Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Blaðsíða 8
Um æskulýðsleiðtogann
séra Friðrik Friðriksson
Við Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur er mynda-
stytta af sitjandi manni, með dreng sér við
hlið. Þetta er Friðrik Friðriksson, æskulýðs-
leiðtoginn, sem stofnaði Kristilegt félag ungra
manna og kvenna. Styttan var reist meðan
Séra Friðrik var gæddur
óræðum persónutöfrum.
Þeir gerðu hann
heillandi, jafnt í augum
barna sem fullorðinna,
lærðra manna og
fáfróðra, góðra og
vondra. Hann kunni allt
jafnvel, að greina milli
gamans og alvöru, að
skilja þýðingu hvors
tveggja og tengja Það
saman — með glampa í
auga, sem gat táknað
glettni eða áminningu —
með brosi á vör, sem
ýmist gat verið hvatning
eða fyrirgefning.
Eftir GYLFA Þ. GÍSLASON
hann var enn á lífi og átti meira að segja
langt eftir ólifað, þótt hann hafi verið blindur
mörg síðustu árin.
Séra Friðrik var fæddur norður í Svarfað-
ardal 1868 og lézt í Reykjavík 1961, á tíðræð-
isaldri, og hafði þá lengi notið einstakrar virð-
ingar alþjóðar. Hann varð stúdent í Reykja-
vík 1893 og stundaði síðan í nokkur ár nám
við Háskólann í Kaupmannahöfn. Þar kynnt-
ist hann starfi KFUM. Þegar hann hvarf aft-
ur heim til íslands gekk hann í Prestaskólann
og lauk þaðan prófi árið 1900. En ári áður
hafði hann stofnað KFUM í Reykjavík. Aða-
lævistarf hans var fólgið í því að vera stofn-
andi og leiðtogi þeirrar kristilegu æskulýðs:
hreyfingar, sem haft hefur gífurleg áhrif. í
tengslum við hana efndi hann til margs kon-
ar félagsstarfs, knattspymu, íslenzkrar skáta-
hreyfingar og kórsöngs.
Séra Friðrik er tvímælalaust í hópi þeirrá
manna, sem mest áhrif hafa haft á Islandi á
þessari öld. Hann var óvenju gáfaður maður
og hálærður, ekki aðeins í guðfræði, heldur
einnig í sígildum fræðum, rómverskum, grísk-
um og íslenzkum. En fyrst og fremst var
hann trúmaður, svo gagntekinn af trú sinni,
að hún mótaði allt líf hans, öll orð hans og
allar gerðir. Kristin trú var ekki þáttur í sálar-
lífi hans, ekki hluti af honum, heldur hann
sjálfur, hann allur.
Séra Friðrik var gæddur óræðum persónu-
töfrum. Þeir gerðu hann heillandi, jafnt í
augum bama sem fullorðinna, lærðra manna
og fáfóðra, góðra og vondra. Hann kunni
allt jafnvel, að greina milli gamans og al-
vöru, að skilja þýðingu hvors tveggja og
tengja það saman — með glampa í auga, sem
gat táknað glettni eða áminningu — með
brosi á vör, sem ýmist gat verið hvatning eða
fyrirgefning. Séra Friðrik var einn þeirra
manna, sem þurfti ekki að tala til þess að láta
í ljós skoðun sína. Hann gat gert það með
því að vera, — horfa, brosa, hreyfa sig. Hann
gat látið hlýða sér án þess að segja orð.
Herbergi, jafnvel stór salur, gat breytzt, þeg-
ar hann birtist. Hópur, jafnvel mannfjöldi,
varð annar, þegar hann kom. Slíkt er fáum
mönnum gefið. En slíkan mann áttu Islend-
ingar í séra Friðriki. Fyrr á öldum hefði hann
eflaust verið talinn helgur maður.
II
í nóvember 1989 vom stofnuð samtök um
byggingu kapellu að Hlíðarenda í Reykjavík,
til minningar um séra Friðrik og til þess, að
þar gæti farið fram starfsemi í anda hans.
Forgöngu um það höfðu einstaklingar í félög-
um, sem eiga upphaf sitt að rekja til starfa
séra Friðriks, KFUM og K í Reykjavík, Knatt-
spymufélaginu Val, Skátasambandi Reykja-
víkur og Karlakómum Fóstbræðrum, sem og
ýmsir af ljölmörgum vinum og aðdáendum.
Byggingin hófst á afmælisdegi séra'Friðriks
1990. Davíð Oddsson tók fyrstu skóflustung-
una. Kapellan hefur verið kostuð með fijálsum
framlögum fjölda einstaklinga og fyrirtækja
og ijárveitingum frá Reykjavíkurborg, Al-
þingi og Jöfnunarsjóði kirkna.
Friðrikskapella var vígð af biskupi íslands,
Ólafi Skúlasyni, þegar 125 ár voru liðin frá
fæðingu séra Friðriks, 25. maí 1993. Hún
hefur verið afhent þeim félögum, sem nefnd
vom að framan, og mun stjóm hennar verða
í höndum þeirra og sóknarpresta Hallgríms-
sóknar.
III
Hvað gerði séra Friðrik að þeim mikla
áhrifamanni, sem hann var?
Annars vegar var það maðurinn sjáifur.
Hins vegar var það sá boðskapur, sem hann
flutti.
Séra Friðrik var heillandi maður. Hann
þurfti ekkert að segja til þess að laða að sér
börn, unglinga og fullorðið fólk. Frá honum
stafaði góðvild og gleði. En þegar hann tal-
aði komu töfrar í ljós. Röddin var djúp og
seiðandi. Það, sem hann sagði, hvort sem það
var frásögn eða saga, hvort sem það var leið-
beining eða áminning, bar vott um mannþekk-
ingu og mannvit. Sá, sem á hlýddi, varð betri
maður.
Þetta gerði hann að óviðjafnanlegum æsku-
lýðsleiðtoga. Hann hafði djúp áhrif á ungl-
inga, meðal annars með söngvunum, sem
hann samdi og gerðu samkomur, sem hann
stjómaði, að sannri gleðihátíð og fylltu hjörtu
ungra drengja fögnuði, bjartsýni og bamslegu
trúnaðartrausti á fegurð lífsins og algóðan
guð.
Séra Friðrik vissi að drengir vilja takast
á, sýna hugrekki og hreysti. Þess vegna voru
ræður hans og söngvar oft eins konar heróp,
hvatning til dáða og drengskapar og fyrirhe-
it um sigurlaun að drýgðri dáð. Hann talaði
og kvað um stríð og orrustur, í þjónustu kon-
ungsins Krists. Stríðið var háð í þágu hins
góða, baráttan gegn því sem var illt. í ræðum
hans var jafnframt boðskapur um bræðralag
allra manna, frelsi, ættjarðarást og þjóðholl-
ustu. Og boðskapurinn bar ávallt gleðisvip.
Þess vegna var hann jafn áhrifaríkur og raun
bar vitni.
IV
Ég man eftir séra Friðriki jafnlengi og ég
man eftir sjálfum mér. Faðir minn og hann
voru skólabræður í Latínuskólanum og vom
samtímis við Háskólann í Kaupmannahöfn.
Þeir urðu nágrannar í Þingholtunum í Reykja-
vík. Milli þeirra var alla tíð náin vinátta og
mikill samgangur. Hann byijaði að kenna
mér latínu bami að aldri. Og hann las latínu
með mér á menntaskólaárum mínum, ekki
aðeins námsefnið, heldur einnig kvæði Hóras-
ar og ræður Síserós, en þetta vom eftirlætis-
bókmenntir hans. Fóstursonur séra Friðriks,
Adolf Guðmundsson, var nánasti bernskuvin-
ur minn. Sumar eftir sumar vorum við með
honum í Kaldárseli og Vatnaskógi.
Árin fyrir heimsstyijöldina var ég við nám
erlendis. Hann dvaldi í Danmörku stríðsárin.
Hann var orðinn 77 ára, þegar hann kom
aftur heim. í áratug höfðum við nær ekkert
sézt. En tíminn hefði eins getað verið einn
dagur. Við vorum sömu vinirnir. Og til hinztu
stundar jókst virðing mín fyrir honum og
kærleikur minn til hans.
Séra Friðrik talaði aldrei einslega við mig
um trúmál, hvorki sem bam, ungling né full-
orðinn mann. En frá því ég kynntist honum
á barnsaldri hef ég verið trúaður.
V
Þegar séra Friðrik tók að boða ungu fólki
bjartsýni og lífsgleði, en þó fyrst og fremst
fagnaðarboðskap kristinnar trúar við upphaf
þessarar aldar, höfðu vísindi og þekking ekki
náð þeim þroska sem nú á sér stað. Gæti
verið að sú breyting sem orðið hefur í þeim
efnum hafi gert eitthvað af því úrelt, sem
hann kenndi?
Vísindi og tækni hafa orðið undirstaða svo
stórkostlegra framfara, einkum á þessari öld,
Séra Friðrik
Friðriksson
á efri
árum.
Ljósm.:
OlafurK.
Magnússon.
að ýmsir hafa tekið að telja, að vísindi eigi
að geta leyst allan vanda mannsins. En um-
hverfið, sem við lifum í, lýtur ekki að öllu
leyti náttúrulögmálum, sem við getum lært
að þekkja með aðstoð vísinda og beizla með
tilstyrk tækni, en getum ekki breytt. Mannfé-
lag, hvort sem það er frumstætt eða fullkom-
ið, mótast að verulegu leyti af mönnunum,
sem byggja það. Maðurinn ræður því í ríkum
mæli, hvemig það er, að hveiju leyti það er
gott eða illt. Það skiptir því máli hvernig
maðurinn er. Samfélagið verður eins og hann
vill að það sé. Það verður gott ef hann er
góður.
Mikið hefur verið rætt um vísindi og trú.
Ég er í hópi þeirra sem kynntist vísindum á
skólabekk og í kennslustarfi. Næstum hálfa
ævi mína starfaði ég að stjómmálum. Séra
Friðrik sáði frækorni trúar í bijóst mér sem
barni. Hún hefur skipt miklu máli í lífi mínu.
Ég hef aldrei fundið til þess, að nokkur mót-
sögn væri milli þeirra tilfinninga minna, sem
eiga sér stoð í trú , og þeirra skoðana, sem
ég hefi haft og hefi sem hagfræðingur eða
stjórnmálamaður. Ég hef aldrei leitað vísinda-
legra svara við þeim spurningum, sem tengzt
hafa trú minni. Ég hef heldur aldrei spurt,
hvort sönglag eftir Schubert væri satt eða
ósatt, með sama hætti og ég hef velt fyrir
mér, hvort fræðikenning í hagfræði væri rétt
eða röng. Ég hef heldur aldrei leitt hugann
að því, hvort sinfónía eftir Beethoven væri
réttlát eða ranglát, með sama hætti og ég
hef reynt að gera mér grein fyrir, hvort stjórn-
málaboðskapur væri réttlátur eða ranglátur,
leiddi til góðs eða ills. Sönglag og hljómkviða
eru af öðrum heimi en kenningar vísinda og
boðskapur stjórnmála. En tónlistin er ekki
minna virði fyrir þá sök. Hún getur göfgað
og glatt, þótt hún sé hvorki sönn né ósönn,
góð eða ill. Hún er ekki af þeim toga, þar
sem menn spyija slíkra spuminga, komast
að réttu eða röngu. Stjórnmálamenn leita
réttlætis í þjóðfélagsmálum eða eiga að
minnsta kosti að gera það. Þeir spyija einnig
spuminga og gera ýmist vel eða illa. Én spurn-
ingfum, sem varða sálarheill mannsins, getur
guð einn svarað. Trúaður maður biður til
guðs síns. Það, sem ég lærði af séra Friðrik,
var að náð guðs væri vís. Það hefur ekki
stangazt á við neinar vísindakenningar né
nokkurn stjómmálaboðskap. En það hefur
veitt mér gleði og öryggi, festu og hamingju.
VI
Hver var kjarni þess sem séra Friðrik
kenndi?
Hann flutti ungum íslendingum fagnað-
arboðskap og þá um leið þjóð sinni allri.
Hann hvatti til þjóðhollustu og ættjarðarást-
ar, til drengskapar og bræðralags, til góðvild-
ar og vináttu. En fyrst og fremst boðaði hann
fylgi við konunginn Krist, sem dó á krossi
til þess að frelsa mennina, reis upp frá dauð-
um og gaf þeim eilíft líf. Fagnaðarboðskapur-
inn fólst í því, að við gætum öll öðlazt æðstu
blessun, fyrir náð guðs.
Ekki verður tölu komið á það unga fólk,
sem séra Friðrik á langri ævi veitti styrk og
gleði, studdi til þess að drýgja dáð og njóta
sigurlauna, gerði að góðum mönnum, sem
treystu guði af þeirri einlægni og því trúnað-
artrausti, sem færði því náð hans. Hvemig
verður verki séra Friðriks haldið áfram nú,
samtímanum og óbomum kynslóðum til bless-
unar?
Nútímamaðurinn hefur öðlazt mikla þekk-
ingu á þeim heimi, sem við lifum í. En vísind-
in veita ekki svar við öllum spurningum og
hafa aldrei ætlað sér það. Ein mikilvægasta
gáta nútímans er, hvemig hann sé, maður-
inn, sem hefur Iagt lönd og höf jarðarinnar
undir sig og er að ná valdi á himingeimnum.
Hann er hámenntaður, ríkur og voldugur.
En er hann sjálfum sér nógur? Hefur hann
vald yfir sjálfum sér? Er hann sáttur við sjálf-
an sig? Er honum ljóst, að kærleikurinn er
ofar öllum skilningi?
Allir menn verða að vera jafnvígir á hvort
tveggja: Að njóta sannrar hamingju og bera
þunga sorg. Slíkur maður verður að hafa frið
í sál sinni, vera sáttur við sjálfan sig. En sá
einn verður sáttur við sjálfan sig, sem er
sáttur við guð, þann guð, sem Friðrikskapella
á að þjóna og þar sem leitað verður eftir
fundi við hann. Og sá einn er sáttur við guð,
sem í afstöðu sinni til hans efast aldrei, spyr
einskis, af því að hann nýtur náðar hans,
þeirrar náðar, sem líf og dauði frelsarans
færði mönnunum.
Séra Friðrik hafði næmari skilning en aðr-
ir menn, sem ég hef þekkt, á vanda þess að
vera maður. Hann vissi, að til þess að það
mætti takast, yrði að biðja til guðs af ein-
lægni og trúnaðartrausti. I bæninni væri veg-
urinn að sönnum friði í sál sérhvers manns
og náð guðs.
Megi allar þær bænir, sem beðið verður í
Friðrikskapellu, veita hlutdeild í fagnaðar-
erindi kristinnar trúar. Megi hún verða hluti
af því eina bjargi, sem aldrei bifast og veitir
sanna sáluhjálp.
Höfund er hagfræðiprófessor og fyrrverandi
ráðherra.