Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Qupperneq 9
Kirkjugarðurinn í Laugarnesi. Fyrir miðju garðsins stóð kirkjan.
Ljósmyndir:B.F.E.
Rústir hjáleigunnar Norðurkots. Einnig gekk hjáleigan undir nafninu Sjávarhól-
ar eða Naustakot.
Norðurkotsvör. Hér var sennilega útræði frá Laugarnesi sjálfu í öndverðu.
landinu, þó að bæjarins sé ekki getið í
Landnámu. í Njálu kemur bærinn við sögu
og sýnir það aðeins að um miðja 12. öld-
ina hefur verið talið að búskapur hafi ver-
ið stundaður í Laugarnesi fyrir kristnitök-
una.
Fyrsti ábúandi Laugamess á að hafa
verið Ragi nokkur Óleifsson hjalta, sem
bjó í Laugardal samkvæmt Landnámu og
Egilssögu. Bróðir Raga, Þórarinn, annar
lögsögumaður á íslandi 950-969, á einnig
að hafa búið að Laugamesi samkvæmt
Njálu. Hann á að hafa flust þaðan, þegar
bróðir hans Glúmur var drepinn, en hann
var maður Hallgerðar langbrókar.
Þó ekki sé hægt að líta á frásögn Njálu,
né Egilssögu, um Laugarnes sem sagn-
fræðilega haldbæra heimild, er hún ekki
síður merkileg. Hún er aðeins öðmvísi hluti
af menningararfi þjóðarinnar. Frásögnin
sýnir meðal annars að Laugarnesið þótti
það mikið býli að hæfa þótti Hallgerði
langbrók, einum mesta kvenskörungi ís-
lendingasagnanna og konu sjálfs Gunnars
á Hlíðarenda. Á Hallgerður að hafa búið
í Laugarnesi fýrir kynni sín af Gunnari
og að honum látnum. Herma munnmæli
að hún hafi verið heygð ekki langt frá
bænum, þar sem nú em gatnamót Sæ-
brautar og Laugamesvegar, eða öllu held-
ur gatnamót Kleppsvegar og Laugames-
vegar. Áður fyrr var þar hóll nokkur „sí-
grænn vetur og sumai*'. Danskur fræði-
maður, Kristian Kálund, skoðaði sennilega
hólinn vorið 1873 og taldi hann hvorki
vera kuml né leiði, heldur væri skýringin
síðari tíma ágiskun. Önnur munnmæli
herma að Hallgerður hvíli í kirkjugarðinum
í Laugarnesi.
Þegar unnið var að gatnagerð á áður-
nefndum gatnamótum var hóllinn fjar-
lægður og kom þá í ljós að hann var afleið-
ing rauðablásturs, sem farið hefur fram
einhvers staðar nærri. Rauðablástur er
þegar jám er unnið úr mýrarrauða, en það
var einmitt gert í upphafi byggðar í land-
inu. Ömefni í nágrenninu tengjast senni-
lega þessum atvinnuvegi, svo sem Rauð-
arármýri, Rauðarárholt, Rauðarárgrafir
og jafnvel Goshóll.
Við skulum nú hlaupa yfir aldirnar og
staðnæmast við árið 1824. Þá fékk Stein-
grímur biskup Jónsson því framgengt að
konungur veitti álitlegri upphæð til að
byggja embættisbústað handa biskupi.
Voru fengnir til verksins danskir iðnaðar-
menn, sem fengu, auk launa, öl eftir þörf-
um og pela af brennivíni upp á hvem dag
á meðan verkið stóð yfir. Flutti biskup inn
í húsið, sem kallað var Biskupstofa, Laug-
arnesstofa eða bara Stofan, árið 1826.
Var húsið eitt hið glæsilegasta á öllu ís-
landi hið ytra, en hélt hins vegar hvorki
vatni né vindum og var hin mesta „hráka-
smíð“, hvort það var ölinu og brennivíninu
um að kenna skal ósagt látið, en næsti
biskup, Helgi Thordersen, þoldi ekki við í
húsinu og flutti til Reykjavíkur. Taldi bisk-
up að farartálmar á leiðinni til Reykjavík-
ur væm slíkir, að ekki væri fært til Reykja-
víkur á stundum. Átti hann fyrst og fremst
við Rauðarána, sem var lækjarspræna að
öllu jöfnu, en gat bólgnað lítils háttar
annað veifið.
Stofan stóð lengi eftir að biskup var
farinn og var um síðir „herfileg að sjá,
flestir gluggar brottnir, og ótérlegt inn
að líta“. Hún var loks rifin nokkmm árum
fyrir aldamótin.
Þess má geta að Jón forseti Sigurðsson
bjó í Stofunni árin 1830-33 og hafði sú
dvöl örugglega allnokkur áhrif á lífshlaup
Jóns og starf. Var Jón skrifari Steingríms
biskups, sem átti sjálfur gagnmerkt hand-
rita- og skjalasafn, auk hins mikla skjala-
safns biskupsembættisins sem geymt var
í Stofunni.
Árið 1898 stóð fullbyggður holdsveikra-
spítali á Laugarnesi, „ljót bygging og
hrúguleg', en hann var gjöf danskra Odd-
fellowa til íslendinga. Húsið var með
stærstu timburhúsum sem byggð höfðu
verið á íslandi og starfaði spítalinn í hart-
nær hálfa öld. Síðasta hlutverk hússins
var að þjóna breska setuliðinu, sem ekki
endurgalt vinarhótið betur en svo að það
brenndi húsið ofan af sér árið 1943.
Eiginlegur búskapur lagðist af í Laugar-
nesi um miðja öldina og síðustu bæjarhús-
in voru rifin árið 1987.
Fornleifar
Á fornleifaskrá eru bæjarhóll Laugar-
nessbæjarins, með bæjarstæði, kirkjugarði
(og kirkju), tún, vegi og beðasléttum. Einn-
ig em á skrá rústir hjáleignanna, Suður-
kots og Norðurkots, varirnar Suðurkotsvör
og Norðurkotsvör, rúst norðan við svokall-
aða Spítalavör og að endingu horfinn gjall-
hóll eftir rauðablástur.
Aðrar minjar sem ekki eru á fornleifa-
skrá em grunnar Stofunnar og Laugar-
nesspítala, auk grunna húsakynna setul-
iðsins enska.
Jarðsjármælingar
Jarðsjármælingar eru tiltölulega ný að-
ferð við að skoða jarðlög án þess að til
röskunar laganna komi. Er það einmitt
einn helsti kostur þessarar aðferðar fyrir
fornleifavörsluna, að hún skemmir ekki
út frá sér og hægt er að athuga svæði,
t.d. vegna skipulags, á tiltölulega skömm-
um tíma. Þess ber þó að geta að reynslu-
tíma aðferðarinnar er hvergi nærri lokið
á íslandi. Helst vantar að grafa til að
bera saman niðurstöður jarðsjárinnar og
uppgraftar og sannreyna þannig árangur
jarðsjárinnar.
Aðferðin byggist á því að sendar eru
rafsegulbylgjur niður í jörðina með einu
loftneti og tekið við endurvarpi þeirra með
öðm loftneti. Mismunandi rafsvörun efna
framkallar endurvarp, sem sýnir skipan
jarðlaga og óreglur í þeim. Aðferðinni
hefur fyrst og fremst verið beitt í sam-
bandi við jarðfræðiathuganir hvers konar,
en á síðustu árum hafa fornleifafræðingar
sýnt aðferðinni áhuga. Hefur aðferðin t.d.
skilað mjög góðum árangri við Miðjarðar-
hafið.
Á íslandi var jarðsjá fyrst beitt árið
1992 í sambandi við fornleifarannsóknir í
Viðey. Var þá kannað svæði fyrir sunnan
og austan Viðeyjarstofu og sýndi könnun-
in að rústa væri að vænta á hluta þessa
svæðis.
Nú í byijun árs 1993 voru gerðar jarð-
sjármælingar á fornleifum á Laugarnes-
inu. Hér verður aðeins minnst á niðurstöð-
una á mælingum við kirkjugarðinn (leitin
að kirkjunni). Niðurstaðan var í stuttu
máli sú, að í miðjum garðinum stæði kirkja,
11x8 m á stærð og eins og vænta mátti
sneri hún í austur-vestur. Aðeins era
10-20 cm niður á efstu brúnir veggjanna,
sem eru úr torfí og grjóti, eða öðru hvora,
allt að 3 m á breidd. Sýnir það að þeir
hafa flast töluvert út og/eða að um er að
ræða margar kynslóðir veggja ur
kiiju/kirkjum, sem hefur færst eilítið til
við endurgerð hveiju sinni.
Víst er að möguleikar jarðsjárinnar hér
á landi eru geysilegir, enda gefur augaleið
að ef hægt er að skoða rúsir undir yfir-
borði jarðar og án þess að hrófla við einu
né neinu, kemur það minjavörslunni að
miklu gagni. Þó má ekki ofmeta möguleik-
ana í rannsóknarefnum og ætla að jarðsjá-
in komi í stað fornleifarannsókna. Bæði
er að aðferðina verður að þróa betur hér
á landi og hana verður að sannreyna við
beinan fomleifauppgröft. Jarðsjáin er eins
og röntgentæki, sem staðfestir aðeins
ákveðna eiginleika eða sjúkleika með mik-
illi vissu, en lagfærir þá ekki né læknar.
Lokaorð
Laugarnestáin á sér gamla og merkilega
sögu. Búsetu má a.m.k. rekja til aldamót-
anna 1200 og sennilega miklu lengur.
Saga Laugarness snertir t.d. almenna sögu
landsins, sjúkrahússögu, kirkjusögu, lista-
sögu, sögu Reykjavíkur og sögu hernáms
á Islandi.
Ekki er aðeins um að ræða minjar um
lögbýlið Laugarnes á tánni, heldur kúra
þar einnig minjar tveggja hjáleigna, sem
eru góður vitnisburður um híbýli almúgans
fyrr á öldum. Allar þessar minjar standa
enn óhreyfðar og að mestu óskaddaðar,
eða eins og frá þeim var gengið þegar
hlutverki þeirra var lokið.
Minnisvarðar liðinna kynslóða og liðinna
búskaparhátta eru geymdir á Laugarnes-
inu og það er okkar að ákveða hvort við
viljum láta nesið um að geyma þá áfram
í því umhverfi sem þar er og hefur alltaf
verið. Slíkir staðir eru ekki á hveiju strái,
síst innan þéttbýlis Reykjavíkur.
Höfundur er fornleifafræðingur í Árbæjarsafni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.MAÍ1993 9