Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Page 10
PÁLMI EYJÓLFSSON
Trillukarlar
.Bátarnir fara, bátarnir koma,
á bryggjunni er líf og starf.
Vaskir menn, sem að sjóinn sækja
með seltu blóðsins í arf.
í klofháum bússum er karl á vappi
með kaskeiti og talar hátt.
Sumir ganga götuna breiðu
við Guð og menn í sátt.
Bátamir fara, bátarnir koma.
Beitan er nýveidd síld.
Þegar að afli er annars vegar
er ekki talað um hvíld.
Tæpast hugleitt hvað tímanum líð-
ur
í törninni fast er sótt.
Það verða fáir bátar bundnir
við bryggjuna hér í nótt.
Veiðibjallan vængjunum blakar,
vakandi yfir bráð,
oftlega hefur hún einmitt hérna
ágætri máltíð náð.
Ekki verður hún, að því er sýnist,
ánægð, glöð eða södd
og engann veit ég, sem heillað
hefur
hin hása skerandi rödd.
Vélaskellirnir berast um bæinn.
Blikinn æfír hér sund.
Sætur ilmur í sjávarlofti
er sandlóan festir blund.
Eftir miðnótt í örfáa tíma
er yfír höfninni ró.
Eldsnemma er ketill að könnu
borinn,
hjá körlunum langt út á sjó.
Höfundur býr á Hvolsvelli.
KRISTJANA EMILÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Börn
Börn að leik
við bláan sæ.
Börn sem eiga
hamingjuna.
Börn sem svelta,
börn sem gráta,
börn sem enga
gleði muna.
Börn neyðar
og örbyrgðar
börn einsemdar.
Börn án ábyrðar.
Amor
í litlu húsi
með lágum glugga
var lítil drós
létt í spori
með Ijóma í augum
hún tíndi rós
piltinum fríða
með brosið blíða
hún blómið fékk
Amor með sínar
ástarörvar
um þá gekk.
Höfundur er bókavörður og hefur gefið
út Ijóðabók.
Tungumálið Retorómanska
Retorómanska er rituð á fímm mismunandi máta og fímm
útgáfur af sömu kannslubókinni verða því að vera gefnar út
í kantónunni Graubiinden á retorómönsku til viðbótar við
þýska og ítalska útgáfu. Kennsla fer fram á retorómönsku
fyrstu fjögur árin í harnaskólum í héruðum þar sem meirir-
hluti íbúa talar retorómönsku.
Hús og byggingar í Graubunden á retorómönskum svæðum
eru fallega skreytt.
- arfur frá stórveldisdögum Rómverja.
UM 51.000 Svisslendingar tala retorómönsku,
fjórðu þjóðtungu Sviss. Það eru aðeins 0,8
prósent þjóðarinnar. Tungumálið er arfur frá
stórveldisdögum Rómverja og svissneska ríkið
er lögbundið til að halda því við. Það er talað
í fjallahéruðum kantónunnar Graubunden í
suð-austurhluta landsins en þýskan vinnur á
og svæðum þar sem meirihluti íbúa talar reto-
rómönsku fer stöðugt fækkandi.
Lia Rumantscha, samtök rómanskra menn-
ingarfélaga, eiga að rækta tunguna og standa
vörð um hana. Það er hægara sagt en gert.
Retorómanska er rituð á fimm viðurkenndum
ritmálum og misjöfn mállýska er töluð í næst-
um hveijum dal. Samtökin telja framtíð tung-
unnar fyrst og frejnst komna undir því að
hún verði rituð á einn veg. Þau áttu því frum-
kvæði að því að nýtt ritmál, rómanska-griss-
un, var búið til úr ritmálunum fimm. Það á
erfitt uppdráttar og með öllu óvíst að það
nái útbreiðslu. Ríkisstofnanir hafa tileinkað
sér það en skriffinnar kantónunnar nota
gömlu ritmálin. Tilraun til útgáfu dagblaðs á
grissun hefur mistekist og kennslubækur á
barnaskólastigi eru enn gefnar út í sjö útgáf-
um í kantónunni; á þýsku og ítölsku og á
surselvis-, sutselvis-, surmeiris-, puter- og
vallader-rómönsku.
Retorómanska á rætur sínar að rekja til
valdatíma Rómveija á þessu svæði. Fjalla-
svæðið austan við Rín og suður að Adríahafi
var þá kallað Retia. Heimamenn tileinkuðu
sér latínu af hermönnum og öðrum útsendur-
um Rómveija og úr varð retorómanska. Hún
er náskyld ítölsku (ítalska er annað útbreidd-
asta tungumálið á eftir þýsku í Graubiinden)
og öðrum rómönskum málum. Chur (borið
fram kúr), höfuðborg Graubunden, var höfuð-
setur Retiu þegar á 3. öld. Frankar náðu
völdum á svæðinu á 6. öld og „Raetia Curiens-
is“ varð greifadæmi á dögum Karls mikla.
Erkibiskupinn í Mílanó hafði umsjón með bisk-
upsdæminu Chur fram til 843 en því var
stjómað eftir það frá Mainz. Upp úr því dró
jafnt og þétt úr rómönskum áhrifum en þýsk
áhrif jukust að sama skapi á svæðinu sem
nú er Graubunden.
Retorómanska var fyrst rituð á 16. öld.
Nýja testamentið var þá þýtt á puter-róm-
önsku sem er töluð í efri-Engadin, einum
fegursta fjalladal Sviss. Mismunandi mállýsk-
ur höfðu fest í sessi og munurinn var nægur
til þess að íbúi neðri-
Engadin dreif í að
þýða sálma á vallader-
rómönsku svo að hans
fólk gæti einnig lesið
guðsorð á móðurmáli
sínu. Fjögur verk voru
gefin út á sutselvis og
surselvis milli 1601 og
1615. Tvö þeirra voru
á surselvis en rituð á
mismunandi hátt í
samræmi við muninn
á máilýsku kaþólikka
og mótmælenda á
surselvis-svæðinu.
Þessir tveir rithættir
héldust fram til 1927
en síðan þá er sursel-
Fjórar þjóðtungur eru talaðar í Sviss eins og kortið sýnir: yis næstum undan-
1) franska málsvæðið (18,4%), 2) þýska málsvæðið(65%), 3) tekningarlaust ritað á
ítalska málsvæðið (9,8%) og 4) það retorómanska (0,8%). samræmdan hátt.
Retorómanska er rituð á
fimm viðurkenndum
ritmálum og misjöfn
mállíska er töluð næstum
í hverjum dal.
Eftir ÖNNU BJARNA-
DÓTTUR
Fyrsta ritið á surmeiris var gefið út í lok 17.
aldar.
Surselvis er útbreiddasta mállýskan. Um
32% retorómana, eða tæp 17.000 manns,
tala hana. Fæstir, um 1.200 manns, tala suts-
elvis. Hún er þó jafnrétthá og surselvis og
svo framarlega sem meirihluti ibúa héraða
sem hún er töluð í er hlynntur því að hún
sé kennd í héraðsskólum verður kantónan að
gefa út bamaskólabækur á sutselvis. And-
staðan gegn nýja ritmálinu rómanska-gissun
er mest í hópi þeirra sem tala surselvis. Þeim
finnst eðlilegast að þeirra ritmál verði einfald-
lega tekið upp. En hinir mátlýsku hóparnir
fjórir kæra sig ekki um það. Þeim finnst
áhrif surselvis-retorómana næg þótt ritmáli
þeirra verði ekki þröngvað upp á þá í þokka-
bót.
Munurinn á mállýskunum er ekki mikill.
Orðið hundur er til dæmis skrifað tgaun á
surselvis, tgan á sutselvis, tgang á surmeiris,
chaun á puter og chan á vallader. Það er
borið svipað fram á öllum mállýskunum og
skrifað chaun á gissun. Retorómanar stafa
nafn höfuðborgar kantónunnar jafnvel á mis-
munandi hátt: Cuera, Cuira, Coira og Cuoira.
Retorómanska hefur verið löggilt mál í
Graubiinden síðan 1794 en flestir sem tala
hana tala einnig þýsku eða ítölsku. Tungan
var í verulegri hættu eftir að samgöngur
opnuðust og samskipti við umheiminn jukust
í Iok síðustu aldar en meðvitund um hana
jókst á sama tíma og málræktarhópar voru
stofnaðir. Athygli annarra Svisslendinga var
vakin og meirihluti þeirra (þ.e.a.s. karlpen-
ingsins, svissneskar konur höfðu ekki kosn-
ingarétt í þjóðaratkvæðagreiðslum fyrr en
eftir 1971) samþykkti í þjóðaratkvæða-
greiðslu árið 1938 að retorómanska skyldi
verða þjóðtunga í Sviss eins og þýska, franska
og ítalska. Þjóðernisrembingur og ofsóknir á
hendur minnihlutahópum voru í algleymingi
í Þýskalandi á þessum tíma og andstyggð
Svisslendinga á stefnu Hitlers varð retoróm-
önsku-tungunni til góðs.
Ríkið styrkir eflingu tungunnar. Það er
útvarpað á henni í Graubiinden í rúmar sex
klukkustundir á dag en lítið um sjónvarps-
sendingar enn. Blöð og tímarit eru gefin út
á hinum mismunandi ritmálum og Lia Ru-
mantscha heldur tungunni við með því að
snara orðum eins’ og gróðurhúsaáhrifin, al-
næmi og evrópska efnahagssvæðið yfir á reto-
rómönsku. ítölsk heiti eru yfirleitt aðlöguð
að retorómönsku eða alþjóðleg orð, eins og
,jeans“ og „t-shirt“, tekin óbreytt inn í málið.
En tungan er í hættu þrátt fyrir góðan
vilja. Stjómarherrar í Chur hafa notað þýsku
síðan á 9. öld og Retorómanar hafa ekki átt
sameiginlegt efnahags- og menningarsetur
síðan þá. Aðflutningur þýskumælandi Sviss-
lendinga og ferðamannaiðnaðurinn hefur
dregið úr daglegri notkun retorómönsku og
brottflutningur ungs fólks frá flallaþorpum í
þéttbýliskjama í leit að atvinnu hefur haft
sín áhrif. Retorómanskir fjölmiðlar hafa að
sjálfsögðu ekkert í síbylju þýskumælandi, ef
ekki enskumælandi, fjölmiðla. Og margar
mállýskur og mismunandi ritmál gera þessari
svissnesku þjóðtungu erfitt um vik. Það er
hætt við að hún verði borin ofurliði fyrr eða
seinna og tungumálasérfræðingar verði þeir
einu sem hafa hana á valdi sínu í framtíðinni.
Höfundur er blaðamaður og býr í Sviss.
10