Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Síða 4
Það varð uppi fótur og fít í baðstofunni á Kambi í Flóa, þegar inn ruddust grímuklæddir menn, tóku Hjört bónda og annað heimilisfólk og bundu það og hófu síðan ákafa leit að hinum meintu auðæfum Hjartar. Teikning: Ólafur Pétursson Þáttur af Sigurði Gottsvinssyni Aðfaranótt þess 9. febrúar árið 1827 var brotinn upp bærinn á Kambi í Flóa og framið þar rán, sem frægt hefur orðið. Ekki var þó glæp- urinn svo voðalegur, síst miðaður við morðmál- in sem upp komu um svipað leyti og áratug í jólablaði Lesbókar 1992 var grein um heimspek- inginn og fræðimanninn Brynjólf frá Minna Núpi, sem kunnastur hefur orð- ið fyrir söguna af Þuríði formanni og Kambráns- mönnum. Henni hefur verið jafnað til íslend- ingasagna og þá ef til vill vegna harmsögulegrar ævi höfuðpaursins í rán- inu, Sigurðar Gottsvins- sonar. Á honum sannað- ist enn einu sinni, að sitt er hvað gæfa og gjörvi- leiki. í framhaldi af grein- inni um Brynjólf, er hér rifjað upp sitthvað um líf, afbrot og ævilok Sig- urðar. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON tók saman ina á undan. Fólkið á Kambi var að vísu bundið og því hótað, en enginn skaðaðist ; ræningjarnir höfðu burt með sér 1.000 ríkis- dali - og peningamir komu nær allir til skila. Hinsvegar má kalla það nýlundu í Kambsrán- inu, að þar var að verki bófaflokkur, þótt skipulag hans og vinnubrögðin væru frum- stæð. Og svo sjálfur málareksturinn. Hann varð sá umfangsmesti þá og lengi síðan: Alls voru haldin 52 réttarþing, vitni ieidd úr mörgum hreppum, rannsóknin stóð framt að ári og 30 manns voru dregnir fyrir dóm. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi hefur skráð sögu þessa máls, Söguna af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum. Þar koma fyrir ýmsar merkiiegar ævir, náttúrulega Þuríðar formanns og svo ræningjanna og fólksins sem að þeim stóð, en auk þess bregð- ur mörgum fyrir í örstuttum sögum, einu tilsvari kannski. Hér er meiningin að rekja sögu aðal-reyfarans í Kambsránsflokknum, Sigurðar Gottsvinssonar. Er þátturinn alveg tekinn saman eftir bók Brynjóifs, aðeins til dægrastyttingar, og engin heimild sjálfur. Sagan kom síðast út 1954 og fæst á söfnum. Það má sjá, að dæmi Sigurðar hefur orðið Brynjólfi hugstætt. I niðurlagsorðunum nefn- ir hann þjóðareinkenni, er ekki sé alveg horf- ið úr ættum Íslendinga, kallar það víkinga- blóð. Hann telur að kostirnir jafnt sem gall- arnir sjáist vel í sumu sögufólkinu, þar á meðal Sigurði og föður hans. Þeir eru vel gerðir að ýmsu leyti, en ógæfumenn, enda er gæfa og gervileiki eitt þemað í sögunni. Ógæfan liggur eins og oft í einhvers konar ósjálfræði. Víkingablóðið er nefnilega, segir Brynjólfur, gert úr ófyrirleitni og virðingar- leysi fyrir rétti annarra - í bland við hjálp- fýsi, áreiðanleik og hugrekki. Fljótséð er, að fólk í þessum blóðflokki muni geta verið erfið- ir viðskiptavinir. Og vill Brynjólfur að íslend- ingar reyni að vinsa ókostina úr en halda kostunum. Sigurður Gottsvinsson fæddist á Háholti í Gnúpverjahreppi rétt um aldamótin 1800. Foreldrarnir voru Gottsvin Jónsson og Krist- ín Magnúsdóttir. Um þau er sagt í skýrslu, að þau væru bæði orðlagðir þjófar. Má segja, að Gottsvin sleppi vel, því hann var fyrir utan allt annað nokkrum sinnum orðaður við morð. Hann fór snemma að láta bömin hjálpa sér og munu þau ekki hafa verið spurð hvort þau vildu. Flest voru stórgeðja, og strákam- ir urðu drykkfelldir. Er sagt, að heimilisbrag- urinn hafí versnað er þeir stálpuðust og hafði þó verið rysjóttur áður. Gottsvin kom gjaman fullur heim og barði upp á ástvinunum. Einu sinni bar við, að Gottsvini var kennt um að hafa stolið nokkmm ám frá sambýl- ingi sínum og riðið auk þess meri hans til dauðs. Er sagt, að Kristín kona hans hafi orðið svo hrædd út af þessu máli, að hún gaf djöflinum það sem hún gekk með. Og það var Sigurður. í staðinn átti djöfsi að sjá til þess að Gottsvin yrði ekki tekinn. Þetta er haft eftir Kristínu sjálfri á efri árum. Hún var þá að bera blak af Sigurði, og er þetta mátuleg byijun á ferli hans hér. Synir Gottsvins þóttu flestum öðmm sprækari og mikil karlmenni og bar Sigurður þó af. Hann á að hafa hlaupið jafnfætis á hestbak af sléttum velli - með fullorðinn sauð í fanginu. Annað sinn hljóp hann yfír Bleiksárgljúfur með viðarbyrði á bakinu. Þetta hefur aðeins einn maður hlaupið síðan og hann var laus. Þegar Sigurður reri í Vest- mannaeyjum mun hann hafa lesið sig upp í kirkjuturn með því að læsa fingurgómunum um listana. Skaplyndið var sagt þannig, að hann væri hægur yfirleitt, fámáll en um- gengnisgóður. En ef hann vildi annað en aðrir fór hann sínu fram hvað sem þeir sögðu, og gat orðið geysi-illur ef menn þijóskuðust við. Varð hann þá svakalegur og hótaði fólki. Hann var hins vegar alltaf góður við lítil- magna, ef þeir gerðu honum ekki á móti skapi, og sérstaklega við börn og hafði gam- an af að leika við þau. Hestamaður mikill og fór vel með skepnur. Þótt hann ætti erf- itt með ráðvendnina, þá stal hann ekki frá fátækum, hins vegar taldi hann rétt að stela frá ríkum. Hann var ákaflega kjarkaður, og kunni enginn að segja frá því, að Sigurður hefði orðið hræddur. Hann drakk töluvert, það var þá algengt, en virðist hafa borið það vel. Þar sem hann réð sig í vist var hann húsbóndahollur og mikið lið í honum. Þegar hann var hjá Þórði bónda í Eyvindarmúla kom það fyrir, að nágranninn beitti hrossum á engjar Þórðar á nóttunni og sýndi honum annan yfírgang. Stöðvaði Sigurður það ein- samall og þorðu hinir ekki að áreita Þórð síðan. Sigurður tolldi þó ekki lengi í Eyvindar- múla. Þannig var, að á vetrum héldu tveir hrafnar til við Múlabæinn. Þórði var vel til þeirra og lét færa þeim mat, enda lögðust þeir aldrei á kindur hans þótt þær lægju dauðar, nema láta vita áður. Hreiður áttu þeir í fjallinu fyrir ofan bæinn. A laugardag- inn fyrir hvítasunnu kom til orða í Múla, að enginn mundi geta klifrað upp í hrafnshreiðr- ið. Ekki gaf Sigurður sig að þessu. En á hvítasunnumorgun kemur hann til Þórðar og kastar hrafnsungunum fýrir fætur hans. Þórði varð illa við og á að hafa sagt: „Nú sé ég það, að þú hefur minni gæfu en gervileik og ekki vil ég hafa þig hér eftirleiðis." Var Sigurður eftir það á tveim bæjum í Flóa en þar eftir sjálfs sín húsbóndi. 1825 fer hann svo að Leiðólfsstöðum til ekkjunnar Vilborg- ar Jónsdóttur, fær hennar og tekur við bú- inu. Sigurður var þá 27 ára gamall, Vilborg þijátíu árum eldri. Ekki stóð sá búskapur lengi, enda leið nú að Kambsráni. Ránsmenn komu að Kambi um miðja nótt. Vaknaði heimilisfólk við það að bærinn var brotinn upp og fjórir menn komu inn. Þar voru heima Hjörtur bóndi, Gróa ráðskona hans, vinnukona er Guðrún hét og fimm ára drengur, Andrés að nafni. Ránsmenn tóku fólkið og bundu, drenginn líka. Síðan fóru þeir að búverka þarna, ruddu til hlutum og brutu upp hveija hirslu. Vinnukonunni varð á að spyija hvort hér færu menn eða djöfl- ar. Henni var þá svarað: „Við erum ofan að og erum sendir að sækja peninga Hjörts; segðu okkur hvar þeir eru.“ Hún þóttist ekki vita en var hótað dauða, og sagði þá: „Þeir eru grafnir niður í gólfíð undir lömbunum.“ En Hjörtur bóndi var svo skelkaður, að hann var næstum utan við sig, enda stóð einn yfír honum og hótaði honum í sífellu kvölum og dauða. Lítið heyrðust ræningjamir tala sín á milli, en þó nefndu þeir hver annan á nafn og voru það nöfn manna úr nágrenn- inu. Það fannst og, að einhveijir þeirra voru í skinnklæðum og bám grímur. Þegar þeir nú höfðu fundið peninga bónda höfðu þeir sig burt. Einn heyrðist segja um leið, að réttast væri að kveikja í kotinu, en það varð þó ekki úr. Leið nú stund svo að ekki heyrðist til þeirra. Þá þorði Hjörtur bóndi að fara að bijótast um og endaði með því að hann náði hnífí, gat skorið Andrés litla lausan en Andrési tókst síðan að losa fætur Hjartar. Fór bóndi þannig til reika í Hróarsholt. Stormur og regn og niðamyrkur var úti. Andrés Ieysti fætur kvennanna og fóm þær, sömuleiðis bundnar á höndum, að koti þar nálægt og fengu hjálp. En drengur- inn varð eftir í myrkrinu, og sagði hann seinna, að þá hefði hann verið hræddari en meðan ræningjamir stóðu við. Þeir menn sem fylgdu Hirti bónda að Kambi aftur um nóttina fundu fljótlega ýmis- legt, sem ránsmennimir höfðu látið eftir. Var það hattræfill, strigatuska, brot úr brúsa, snæri og svo nýsmíðaður jámteinn. Síðast fundu þeir stakan skó í túnjaðrinum. Pening- ar bónda vom hins vegar ömgglega á brott. Var hann svo úrillur þess vegna, að menn þeir tveir sem sátu hjá honum til morguns fengu hvorki vott né þurrt. Það leið ekki á löngu fyrr en grunurinn tók að beinast að hinum réttu ræningjum. Skórinn úr túnjaðrinum benti á einn þeirra, Jón Geirmundsson. Nafn Sigurðar Gottsvins- sonar kom upp af því að hann var kjarkaður og ófyrirleitinn og hafði oft látið í veðri vaka, að hann vildi verða ríkur. Benti Þuríður for- maður á þá. Um Sigurð sagði hún: „Það hafa margir duglegir drengir róið hjá mér, en enginn jafnast á við hann. Og þó vildi ég ekki vinna til að hafa hann aftur. Samt er til gott í honum.“ Mun Sigurður hafa svarað henni fullum hálsi ef svo bar undir. Það þoldi hún illa - enda var í henni víkingablóð. Henni stóð hinsvegar beygur af Sigurði, og ekki ein um það. Bað hún sýslumann fyrir framburð sinn, „því ef það berst til Sigurð- ar, þá forsvara ég hann ekki fyrir að drepa mig“. Er ekki að orðlengja, að böndin bámst að þeim Jóni og Sigurði, enda voru sögur þeirra ekki trúlegar, um það hvar þeir hefðu verið um ránsnóttina, og ljóst var að ekki höfðu þeir verið heima. Járnteinninn, sem áður var nefndur, var rakinn til Jóns Geirmundssonar eftir merki sem var í steðja hans. Hafði Þuríður formaður rekið augun í það. Sýslu- maður hafði líka brugðið snarlega við er honum var tilkynnt ránið, yfirheyrði fólkið á Kambi daginn eftir og daginn þar á eftir stilltu hann og fulltrúi hans sér upp við kirkju- dyr fyrir messulok og vildu athuga hvort nokkmm biygði þegar fólkið kæmi út. En svo mörgum brá, að þeir gátu varla verið ræningjar allir saman, og kom þetta fyrir lítið þótt hugmyndin væri góð. Þess er þó getið að einn maður í hópi kirkjugesta leit illilega til þeirra. Það var Sigurður Gottsvins- son. Mánuði seinna rakst Þuríður á Sigurð, hafðj þá rannsókn málsins legið niðri vegna illviðris. Fór Sigurður að spyija hveija hún grunaði. Sagði hann því næst, að hann vissi, að hún hefði varpað gmn á hann, sagt að hann ætti hattinn sem fannst á Kambi. Var hann reiður, sagði að konan hans hefði aldr-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.