Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 4
4 SÓLVEIG KR. EINARS- DÓTTIR Krókódíla- kvæði Á klunnalegum kommóðufótum kempan mókir marír moldarbrúnn mærðaríegur bíður með beittan kjaftinn bíður og vakir græn er golan grasið á bakkanum gýtur glyrnum glaðhlakkalega hnitar gneistandi augum í veiðiham fókusar fugla tvo fjaðurmjúka drumbslegur dóni í dúnalogni áhyggjulausir spígspora spönn frá vatni hvítir með kolsvart nef kroppa í gogginn loks Ijúkast upp lostafullar varir vargsins viðsjála í munnviki veit á illt dettur hvorki af honum né drýpur drumburinn mjakast saklaus bráð sem einskis uggir — er öllu lokið? engin sól framar? Höfundur er fyrrverandi menntaskóla- kennari, en býr nú í Ástralíu. ÁRNÝ EVA ATLADÓTTIR Bernskuþrá Á luktar dyr bernskunnar ber ég krepptum hnefum í þokumóðunni glittir í andlit gamalkunnug Andvarp mitt berst yfir hæðirnar , mót straumnum gráum og þungum Ástarjátning Ég er flauelsmjúkt blóm Ég umlyk þig blöðum mínum ölva þig með ilm mínum Ég lauga þig dropum næturregnsins Ég kyssi þig blíðlega í geislum morgunsins Höfundur er ung kona í Reykjavík. Ljóðið birtist 12. júní sl. en er endurbirt vegna þess að síöasta orðiö féll niður og eru höfundur og lesendur beönir vel- viröingar. Allir á sama báti, gæti verið texti við þessa teikningu Halldórs Péturssonar af lifnaðarháttum forfeðra okkar og for- mæðra: Róið yfir fjörð með tvo áburðarhesta, líkkistu og lifandi fólk. „Sveitabærinn var bólstaður ólýsanlegra grimmdarverka“ - hvers vegna er söguskýring Baldurs Hermannssonar röng Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að vinnu- menn hafi ekki mátt njóta kvenna (sjálfsagt hafa vinnukonurnar sjálfar ekki haft neinn áhuga á kynmökum) byrjar Baldur að velta því fyrir sér hvers konar andrúmsloft ríkti í Síðari hluti í þessum síðari hluta umQöllunar um sjónvarpsþætti Baldurs Hermannssonar, er tekin til athugunar sú skoðun sem þar kom fram, að bændaveldið hafl breytt hraustum vinnumönnum í öfugugga og að það sé fjarstæða að Stóridómur hafi verið fundinn upp til að kvelja íslendinga. Eftir JÓN HJALTASON sveitum landsins þar sem hraustum og kraftmiklum vinnumönnum var meinað að lifa eftir eðli sínu. Hann finnur fomt dæmi þess í annál að maður hafi svalað sér á tveim- ur kúm. Þetta er-eina skjalfesta dæmið um slíkt athæfí sem Baldri hefur tekist að finna eh hann er fljótur að álykta; í reynd hljóta þau að hafa verið miklu fleiri, bændaveldið sætti sig við ólifnað vinnumanna svo fremi að þeir létu konur afskiptalausar. Eg veit svo sem ekki hvað Gísli Gunnars- son gæfi nemendum sínum í einkunn ef þeir drægju þvíumlíkar niðurstöður af einni frá- sögn, efast raunar um að á það hafi reynt, en hitt fullyrði ég að enginn saínkennara hans við sagnfræðideild Háskóla íslands myndi taka þetta gott og gilt. Og hvað þá um röksemdafærsluna sjálfa sem er eitthvað á þessa leið; bændur einir máttu hafa kynmök við konur, þar af leið- andi leituðu vinnumenn á dýr eða gerðust hommar. Þó að ég ætli nú ekki að leiðbeina Baldri um kynfgrðismál þá verð ég þó að minna hann á að sjálfs er höndin hollust. Fyrir utan það að byggja á vægast sagt hæpnum forsendum og sumum röngum þá verður hann að leiða að því mjög sterkar lík- ur að karlmenn áður fyrr, sem ekki fengu að njóta kvenna, hafi fremur leitað á dýr en að stunda sjálfsfróun eða jafnvel alls ekkert kynlíf. Engar kynlífskannanir nútímans benda til þess að karlar taki rollurass fram yfir höndina þegar aðeins er um þetta tvennt að ræða. Hin mikla ályktunargleði, sem setur mark sitt á alla þættina Ijóra, gerir heldur betur vart við sig þegar Baldur vitnar í ævisögu Jóhannesar Birkilands í Skagafirði. Honum er nauðgað ungum af vinnumanni, kannski þeim sama og gengur á milli vinnukvenna með liminn úti og biður þær að kenna í bijósti um sig (hvernig var þetta annars með einka- rétt bænda á vinnukonum?). Baldur heldur frásögninni áfram og segir Jóhannes hafa verið alinn upp á góðu skagfirsku heimili og sé „ekki ástæða til að ætla annað en að lýsing- ar hans gefi rétta mynd af lífsháttum á betri bæjum í Skagafirði“. í þessu er ekki heil brú og vafasamt að jafnvel Gísli myndi skrifa upp á þetta sem góða latínu. Áður en lengra er haldið skulum við rifja upp að kynlífs-röksemdafærsla Baldurs geng- Vinnumenn fá sér í nefið. Var hlutskipti þeirra eins vont og Baldur vill vera láta í sjónvarpsþáttunum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.