Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 5
ur öll út á að sýna og sanna hvernig bænda-
veldið breytti hraustum vinnumönnum í öfug-
ugga. Þegar dýrafárinu sleppir byijar hann
að ræða hommaskap vinnumanna og verður
ekki betur séð en að hann komist að þeirri
niðurstöðu að samkynhneigð karla (hann
minnist ekki á konur í þessu sambandi) hafí
verið svo algeng að valdsmenn kusu að líta
framhjá henni. En hann er svo óheppinn að
taka Olaf Davíðsson sem dæmi um afsprengi
þessa kúgunarvalds bænda. Að vísu tekst
Baldri að dæma Ólaf fyrir hommaskap. í
augum Baldurs er þetta áfellisdómur sem ég
er ekki endilega viss um að sé rétt. Að öðru
leyti kýs Baldur að hafa sem fæst orð um
Ólaf sem hann skoðar þó sem dæmigerða
afurð vistarbands og bændakúgunar. Þetta
tómlæti Baldurs sætir engri furðu þegar það
er upplýst að Ólafur var ekki kominn út af
vinnuhjúum. Faðir hans var prófastunnn á
Hofi í Hörgárdal, Davíð Guðmundsson. Ólafur
gekk á lærða skólann í Reykjavík, sigldi til
Kaupmannahafnar og kenndi um skeið við
Möðruvallaskóla. Hann var mikill vísindamað-
ur, rannsakaði náttúruna, safnaði þjóðsögum,
skrifaði um galdra og fjölmargt annað er
birtist í bókum, blöðum og tímaritum. Ólafur
var um sína daga þekktur fyrir hjálpsemi,
hann matti ekkert aumt sjá. Enn eru til sög-
ur af Ólafi sem hafðar eru til marks um
hjartahlýju hans. Eitt sinn kom Valtýr litli
(síðar ritstjóri Morgunblaðsins) að Ólafi á
skyrtunni einni að ofan. Drengurinn varð
forviða og spurði Ólaf hvers vegna hann
væri snöggklæddur. „Ja, það kom hér karl-
aumingi, sem hafði dottið af baki og útatað
alla treyjuna sína, svo ég fékk honum jakk-
ann minn, til þess að hann gæti komist í kirkj-
una.“
Fyrir hvað skyldi þetta verk Ólafs og önn-
ur svipuð, menntun hans og vísindamennska,
teljast dæmigerð í fræðum Baldurs? Eitt er
víst að Baldur hefur nauðgað Ólafi inn í það
samhengi sem hann er settur í þáttaröðinni
um þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Rökleg
tenging er engin.
SattOgLogið
Grípum „af handahófí" niður í sögusafni
Baldurs. Eins og þegar hefur komið fram er
hann oft á tíðum seinheppinn í vali þeirra,
virðist ekki nenna að rannsaka málavöxtu eða
hann Iokar augunum fyrir staðreyndum. Eitt
þeirra dæma er hann notar til að styðja kenn-
ingu sína um íslenska öfugugga- og forrétt-
indasamfélagið er bamsfaðernismál Þórdísar
Halldórsdóttur. Baldur dæmir Þingvöll illan
stað. Þar komu saman þingmenn er létu sig
litlu varða þó að þúsundir færu á vergang,
þeir höfðu eingöngu skyldur við fámenna
yfírstétt er allt átti og öllu réði. Þennan dóm
sinn tengir hann lögleiðingu Stóradóms, „ægi-
legustu hnútasvipu íslandssögunnar", Guð-
brandi Þorlákssyni biskupi, Þórdísi og hug-
lausum Skagfírðingum.
Þórdís hafði alið barn árið 1608 en engu
að síður staðhæft að þar hefði enginn karl
komið við sögu. Arið 1612 fyrirskipaði höfuðs-
maðurinn Herluf Daa að pynta konuna ef
annað dygði ekki til en hún var þá mætt á
Öxarárþing. Þessu neitaði hin „forherta
bændaklíka", er kom á alþing að drekka sig
fulla, drekkja stúlkum og höggva karla (eins
og Baldur kennir), og gáfu lögmennirnir ekk-
ert eftir þó að höfuðsmaðurinn hótaði að
kæra fyrir konungi. Þrautaráð hans var að
senda fógeta sinn, Jörgen Daníelson, norður
að rétta yfir Þórdísi. Þar var Guðbrandur
biskup mættur og þegar Jörgen gat ekkert
fengið upp úr Þórdísi um föðurinn eggjaði
biskupinn hann á að láta málið niður falla
með þeim orðum að vænst væri að fela drottni
þetta mál, er ofvaxið væri skilningi manna.
En Jörgen lokaði eyrunum og tókst að iokum
að pína játningu upp úr konunni. Þó var ekk-
ert frekar aðhafst í sök Þórdísar fyrr en 1618
að tveir danskir umboðsdómarar, Jorgenn
Windtt og Friderich Friis, komu til landsins
sendir af konungi til að rannsaka stjórnarfar
og embættisrekstur íslenskra valdsmanna.
Og það voru þessir tveir sem á alþingi 1618
dæmdu Þórdísi til dauða. Um þetta má les'a
í alþingisbókum íslands, IV. b., bls. 386-393
en þær bækur eru til á Háskólabókasafni og
hefði Gísla Gunnarssyni verið innanhandar
að fletta málinu upp.
Eins og sést á framangreindu þá fer Bald-
ur rangt með Þórdísarmálið. Hann segir að
það hafi verið sofandaháttur ráðamanna er
olli því að Þórdís var ekki tekin af fyrr en
1618 og ekki nóg með það. Samkvæmt hans
eigin aðferðarfræði, þar sem eitt dæmi næg-
ir til alhæfingar, þá mætti í ljósi þess sem
komið er fram fullyrða að sjálfur Guðbrandur
biskup hafi verið andsnúinn Stóradómi þar
sem hann reyndi að eyða málinu með tilvísun
í almættið. Sú ályktun væri engu að síður
röng. í þessu sambandi er rétt að benda á
það sem Páll Eggert Ólason segir í Mönnum
og menntum, 3. bindi, bls. 744. „Sennilega
myndi og alþingi hafa tekizt að fá numið úr
lögum Stóradóm eða mýkt hann til muna,
ef Guðbrandur biskup hefði ekki verið svo
öflugur talsmaður hans sem nú var sýnt.“
Þórdísarmálið styður óneitanlega við þessa
fullyrðingu um lögmennina. Og alveg er það
út í hött að kenna Skagfirðingum um aftök-
una og segja hana óafmáanlegan smánar-
blett á þeim. Með sömu rökum mætti álasa
Reykvíkingum fýrir handtöku og fangelsisvist
saklausra manna í Geirfinnsmálinu forðum.
Borgardraumurinn Og
LOKAORÐIN; RAUNFIRRT
Hjal
„Sveitabærinn var bólstaður ólýsanlegra
grimmdarverka“, segir Baldur. Hann greinir
okkur frá þjóðsögunni um Húsavíkur-Jón og
útleggur hana þannig að helvíti Jóns hafi
verið ísland þar sem kynslóðirnar kvöldust
og var öllu verra en helvítið er Kölski réði
yfír. Til mótvægis dregur hann upp fagra
mynd af borgarsamfélagi Evrópu. Þessi tálsýn
er ekki svaraverð en aðferð Baldurs að láta
eins og íslendingar hafi verið sér á báti um
grimmd, öfuguggahátt og refsihörku er
ámælisverð. Hann leyfir sér að bera ísland
saman við erlend ríki en aðeins þegar það
hentar honum sjálfum og málstaðnum. Hon-
um dettur ekki í hug að greina frá því að
aftökur ,í borgum Evrópu voru oft fram-
kvæmdar með þejm hrottaskap að ekki varð
við neitt jafnað á íslandi (sjá t.d. Michel Fouc-
ault: Discipline and Punish, Middlesex 1977).
Og hvernig væri að Gísli Gunnarsson benti
Baldri á að lesa hina ágætu bók Ingu Huldar
Hákonardóttur, Fjarri hlýju hjónasængur. Að
minnsta kosti mættu þeir félagarnir hugleiða
aðeins það sem Inga Huld segir á bls. 83 í
bók sinni: „Því fer einnig fjarri að Stóridómur
hafi verið fundinn upp sérstaklega til að kvelja
íslendinga. Dönsk lög, hvað þá þýsk, voru
síst mildari. ... Enda vildu Færeyingar heldur
láta dæma sig eftir Stóradómi en dönskum
lögum, og var svo gert fram yfir 1650 og
jafnvel lengur.“
Það er vægast sagt erfitt að taka undir
þá skoðun Baldurs að íslenskt samfélag, allt
til 1893, hafi verið gegnsýrt grimmd og bar-
barisma öndvert við það sem gerðist í borgars-
amfélögum Evrópu. Raunar virðast niðurlags-
orðin, sem hann flutti sjálfur í fjórða þætti,
benda til þess að honum hafi ekki verið al-
vara með allt það sem á undan var gengið.
Hann segir það sögulegt slys að fáfróðir
norskir sveitamenn skyldu'nema hér land og
ná að sölsa allt undir sig. Þetta getur svo sem
verið rétt en þá er það kenningasmiðsins að
færa sönnur á mál sitt. En svo heldur hann
áfram og segir: ísland þarfnaðist öðruvísi
þjóðar, til dæmis eskimóa.
Mér er spurn; hvað með borgarmenning-
una? Inúitar (þeir líta á það sem móðgun að
vera kallaðir eskimóar enda er það uppnefni
ættað frá indíánum) hafa aldrei getið sér orð
fyrir að reisa bæi og borgir. þeir voru veiði-
menn og máttu rétt eins og bændur þola
hungur og harðæri þegar illa áraði. Mér er
það hulin ráðgáta hvað Baldur meinar með
þessum lokaorðum sínum sem eru í takt við
annað í þáttaröðinni um þjóð í hlekkjum hug-
arfarsins, gjörsneydd röklegri hugsun.
Falleinkun
Það má nánast segja að ég hafi gripið
af handahófi niður í þáttaröð Baldurs Her-
mannssonar, svo margt er þar athugavert sem
ég hef ekki minnst á enn. Engu að síður sá
stjórn menningarsjóðs útvarpsstöðva ástæðu
til að veita tæpum 9 milljónum króna til þátta-
gerðarinnar. Hveijar voru forsendur sjóðs-
stjórnarinnar fyrir styrkveitingunni? Áður en
stjórnin svarar vil ég draga athygli hennar
að orðum Baldurs um upphaf 20. aldarinnar
þegar hann segir eitthvað á þessa leið: Bænd-
ur fögnuðu henni með því að ríða í kaupstað
og mótmæla símasambandi við útlönd. Kaup-
staðarferð bænda var táknræn fyrir 20. öld-
ina. Hún birtir þær andstæður sem dýpstar
eru með þjóðinni og hafa verið svo frá upp-
hafi byggðar.
Eg skal fúslega viðurkenna að ég veit ekki
hvernig á að skilja þennan texta. Hann gefur
þó óneitanlega í skyn að bændur hafi staðið
gegn tækniframförum og því að ísland kæm-
ist í fjarskiptasamband við umheiminn. Sann-
leikurinn er sá að deilan um símann stóð
ekki á milli bænda annars vegar og kaupstað-
arbúa hins vegar. Þetta var pólitísk deila á
milli fylgismanna Hannesar Hafsteins og
andstæðinga hans og hún var ekki um það
hvort ætti að tengja ísland við umheiminn
heldur hvernig tengingin ætti að vera, með
sæstreng eða loftskeytum Marconis.
Eg hlýt að spyija menningarsjóðs-stjórn-
ina, og Gísla Gunnarsson, hreint út: Eru
þættir Baldurs fullboðleg íslandssaga að ykk-
ar áliti? Og þar sem mér er sagt að Guðni
Guðinundsson, rektor MR, hafi verið einn
þremenninganna er veittu Baldri milljónirnar
vil ég beina þeirri spurningu til hans hvort
sá sögukennari fyrirfinnist í MR er hefði
gefið Baldri annað en falleinkunn fyrir þátta-
röðina um þjóð í hlekkjum?
Höfundur er sagnfræðingur og starfar við að skrifa
sögu Akureyrar.
ÁSGEIR J.
JÓHANNSSON
Vorhret
Nú brennur kvíði í brjósti
þó brosti sól að morgni
og gróandinn gekk um tún.
Eg sá útaf svörtuloftum
sviphugan norðanfara
hífa segi að hún.
Bakvið blámóðu vorsins
bylti hálofta skýum
kólkuröst komandi dags.
Er sem ólmur hlaupi
ákaflega brúna
Sleipnir með flaxandi fax.
Enn ríkir vetur á vori,
vindbólginn neitar að hörfa,
grána því gömul fjöll.
Læðast úr leyndum kima,
ljósfælin bakvið tjöldin,
kuldans tryggðatröll.
Þó stormveður steypist af
fjöllum
og strjúki burt ilm á vori,
vakir von og þrá.
Upp mun aftur rísa
algróin jörð og gefa
blómangan brjóstum frá.
Höfundur er umsjónarmaður í skóla.
GUÐRÚN BJÖRK
GUÐSTEINSDÓTTIR
ÆT
Onýt mynt
„Einsogþúsérð
eru fáar
konur
sem vinna hér,
ólíkt venjulegum bönkum, “
sagði starfsmannastjóri
Seðlabankans,
stoltur.
„Þessa deild köllum við
ónýta mynt,“
bætti hann við.
„Hér vinna
konurnar.
Hér tökum við
ónothæfa
seðla
úr
umferð. “
Höfundur er bókmenntakennari við
Háskóla íslands.
SILVÍA LÁRA
EINARSDÓTTIR
Hið litla
Lítil kona
lítill maður
lítið barn.
Hér er lítill heimur.
Þau sameinast
í eitt stórt.
Hið litla er horfið,
farið,
orðið að engli.
Engill sem svífur,
varðveitir allt,
stóra heiminn.
Engir stórir englar
eru til.
Höfundur er nemi í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3.JÚLÍ1993 5