Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Qupperneq 3
fEgPáW H [5] Sl S fuj M. B_i.AO.Ai,itLSJ Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af hinni nýju Glerárkirkju, sem Svanur Eiríksson arkitekt hefur teiknað og vígð var seint á sl. ári. Á myndinni sést einn fegursti hluti kirkjunn- ar, aðkoman og inngangurinn. Sjá nánar umfjöllun um Glerárkirkju á bls 6-7. Berlín var ógnarlegur suðupottur á tímum Weimarlýðveldis- ins, þegar skáldsögupersónan Franz Biberkopf, sem við þekkjum úr sjónvarpsþáttum Fassbinders, gekk þar um. Nú gengur Hjálmar Sveinsson um sama svæði með Biberkopf og sér að margt hefur breyst. Engisprettur geta orðið ógnarleg plága og suður-afríska skáldkon- an Doris Lessing þekkir hvemig þessi fljúgandi skor- dýr skilja eftir sig sviðna jörð. Hún hefur skrifað mjög lýsandi smásögu, sem heitir Engisprettuplága, um þessar sérstöku náttúruhamfarir. Málsvæði eru fjögur í Sviss eins og flestir vita, en Anna Bjarnadóttir í Sviss hefur athugað retorómanska svæðið, sem eru forn-rómverskar málleifar, og kom- izt að raun um, að innan þess eru mörg leyfileg ritmál og sérstök mállýzka svo að segja í hveijum dal. STEPHAN G. STEPHANSSON Hver er allt of uppgefinn — brot — Hver er allt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka, láta óma einleikinn auðveldasta strenginn sinn, leggja frá sér lúðurinn, langspilið af hillu taka? Ljóð mitt aldrei of gott var öllum þeim, sem heyra vilja! Þeim ég lék til þóknunar, þegar fundum saman bar. Ég gat líka þagað þar þeim til geðs, sem ekkert skilja. Nú skal strjúka hlýtt og hljótt hönd við streng sem blær í viðnum, grípa vorsins þrá og þrótt — þungafullt, en milt og rótt — úr þeim söng, sem sumamótt syngur djúpt í lækjamiðnum. Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólskins rönd um miðja nátt, aukið degi í æviþátt, aðrir þegar stóðu á fætur. Birtan sezt ei sjónum manns. Svona nætur kveldin þrauga. Norðrið milli lofts og lands línu þenur hvítabands. Austur rís við geislaglans glóbrún dags með ljós í auga. Skammt er að syngja sól í hlíð, sumarblóm í mó og flóa. Hvað er að víla um vökustríð? Vaktu í þig og héraðslýð vorsins þrá á þeirri tíð, þegar allar moldir gróa Úti grænkar lauf um lyng, litkast rein um akra sána. Ég í huga sé og syng sumardrauma allt um kring, út að fjarsta aldahring, yztu vonir þar sem blána. Stephan G. Stephansson, oft nefndur Klettafjallaskáldið, var af skagfirsk- um uppruna, f. þar 1853, d. vestra 1927. Bjó frá 1889 við erfið kjör í Albertafylki í Kanada. Hann var einlægur jafnaðarmaður og jafnframt gagnrýninn efahyggjumaður, en Ijóð hans eru í anda raunsæisstefnunnar. B B SÍMTÓL OG LÍFSHAMINGJA Nú eru menn famir að mæla lífs- hamingju fólks með öðrum mælistikum en krónuíjölda í buddunni. Nýleg alþjóðleg könnun á lífshamingju hefur leitt í ljós að fleiri símtól em á heimilum í Stokkhólmi en víða annars staðar. Af því draga menn þá ályktun að hærra stigi lífs- kjara sé náð, enda eru tjáskipti mikilvæg fyrir hamingju fólks. En mönnum láðist að rannsaka hvort nokkur hringdi. Einmana fólk þarf að hafa síma. En það þarf líka að hringja í það. Þetta láðist að athuga hér um árið þegar tekin var upp skrefatalning í Reykjavík til þess að létta byrðar símareikninganna um landsins byggðir. Sprenglærður verkfræðingur út- listaði það fyrir allstórum borgarafundi að skrefatalningaraðferðin kæmi ekki að sök fyrir gamalt fólk vegna þess að aldurhnign- ir væru undanþegnir slíkum álögum. En þá láðist að gæta að því hvemig gamalt fólk notar símann. Því er ekki nóg að geta hringt. Það bíður eftir því að börnin og barnabörn- in hringi sjálf. Og tali lengi í símann um hin aðskiljanlegustu málefni, svipuð þeim sem Jane Marple í sögum Agötu Christíar sveipaði um líf sitt töfraljóma með því að tifa og tipla á hversdagslegum umræðuefn- um, sem gátu samt verið mikilvæg við lausn á morðgátu. Af þessum sökum var skrefa- talningaraðferðin ekkert léttbærari fyrir gamalt fólk en ungt, því að hjá aðstandend- unum sem hringdu í gömlu konuna voru skrefin talin og klukkan tifaði og taldi mín- úturnar. Samt eru ekki allir jafn viðkvæmir fyrir þessu og Skotar. Vinur minn einn í skoskri háskólaborg, sem kominn var af embættis- aldri og bjó einn, var mjög þakklátur ef einhver hringdi. Hann var mjög hrifinn af samtölum, ekki síst í síma. Raunar var hann gæddur þeirri undragáfu að geta sagt sögur af svipaðri styrkleikagráðu og séra Jakob kunni á sinni tíð£ meistari smásögunnar og hugdettunnar. Áðurgreindur vinur minn átti það því til að sgja hverja skemmtisög- una af annarri ef hringt var í hann, en þá urðu símtölin næsta löng og skrefin mörg. Skotar eru ekki nískir eins og segir í þjóð- sögunum um þá. En þeir eru ráðdeildarsam- ir. Og það er góður eiginleiki. Og vinir vin- ar míns þorðu varla að hringja í hann nema lífið lægi við að koma til hans boðum. Þeir óttuðust skrefatalningarmaskínuna á síma- kontórnum í borginni og reikningana sem bærust. Það er því ekki nóg að háfa síma. Ein- hver þarf að hringja. Og það er ekki nóg að hafa stórmarkaði og tölvuvædda banka. Fólk þarf að tala saman við öll tækifæri, ekki síst þegar það fer að kaupa inn eða taka út úr banka. Fyrir langa löngu var ég árlangt í Edinborg og fór vikulega í bankann að taka út þetta smáræði sem ég þorði að eyða. „It is a nice day,“ sagði afgreiðslumaðurinn ef gott veð- ur var, eða: „is it going to rain?“ ef skýjað var. Og ári síðar fæddist mér afastrákur og sendi ég bankanum tíu pund og stofnaði reikning í hans nafni (ólöglegt á þeim tíma). Ég lét mynd fylgja af kauða, sex vikna gömlum, sérlega efnilegum á svipinn. Ég fékk bréf til baka frá bankastjóranum. Hann þakkaði kærlega fyrir innleggið og gat þess að drengurinn væri vafalaust yngsti viðskiptavinur bankans. Og svo fylgdi með: Ég þakka myndina! Þetta er efnilegasti drengur. Og það fannst starfsfólkinu líka. — Myndin hafði þá verið látin ganga meðal starfsfólksins! Svona voru hin persónulegu samskipti náin á þeim árum í Edinborg. (Núna kalla fræðingar þetta tjáskipti.) Og ég velti því fyrir mér hvers vegna viðmótið var svona persónulegt. Ég tók eftir því að engar sam- lagningarvélar voru til í bankanum. Menn lögðu saman og drógu frá í bankabókinni í huganum og skrifuðu með bleki gömlu upphæðina og þá nýju. Og þeir notuðu ekki einu sinni pappírsklemmur! Skjöl voru fest saman með títupijónum sem stungið var í gegn um homið. Er kannski eitthvert samhengi þarna á milli? Þarf frumstæða háttu til þess að sam- skigti fólks geti verið eðlileg? Varla. Enda er Islandsbanki farinn að kenna sínu fólki að brosa og bjóða góðan daginn. En ég veit ekki hvað Sverrir Hermannsson segði ef einhver sendi honum mynd af sex vikna snáða. Þjóðkunnur verkalýðsleiðtogi sem allir halda upp á (þar á meðal ég) og þekktur er undir hinu vingjarnlega gælunafni Gvend- ur Jaki sagði eitt sinn að Hagkaup hefði hækkað kaup verkamanna með lágu vöru- verði. Og það voru orð að sönnu. En stór- markaðirnir eru að útrýma kaupmönnunum á horninu. Á hátíðlegum stundum eru þess- ar búðir nefndar hverfaverslanir. Ég þekki eina slíka. Þar kemur fólk úr hverfinu, stundum alls ekki til að versla heldur til þess að sjá framan í kaupmannshjónin og nágrannann og láta sér eitthvað um munn fara og fá andsvar. Sem er svalalind sálar- innar í tæknivæddu þjóðfélagi. Bæði ungir og gamlir hafa gaman af að koma þarna. Og margur gamlinginn í hverfinu sem á erfitt með gang getur hringt og þá er kom- ið með vöruna og viðkomandi þarf ekki að fara á stofnun og borgarsjóður sparar millj- ónir (því að hvert pláss kostar það) — og ríkissjóður líka, því að hann stendur undir elliheimilunum einnig. Nú hverfa þessar búðir. Og lífskjörin versna þar með. Og stofnanaútgjöld þjóðfé- lagsins aukast. Og kaupið lækkar í raun með hærri sköttum. — Já það er margs að gæta, ef stjórnmálamennimir færu á annað borð að hugsa um eitthvað annað en pró- sentumar sínar. Já það er sko ekki hlaupið að því að halda velmeguninni og velferðinni gangandi þrátt fyrir öll fræðin og vísindin og visk- una. Heilbrigð skynsemi á svo erfítt upp- dráttar vegna þess að engin vísindi fást við að rannsaka hvað heilbrigð skynsemi er. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. ÁGÚST 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.