Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Síða 12
HOFUNDUR:OÞEKKTUR
MYNDASAGA: BÚI KRISTJÁNSSON
Bárður svarar fyrrl og sagðl
Fjarri er það mínum vilja að Ólafur sé
arfgengur ger. Hefur Ólafur ærið fé
áöur. Hefur þú faðir þar marga þína
muni til gefna og lengi mjög
misjafnað meö oss bræðrum. Mun ég
eigi upp gefa þann sóma með
sjálfvild er ég er til borinn.
Faðir ég mun gera þetta eftir því
sem þú villt. Því að ég vænti mér
sóma af Ólafi í alla staði, því
heldur sem hann er féríkari.
Eigi munuð þið vilja ræna mig
lögum, að ég gefi tólf aura syni
mínum svo stórættuðum í
móðurkyn sem Ólafur er.
Þorleikur játar því. Síöan lét Höskuldur taka gullhring Hákonar-
naut, hann vó mörk, og sverðið konungsnaut er til kom hálf mörk
gulls og gaf Ólafi syni sínum og þar meö giftu sína og þeirra
frænda, kvaðst eigi fyrir því þetta mæla að eigi vissi hann aö hún
haföi þar staöar numið. Ölafur tekur viö gripunum og kvaöst til
mundu hætta hversu Þorleiki líkaði. Honum gast illa aö þessu og
þótti Höskuldur hafa haft undirmál við sig.
Eigi mun ég gripina
lausa láta Þorleikur því
að þú leyfðir þvílíka
fégjöf við vitni. Mun ég
til þess hætta hvort ég
fæ haldiö.
Bárður kvaöst vilja samþykkja ráði föður síns. Eftir þetta andaðist
Höskuldur. Það þótti mikill skaði, fyrst að upphafi sonum hans og
öllum tengdamönnum þeirra og vinum. Synir hans láta verpa haug
virðulegan eftir hann. Lítið fé var borið í haug hjá honum. En er því
var lokið þá taka þeir bræður tal um það að þeir muni efna til erfis
eftir föður sinn þvf að það var þá tíska í það mund.
Þessu játa þeir bræður en Ólafur fer nú heim. Þorleikur og Bárður skipta
fé meö sér. Hlýtur Bárður fööurleifð þeirra því að til þessa héldu fleiri
menn því að hann vaf vinsælli. Þorleikur hlaut meir lausafé. Vel var
meö þeim bræörum Ólafi og Báröi heldurstyggt með þeim Ólafi og
Þorleiki.
Þá mætlti Ólafur: Svo líst mér sem ekki megi svo skjótt aö þessi veislu
snúa ef hún skal svo virðuleg verða sem oss þætti sóma. Er nú mjög á
liðið haustið en ekki auðvelt aö afla fanga til. Mun og flestum mönnum
þykja torvelt, þeim er langt eiga til að sækja, á haustdegi og vís von aö
margir komi eigi þeir er vér vildu helst aö kæmu. Mun ég og nú til þess
bjóðast í sumar á þingi að bjóöa mönnum til boös þessa. Mun ég leggja
fram kostnaö að þriðjungi til veislunnar.
Og er flestir menn voru f brott farnir þá víkur Ólafur til máls viö
Þorleik bróður sinn og mælti:
Svo er frændi sem þér er kunnigt að meö okkur hefir
verið ekki mart. Nú vildi ég til þess mæla að við betruðum
frændsemi okkar. Veit ég aö þér mislíkar er ég tók viö
gripum þeim er faðir minn gaf mér á deyjanda degi. Nú ef
þú þykist af þessu vanhaldinn þá vil ég það vinna til heils
hugar þíns að fóstra son þinn og er sá kallaöur æ minni
maöur er öðrum fóstrar barn.
Nú líður sá hinn næsti vetur og kemur sumar og líður að þingi. Búast þeir Höskuldssynir
nú til þings. Var auösætt að Ólafur mundi miög vera fyrir þeim bræörum.
Gengu nú menn til lögbergs, þá stendur Ólafur upp og kveður sér hjóðs. Biður nú
Ólafur þingheim til erfis eftir Höskuld föður þeirra bræðra. Bauð hann öllum
goöorösmönnum því aö þeir munu flestir hinir gildari menn er f tengdum voru viö Höskuld,
svo líka bændum og hverjum þeim er þiggja vildi, sælum og veslum.
Og er Ólafur lauk sínu máli þá var góður rómur ger og þótti þetta erindi stórum
sköruglegt. Og er Ólafur kom heim til búöar sagöi hann bræörum sínum þessa tilætlan.
Þeim fannst fátt um og þótti ærið mikið við haft.
Og er aö veislu kemur er þaö sagt aö flestir viröingamenn koma þeir sem heitiö höföu. Var
það svo mikið fjölmenni að það er sögn manna flestra að eigi skyrti níu hundruð. Þessi
hefur önnur veisla fjölmennust verið á íslandi en sú er Hjaltasynir gerðu erfi eftir föður
sinn. Þar voru tólf hundruð.
Þorleikur tekur þessu vel og sagði sem satt er aö þetta er sæmilega boöið.
Tekur nú Ólafur við Bolla syni Þorleiks. Þá var hann þrevetur. Skiljast þeir nú
meö hinum mesta kærleik og fer Bolli heim í Hjarðaholt með Ólafi. Þorgerður
tekur vel viö honum. Fæöist Bolli þar upp og unnu þau honum eigi minna en
sínum börnum.