Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Blaðsíða 6
Bogabrúin
áFnjóská
Fnjóská er dæmigerð dragá sem er við venjulegar
aðstæður heldur vatnsminni en Laxá í Aðaldal
þar sem hún rennur um Laxárdal, en verður í
vatnavöxtum skaðræðisfljót og er þá í stærstu
flóðum töluvert vatnsmeiri en Ölfusá. Fnjóská
Bogabrúin á Fnjóská - fallegt mannvirki á fallegum stað. Brúin er 55 metra löng
og efst er boginn aðeins 50 sm þykkur.
Ljósm. Einar Hafliðason.
Bogabrúin á Fnjóská sem
byggð var 1908 hefur
síðan heillað vegfarendur
með formfegurð sinni.
Það var danskur maður,
Knud Reffstrup, sem
hafði veg og vanda af
brúarsmíðinni og varð
fyrir því áfalli, að
geysilegt hlaup í ánni 20.
júní ruddi burtu eins og
spilaborg því sem þá var
komið af brúnni.
Eftir PÉTUR
INGÓLFSSON
er brúuð á fjórum stöðum. Elst er boga-
brú, byggð 1908, og er ætlunin að fjalla
nokkuð um þá brú í þessu greinarkorni.
Brúin spannar 55 metra milli bakka en
þó er þykkt bogans aðeins 50 cm efst í
boganum. Svo sparlega er farið með efni
í brúna að hvergi er neinu ofaukið. Þegar
hið fíngerða útlit brúarinnar er skoðað blas-
ir við sú dirfska sem þurfti til að byggja
þetta mannvirki. Brúin er ákaflega faileg.
Mér finnst henni best lýst með því að vitna
í íslandsklukkuna og heimfæra lýsingu á
Snæfríði íslandssól yfir á þessa brú „mjó
og björt með dulinn ofsa í blóðinu og spenn-
ing í kroppnum".
En það er ekki nóg með að brúin sé
falleg. Þegar hún var byggð var hún
lengsta bogabrú á Norðurlöndum. Hins
vegar fer því íjarri að brúin hafi á þessum
tíma verið lengsta bogabrú Evrópu því í
Gruenwald í Þýskalandi var byggð árið
1904 bogabrú 70 m löng og sama ár og
Fnjóská var byggð var í Gmuender Tobel
í Sviss byggð bogabrú með 79 m lengd.
Fnjóská var verulegur farartálmi á þjóð-
leiðinni austur um Ljósavatnsskarð og því
var brýnt að hún yrði brúuð fyrr en seinna.
Kannski segir sagan um gömlu konuna í
Mývatnssveit, sem ætlaði að flytja til Vest-
urheims og kveið engu meir varðandi ferða-
lagið en að fara yfir Fnjóská, allt sem segja
þarf þegar lýsa á hver farartálmi áin var
áður en hún var brúuð.
Áður en lengra er haldið er rétt að átta
sig á heistu dráttum í brúarsögu landsins
fram til ársíns 1908.
Árið 1881 var fyrsta íslenska stórbrúin
vígð en það var brúin yfir Skjálfandafljót
hjá Fosshóli. Ingólfur Gíslason segir svo
frá brúarbyggingunni og brúarvígslunni í
Lesbók Morgunblaðsins í febrúar 1945:
Brýr yfir Skjálfandafljót eru nú fullgerðar
að kalla. Þær eru tvær, önnur yfir megin-
fljótið og mun hún vera um 160 fet að
lengd en hin yfir kvíslina og er sú brúin
nálega hálfu styttri en þó viðameiri og
rammgerari með því að hún hvílir aðeins
á undirstöðum undir brúarsporðunum. Brú-
in yfir meginfljótið hefir aftur styttri lot
því hún liggur milli endanna á tveimur
stöpplum, sem hlaðnir eru á kletta svo
lengsta lotið er aðeins 60 fet. Hæðin frá
vatninu — eins og það er jafnaðarlegast —
og upp að brúnni er 20 fet.
Eins og þessi lýsing ber með sér var
þetta engin stórbrú nema að íslenskum
skilningi. Fyrsta raunverulega stórbrúin
hér var Ölfusárbrúin, byggð 1891.
Bygging þeirrar brúar var mikið tækni-
afrek því hún var að stórum hluta byggð
án þess að hin merka uppfynding, hjólið,
sem menningarþjóðir hafa notað til flutn-
inga frá forsögulegum tíma, kæmi þar
verulega við sögu. Allt efni brúarinnar var
dregið á sleðum frá Eyrarbakka, m.a. stál-
strengirnir sem hvor um sig vó 3,5 tonn.
Árið 1906 er fyrsta steinsteypta brúin
á íslandi byggð á Bláskeggsá í Hvalfirði
og aðeins 2 árum síðar er tekist á við
Norðurlandamet við byggingu bogabrúar-
innar á Fnjóská.
Brúin á Fnjóská var teiknuð af dönsku
verkfræði- og verktakafyrirtæki, Chrisiani
& Nielsen og hingað kom frá Danmörku
ungur verkfræðingur, Knud Reffstrup, til
að stjórna framkvæmdum.
Frásögn Séra ásmundar
í Fnjóskadal taldist þessi brúargerð til
stórtíðinda. Séra Ásmundur Gíslason, síðar
biskup, var þá prestur á Hálsi í Fnjóskadal.
Ásmundur lýsir þrúarframkvæmdum svo
í ævisögu sinni „Á ferð“:
Sunnudaginn 17. maí 1908 kom ég síðla
dags út að Skógum í Fnjóskadal frá því
að messa á IHugastöðum og ætlaði að.fá
mig feijaðan yfir ána, sem var í talsverðum
vexti. Sunnan og neðan við bæinn hafði
ég hitt danskan mann, sem stóð þar á ár-
bakkanum hjá miklum tijáviðarhlaða og
alls konar dóti, sem flutt hafði verið þang-
að yfir heiðina um daginn á hestum og var
þó allt annað en gott færi til slíkra flutn-
inga, því að á heiðinni var mikill snjór og
svo aur og leðja þegar neðar dró. En menn
og hestar voru þar ýmsu vanir og létu
ekki allt fyrir brjósti brenna.
Þessi danski maður var verkfræðingur
að nafni Knud Reffstrup frá firmanu
Christiani & Nielsen í Kaupmannahöfn,
sem tekið hafði að sér að byggja þarna
steinbogabrú yfir Fnjóská — langþráða
brú, sem beðið hafði verið um fé til á
mörgum alþingum, og nú hafði það loks
verið veitt. Þetta var fremur ungur og lag-
legur maður, stillilegur og alúðlcgur, og
hafði með sér sjö eða átta landa sína, aðal-
lega trésmiði og múrara, en annars átti
að fá íslenska verkamenn til brúargerðar-
innar. Það var kuldalegt umhorfs þetta
kvöld. Snjór var víða í lægðum og í hveiju
gili neðan til, en fjallabrúnirnar allar fönn-
um þaktar. Nöpur norðangola þeytti þoku-
bólstrum á undan sér utan dalinn og skæn-
ingur var að koma á pollana. Útlendingarn-
ir, sem stóðu þarna á árbakkanum, voru
að byrja að slá upp skúr, sem þeir ætluðu
að búa í og sumir voru líka að hagræða
dóti sínu. Sennilega hafa þeir kviðið fyrir
vistinni þama næstu dægrin.
Ég talaði nokkur orð við verkfræðinginn
og varð mér þegar hlýtt til hans, þó aldrei
væri fyrir annað en það að hann ætlaði
að fara að byggja brúna.
Svo fór ég út í prammann, teymdi hest-
inn minn út í á eftir, en Einar gamli feiju-
maður og bóndi í Skógum tók til áranna
og fórum við svo allir á ftjúgandi ferð nið-
ur eftir ánni þangað til okkur bar að landi
við snarbrattan melbakka að austanverðu.
Þar skriðum við Ægir minn upp og kvödd-
um Einar.
Næstu daga var ekki um annað talað
en brúarsmíðina og brúna. Það streymdu
að verkamenn, því marga langaði í aur-
ana, sem von var. Það var ekki svo mikið
af þeim á þeim dögum og kaupið var held-
ur ekki mikið. Mig minnir að það væru 3-4
krónur á dag án fæðis. Eftir nokkra daga
var byijað á verkinu. Það hafði dregið úr
ánni vegna kuldans, svo auðveldara var
að grafa fyrir stöplum og koma fyrir undir-
stöðustaurum, sem steypumótin áttu að
hvíla á, en vegna þess hversu árbotninn
var grýttur og víða hellur og klappir var
ómögulegt að reka staurana niður.
Þó að ég hefði mikið að gjöra um þessar
mundirgat ég ekki stillt mig um að skreppa
vestur að ánni næstu daga, tveggja km
leið, til þess að sjá, hvernig verkið gengi.
Það flaug áfram. 25-30 menn unnu þarna
alla virka daga og héldu vel áfram. Það
voru steypt stykki af boganum, sem áttu
að harðna, áður en fyllt væri upp í bilin á
milli þeirra. Jón Þorláksson, landsverk-
fræðingur, kom við og við til þess að líta
eftir verkinu, en skrapp þess á milli austur
um sveitir eða til Akureyrar. Þegar komið
var í seinustu viku júnímánaðar var langt
komið að steypa bogann, en þó eftir að
fylla upp í nokkur bilin á milli stykkjanna.
En þá breyttist veðráttan skyndilega. Þok-
an, sem legið hafði niður í miðjum hlíðum,
hvarf nú með öllu, en allhvass og glóðheit-
ur sunnanvindur kom og heilsaði upp á
snjóinn á fjöllunum og hann var enn mik-
ill, því að vorið hafði lengst af verið kalt.
20. júní mun hitinn hafa verið yfir 20°C
og með þeim hita allhvass sunnanvindur.
Fannbreiðan fram á heiðum og í hinum
löngu dölum framan við byggðina bráðnaði
snögglega, allir lækir flæddu yfir bakka
sína og áin óx svo í asahlákunni, að
skömmu eftir miðjan dag ruddi hún undir-
stöðustaurum brúarinnar burtu og það sem
búið var að steypa féll niður í vatnið. Þá
var ægilegt og ömurlegt um að litast þarna
á bakkanum. Menn stóðu daprir og ráða-
lausir, en mest kenndi ég í bijósti um
Reffstrup, sem tók sér þetta afar nærri. —
Trjáviðurinn, sem fluttur hafði verið með
mestu harmkvælum yfir Vaðlaheiði, var
nú að fljóta út ána og voru verkamennirn-
ir á hlaupum út með henni beggja vegna,
til að reyna að ná í spýtur sem bar að landi
og bjarga þeim, en útlit var fyrir, að mest
af viðnum mundi lenda út í Eyjaijörð. Við,
sem biðum á bakkanum, með brostnar
vonir, vorum hljóðir og hnuggnir ogþorðum
ekki að svara spurningunni, sem alltaf
hljómaði í huganum: „Er þá útséð um
brúna?"
Þennan óleik átti þá Fnjóská eftir að
gjöra. Hún hafði ekki vaxið svona mikið í
manna minnum og þau 28 ár, sem ég var
á Hálsi eftir þetta, komst vöxtur árinnar
aldrei í samjöfnuð við það, sem hann var
þennan dag. Það var eins og hún vildi sýna
okkur hvað hún gæti, að hún tæki ekki
nærri sér að storka og stríða verkfræð-
ingunum, bæði útlendum og innlendum,
og blési á þessa spilaborg, sem þeir voru
að byggja yfir hana. Það lét hátt í lækjun-
um, sem steyptust niður hliðarnar með
fossafalli, en tilkomumest var þó elfan sjálf
— hamhleypan, sem ruddi öllu með sér sem
hún náði í. Daginn eftir var hún lítið minni.
Ég þurfti þá yfir hana til þess að jarð-
syngja mann á Illugastöðum og ætlaði að
láta ferja mig yfir þar suður í dalnum, en
menn treystust þar eigi til að feija, töldu
að straumkastið og stormurinn mundi
hvolfa bátnum, svo ég mátti snúa heim
aftur, án þess að geta lokið erindinu.
Næstu dagana vorum við óþreyjufullir
og kvíðandi um, hversu þessu brúarmáli
mundi lykta. Reffstrup fór til Akureyrar
og náði sambandi viðyfírmenn sína íKaup-
mannahöfn og valt auðvitað mikið á því
hvað þeir legðu til málanna.
ÁKVEÐIÐ AÐ HALDA ÁFRAM
Það smá dró úr ánni og nú gat hún
Brúin var byggð sumarið 1908 og þótti mikil samgöngubót. Hér er umferð ríð-
andi og gangandi manna á brúnni skömmu eftir að hún var byggð.