Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Side 5
Grigol Matsjavariani. Hann er farinn að aðhyllast kaþólska trú vegna samúðar með Jóni Arasyni.
ingum, til þess ber hann of mikla virðingu
fyrir þeim, en skopskyn hans kemur vel í
ljós þegar hann minnist á eigin mistök. Þau
má rekja til þess hvemig er að vera útlend-
ingur í framandi landi. Grigol segir: „Þegar
ég var nýkominn til íslands svaf ég yfír
mig fyrstu morgnana vegna þess að ég
taldi vera hánótt þegar ég opnaði augun í
skammdegismyrkrinu. Og einn daginn átti
ég stefnumót við ákveðinn mann klukkan
níu að morgni. Þann dag rumskaði ég við
dyrabjöllu sem dringdi í sífellu. Ég þijóskað-
ist við að opna af ótta við að sá sem hringdi
væri fylliraftur á flækingi i nóttinni. Að
lokum neyddist ég til að aðgæta málið með
því að líta á vasaúrið og viti menn, úti stóð
sá sem ég hafði mælt mér mót við og ég
varð að viðurkenna fyrir manninum að ég
hafí ekki haft hugmynd um að upp væri
runninn dagur.
I annað sinn sem tungumálið kom mér
í koll var þegar ég mætti í viðtal til frétta-
manns sjónvarps en taldi mig vera að fara
í viðtal hjá hljóðvarpi. Ég kom í makindum
mínum í viðtal til eins fréttamanns, viðbúinn
að segja nokkur orð í hljóðnema, þegar
stúlka nokkur vatt sér að mér með snyrtivör-
ur og hóf að farða mig eins og ekkert
væri eðlilegra. Ég spurði í forundran hvort
þetta væri nauðsynlegt og var svarað að
förðun væri algjört skilyrði. Örstundu síðar
blikkuðu mig myndavélar og ljós. Ég vissi
varla hvaðan á mig stóð veðrið og var áreið-
anlega ekki til stórræðanna í viðtalinu enda
óvanur að tjá mig á íslensku."
Eitt sinn sagði Grigol um konu sína að
hún væri hálfgerð „hispurmær“ eða „tildur-
rófa“ hvað fataval snerti. Hann lýsti henni
þar af leiðandi sem „skartkonu mikilli" og
hafði ákveðinn „skartmann" úr Grænlend-
ingasögu að fyrirmynd.
Öðru sinni sótti hann nafnorðið „vos“ í
sömu sögu þegar hann vr spurður um hvern-
ig honum heðfi gengið í ákveðnu ferðalagi.
Hann svaraði: „Eg hafði vos á leiðinni“ og
átti þá við að erfiðleikar hefðu orðið á leið
hans en þótt vos sé góð og gild íslenska
er orðið ekki algengt í talmáli.
Friðrik Þórðarson prófessor dvaldi
skamman tíma í Tbílísí og heimsótti Grigol
Friðrik þegar hann hafði lært íslenskt mál
en hvorki talað né heyrt það borið fram.
Grigol tjáði sig eftir bestu getu og þegar
Friðrik kom til dyra sagði Grigol við hann:
„Ég bið forláts, herra Friðrik, að ég órói
yður snarplega." Og öðru sinni sem þeir
hittust sagði Grigol: „Dyrnar mínar gína
alltaf galopnar fyrir auðfúsugestum!"
Þýðingar Og Málfar
Gunnlaugs saga Ormstunga er fyrsta
fornsagan sem Grigol þýddi en við tók
Grænlendingasaga. Þýðing hennar tók
Grigol fímm mánuði og naut hann aðstoðar
Ólafs Halldórssonar handritafræðings við
verkið. Einnig hefur Grigol lokið við að
þýða Islendings þátt sögufróða, Helga sögu
Hallvarðssonar ogSigurðar þátt borgfirzka.
Um þessar mundir er hann að þýða íslend-
ingabók en honum finnst öll vekrin athyglis-
verð, hvert á sinn hátt. Hann telur að fái
hann Georgíumenn til að lesa Grænlend-
ingasögu takist honum að sýna þeim fram
á að Islendingar fundu Ameríku. Hann
hyggst síðar þýða heimildarbók eftir Jan
Wilson: „Kólumbus í kjölfar Leifs“.
Með Gunnlaugs sögu Ormstungu vill
hann opna augu lesenda fyrir því að í ís-
lenskum fomsögum er fleira en blóð og
hefnd því þar er einnig ritað um ástir karls
og konu.
íslendingabók fínnst Grigol vera líkleg
til að vekja áhuga vegna fjölbreytileika í
efnismeðferð. Þar eru m.a. upplýsingar um
iandnám, landnámssögu, kristnitöku og
misseristal. Grigol lítur á fomsögumar sem
skáldsögur sem jafnframt séu heimildarrit.
Þegar hann er spurður hvort landar hans
þurfí á hetjum að halda svarar hann: „ís-
lenskar hetjur fomsagnanna náðu til íslend-
inga og gera það enn. Hví skyldu þær ekki
ná að lifa og hrærast með nútímamönnum
f Georgíu?
í fyrstu þýðingum Grigols komu upp
málfarsleg vandamál sem ollu honum
hugarangri. „íslensk málvfsindi eru áhuga-
verð,“ segir hann og bætir við, „en einna
erfíðast fannst mér að greina mun á hljóðum
á milli orða með t- og d-hljóð og p- og b-
hljóð en einnig þegar k og g vom í orð-
um“. Hann tekur sem dæmi orðin Lada sem
hann þekkir með framburðinum „Lata“ og
Kúba sem hann þekkir framborið „Kúpa“.
Ragnar heyrðist honum vera borið fram
„Raknar“. Georgísk d, b og g hafa harðari
framburð en tíðkast í íslensku.
Grigol hefur tekið eftir að þegar íslend-
ingar ræða saman nota þeir iðulega sömu
hikorð, t.d. „sko, hérna, bara“. Þegar hann
fletti „sko“ upp f rússneskri orðabók sá
hann að þar stóð aðeins eftirfarandi dæmi
til útskýringar á orðinu en það var „nei,
sko manninn!“ og „sko til, þetta gat hann!“
Hann hélt um tíma að „sko“ merkti eitt-
hvað hneykslanlegt eða ámælisvert.
„Oní“ og „niðri" reyndust Grigol í fyrstu
snúin orð. Hann „undraðist“ notkun orð-
anna. Þegar hann talar notar hann gjarnan
undraðist oghugðist, sbr. „ég hugðist vaka“
eða „ég hugðist tala rétt mál“. Oft bregður
hann fyrir sig atviksorðinu „gjörla" og er
honum það líklega jafnt eðlilegt og íslend-
ingum er tamt að segja „alveg“ vegna þess
að orðaforði Grigols hefur mótast af ritmáli.
Smásögur, Þýðingar Og
Orðabók
Grigol hefur samið smásögur á georgísku
og birt nokkrar þeirra í blöðum og tímarit-
um. Hann leggur áherslu á að hann sé eng-
inn snillingur heldur sé hann ófullkominn
og dauðlegur maður. í flestum smásögum
hans segir af smælingjum með stóra sál
þótt fæstir viti af henni í umkomulitlum
einstaklingum. Annars gerir Grigol ekki
mikið úr eigin smásagnagerð og segir þýð-
ingar fremur en skáldskap vera það sem
hann hyggst stunda. Hugur hans stendur
til þýðingar og vonast hann til að þýða sem
mest fyrir Georgíumenn af íslenskum bók-
menntum. Til þess að svo geti orðið segist
hann ætla að gera miklar kröfur til sín og
vera tilbúin að glíma við orðin. Hann telur
þýðanda þurfa að leggja sál sína í textana
ef vel eigi að takast til. Og álítur sjálfan
sig vera nokkurs konar brú á milli frum-
texta og georgískra lesenda. Honum fínnst
hann mega vel við una nái hann að efla
eigin bókmenntaþekkingu og orðaforða. Á
komandi árum vill hann fremur bæta við
bókmenntafróðleik sinn en lagakunnáttu og
ætlar sér að kynna Georgíumönnum málfeg-
urð og aðra eiginleika íslendingasagna.
Hann segir: „Mig langar að vekja georgíska
lesendur til umhugsunar um sérkenni ís-
lendingasagna, sögu landsins og kynna fyr-
ir þeim ilm þess lands sem mér er ætíð
hugstætt."
Um þessar mundir vinnur Grigol m.a. við
að semja georgíska-íslenska orðabók sem
er langt komin en að bókinni hefur hann
unnið í nokkra mánuði.
Kristin Trú
í farangri Grigols til landsins var all sér-
stæð hljómplata með kórsöngverkum. Á
henni les Ilia II, erkibiskup í rétttrúnaðar-
kirkjunni, texta úr Biblíunni á georgísku.
Flutningurinn vekur upp spurningu um trú-
arlíf Grigols og Irmu. Grigol segir: „Við
hjónin erum kristin eins og allir Georgíu-
menn. En nú er ég farinn að aðhyllast ka-
þólska trú í ríkara mæli en áður fyrr af
samúð með Jóni biskupi Arasyni.
Á íslandi sæki ég stundum kaþólska
kirkju. Ég hef hins vegar lítið sótt almenn-
ar messur á meðan ég hef dvalist á ís-
landi. En við Irma höfum skoðað margar
kirkjubyggingar okkar til ánægju og ég
verð að segja að hérlendis eru kirkjur hvorki
of íburðarmiklar né ofhlaðnar fyrir minn
smekk.
í Markúsarguðspjalli (16:16) kemur fram
að: „Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn
verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmd-
ur verða.“ En einmitt þannig lít ég á trúna
og finnst merkilegt að hin sterka trú mín
á að ég myndi koma til íslands varð veru-
leiki,“ segir Grigol og bætir við: „Ég trúði
í bernsku að ég ætti eftir að koma til ís-
lands, en vegna einangrunar Sovétríkjanna
var það engan veginn auðleyst mál.“
Straumhvörf
„íslandsdvölin er tákn um straumhvörf í
lífí mínu og án hennar væri ég andlega
fátækari en ég er. Það er gott að fínna að
áhugamál geta breyst í meginstörf sé þess
óskað nógu heitt svipað og íslenskuáhugi
minn gerði. Þegar heim til Georgíu er kom-
ið tekur við hjá mér leit að launaðri vinnu.
Ég kveð ísland og hina gestrisnu þjóð,
íslendinga, með bjartsýni og þakklæti efst
í huga.
íslandsdvölin er mér eitt stórt ævintýri
og minningar um óviðjafnanlegt og hrika-
legt landslag munu fylgja mér alla tíð. Ég
hef m.a. séð stórkostlega skriðjökla í Öræfa-
jökli, fossana á Suðurlandi, Strokk að gjósa,
skoðað mig um í bókhlöðu í Skálholti, hand-
leikið Guðbrandsbiblíu og notið þess að
borða íslenskan humar og lambakjöt.“
Höfundur er kennari.
GUÐRÚN JÓNÍNA
MAGNÚSDÓTTIR
Ungi maður
Út að glugga
alltaf geng ég
alein hverja nótt
angur, sorg
og afturgöngur
að mér hafa sótt
Hvað varð um þig
ungi maður
unga sál með gleðignótt
augun björt og brosið Ijúfa
birstu mér í nótt
Út um gluggann
grátnum augum
gái ég að þér
napur vindur
náköld beiskja
næða í huga mér
Er þú birtist
burt er gleðin
brosið stjarft og hijúft
augnaráðið
alveg snautt
sem áður var svo Ijúft
Horfínn ertu
ungi maður
alein leita ég að þér
horfínn burtu, himinn svartur
hvelfíst yfír mér.
Höfundur býr á Akureyri.
KJARTAN HALLUR
GRÉTARSSON
Línubil
Þau þagna færiböndin
eftir standa auðar línur
mannkynssögu morgundagsins
fólkið horfíð heim
að hnykkja á æðahnútum
fjölskyldubandanna
í forstofunni
anda stígvélin léttar
Höfundur er nemi í Háskóla íslands og
hefur gefið út eina Ijóðabók.
BJÖRG G. GÍSLADÓTTIR
Ást
Ástin mín
þú birtist
hljómurinn var einsog
sláttur á fiðlustreng
svo hreinn
tær
og ómandi
að eiga þig að
er svo gómsætt — en —
þú bráðnaðir
á bragðlaukum
tungu minnar
og hvarfst.
Hvítur
sandur
Rósin opnast —
blóðdropi dettur
á
hvítan sandinn
sársaukinn
skilur eftir
spor
mannshönd
lætur sandinn renna
í gegnum lífið
Höfundur er nemi á listasviði í öldunga-
deild Fjölbrautar í Breiðholti.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.MAÍ1993 5