Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Page 5
Sporvagn á Rosenthalerplatz anienburgerstrasse var lítið annað en kolbik- asvört brunarúst. Hér hafði ekkert breyst frá því Rússar frelsuðu borgina vorið 1945. Fyrstu mánuðina eftir fall múrsins fluttust hingað kornungir hippar og pönkarar, lista- menn í leit að vinnuplássi, smákrimmar og hassneytendur. Sjóræningjafánar voru dregnir að húni og hljómsveitin Doors sett á fóninn. Á þeim þremur árum sem síðan eru liðin er Scheunenviertel orðið eitt líflegasta hverfí borgarinnar. í Augustusstrasse er búið að opna ekki færri en tíu gallerí sem öll helga sig framúrstefnulist. Fjölmargir barir og knæpur hafa sprottið upp og á kvöld- in og um helgar streymir þangað „senuliðið" frá vesturhluta borgarinnar. — Síðasta árið hafa reyndar túristar og drukknir verkfræði- stúdentar gerst æ fyrirferðarmeiri í næturlíf- inu, en það þykir vera hnignunarmerki. — Sýnagógan hefur að hluta til verið reist upp úr rústunum og búið er að pússa kúpulinn á henni upp. Hann gnæfir yfir nærliggjandi hús og glampar þegar sólin skín. Við hlið sýnagógunnar er annað af tveimur safnaðar- húsum gyðinga í borginni. Á jarðhæð þess er piýðilegur matsölustaður sem býður upp á koscher-matseðil. Mér er sagt að í dag búi um 6.000 gyðingar í Berlín, árið 1930 voru þeir 180.000. Það er komið kvöld þegar Franz Biberkopf yfírgefur gyðinginn í Gormannstrasse. Hann er orðinn hress. Á horninu á Mainzstrasse og Kaiser-Wilhelm-Strasse er bíó. Unglingum innan 17 ára bannaður aðgangur. Yfír inn- ganginum hangir stórt plakat sem sýnir korn- unga stúlku vefja sér auðmjúka um fæturna á herramanni. „Hvað kostar miðinn Frául- ein?“ „60 pfennninga". Þetta er djörf mynd. Hann hefur setið inni í flögur ár og stenst ekki mátið. Þegar myndin er búin, segir hann við sjálfan sig, á berlínarmállýsku auðvitað:. „Ick muss ein Weib haben“ (Ég verð á ná mér í kvenmann). Hann þarf ekki að leita lengi; á miðri Kaiser-Wilhelm-Strasse stend- ur ein, feit og girnileg. Hann fer upp á her- bergi með henni en ekkert gengur. Seinna um kvöldið reynir hann aftur en allt fer á sömu leið. Testifortan, löggilt vörumerki nr. 365695, kynlífsmixtúra framleidd af dr. Magnus Hirschfeld og dr. Bemhard Schapario, Stofn- un fyrir kynlífsfræði, Berlín. Getuleysi á sér tvær meginorsakir: A. Ónóg fylling lims vegna truflunar í kirtlakerfi; B. of mikil mótstaða vegna sálrænnar hömlunar. Hve- nær hinn getulausi ætti að reyna aftur er einstaklingsbundið. Oft er ráðlegt að hann taki sér hvíld frá kynlífi. Kaiser-Wilhelm-Strasse heitir í dag Rosa- Luxemburg-Strasse en hét Horst-Wessel- Strasse á nasistatímanum. Nú eru þama tvær nýopnaðar sexsjoppur. Gleðikonurnar hafa hins vegar fært sig um nokkur hundruð metra. Þær hafa líka grennst og standa nú spengilegar og leggjalangar í háum leðurstíg- vélum fyrir framan sýnagóguna upp á Orani- enburgerstrasse. Nokkru neðar, á litlum bar í sömu götu, halda vemdarenglar þeirra til. Þeir eru sólbrúnir og stæltir, með gullkeðju um hálsinn og bmna um götumar á rauðum sportbílum. En Berlin-Alexanderplatz er ekki bara sagan af öreiganum, melludólgnum og morð- ingjanum Franz Biberkopf og vita vonlausum tilraunum hans til að gerast heiðvirður borg- ari. Döblin ætlaði sér ekki að skrifa skáld- sögu í venjulegum skilningi, heldur bók sem væri lífið sjálft. Og lífið var á þessum árum stóborgarlíf: ringulreið, hraði, hávaði, vélag- nýr, breiðstræti, fólksmergð, neðanjarðar- lestir, ískur í sporvögnum. í stórborginni gerist allt afar hratt og ótal hlutir á sama augnablikinu. Veruleikinn hefur splundrast í þúsund mola. Já, vitund stórborgarbúans er eins og sigti og í gegnum það streyma ótelj- Berlínarbúar 1921. Teikning eftir Georg Groz. andi áreiti. Einmitt þannig er stíllinn á Berl- in-AIexanderpIatz. Sagan er látin gerast árið 1928, þ.e.a.s. um leið og hún var skrifuð. Hún byggist mikið til á innri mónólógum persónanna þar sem innri og ytri veruleiki renna saman í eitt. Minningarbrot, hugsanaflæði og hvatir fléttast saman við hávaðann, hraðann og öngþveitið í stórborginni og mynda taktfasta heild. Hún er síðan brotin upp öðruhvoru og á margvíslegan hátt. í fyrsta lagi er Döblin alltaf að ávarpa sögupersónurnar. Hann grípur fram í fyrir þeim og segir til að mynda Franz Biberkopf óspart til syndanna. Hann er alvitur höfund- ur sem sér allt og veit allt. Þegar hópur af fólki stígur upp í sporvagn fylgja ekki aðeins upplýsingar um hvem og einn, þar með talið dánardægur og dánartilkynning, heldur líka hugheilar þakkir til þeirra sem voru viðstadd- ir útfórina. Hann lýsir lífeðlisfræðilegum ferl- um í maganum á kráargesti nokkrum og sér tvær konur, sem hraða sér yfír Alexander- platz, í röntgenmynd. í öðru lagi skeytir hann allskyns upplýsingum úr daglega lífinu inn í textann: kauphallarfréttum, æsifréttum, veðurfréttum, opinberum tilkynningum, aug- lýsingum, fyrirsögnum dagblaðanna, glefsum úr alfræðiorðabókum og vinsælum dægurla- gatextum, tölfræðilegum skýrslum úr slátur- húsum Berlínar, skýrslum um manníjölda og heilbrigðisástand í sömu borg, lögreglu- skýrslum, læknaskýrslum og þannig mætti lengi telja. Við allt þetta bætast svo sögur úr Gamla testamentinu og lýsingar á stöðu hlutanna í alheiminum. Berlin-AIexanderpIatz gerist því á fjórum plönum að minnsta kosti: lífeðl- isfræðilegu, þjóðfélagslegu, biblíulegu og kosrnísku. Ég er kominn á leiðarenda, staddur í neð- anjarðarlestarstöðinni undir Alexanderplatz. Biberkopf á hins vegar langa og erfíða leið fyrir höndum, sem er lýst strax á fyrstu blaðs- íðu bókarinnar. Hann var að sleppa út úr fangelsi og ætlar sér að gerast heiðvirður borgari. í fyrstu gengur allt vel en brátt lend- ir hann nauðugur viljugur í baráttu við eitt- hvað sem kemur utan frá, eitthvað sem er óútreiknanlegt, eitthvað sem lítur út eins og örlög. Til að gera langa sögu stutta þá er honum hent út úr bíl á fullri ferð og missir við það annan handlegginn. Hann verður óbeint valdur að dauða kærustunnar sinnar. Hann lendir á geðveikrahæli. / lok sögunnar sjáum við hann þar sem hann stendur á Alex- anderplatz, mjög breyttur, skaddaður ... Neðanjarðarlestarstöðin er mikið völund- arhús á þremur hæðum, lagt grænum flísum. Hún var byggð 1928 og þótti flott og þykir það enn í dag. Yfír mér liggur torgið sem teygir sig í átt til austurs og hverfur þar undir stalínísk háhýsi. Á meðan Þýska al- þýðulýðveldið var og hét söfnuðust þarna hundruð þúsundir manna til að hylla valds- druslur flokksins. í dag, sérstaklega þegar veðrið er gott, er yfirleitt mannþyrping við vestuijaðar torgsins. Þama selja Víetnamar amerískar sígarettur, Tyrkir rússneskar loð- húfur og rúmenskir sígaunar japanska Ghetto-Blasters. — Neðanjarðarlestirnar stöðvast með ískri og keyra svo áfram. Stundin er mnnin upp. Ég ætla ekki að gerast heiðvirður borgari. Höfundur er við nám í Berlín. SIGURUNN KONRÁÐSDÓTTIR Nordurland Birtist mér landsýn, björt í sólarloga brimþvegin ströndin, snækrýnd fjalla- brún. Sumarið breiðir faðm um vík og voga, vel gróin engi, slegin heimatún, standbjörgin traustu og dimmu gljúfr- in gráu, glymjandi fossa, heiðavötnin bláu. Smálækir kátir hoppa stall af stalli, steypa sér niður græna fjallahlíð. Laufskrýddir bakkar baðast úðafalli, brosa í mónum dalablómin fríð. Búsmalinn allur breiðir sig um haga, bítur í ró um fagra sumardkga. Laufkrónur fléttar fagur birkiskógur, hinn forni vörður þessa kalda lands. í faðmi hans er fundinn gróður nógur og fegurðin stærsta birtist auga manns. Smáfuglar skjól hans hættulaust sér hyggja, hreiður sín glaðir ætla þeir að byggja. Þetta er ísland, aldna fóstran kæra, indælast landa, drottins listaverk, sem bömum sínum blessun kýs að færa, blíð vill þau hafa, glaðlynd, hraust og sterk. Það eldinn geymir innst í sínu brjósti, en elur jökulskalla á hæsta tind. Okkur það heillar gæðum með og gjósti. Glæsileg er þess sanna tignarmynd. Hér vil ég hvila fijáls í fjallablænum, finna er vættir landsins hefja dans. Brimþungur niður berst til mín frá sænum, blómálfar litlir gista vitund manns, sálinni gæða á veig úr listalindum. Lífið er fagurt séð í draumamyndum. Ljóðið er úr bók sem kemur út innan skamms. Höfundurinn er hafnfirsk en upprunnin frá Skagaströnd.. TRYGGVI V. LÍNDAL Saffró syngur Kom, helga skjaldbökuskel; lýra mín, og ver Ijóð. Með loftkenndum orðum byrja ég sem þó er unun að heyra í. í dag vil ég syngja fagurt og gleðja ykkur, kæru vinir. O, dætur Seifs, komið til mín nú, ój þokkagyðjur með bleika arma. Eg gæti ekki vonast til að snerta skýin með mínum tveim höndum. Komið, komið nú, viðkvæmu þokkagyðjur með fagurhærðum gyðjum lista. Komið til mín, ó Listagyðjur, úr ykkar gullna húsi. Saffró syrgir Þú brennir mig Eins og hvirfúvindur í fjalli refsar eikartrjánum rústaði ástin hjarta mínu. Eg unni þér, Atthis, fyrir löngu þegar ég var meyjarblómi og þú varst þokkalaust barn. Af öllum afkvæmum jarðar og himins er ástin dýrmætust. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og Ijóð- skáld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.ÁGÚST1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.