Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Qupperneq 8
ÓLAFUR REYNIR
GUÐMUNDSSON
Dauðans
alvara
Löngum mér dvaldist við hamrana háu
hlustaði á fuglanna vonglaða kvak,
leit ég á siglandi bátana bláu
bærandi vatnið við áranna blak.
Hve fagurt var lífið í Iaufunum hlýju
það lýsti upp drungann sem nálgaðist
brátt,
og senn reyndu foreldrar fuglanna að
nýju
að fljúga eftir björg fyrir ungviðið
smátt.
Hættumar dyljast er deginum hallar
dimman og fálkinn þar hörfa nú ei
endirinn nálgast er eilífðin kallar
enginn hér semur við himnanna þey.
Já, löngum ég dvaldi við hamrana háu
hlustaði á fuglana kvaka þá enn,
þóttu mér hnjúkamir himnanna bláu
hnykkla þá brúnir, og tárast í senn.
Lífið er stríð þar sem gefst enginn
griður
gerir þar náttúran lífinu skil
en fuglanna söngur og fossanna niður
fegrar hér lífið við hamranna gil.
Og lífið er vetur með vorinu góða
þótt vindurinn feyki oft sumrinu burt
og alltaf vex gróður við hamarinn
hljóða
ég heillast af ævinnar fjölæm jurt.
Hamranna fuglinn sem hverfur og fer
haltu nú áttum og reyndu að þreyja,
það sannleikur var og það sannleikur
er
að sá sem hér fæðist, hann verður að
deyja.
Höfundur er nemi í Menntaskólanum í
Reykjavík.
KARLÍNA HÓLM
Einleikur
á hörpu
Verndargyðjan Aþena
stígur á svið. Stígur
á svið líknarsystir
með smyrsl í leirkeri.
Hlustið: „sá sem er
í samræmi við
Alvaldið í verkinu
mun vissulega
sameinast því!“
Senn hljóma undur-
tærir strengir
Davíðssálma, harpan
nýstilltí
Við og við
stakur hátónn: kallar
klukknaport holtsins.
Hljómurinn traust,
ómurinn trú.
Nálægð við von og
áveitu kærleika
hvar sem almættið
kann að halda sig.
Á altari vínbikar,
afskorin RÓSIN.
Innan stundar mun
hún drúpa höfði í
auðmýkt.
Sem stendur á ég
vingott við ofkrýnda
rós. Vínrauð sú —
ókunn angan —.
Háttvís kinkar kolli
RÓSIN, vakin — sofin
ofar öllum heimsins
sviðsljósum.
Leikmynd og munir
langt að komnir.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Engisprettuplága
Smásaga eftir DORIS
LESSING
egntíminn var hagstæður þetta árið. Það rigndi
hæfilega, einmitt, þegar komplöntumar þurftu
á vætu að halda — eða það skildist Margréti
af tali karlmannanna. Hún hafði aldrei sjálf-
stæða skoðun á veðri eða þvíumlíku, vegna
þess að jafneinfaldir hlutir kröfðust
reynslu. Og hana hafði Margrét ekki.
Karlmennimir voru Ríkarður, eigmmaður
hennar og Stefán gamli, faðir hans, gamal-
reyndur bóndi og þessir tveir áttu það til
að stæla svo klukkustundum skipti um
hvort regnið ylli skaða eða aðeins venjuleg-
um óþægindum. Margrét hafði verið á
bænum í þrjú ár. Enn skildi hún ekki hvers-
vegna þau urðu ekki alveg gjaldþrota, þar
sem karlmennimir ýjuðu aldrei góðu orði
að veðrinu, jarðveginum eða stjórninni.
En nú var hún farin að kynnast málfar-
inu. Málfari bóndans. Og þau urðu aldrei
gjaldþrota né heldur veralega rík. Þetta
mjakaðist svona hjá þeim og þau höfðu
vel til hnífs og skeiðar.
Þau ræktuðu maís. Jörð þeirra var þijú
þúsund ekmr á rindunum neðan við Zamb-
esihæðirnar, hálent, þurrt og stormasamt
landsvæði, kalt og rykugt á veturna, en
nú á regntímanum léku um það heitar
gufubylgjur, sem stigu upp af víðáttu-
miklu laufþykkninu. Fallegt var þarna,
bjartur og skínandi blár hvelfdist himinn-
inn yfir landinu og svæðið fyrir neðan
bylgjaðist ljósgrænt í hæðum og lægðum,
en skarpir drættir hijóstragra fjalla blöstu
við í tuttugu mílna fjarlægð handan árinn-
ar. Birta loftsins skar hana í augun. Hún
var ekki vön henni. Menn horfa ekki svo
oft til lofts í borginni, þaðan sem hún
kom. Og kvöldið, sem Ríkharður sagði:
„Stjómin hefur sent út viðvöran um að
von sé á engisprettum frá ræktunarstöðv-
um fyrir norðan,“ varð fyrsta viðbragð
hennar að horfa á trén umhverfis. Skordýr
— og það í stórhópum. Hræðilegt! En Rík-
arður og gamli maðurinn horfðu upp yfír
fjöllin. „Við höfum ekki lent í engisprettum
í sjö ár,“ sögðu þeir. „Engisprettur koma
alltaf með vissu millibili." Og síðan: „Þarna
fer þá uppskeran okkar þetta árið.“
En þeir héldu áfram störfum sínum á
bænum eins og vant var, þangað til dag
nokkum þegar þeir vora á leið sinni heim
traðimar til miðdegishvfldar, að Stefán
gamli stansaði og benti upp í loftið:
„Sjáið, sjáið, þama eru þær.“
Ut hljóp Margrét til þeirra að horfa upp
í hæðimar og út kom vinnufólkið úr eldhús-
inu. Öll stóðu þau og störðu. Yfir tindóttum
fjallabrúnunum var ryðlitt ský. Engisprett-
ur! Þarna komu þær.
Ríkharður kallaði strax í eldastrákinn
og Stefán gamli æpti á húsþjóninn. Elda-
strákurinn hljóp til og tók að beija gamla
plógblaðið, sem hékk á tijágrein og var
notað til að gefa vinnufólkinu til kynna
að hætta væri á ferðum. Húsþjónninn hljóp
út í geymslu og sótti niðursuðudósir og
allan gamlan málm, sem fyrirfannst. Allur
bærinn glumdi af málmslögum og þau sáu
verkamennina koma þjótandi út úr kofa-
þyrpingunum og benda í átt til hæðanna
og hrópa í æsingi. Brátt vora þeir allir
komnir upp að íbúðarhúsinu og Ríkarður
og Stefán gamli skipuðu þeim fyrir verk-
um. Flýtið ykkur, flýtið ykkur, flýtið ykkur!
Og burtu hlupu þeir og hvítu mennimir
tveir með þeim og innan fárra mínútna
sá Margrét reyk stíga upp allt umhverfis
bæjarlandið. Þar hafði verið komið fyrir
hrúgum af viði og grasi. Þama voru sjö
moldarskikar, gulir, blóðrauðir og bleikir,
þar sem ungmaísinn var nýkominn upp
og myndaði Ijósgræna slæðu og nú stigu
þykk reykjarský upp umhverfis hvern
skika. Núna voru mennimir að kasta votu
laufi á eldana til þess að reykurinn yrði
rammur og svartur. Margrét horfði yfir
til hæðanna. Þaðan sást nálgast langt
ský, lágt á lofti, ennþá var það ryðlitt og
belgdist út meðan hún horfði á það.
Síminn hringdi. Nágrannar, fljótt, fljótt,
— engispretturnar koma! Uppskera Smiths
gamla var etin niður í rót. Fljótir, kveikið
elda. Auðvitað vonuðu allir bændurnir að
engisprettumar færa framhjá sínum bæ,
en maður varð að vera heiðarlegur og
Það dimmdi í lofti,
kynlegt rökkur í glaða
sólskini. Þetta líktist
sinubruna, þegar loftið
fyllist af reyk. Sólin brýst
fram afmynduð eins og
stór, heit appelsína.
Loftið var þrúgandi eins
og í stormviðri.
Engispretturnar
nálguðust óðfluga.
vara hina við. Alls staðar í sveitinni, á
fimmtíu mflna svæði, kom upp aragrúi af
eldum. Margrét svaraði í símann, en stóð
þess á milli og fylgdist með engisprettun-
um. Það dimmdi í lofti, kynlegt rökkur í
glaða sólskini. Þetta líktist sinubrana, þeg-
ar loftið fyllist af reyk. Sólin brýst fram
afmynduð eins og stór, heit appelsína.
Loftið var þrúgandi eins og í stormviðri.
Engispretturnar nálguðust óðfluga. Nú var
helmingur himinsins myrkvaður. Að baki
rauðleitu skýjaslæðunnar fremst, þar sem
vora framsveitir fylkingarinnar, birtist
aðalflokkurinn sem þykkt, svart ský, sem
virtist næstum ná til sólarinnar sjálfrar.
Margrét velti fyrir sér hvað hún gæti
gert til hjálpar. Hún vissi það ekki. En
þá kom Stefán gamli heim frá ökranum.
„Við eram búin að vera, Margrét, búin að
vera. Þessir vargar eta hvert strá á jörð-
inni á hálftíma. Og aðeins komið fram
yfir miðjan dag, — ef okkur tekst að fram-
leiða nógan reyk og nógan hávaða fyrir
sólsetur, setjast þær kannski einhvers
staðar annars staðar. Settu ketilinn yfír.
Þetta er þorstlátt starf.“
Margrét fór því til eldhúss og skaraði
í eldinn og hitaði vatnið. Hún heyrði nú á
þunnu eldhúsþakinu bresti og hvelli í engi-
sprettunum, sem skullu á því og klórið í
þeim, er þær rannu fram af. Þetta vora
þær fyrstu. Neðan af ökranum glumdu
slögin, þegar barið var í hundruð olíutunna
eða málmbúta. Stefán beið óþolinmóður
meðan steinolíufata var fyllt af tei, heitu,
sætu, appelsínugulu og önnur af vatni. A
meðan sagði hann frá því, er hann var
etinn út á gaddinn af engisgrettuherskör-
um fyrir um tuttugu áram. Á meðan hann
var að tala, tók hann olíufötumar, sína í
hvora hönd, en þær vora tengdar saman
með spýtum í kross og skokkaði af stað
niður traðirnar til þyrstra verkamannanna.
Þegar hér var komið, skullu engisprettum-
ar eins og hagl á eldhúsþakinu. Það var
sem stormhvinur. Margrét horfði út og sá
að loftið var svart af flögrandi skordýram,
hún beit saman tönnunum og hljóp út í
þetta, það sem karlamir gátu, gat hún líka.
Upp yfir henni var loftið þykkt, alls staðar
voru engisprettur. Þær skullu á henni og
hún sópaði þeim í burtu, þungum, rauð-
brúnum skepnum, sem horfðu á hana
glansandi gamalmennisaugum og loddu
við hana á sagtenntum fótum. Full við-
bjóðs hélt hún niðri í sér andanum og hljóp
inn í húsið. Þar var enn líkara að hvas-
sviðri ríkti. Það glumdi og söng í járnþak-
inu og hávaðinn frá málminum niðri á
ökrunum var sem þrumur. Úti voru trén
undarleg og kyrr, klístrug af skordýram,
greinamar beygðar að jörðu. Jarðvegurinn
virtist hreyfast, alls staðar skriðu engi-
sprettur, hún sá alls ekki út á akrana svo
þykkur var sveimurinn. í átt til fjallanna
var hann eins og dynjandi regn — og þótt
hún gætti sérstaklega að, sá hún alls ekki
til sólar. Það var hálfgerð nótt, óeðlilegt
myrkur. Svo heyrðist hár brestur í rannun-
um, grein hafði brotnað af. Og önnur. Tré
niðri í brekkunni hallaðist og lagðist þung-
lega á jörðina.
Maður kom hlaupandi gegnum haglél
skordýranna. Þá vantaði meira te og vatn.
Hún sá þeim fyrir því. Hún hélt eldinum
logandi og fyllti fotumar drykk og svo var
klukkan orðin ijögur eftir hádegi og engi-
sprettumar höfðu verið á sveimi í tvo
klukkutíma. Aftur kom Stefán gamli upp-
eftir og marði engisprettur undir fótum
sér í hveiju skrefí og þær loddu við hann
frá hvirfli til ilja. Hann bölvaði og ragnaði
og lamdi þær frá sér með gamla hattinum
sínum. Hann stansaði snöggt í dyrunum
og sópaði af sér skordýranum í flýti og
henti þeim í burtu og stökk síðan inn í
engisprettulausa dagstofuna.
„Öll uppskera er eyðilögð. Ekkert eft-
ir,“ sagði hann.
En ennþá glumdu málmslögin og menn-
imir hrópuðu og Margrét spurði: „Hvers
vegna haldið þið þessu þá áfram?“
„Aðalsveimurinn hefur ekki sest. Þær
eru þungar af eggjum. Þær era að leita
sér að stað til að setjast og verpa. Nú
skiptir öllu máli áð forða því að aðalflokk-
urinn setjist að á okkar landi. Ef þær fá
tækifæri til að verpa, mun ungviðið éta