Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Síða 8
„Flokkar skipta engu máli lengvr! sagði írski efnahagsráðgjafinn, sem gekk í salinn og breiddi úr sér við barborðið: Bankaheiminum er fjandans sama hvort gamlir kommúnistar sitji við völd eða nýir bolsévikkar!“ Mynd: Ámi Elfar. Ert þetta þú Achmed? Beðið eftir Klintonn á Valútubarnum í Lithaugalandi Kommúnisminn hefur aldrei verið trúarbrögð hér í Lithaugalandi! sagði Vítas veitingaþjónn og krossaði sig framan við litlu helgimyndina á veggnum andspænis bamum. Hann hellti skvettu af koníaki frá Grúsíu í glas fyrir ís- lendinginn og hélt áfram með hápólitíska fréttaskýringu: — Kommúnistaflokkurinn var ekki bara eini flokkurinn hér um slóðir heldur líka I „ísland er prentvilla í alþjóðlegri hagfræði! sagði írinn af hluttekningu: - Landið er ekki nógu stórt til að vera sjálfstæð bókhaldseining samkvæmt Evrópustaðli! Hann leit af Klintonn sveitarstjóra á skjánum og á íslendinginn frænda sinn..." Eftir ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON aðgöngumiði að þjóðfélaginu. Fólkið gekk í flokkinn til að komast til mennta og fá atvinnu. Síðan var það skrifað í KGB ef það vildi ferðast til annarra landa. Punkt- ur og basta! Húmið var sigið á Vilnu og íslendingur- inn sat í makindum á sögufrægum Valútu- bar á Hótel Lithaugalandi. Þar keyptu menn beina fyrir beinharðan gjaldeyri og dró barinn nafn sitt af þeim kaupum. Þetta kvöld var kosið til forsætis í Ameríku og fáir voru á stjái á bamum. Landinn saup Grúsíueldinn til heiðurs Jósef Stalín og fylgdist með kosningavöku í sjónvarpi um gervihnött. Barþjónninn hélt áfram: — Þess vegna gengu allir í flokkinn. Bæði maður og mús! Eins og flestir kol- lega hans var Vítas barþjónn bæði heim- spekiprófessor og sálfræðinemi: — Hvað eigum við að gera við allt þetta fólk í dag? spurði hann og yppti öxlum: — Á ég að vísa foreldrum mínum á dyr og sparka ömmu gömlu niður tröppurnar? Eg bara spyr! Norski blaðamaðurinn birtist á vett- vangi og sagði Kvellal hátt og skýrt. Hann tók vel útilátin glös í fangið og settist við símtólið innan um nýju örlaganomir lands- ins í fjarlægu homi stofunnar. Þær hétu ekki lengur Skuld, Verðandi og Urður eins og nomir gamla Væringjaríkis Ólafs helga á þessum slóðum heldur Pund, Mark og Dalur í takt við nýtt Eystrasalt. Það var völlur á Klintonn á skjánum en Búss var heldur fár. Péró var í banastuði og bar- þjónninn lét ekki deigan síga: — Þrír af varaforsetum Landsbergis þingforseta eru gamlir kommúnistar og þrír af þingmönnum gamalla kommúnista vora áður fangar í Gúlaginu! Er nema von að maður spyrji í dag: Hver er hver í Hveragerði? — Flokkar skipta engu máli lengur! sagði írskri efnahagsráðgjafmn sem gekk í salinn og breiddi úr sér við barborðið: — Bankaheiminum er fjandans sama hvort gamlir kommúnistar sitji við völd eða nýir bolsévikkar. Bara ef mennirnir skilja hag- fræðina í veröldinni! írin'n tók ginglasið sitt tveim höndum og bætti við: — Fyrsta mál á dagskrá er að semja við Rússana um meiri olíu á ofnana því ég nenni ekki að orna mér á bamum allan liðlangan daginn eins og hver annar íslendingur! — Það era fimmtíu milljón írar í Amer- íku! sagði íslendingurinn og heilsaði frænda sínum: — En aðeins þijár milljónir á írlandi sjálfu og er það helsti kostur landsins! Þessir tveir norðurálfar voru vita- skuld frændur í móðurætt samkvæmt langfeðratali Kelta og íslendingabók Ara fróða. Enda báðir með græn augu og sáu í myrkri. — Eyjan ísland er svo langt aftan við allar eyjar að hún fellur ekki lengur undir landfræðilega hugtakið eyja! svaraði Irinn frænda sínum að bragði. — Helmingur íra í Vesturheimi er lög- regluþjónar og hinn helmingurinn situr á bak við lás og slá! hélt Islendingurinn áfram og bætti við: — Annar hver forseti landsins er írskur og lítur út eins og Búss og öll hersingin situr daglangt að oma sér á ódýram barstúkum. Er nema von að daglegt líf manna í Ameríku sé að nálgast vosbúðina á írlandi og bandaríska þjóðin kalli á sveitarstjóra úr harðbalasveit í Hvíta húsið í kvöld! — íslendingar og áfengi fer illa saman! sagði írski efnahagsráðgjafinn og hristi höfuðið í samúðarskyni: — Þó fer ykkur betur að drekka áfengi en tala um hag- fræði! — Til skamms tíma dugði okkur íslend- ingum að fá sex ær með lömb fyrir eina kú. Það var okkar hagfræði og öllum leið vel, sagði íslendingurinn og lyfti glasi til írans: — En eftir að ameríski sjóherinn kom með írsku hagfræðina frá Sjíkagó til íslands hefur stöðugt hallað undan fæti. í dag fáum við ekki einu sinni eitt lamb fyrir sex kýr! — ísland er prentvilla í alþjóðlegri hag- fræði! sagði írinn af hluttekningu: — Land- ið er ekki nógu stórt til að vera sjálfstæð bókhaldseining samkvæmt Evrópustaðli! Hann leit af Klintonn sveitarstjóra á skján: um og á íslendinginn frænda sinn: — í ellefu aldir hafa íslendingar horft á heim- inn halda fram hjá sér í miðju Atlantshafi án jiess að drepa tittlinga. Í veraleikanum er Island ekki ofan sjávar frekar en Atlant- is hið sokkna! íslendingurinn tók um höfuðið af því hann fékk alltaf höfuðverk af tölum: — Frá því írar byijuðu að rífa hveijir aðra á hol út af kristinni trú höfum við íslend- ingar skrásett sögu heimsins í rólegheitun- um. Fyrir bragðið taka bókmenntaþjóðir Evrópu ofan fyrir íslendingum á meðan fólk á fastalandi álfunnar veit ekki hvort írar byggja Eyjuna grænu eða Grænhöfða- eyjar! — Ah! svaraði írinn og bandaði frá sér með hendinni: — Þið erað bestir í gömlum íþróttum eins og að skrifa undarlegar bækur í stað þess að lesa nýja ökónómíu. Á Páskaeyjum býr líka svona fólk og drep- ur tímann við að klappa höfuðlag á kletta frá morgni til kvölds. Síðan étur það kókos- hnetur! — íslendingar eru ókiýndir sigurvegar- ar Bretlandseyja! sagði Islendingurinn og fékk meiri Grúsíuelda frá Vítasi veitinga- þjóni. — Við höfum ekki einasta sigrað breska heimsveldið í mörgum þorskastríð- um heldur líka lagt sjálft írland í fótbolta á meðan þið voruð önnum kafnir við að sprengja upp enska lögregluþjóna! — ísland er í rauninni einn samfelldur þjóðgarður með heitan gosbrann eins og Gulsteinagarður í Ameríku! sagði írski efnahagsráðgjafínn: — Þegar íslendingar kveða sér hljóðs í öðrum löndum er það eins fráleitt og ef indíánamir á verndar- svæðinu í Gulsteinagarði færa að opna sendiráð í Moskvu! Áður en íslendingnrinn gat lagt fram frekari sönnunargögn gegn írskri hag- fræði kom norski blaðamaðurinn veltandi úr fjarlægu homi stofunnar og saup úr glösum í sitt hvorri hendi. Hann náði landi við barborðið á milli frændanna tveggja og gengu vínöldur yfír Keltana eins og sælöður á norðanverðum Atlantshryggn- um: — Jevla! sagði Norðmaðurinn og hristi höfuðið eins og hundur af sundi kominn: — Eg hringdi í hana, maður! bætti hann við og ropaði upphátt yfír barborðið. Um stund leit út fyrir að sá norski léti ekki þar við sitja og hann barðist við kökkinn í hálsinum. Loks náði hann fullu valdi á kverkunum og tókst að kyngja kvöldmatn- um aftur ofan í meltingarveginn. — Jesús María! sagði Vítas veitinga- þjónn í hálfum hljóðum handan við barinn og dró krossmark um bringuna. Enda stóð hann í beinni skotlínu við Norðmanninn og fór því með hljóðláta þakkargjörð fyrir helgimyndinni á veggnum og spurði svo: — Hvað má bjóða herranum! — Hringdirðu í hveija? spurði írinn aft- ur á móti og var búinn að gleyma sokkna þjóðgarðinum fyrir forvitni sakir. írski efnahagsráðgjafínn var fyrir löngu hættur að kippa sér upp við norræna veislusiði á framandi barstúkum og hafði meiri áhuga á merkilegum símtölum. — í hana Melódíu mína, maður! þusaði Norðmaðurinn argur og strauk framan úr sér bleytuna með handarbakinu áður en hann byijaði á þriðja vínglasinu frá Vítasi á bamum: — Hún dansar hoppræl fyrir Konráð Hilton suður í Arabíu! — Melódía í Arabfu dansar hoppræl fyrir Hilton? át íslendingurinn eftir hissa og landlægur áhugi fyrir ættfræði vaknaði strax. Hann sneri baki við Péró á skjánum og spurði Norðmanninn: —• Hverra manna er hún? Sá norski leit með galopinn munninn á frænda sinn í föðurætt: — Kunnið þið ís- lendingar enga mannasiði á betri vínstúk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.