Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 7
varla vaxið meira þetta vorið, því að snjór- inn var að mestu leyti bráðnaður og burtu flotinn. Hinn 30. júní kom Reffstrup aftur frá Akureyri með þau tíðindi, að áfram skyldi halda brúarsmíðinni og byija að nýju að flytja efni að. Var safnað mönnum og hestum til þess að flytja trjávið og se- ment yfir heiðina og aðrir fóru út með ánni beggja vegna og tíndu saman spýturn- ar, sem rekið hafði víðsvegar út um dalinn og það var meira en búist var við, því víða hafði áin varpað tijám upp á grynningar, þar sem þau settust að, þegar úr henni dró. Allir fögnuðu því, að ekki var gefist upp og voru fúsir til að rétta hjálparhönd við að byggja brúna að nýju. Stoðirnar risu, mótin voru smíðuð, steypuefnið hrært og því ekið í hjólbörum eftir pöllunum út yfir ána. Með hverri viku sem leið færðist allt smátt og smátt í betra horf. Boginn náði saman og múrararnir héngu utan í honum hér og þar með sleifar sín- ar, slettu og fægðu og nú gat áin ekki hreyft við neinu. Hún hafði tekið á öllu sem hún átti til, nú gat hún ekki vaxið aftur þetta vorið og varð að gjöra sér að góðu að fá þennan steinboga yfir sig. Nú lá hún niðri í gijóti og lék sér að steyptu hellunum úr hrundu brúnni, sem þarna lágu í botnin- um. Þegar leið á septembermánuð var farið að slá undan brúnni og boginn birtist í allri sinni dýrð með nýmáluðu handriði. Mörgum þótti hann þunnur og voru ekki óhræddir að ganga hann í fyrstu, að ég ekki tali um að ríða yfir hann. Það var haft eftir brúarsmiðum, að þetta væri þá lengsti steinboginn á Norðurlöndum og Albert Engström, sem fór þarna um þrem árum síðar, segir svo um Fnjóskárbrúna í bók sinni Til Heklu: „Ég hef ekki séð djarf- legri gerð á brú, grönn og tíguleg eins og hún var. Mér fannst ég ferðast í loftinu, nær skýjunum en jörðinni. “ Ekki man ég með vissu, hvenær umferð almennings hófst um brúna. Þó mun það hafa verið síðari hluta septembermánaðar. Þá voru fjárrekstrar látnir fara um hana — og litlu síðar einnig hestalestirnar. Þó eigi væri þá búið að leggja glögga vegi að brúnni voru hestarnir fljótir að átta sig á því, hvar þeir áttu að fara út af gamla veginum, sem þeir höfðu gengið ár eftir ár, til þess að stefna að nýju brúnni á ánni. Var auðséð á þeim, að þessi nýja vegarbót var þeim ekki síður fagnaðarefni en mönnunum, og þótti miklum mun létt- ara að bera bagga sína þarna yfir steinbog- ann, heldur en vaða mieðþá yfir hála hnull- unga á Skógabreiðu. Ég gæti trúað því, að þeim hefði lengi flogið hið sama í hug og mér, í hvert sinn, sem þeir fóru yfir brúna: „En sá munur.“ Nú þurfti ekkert að tefjast, engu að kvíða, ekkert að stríða við straum eða krap — nú voru allar götur greiðar. Nú þurfti ekki framar að hrópa hástöfum á feijumanninn í Skógum og sjá hann þreyttan og kaldan vaða við ferjuna. Einar var líka orðinn roskinn og hvíldar þurfi. Hann hafði svo áratugum skipti strítt við straumþungann í Fnjóská, greitt götu rnargra, en ekki ætíð borið mikið úr býtum fyrir ómakið. Þeir voru líka margir, sem auk ferjunnar fengu nokkur spaugsyrði hjá Einari sem hresstu þá, áður en þeir lögðu á heiðina. Það var engin brúarvígsla, engin hátíða- höld eða háværar ræður. Það var aðeins mokað möl og sandi á brúna, til þess að reyna, hvað hún þyldi. Svo var tekið þegj- andi við henni. Én kyrrlátur fögnuðurinn yfir Fnjóskárbrúnni var áreiðanlega aI- mennur. Það voru eigi aðeins íbúar dals- ins, sem þótti vænt um hana, heldur og öllum í nálægum sveitum, sem þekktu þar til og þurftu að leggja þar leið sína. Og þó hefur líklega enginn glaðst þarna eins mikið yfir fallega, sviphreina brúarbogan- um og útlendingurinn, sem mestar áhyggj- ur hafði haft af honum — smiðurinn, sem hafði leyst verk sitt afbragðsvel af hendi að allra dómi oggengið af hólmi með glæsi- legum sigri, þótt gamla Fnjóská tæki á ölíu, sem hún átti, til að hindra starf hans. Knud Reffstrup fórjafn hljóður og hóg- vær inn yfir Vaðlaheiði hinn 29. október og hann hafði komið um vorið og eftir stutta dvöl á Akureyri fór hann með Ceres til Kaupmannahafnar. Það bar ekki mikið á honum þessar sumarvikur, sem hann dvaldi hér, en hann skildi eftir hlýjar minn- ingar hjá þeim, sem kynntust honum — og brúna, sem enn mun vera ein hin feg- ursta á landinu. Fáum árum síðar frétti ég látið hans. Höfundur er.verkfræðingur. Munch í Stuttgart Við opnun sýningar á nokkrum ástríðufullum verkum Edvards Munchs hér við Hallar- torgið í Stuttgart kem- ur upp í hugann önnur sýning sem haldin var í Wilhelmstræti norður í Berlín fyrir einum hundrað árum á verkum þessa sama mál- ara. Á seinni hluta síðustu aldar, þegar upp spruttu lita- og ljósglaðir málarar með nýjan sannleik á vettvangi myndlistarinnar í Frakklandi, lá drungi liðinna alda ennþá yfir öllu listalífi í Þýskalandi. Menn litu gjarnan á þessar hræringar í Frakklandi sem eitthvert sér franskt fyrirbrigði sem hafði ekkert með Þýskaland að gefa. I bæversku borginni Miinchen bar þó meira á skilningi á þesum uppákomum, sem urðu í nærliggjandi löndum. í stórborginni Berl- ín, sem þá var þegar orðin milljónaborg, kvað hins vegar við allt annan tón. Þar var háð hörð barátta gegn þessum utanað- komandi óþverra og var afturhaldssemin þar á bæ með allra versta móti. Sýning- arhæf mynd átti að nálgast sem mest ljós- myndalega eftirlíkingu af veruleikanum, sem gerði það að verkum að nákvæmni við gerð smáatriða varð óhóflega mikil og orsakaði ólistræn tök á efninu. Auk þess giltu ákveðnar reglur um innihald mynda sem oftast fólu í sér pólitíska eða uppeldis- lega þýðingu. Þessari stefnu var haldið á lofti undir óbifanlegri stjórn súperfótóreal- istans Anton von Werners, formanni Félags myndlistarmanna í Berlín. Auk þess hafði meðlimum þessa félags tekist að koma í gegn umsókn hjá menningarmálaráðuneyt- inu um að hann yrði ráðinn sem rektor Akademísku listaskólastofnunarinnar þar í borg og tókst honum að halda þeirri stöðu til dauðadags 1915. Þar með var hann orðinn einráður yfir listalífi Berlínarborgar. Harðasti andstæðingur Antons von Werners má segja fyrir víst að hafi verið Max Liebermann, af mörgum nefndur „þýski impressionistinn11. Hann var reyndar einlægur fulltrúi borgarastéttarinnar þá- Þegar myndir hins unga Munchs voru fyrst sýndar í Þýzkalandi í nóv. fyrir 101 ári, urðu sýningargestir svo reiðir að halda varð aðalfund í Félagi myndlistarmanna í Berlín og leiddi hann til þess að sýningunni var lokað. Eftir JÓN ÞÓR GÍSLASON Sjálfsmynd ásamt fyrirsætu, 1919-21. Olía á léreft. stræti. í maímánuði sama ár höfðu tíu óánægðir málarar, ásamt honum, stofnað Félag hinna ellefu sem mótmæli við ríkj- andi stefnu hins allsráðandi Berlínarfélags. Vegna mikils valds þessa félags áttu þar sæti allir myndlistarmenn sem eitthvað höfðu til brunns að bera og héldu því áfram þó vinsælt væri orðið að stofna hliðarfélög nýjum skoðunum til framdráttar (samanber „Societe des independants" í París). Má því hugsa sér að í þessari uppástungu hafi falist ákveðin ögrun hjá stjórnarandstöð- unni. Hinn ungi norski málari var á þessum tíma 28 ára gamall og myndir hans lítt þekktar í Þýskalandi. Menn vissu því ekki alveg við hverju var að búast. En þess var ekki langt að bíða að mönnum yrði það skýrt og ljóst. Á opnunardaginn 5. nóvem- ber 1892 var reiði sýningargesta það mik- il að viku seinna var ákveðið að kalla til aðalfundar í Félagi myndlistarmanna í Berlín. Niðurstaða fundarins leiddi til þes að sýningunni var lokað. Sá sem barðist aðallega fyrir þessum málalokum var An- ton von Werners, formaður félagsins. Sjö- tíu meðlimir gengu út af fundinum og stofnuðu félagskapinn „Samband fijálsra myndlistarmanna" í mótmælaskyni, en héldu samt sínu sæti í hinu áhrifamikla félagi undir stjórn málarans von Werners. Nú á þessum vordögum hér suður i Stutt- gart er hins vegar ekki að sjá að einhver ætli að kalla saman aðalfund. Hér er allt með ró og spekt. Tré framan við Borgar- galleríið eru að fá á sig sumarlit og milli greinanna glittir í fjólublá flögg sem á er ritað nafn þessa norska listamanns sem forðum var valdur af öllu þessu fjaðrafoki. Og þá kemur maður aðvífandi, hár vexti, með svart alskegg í bláum slitnum frakka og brýtur í mola þessa notalegu kyrrð. Maðurinn virðist haldinn einhveijum anda, líkt og spámaður forðum, og fordæmir með handapati veröldina með öllum sínum þján- ingum og þrengingum. Vit mín fyllast af hlandlykt þar sem hann æðir fram hjá mér í áttina inn Hallartorgið. Hann heldur bux- unum uppi með vinstri hendinni meðan sú hægri þreifar eftir einhveiju ætu í ruslat- unnunni grænu sem fest er á bekkinn. Hann sparkar í allt og alla sem á vegi hans verða og virðist öskra sig lengra og lengra áleiðis gegnum dag sem er týndur og tröllum gefinn. Svo sér maður hann ekki lengur og heyrir hann ekki lengur. Og þá er það eins og að vakna af vondri martröð og hugsa að þetta hafi bara verið draumur. Allt verður aftur notalegt og maður hlustar á vatnið seytla úr seyðandi barrokksbrunnunum hans Leins og svo kemur smávegis sólskin sem segir hugan- um að brosa og allir litir allt um kring verða skýrir og bjartir. Og þarna inni á bak við þessa hvítu veggi bíða myndir list- málarans Edvards Munchs sem fela í sér hljóðlaust öskur manns sem þrátt fyrir alla Antona og aðalfundi listglöggra og fram- sýnna manna, taldi það vera örlög sín að þjást til að geta nálgast og skilið betur vandfundna vegi göfugrar listar og tengsl hennar við dýpt mannlegrar veru í stríði sínu við tilfinningar, tilveru ... og konur. / baðslopp, 1919-21. Kol, vatnslitur og gvass. verandi, en auk þess einlægur fulltrúi málaralistarinnar og það fór ekki fram hjá neinum. Max Liebermann sem segja má að hafi verið, þrátt fyrir allt, fæddur nat- úralisti, heillaðist af impressionismanum og barðist fyrir viðurkenningu hans á heimavettvangi og tamdi sér jafnframt ýmsar aðferðir nágranna sinna þarna fyrir vestan og þá helst hvað varðar meiri frelsi við gerð olíumálverks. Má því næsta víst telja að hann hafi átt mestan þátt í því, að Félag myndlistarmanna í Berlín bauð ungum norskum myndlistarmanni, sem Liebermann var að góðu kunnur, að sýna í nýjum húsakynnum félagsins við Wilhelm- Grátandi fyrirsæta, fyrir 1913. Olía á léreft. Höfundur er myndlistarmaður og býr í Stuttgart. >• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3.JÚU 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.