Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 9
RANNSOKN I R A ISLANDI
Umsjón: Sigurður H. Richter
Kynþroska bleikjuhængur með áberandi útlitseinkenni. Fiskurinn er horaður
með hlutfallslega stóran haus, krók á neðri skolti og rauðan kvið.
Samanburður á
bleikjustofnum
M
ikil áföll hafa orðið í laxeldi á íslandi. Ein
ástæðan var sú að laxastofnar sem aldir
voru uxu hægt og urðu kynþroska áður en
markaðsstærð var náð. Við kynþroska hætt-
ir fískurinn að éta og notar orkuforða til
þess að mynda hrogn og svil, með þeim afleið-
ingum að vöxtur stöðvast, fiskurinn tapar
holdum og verður léleg söluvara. Þegar áhugi
vaknaði á bleikjueldi þótti ástæða til að læra
af reynslu laxeldismanna og athuga íslenska
bleikjustofna áður en farið væri af stað með
miklar fjárfestingar.
Síðastliðin þijú ár hafa staðið yfir rann-
sóknir á íslenskum bleikjustofnum á vegum
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og
Hólaskóla. Þrettán stofnar, víðsvegar að af
landinu (1. mynd), voru bornir saman með
tilliti til hversu hratt þeir vaxa, hvenær þeir
verða kynþroska og fleiri þátta sem skipta
máli í eldi.
Norður á Skaga er
Ölvesvatn. Þar er
óvenjuleg bleikja. Hún er
gulgræn að lit, með
stuttan, lítinn haus og
mjög þykkvaxin.
Samanburðarrannsóknir
á allmörgum
bleikjustofnum hafa sýnt
að þessi bleikja vex mjög
hratt, verður seint
kynþroska (þ.e. á 3.-4.
ári) og nýting í flökun er
yfir 60%. Þetta eru helstu
kostir sem eldisfiskur
þarf að hafa.
Eftir EMMU EYÞÓRS-
DÓTTUR, ÞURÍÐIPÉT-
URSDÓTTUR OG EINAR
SYAYARSSON
so
70
60
50
40
30
20
10
Framkvæmd Tilraunar-
INNAR
Hrognum var safnað haustið 1989 og þau
klakin í tilraunastöð RALA í flskeldi á Keldna-
holti og í Hólalaxi í Hjaltadal. Seiðin voru
aiin fram að áramótum 1990/1991 í þessu
tveimur stöðvum. Þá voru þau merkt með
einstaklingsmerkjum og þeim dreift á sex
aðrar eldisstöðvar víða um landið (1. mynd).
Þetta var gert til að kanna hvort stofnarnir
höguðu sér eins við mismunandi aðstæður. A
þriggja mánaða fresti var farið á stöðvarnar
og tekin sýni úr hópunum til að fylgjast með
vexti, útliti, holdlit, kynþroskaeinkennum og
kynþroska hjá stofnunum. Þrisvar sinnum var
allur fískurinn mældur og veginn; í janúar
1991, október 1991 og í júlí 1992 þegar rann-
sókninni var hætt.
NIÐURSTÖÐUR
Vöxtur og kynþroski.
Helstu niðurstöður eru þær að mikill mun-
ur er á stofnunum og þeir henta því misvel
til eldis. Bleikjustofninn úr Ölvesvatni á Skaga
sýndi yfírburði í hröðum vexti og kynþroski
kom ekki fram fyrr en á þriðja ári eða síðar.
Þessi bleikja er yfírleitt gulgræn á litinn en
ekki silfurgrá eins og menn eiga að venjast
og er auk þess mjög þykkvaxin, svo að nýting
í flökun fer yfir 60% (2. mynd). Aðrir stofnar
sem uxu vel voru t.d. Hólableikja og bleikja
úr Grenlæk í Landbroti og Litluá í N-Þingeyj-
Ölvesvatnsbleikja (í miðjunni) og önnur bleikja. Ljós litur og þykkt vaxtarlag
eru áberandi einkenni Olvesvatnsbleikjunnar.
Frtvik »tofno Iró Eldvatnsst.
0.2
0.4
0.0
001^
■IH
_s______i.....i
C&r Or* Hðt U9S Ml EM MB V» IMt Lox EM 0k> Votn Sog
Brú
Hlutfallslegur þungi bleikjustofna við lok tilraunarinnar, miðað við Eldvatns-
bleikju (meðaltal tveggja hópa úr Eldvatni er sett sem viðmiðunarlína). Stofnun-
um er raðað eftir þunga og leiðrétt er fyrir stöðvamun.
X kynþroakl
I
£3
I
II
11
I
I
I
I
Mm
Olv Gr» Hdl Utl Þrfl Eld MI6 VT4 Hrút Lax Eld Ölo Vatn Sog Brú
Stofnar
Tíðni kynþroska á öðru ári (1+) eftir stofnum. Kynþroski er metinn út frá hlut-
falli þunga hrogna og svilja af heildarþunga fisksins.
dw6P. -
mmm
>s
Uppruni bleikjustofna í rannsókninni og staðsetning samstarfsstöðva þar sem
fiskurinn var alinn. Línur og punktar sýna upprunastaði og ferhyrningar sam-
starfsstöðvar. Stofnarnir eru úr eftirtöldum ám og vötnum: Hrútafjarðará, Mið-
fjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá, Laxárvatni, Ölvesvatni, Hólableikja (eldisstofn),
Olafsfjarðará, Litlaá, Grenlæk, Eldvatni, Brúará, og Soginu.
arsýslu (3. mynd). Tveir stofnar, úr Brúará
og Sogi, skáru sig úr með mjög hægan vöxt.
Athygli vakti að vöxtur á seiðastigi virtist
hafa afgerandi áhrif á þunga við lok tilraun-
arinnar þannig að stofnar sem uxu hratt á
seiðastigi héldu forskotinu út tilraunatímann.
Við lok tilraunar, eftir u.þ.b. 2‘A ár frá klaki,
var meðalþungi Ölvesvatnsbleikjunnar um
1.200 g en lökustu stofnarnir voru enn um
200 g að þyngd.
Nokkrir stofnar (Hólableikja, úr Litluá, úr
Vatnsdalsá, o.fl.) urðu kynþroska strax á
öðru ári. Aðrir urðu ekki kynþroska að neinu
ráði fyrr en á þriðja ári (úr Grenlæk, Ölves-
vatni og Laxárvatni, 4. mynd). Kynþroski á
öðru ári dró úr vexti á síðari hluta eldistímans.
Munur á hegðun stofnanna eftir eldisstöðv-
um var óverulegur. Því má ætla að nota
megi sama stofninn til eldis við mismunandi
aðstæður með góðum árangri.
Utlitseinkenni og kynþroski.
Eitt af markmiðum rannsóknarinnar var
að reyna að fínna leiðir til að þekkja í sundur
ókynþroska og kynþroska fisk af báðum kynj-
um. Gefnar voru einkunnir eftir lit á baki,
hliðum, kvið og uggum og hvort fiskurinn
væri silfraður eða mattur. Erfítt reyndist að
skilgreina kynþroskaeinkenni á fullnægjandi
hátt út frá þessum einkennum sérstaklega
hjá hrygnum. Einkunnagjöf fyrir kynþroska-
einkenni, sem tók bæði til litareinkenna og
vaxtarlags ásamt einkennum á gotrauf gaf
hins vegar góða vísbendingu um kynþroska-
stig (5. mynd).
LOKAORÐ
Niðurstöðurnar sýna að bleikjustofnar geta
verið mjög ólíkir. Til þess að fiskeldi skili
hagnaði þarf að ala góðan stofn, og hann er
til. I framhaldi af þessum rannsóknum er að
hefjast, á Hólum í Hjaltadal, skipuleg ræktun
á bleikju til eldis. Þar verður framleiddur
kynbættur eldisstofn í framtíðinni.
Höfundar eru kynbótafræðingur, líffræðingur
og fiskeldisfræðingur og starfa á Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins á Keldnaholti og við
Hólaskóla.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. JÚLÍ 1993 9