Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Síða 10
Skyldug tilkynning ILesbókinni 31.10. s.l. skrifar Þor- steinn Antonsson mæta grein undir fyrirsögninni „Hvað kom fyrir millikynslóðina?" Þar virðist hann gera út nokkurs konar bók- menntasögulega dauðaleit að fjölmörgum höfundum sem dottið hafa út af lestrarradar hans fyr- ir um það bii hálfum öðrum áratug og hon- um þykja ekki hafa gegnt tilkynningaskyldu síðan. Tilgangur þessa bókmenntalega slysa- varnarfélags er vafalaust bæði þarfur og góður, því einhveijir hljóta að vera týndir. En bagalegt er að sjá björgunarfélag Þor- steins eyða kröftum og tíma í leit að ein- staklingi sem aldrei hefur týnst. Einhverra hluta vegna er þar á bæ talið að Þorgeir Þorgeirson hafí vent sínu kvæði í kross árið 1976, gefíð frá sér öll ritstörf og týnst út úr bókmenntasögunni. Sannleik- urinn er hins vegar sá að á þeim 16 árum sem liðin eru síðan 1976 hefur Þorgeir látið frá sér 12 frumsamin ritverk og 22 þýðing- ar erlendra öndvegisverka - en verkaskrá Þorgeirs, sem við nýlega létum taka saman, inniheldur 63 titla í allt. Þorgeir er sem sé enn við leistinn sinn, hefur fótavist á hveij- um morgni snemma, enda bara tæplega sextugur, og vinnur daglega að ritstörfum, nú orðið nær einvörðungu að frumsömdum verkum. Það er því full snemmt að gera út bókmenntasögulega dauðaleit að honum. Og það er eins og þetta slysavarnarfélag geri hreint ekki ráð fyrir því að finna Þor- geir á lífi, því í raun má segja að ÞA hafí gefíð honum fullgilt bókmenntasögulegt dánarvottorð í ofannefndri Lesbókargrein. Og fylgir nákvæm sjúkdómsgreining, eins og títt er um slík vottorð. ÞA telur að hlýðni Þorgeirs við bókmenntafræðinga hafí orðið honum að andlegu fjörtjóni. Orðrétt segir ÞA svo: „Þorgeir Þorgeirsson (en þannig kýs ÞA að ríta föðurnafn skáldsins) einn fárra Islendinga lét undan kvabbi bók- menntafræðinga að frelsunin væri fólgin í að skrifa heimildasögur, dokument. Yfír- valdið kom út 1973. Og árið eftir í sama anda Hvunndagsfólk (hér mun ÞA eiga við ‘sagnasafnið Kvunndagsfólk) sem er sam- stæðir þættir úr eigin reynslu höfundar. Formfestan er tilfinningum beggja þessara rita eins og hengingaról. Árið 1976 kom út seinasta skáldsaga Þorgeirs til þessa, Einleikur á glansmynd, brotakennt verk ...“ ÞA virðist þannig álíta að Þorgeir hafí í raun framið andlegt sjálfsmorð strax 1973 með því að hengja sig í fyrirmælum bók- menntagagnrýnenda, en „Einleikur á glans- mynd“ sé nokkurs konar dauðahryggla. Því vissulega yrði það banabiti hveiju miðlungs skáldi sem færi að hlýða kvabbi bókmennta- fræðinga um form eða intak verka sinna. Hér gildir enn hið fornkveðna: Þessi óvænta andlátsfregn virðist nokkuð orðum aukin. En greining dánarorsakar er mjög vandasöm þegar lifandi persónu er gefíð dánarvottorð. Sá dánarvottorðsþeginn enn á meðal vor og í fullu fjöri þá geta menn „Að þessum staðreyndum skoðuðum fínnst okkur dálítið hlálegt að horfa upp á dauðaleit hins bókmenntalega slysavamarfélags að skáldskap Þorgeirs, svo ekki sé nú minnst á væntingar Þorsteins Antonssonar um að fínna skáldið örent dinglandi í snöm hlýðni sinnar við bókmenntafræðinga og önnur yfírvöld.“ farið að efast um það að viðkomandi hafi neitt tekið hinn banvæna sjúkdóm. Enda hefur nokkuð yfírgripsmikil leit að þessum fyrirmælum bókmenntafræðinga um heim- ildasögur, sem ÞA er nú að gera ráð fyrir, engan árangur borið. Þau fyrirmæli virðist hvergi vera að fínna í rituðu máli, hvorki árið 1965, en það ár hóf Þorgeir rannsókn- ir á efni þvi sem síðar birtist í 6 klukku- stunda útvarpsleikriti hans (Börnum dauð- ans) árið 1968, né heldur á árunum 1972-73 þegar sögugerð efnisins (Yfirvaldið) var í smíðum. En á hinn bóginn kom það í ljós við lestur blaða frá þessu tímabili að gagn- rýnendur settu allir upp hundshausinn á meðan þeir skrifuðu um „Börn dauðans“ og Hannes Jónsson kaupmaður stofnaði merkileg samtök sem höfðu það eitt að markmiði að láta banna flutning leikritsins, og sá félagsskapur gekk í endurnýjun líf- daga þegar „Yfírvaldið" kom út. Það hefur því beinlínis verið þvert ofan í smekk bæði gagnrýnenda og annarra áber- andi þegna sem Þorgeir setti saman þessi tvö verk sín. Samt varð nú leikritið um „Börn dauðans" eitt vinsælasta útvarpsefni sem flutt hefur verið síðan Helgi Hjörvar las Bör Börsson forðum daga og „Yfírvald- ið“ hefur komið út í tvennum íslenskum útgáfum og þrennum erlendum þýðingum, samanlagt í rösklega 35 þúsund eintökum. Öll eru þau eintök nú löngu seld og undan- tekning að sjá bókina hjá fomsölum. Og önnur merkileg staðreynd hefur komið í ljós. Þegar frá leið vildu bókmenntafræðingar fæstir neitt kannast við að þetta væri heim- ildasaga. Leynilögreglugáta, sögðu margir, þjóðlífslýsing sögðu aðrir, sósíalrealisma nefndi einhver en skrifaði nokkmm árum síðar langa ritgerð um verkið sem sálfræði- legt drama. Þannig hafa bæði almenningur og bókmenntafræðingar lagt sundurleitar tilfínningar á borð með sér við lestur „Yfír- valdsins" og hver virðist skilja form sögunn- ar með sínum hætti. Því prentsverta hefur engar tilfinningar. Og löngu viðurkennt að tilfínningar ritverka þurfa að koma frá les- andanum til jafns við höfundinn. Það er nú galdurinn sanni. Skáldið hlýtur alltaf að vera einyrkja út- vegsbóndi á ströndinni milli vemleikans og innlanda hugans. Þar býr hann búi sínu, rær á mið vemleikans og eijar sín innlönd eftir mætti. En þurrar umbúðir skáldskaparins verða stundum aðalfæða vanburða fræði- manna svo þeir komast aldrei til að bragða á safamiklu innihaldinu. Vita þá ekki að þar er að fínna aflafeng utan úr veruleikan- um kryddaðan með jurtum sem blekbóndinn hefur lengi ræktað á fijósömum bletti í inn- löndum huga síns. Ögn meira um þá kyndugu fullyrðingu ÞA að frásagnirnar í „Kvunndagsfólki" séu í sama anda og „Yfirvaldið": Athugulir lesendur hafa einmitt komið auga á það að þessar tvær bækur em mjög ólíkar og birta svo að segja andstæða þætti í leit skáldsins að trúverðugleika. Sumir hafa jafnvel haft orð á því að eftir langa og fasta sókn á vemleikamiðin í „Börnum dauðans“ og „Yfírvaldinu" hafí skáldið viljað hvíla sig um sinn og eija sálarlöndin. En persónulýsingamar í „Kvunndagsfólki" em einmitt sóttar djúpt í hugann. Segja má að þær séu eins og landslag sem eftir stendur í minningunni þegar gustur tímans hefur sorfíð aðrar og kannski „merkari" persónur burt. Til eru jafnvel þeir sem líta á samstill- ingu þessara fímm persónulýsinga í bókinni sem drög að sjálfslýsingu skáldsins. Svo fullkomlega innleitin og sjálfhverf sem að- föng þessa verks era í mótsögn við „Yfir- valdið“ þar sem ytri vemleiki er ríkjandi í framvindu sögunnar og ræður líka miklu um gerð persónanna. Og varðandi móttökur „Kvunndagsfólks" má geta þess að bókin seldist upp á ör- skömmum tíma og kemur sjaldan á fornsöl- ur. Erlendis hefur verkið hvergi birst í heild sinni en einstakar sögur hafa verið þýddar á dönsku, norsku, sænsku, ensku, þýsku, frönsku og tékknesku til birtingar í sýnis- bókum smásagna, blöðum og tímaritum. Eftir því sem næst verður komist er saman- lögð dreifíng þeirra nærri 1.500.000 eintök- um. Vitaskuld er það engin heimsfrægð en mundi nægja vel flestum til að fínnast verk sitt hafa fengið undirtektir, einkum með tilliti til þess að sögumar hafa enn sem komið er dreift sér þetta sjálfar án nokkurr- ar tilhjálpar frá milliliðum. Hafi formfestan orðið hengingaról þess- ara tveggja bóka Þorgeirs þá má með sanni segja að tognað hafí úr þeirri snöm - nema allur lesendahópurinn sé bara misheppnað fólk. Það gæti verið. En þá fer að sneyðast um mælikvarðana. Við samningu „Einleiks á glansmynd" steypti Þorgeir sér út í flóknari tilraunir með samspil ytri vemleika og innri sýnar en Landinn hefur almennt nennt að skoða, því fmmútgáfu þeirrar sögu má enn fá á raslamarkaði Iðunnar fyrir lítinn pening. Þó mætti vel geta þess hér að til voru sænsk- ir gagnrýnendur sem reyndust læsir á texta sögunnar þegar hún birtist á því máli. Og höfundurinn lítur á söguna sem nauðsynleg- an áfanga í ferli sínum. Skáldið er semsé enn þessi einyrkja út- vegsbóndi á ströndinni milli sálar og veru- leika. Síðan 1975 hefur Þorgeir reynt fyrir sér um margháttaða blöndu af þeim aðstæð- um, sótt efnivið í minningar annarra í tveim bóka sinna („Það er eitthvað sem enginn veit“ og „Ja, þessi heimur"), endursamið hugarheim Sigurðar Guðmundssonar mál- ara í leikritinu „Smalastúlkan og útlagam- ir“ sem var hátíðasýning Þjóðleikhússins á 30 ára afmælinu, leitað fanga í hugarheimi Strindbergs og samið framhald af frægum einþáttungi hans, skrifað leikrit upp úr skáldskaparheimi Williams Heinesen. Og heildarútgáfan af ljóðum Þorgeirs frá 1989 birtir einmitt þessa sömu leit. Þar er að fínna efni langt innan úr sálinni og tilraunir með fréttaskeyti vemleikans, svo að segja hlið við hlið. Og í beinu framhaldi af vemleika- skoðun „Yfírvaldsins" og „Glansmyndarinn- ar“ snéri Þorgeir sér að löggæslumálum og réttarfari nútímans, speglaði það í huga sér og tengdi ástand vemleikans í kring um okkur við hálfgleymd undirstöðuatriði sem fæstir hér vildu þá lengur neitt muna. Það varð honum efni í esseyjur, ritgerðir. Þessar ritgerðir nutu lengi vel þess álits að vera hugarórar einir. Enda voru þær það með sínum hætti. Meinbugimir sem skáldið sá á réttarfarinu vora hans einkakenjar þangað til hlutlaus aðili skar úr langvinnri deilu hans við ríkisvaldið og sjónarmið Þorgeirs reyndust vera Evróputíska. Og nú hefur löggjafarvaldið slegið til og sett opinberum rannsóknum nýjar reglur þar sem öll þau atriði sem skáldið hafði fundið að í paþetísk- um ritgerðum sínum um réttafarið í landinu vom færð til betri vegar. Og virðuleg fimm manna lögspekinganefnd situr á rökstólum um það hvort ekki muni ráðlegra að hafa ritfrelsi og önnur réttindi manna lögfest hér framvegis. En sú nefnd var skipuð í beinu framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópuráðsins í svonefndu Þorgeirsmáli. Þannig má segja að gömul þversagnar- fullyrðing Óskars Wilde hafí ræst á heimin- um og skáldinu. Eða sagði snillingurinn ekki á sínum tíma: Vemleikinn er bara eft- iröpun skáldskaparins? Að þessum staðreyndum skoðuðum fínnst okkur dálítið hlálegt að horfa upp á dauða- leit hins bókmenntalega slysavarnarfélags að skáldskap Þorgeirs, svo ekki sé nú minnst á væntingar Þorsteins Antonssonar um að fínna skáldið örent dinglandi í snöm hlýðni sinnar við bókmenntafræðinga og önnur yfírvöld. . Enda þykir okkur meir en greinilegt lífs- mark með skáldinu. Satt er það að vísu að heimildir um Þor- geir og ritstörf hans er ekki lengur að finna í auglýsingatímum útvarps og sjónvarps, né heldur á auglýsingasíðum dagblaðanna. Þetta kann að villa um fyrir ÞA og skýra frumhlaup hans. Enda kannski vonlegt. Þessu veldur óbeit skáldsins á glamrinu og hasarnum í kringum núverandi sölukerfí bóka. Og óhlýðni hans við það kerfi. En Þorgeir er semsé enn í fullu starfi við að skrifa bækur, sem koma út hjá okkur undir- rituðum jafnóðum og þær em fullgerðar. Og hver sem leita vill að hinum bráðlifandi höfundi Þorgeiri Þorgeirsyni og verkum hans þarf ekki annað en að senda nafn sitt og heimilisfang til okkar í pósthólf 7021, 127 Reykjavík og þá verður honum/henni sendur bæklingur með upplýsingum um þær 8 bækur Þorgeirs sem við þegar höfum gefíð út og síðar meir frekari upplýsingar um aðrar bækur jafnóðum og þær verða prentaðar. En bókmenntaleg dauðaleit að Þorgeiri Þorgeirsyni virðist okkur með öllu ótímabær. Með þökk fyrir birtinguna, LESHÚS BÓKAÚTGÁFA ARI HARÐARSON Hugsanir Tíminn er steinn sem sekkur í botnlaust haf hugsana minna Svartur steinn í bláu hafi. Bláu botnlausu hafí. Ljóslausu hafi. Svörtu hafi. Myrkur / myrkri sér enginn mun á svörtu og hvítu allt er jafn grátt heilunum sem horfa á. Nakin og uggandi. Bundin blautu skinni gerða okkar, bíðum við þess að birti. Bergmál Langar nætur án orða andardráttur út í myrkrið hljóðlátt ský í kvöldhúmi bergmál Öldur við strönd í svörtum sandi gráir steinar standa vörð um gult strá bergmál fyssandi fljót hljóðlaust í tímans tómi. Höfundur er fyrrum forstöðumaður hjá SKÝRR og stundar nú framhaldsnám í stjórnunarfræðum í Bandaríkjunum. JÓHANNES STRAUM- LAND Vetrar- kvöld Hann hefur rofað til í háloftunum en élin halda sig neðar í svörtum bólstrum hið kalda mánaskin slær draugabirtu á flóann yfir Náttfaravíkum rísa jötnahallir til himins. Hversu einmana er ekki hið Iitla hús í snjónum. Þar sem áður var mannlíf þar vaka minningar einar. Eins og gagnsær hjúpur. Bátur þinn heldur leið sína yfir flóann. Smár er þessi bátur eins og fleytur þeirra sem gengnir eru á brott. Og hefur borð fyrir báru. Hjartaslög hans eru hvell. Hann er snöggur í hreyfingum. Eins og lifandi vera. Eins og höfrungur sem leikur sér í kvikunni. Endurbirt vegna prentvillu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.