Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Blaðsíða 7
iálsbrýtur gamlan griðung - blótnaut - eftir að hafa bitið Atla hinn skamma á barkann Mynd: Gísli Sigurðsson. Galdrar í Egils sög-u LRSKAFT jÐAXAR I 'u er sögð saga af öxi sem erfitt vegna er í sögunni. Flestir fræði- sér hjá því að fjalla um þessa i nýrrar útgáfu sögunnar skrifa Lsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir. ist li r i ia . . . Að endingu skal nefnt að táknum bregður fyrir í Egils sögu. Auk höfuðs Egils sem fyrr var minnst á má geta axarinnar Eiríksnautar sem reynist Skalla-Grími jafn gagnslítil og norskir konungar ættmennum hans flestum. (Bergljót og Svanhildur 1992: XX) I þessum fáu orðum kemur fram útlegg- ing á axarsögunni og að hluta til á Egils sögu sem ég vil gera athugasemdir við. Ég tel t.d. að öxin hafi alls ekki reynst Skalla- Grími gagnslítil. Þetta verður rökstutt en fyrst mun ég rekja sögu axarinnar Eiríks- nautar. Þegar axarsagan hefst er þar komið í Egils sögu að Skalla-Grímur hefur flúið ríki Haralds hárfagra og er orðinn roskinn landnámsbóndi á íslandi. Haraldur er enn yfirkonungur í Noregi þótt hann sé tekinn að eldast en Eiríkur sonur hans er uppkom- inn og stjórnar Firðafylki, heimabyggð Skalla-Gríms. Þórólfur Skalla-Grímsson er kominn til Noregs og hefur gerst handgeng- inn Eiríki og er með honum í herförum. Allt virðist leika í lyndi hjá Þórólfi, hann virðist reiðubúinn að gleyma væringum norsku konungsættarinnar og föður síns og honum virðist búinn frami og sæmd með norsku hirðinni. Þá var það sem hann ákvað að hitta föður sinn: Þórólfur Skalla-Grímsson bjóst eitt sumar til kaupferðar. Ætlaði þá, sem hann gerði, at fara til íslands og hitta föður sinn. Hann hafði þá lengi á brottu verið. Hann hafði þá ógrynni fjár og dýrgripi marga. En er hann var búinn til ferðar þá fór hann á fund Eiríks konungs. En er þeir skildust, seldi konungur í hendur Þórólfi exi, er hann kveðst gefa vilja Skalla- Grími. Exin var snaghyrnd og mikil og gullbúin, upp skellt skaftið með silfri og var það hinn virðilegsti gripur... En er hann kom heim bar hann Skalla-Grími kveðju Eiríks konungs og færði honum exi þá er konungur hafði sent honum. Skalla-Grímur tók við exinni, hélt upp og sá á um hríð og ræddi ekki um, festi upp hjá rúmi sínu. Það var um haustið einhvern dag að Borg að Skalla-Grímur lét reka heim yxn mjög marga, er hann ætlaði til höggs. Hann lét leiða tvo yxn saman undir húsvegg og leiða á víxl. Hann tók hellu- stein vel mikinn og skaut niður undir hálsana. Síðan gekk hann til með öxina konungsnaut og hjó yxnina báða senn svo að höfuðið tók af hvorumtveggja, en exin hljóp niður í steininn svo að munnurinn brast úr allur og rifnáði upp í gegnum herðuna. Skalla-Grímur sá í eggina og ræddi ekki um, gekk síðan inn í eldahús og steig síðan á stokk upp og skaut exinni upp á hurðása. Lá hún þar um veturinn. (Egils saga, 74-75) Bergljót og Svanhildur skilja þessa frá- sögn þannig að öxin hafi brugðist Skalla- Grími. Ef sá skilningur er lagður í söguna getum við hugsað okkur að bóndinn Skalla- Grímur hafi verið að höggva sláturnaut að hausti að vanda sínum og til að spara sér höggin hafi hann viljað fella tvö naut í einu. Öxin hafi síðan reynst vera of bitur og hlaupið af of miklu afli í helluna. Það fer varla á milli mála að öxin hefur verið flugbeitt en það er ekki galii á öxi. Skalla-Grímur fór illa með hana. Bóndi og sláttumaður eins og hann hefur ekki verið vanur því að höggva bitjárnum í gijót en samt lagði hann hellu undir höggstaðinn. Hér verður leitað að skýringum á þessari einkennilegu hegðun Skalla-Gríms. Um vorið reyndi Skalla-Grímur að telja son sinn af því að fara aftur til Noregs en Þórólfur vildi engu að síður fara. í sögunni segir: ... En áður Þórólfur fór frá Borg þá gekk Skalla-Grímur til og tók öxina ofan af hurðásum, konungsgjöfina, og gekk út með. Var þá skaftið svart af reyk, en exin ryðgengin. Skalla-Grímur sá í egg exinni. Síðan seldi hann Þórólfi ex- ina. Skalla-Grímur kvað visu... (Egils saga, 75) í vísunni formælti Skalla-Grímur öxinni, sagði að í henni væru svik og hann kallaði hana arghyrnu með roknu (reyktu) skafti. í lok vísunnar bað Skalla-Grímur um að öxin yrði send aftur. Þórólfur tók við öxinni en fleygði henni í hafið á milli íslands og Noregs. í staðinn færði hann Eiríki lang- skipssegl sem hann sagði vera frá Skalla- Grími með þakklæti fyrir axargjöfina. II Kafli 38 í Egils sögu er ekki eini staður- inn þar sem sagt er frá undarlegu drápi nautgripa. í 67. kafla er sagt frá hólm- göngu Egils og Atla hins skamma. Þar er þetta sagt: Þar var leiddur fram graðungur mik- ill og gamall. Var það kallat blótnaut. Það skyldi sá höggva er sigur hefði. Var það stundum eitt naut, stundum lét sitt hvor fram leiða sá er á hólm gekk. (Egils saga, 165) Hér er lýst einhvers konar helgiathöfn sem tengist fornri guðstrú. Þeir Egill börð- ust en í sögunni segir að sverð Egils hafi ekki bitið. í vísu sem Egill fór með að loknu einvíginu kemur fram að það hafi verið vegna þess að Atli hafi deyft eggjar sverðs- ins. Egill brá á það ráð að hlaupa að Atla og grípa um hann: ... og hljóp að Atla ok greip hann höndum. Kenndi þá aflsmunar og féll Atli á bak aftur en EgiII greyfðist að niður og beit í sundur í honum barkann. Lét Atli þar líf sitt. EgiII hljóp upp skjótt og þar til er blótnautið stóð, greip ann- arri hendi í granarnar, en annarri íhorn- ið og snaraði svo að fætur vissu upp en í sundur hálsbeinið... (Egils saga, 165) Egill trúði því líklega að sverð hans biti ekki nautið fremur en Atla og því hafði hann þessa aðferð við að bana því. Hér höfum við því sverð sem bítur ekki naut, áður höfðum við öxi sem beit tvö naut en missti síðan bitið. Þetta naut er mikið og gamalt líkt og Atli sjálfur en naut Skalla- Gríms hafa líklega verið ungnaut sem ekki átti að setja á. Fornmenn töldu að unnt væri að deyfa eggjar vopna með göldum. í Hávamálum 148 segist Óðinn kunna ljóð til að deyfa eggjar: „eggjar ek deyfi/ minna andskota.“ Enginn maður hefur nokkru sinni kunnað þetta ljóð en menn hafa getað blótað Óðin og beðið hann að deyfa eggjar andstæðinga sinna. í Helgakviðu Hundingsbana II 32 biður Sigrún um að sverð hans bíti ekki: „bíti-a þat sverð/ er þú bregðir/ nema sjálf- um þér/ syngvi of höfði. “ Þar er tilefni að maður hafi gerst eiðrofi og banað mági sín- um sem hann hafði áður svarið tryggðar- eiða. Þetta dráp gerði áhrínsorð Sigrúnar máttug því að slík níðingsverk eru líkleg til að vekja gremju Óðins og annarra guða. Ein leið til að deyfa eggjar hefur því verið sú að fá mann til að fremja níðingsverk e.t.v. með yfirnáttúrulegum hætti og fara síðan með áhrínsorð. Ef maður hefur ætlað að fá einhveiju framgengt með yfirnáttúrulegum hætti er líklegt að hann hafi þurft að framkvæma einhveija helgiathöfn. Þótt helgiathöfnum sé lítið lýst í fornum ritum má giska á að stundum hafi menn sett á svið eitthvað sem leir hafi óskað eða viljað að yrði satt. vT.d. er líklegt að úlfheðnar og berserkir hafi klæðst feldum villidýra til að gera sjálfa sig líka þessum dýrum og eignast grimmd þeirra. Þegar menn gengu í fóstbræðralag vildu þeir gera sig að bræðrum og það urðu þeir á táknrænan hátt með því að blanda blóði í mold og setja á svið fæðingu sína úr skauti jarðar með því að rista jarðarmen og ganga undir það. í. axarsögu Skalla-Gríms tel ég að verið sé að setja á svið atburðarás sem Skalla- Grímur vildi að gengi eftir. III I Egils sögu er Eiríki fengið viðurnefnið blóðöx þegar á unga aldri svo að nærtækt er að tákna Eirík með öxi. Öxin var konung- lega búin og ekkert stóð fyrir henni og þannig var ástatt um Eirík sjálfan. Faðir hans elskaði hann mest sona sinna, hann hafði tekið við hluta ríkisins og stóð til að erfa það allt og hann hafði verið sigursæll í orrustum (sbr. frásögn í kafla 37 af Bjarmalandsferð Eiríks). Nautin tvö eru bræður Eiríks sem hann banaði báðum samtímis síðar í sögunni. Þetta gerðist í Túnsbergi þar sem bræðurn- ir háðu eins konar einvígi en dráp tveggja blótnauta er ekki ólíklegt tákn um úrslit þessa einvígis. Við dráp uxanna slævðist öxin og á sama hátt vildi Skalla-Grímur að hugur Eiríks slævðist og bit vopna hans deyfðist. Bræðradráp er illvirki og ætti að nægja til að svipta Eirík hylli guðanna og þeirri miklu gæfu sem hann hafði erft frá föður sínum. Eftir nautadrápið varð öxin bitlaus en ennþá skrýdd konungsskrúða. Með því að geyma öxina uppi yfir eldum í reykhúsi einn vetur lýsir axarsagan kon- ungstign Eiríks í einn vetur eftir bræðra- drápið þar sem af honum reittist konungs- skrúðinn og á endanum var öxinni og Ei- ríki vísað á haf út. Það er jafnan erfitt og varasamt að lesa . úr táknmáli eins og því sem er í sögunni af öxi Eiríks og þetta er auðvitað aðeins tilgáta sem verður að stðyja með frekari sögum. Helstu rökin eru þau að axarsög- unni ber saman við það sem síðar gerðist í sögunni og hún svarar spurningum sem án hennar væri erfitt að svara. IV Egils saga segir frá því að Egill hafi farið að heimta arf konu sinnar af Berg- Önundi en fékk ekki vegna úrskurðar Eiríks og Gunnhildar drottningu á Gulaþingi. í kafla 59 segir sagan síðan í framhaldi af þessu að Haraldur hafi gert Eikrík að yfir- konungi í Noregi og hafi hann verið yfirkon- ungur Noregs að Haraldi lifandi í þijá vet- ur. Síðan segir: En eftir andlát hans var deila mikil milli sona hans því að Víkverjar tóku sér til konungs Olaf en Þrændir Sigurð. En Eiríkur felldi þá báða bræður sína í Túnsbergi einum vetri eftir andlát Har- alds konungs. Var það allt á einu sumri er Eiríkur konungur fór af Hörðalandi með her sinn austur í Vík til bardaga við bræður sína og áður höfðu þeir deilt á Gulaþingi EgiII og Berg-Önundur og þessi tíðendi er nú var sagt... (Egils saga, 133) Sagan gætir þess að tímasetja atburði í Noregi þótt hér sé sagt frá tíðindum sem gætu virst skipta litlu máli í Egils sögu nema vegna axarsögunnar. Egill er þetta sama haust að reisa níðstöng í Noregi: . . . Hann tók í hönd sér heslistöng og gekk á bergsnös nokkura þá er vissi til lands inn. Þá tók hann hrosshöfuð og setti upp á stöngina. Síðan veitti hann formála ok mælti svo: „Hér set ek upp níðstöng og sný eg þessu níði á hönd Eiríki konungi ok Gunnhildi drottn- ingu,“ — hann sneri hrosshöfðinu inn á land, — „sný eg þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar farí þær villar vega, engi hendi né hitti sitt inni fyrr en þær reka Eirík konung og Gunnhildi úr landi.“... (Egils saga, 139-140) Það fer ekki á milli mála að Egill fór hér með galdur. Skömmu áður hafði hann að auki ort níðvísu með bæn um að guðirnir reiddust Eiríki og rækju hann úr landi. Til- efni Egils fyrir þessu níði er að Eiríkur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. JÚNÍ1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.