. Sóttarfar það sem lengi hefir legið mun og batna vonu bráðara. En þér Guð- ríður skal eg launa í hönd liðsinni það sem oss hefir að staðið því að þln forlög eru mér nú öll glöggsæ. Það muntu gjaf- orð fá hér á Grænlandi er sæmilegast er til þó að þér verði það eigi til langæðar því að vegir þínir liggja út til íslands og mun þar koma frá þér ættbogi bæði mik- ill og góður og yfir þínum ættkvíslum mun skína bjartur geisli. Enda far nú vel og heil, dóttir mín.“ 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.