Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Síða 2
•>•>
Aþögnég
best hef flotið“
)
Um skáldmæltar systur frá Saxahóli
Eftir ARMANN
JAKOBSSON
f sögu íslensks kveðskapar getum við aldrei
fengið nema ófullkomna mynd. Enda þótt
margt sé varðveitt af kveðskap fyrri ára eru
hin ljóðin þó fleiri sem brennt var eða aldrei
skrifuð á blað. Mörg skáldin hafa orðið nafn-
kunn en hin fleiri sem höfðu sinn skáldskap
fyrir sig og hafa því horfið á vit gleymskunn-
ar.
Þau skáld sem fræg urðu af iðju sinni
eru yfirleitt karlmenn. í íslenskri bók-
menntasögu eru konur fáséðar. Skáldskapur
var ekki starfi kvenna. En þó að konur séu
fáséðar meðal hinna þekktu skálda er ekki
þar með sagt að skáldskapargáfan hafi
ekki blundað í þeim. Aftur á móti hafa kon-
ur haft annað að sýsla en að stunda yrking-
ar. Því hafa mörg ljóð þeirra glatast og
ísland alið margar óþekkta skáldkonuna.
Hér verður fjallað um tvær þeirra, systur
frá Snæfellsnesi: Sveinborgu og Guðrúnu
Ármannsdætur.
Þær systur voru dætur Ármanns Jónsson-
ar, hreppstjóra og skipasmiðs á Saxahóli
og síðar í Reykjavík, og konu hans, Katrín-
ar Sveinsdóttur. Sveinborg var eldri, fædd
5. apríl 1881 en Guðrún fæddist 20. septem-
ber 1884. Bróðir þeirra var Kristinn, latínu-
kennari og síðar rektor Menntaskólans í
Reykjavík. Á þeim árum átti ungt fólk ekki
jafnmargra kosta völ og nú er. Kristinn var
settur til náms og reyndist afburðanáms-
maður en systur hans áttu engan kost á
slíku. Þeirra biðu hin hefðbundnu örlög
kvenna, að giftast, eignast börn og sjá fyr-
ir búi. Þess vegna er varðveittur skáldskap-
ur systranna ekki mikill að vöxtum og veit-
ir einungis óskýra mynd af skáldverkum
þeirra.
LÍF í LJÓÐUM
Báðar systumar voru húsfreyjur í Reykja-
vík um árabil. Sveinborg giftist Skapta Öl-
afssyni bankamanni en Guðrún Jakobi
Bjamasyni vélstjóra. Fyrir þær systur var
skáldskapurinn hluti af hversdagslífinu.
Sveinborg skrifaði aldrei svo bréf að hún
lyki því ekki á vísu og hjá Guðrúnu vom
vísur hluti af bamauppeldinu. Hún kenndi
bömum sínum að kveðast á og gerði þann-
ig ljóðalærdóminn að skemmtilegum leik.
Sjálf var hún þó fæmst allra í þessum leik
því að ef hún komst í þrot gat hún ort vís-
ur jafnharðan.
Bróðurpartur kveðskapar þeirra systra
Aftur á móti hafa konur
haft annað að sýsla en
að stunda yrkingar. Því
hafa mörg ljóð þeirra
glatast og ísland alið
margar óþekkta
skáldkonuna. Hér verður
fjallað um tvær þeirra,
systur frá Snæfellsnesi:
Sveinborgu og Guðrúnu
Ármannsdætur.
Guðrún Ármannsdóttir
Sveinborg Ármannsdóttir
er því tækifæriskveðkapur. Þar á meðal er
þessi vísa eftir Sveinborgu sem fylgdi af-
mælisgjöf hennar til bróður síns á sextugs-
afmæli hans, forkunnarlampa:
Meðan dagsins máttur þverr
myrkrið tekur völdin
lampinn á að lýsa þér
löngu vetrarkvöldin.
Þannig gátu vísur haft það hlutverk að
fylg)a gjöfum úr hlaði en þær heyrðu þó
ekki einungis til hátíðarstundum. Þannig
sendir Sveinborg bónda sínum vísur þegar
hann var að vinna úti á landi og hana var
farið að lengja eftir honum til Reykjavíkur:
Fýkur grúi af fíðrinu
fugl hér rúinn áttu
til að hlúa að hreiðrinu
heim því snúa máttu.
Gaum að slíku gefa skalt
glettið líka er vífíð
slæmt ef fýkur alveg allt
út í Víkurlífið.
Kveðskapurinn gat komið til skila mikil-
vægum skilaboðum sem óbundnu máli var
ekki treyst fyrir. Báðar ortu systumar til
bama sinna og bamabarna. I þessum vísum
leiðbeina þær gjaman og áminna og sumar
eru persónulegasti kveðskapur þeirra. Þessa
vísu orti Guðrún til dóttursonar síns, Gunn-
ars Finnbogasonar:
Ei þarf óttast elskan mín
alda lífs þótt kviki
ef þú siglir elsku vin
eftir réttu striki.
Til Elínar, dótturdóttur hennar, er hins
vegar þessi vísa ort:
Sorg ef hijáði muna minn
meins var ráðin bótin
mjúkt er þáði klapp á kinn
kærleiks þráðu hótin.
Um Gunnar, son sinn, orti hún einnig
vísu á barnsaldri:
Gunnar hefír geðið stillt
gengur vel að skrifa
ég ætla hann verða efnispilt
ef hann fær að lifa.
Gunnar fórst með Skúla fógeta 10. apríl
1933 ásamtföður sínum og 11 öðmm. Þann-
ig breyttu örlögin þessari saklausu dægur-
vísu í einkennilega forspá.
Náttúran Og Maðurinn
Náttúran hefur verið stöðugt yrkisefni
íslenskum skáldum í þúsund ár og ást á
náttúmnni kemur víða fram í vísum beggja
systranna, til að mynda í vorvísum Svein-
borgar Ármannsdóttur:
Vetrar gjóla gengin hjá
grær við hól og dranga
allt er skjóli um að ná
undir sólar vanga
Hennar gæða fagurt flúr
fylla klæðir bauginn
vetrarlæðing leysast úr
lífsins æðaslögin.
Enn mun gróðurorka ný
örlög þjóðar geyma
fóstran góða fínnur því
fómarblóðið streyma.
Hún á margt sem hyllir frið
hún ber skart við barminn
hennar hjarta vermist við
vorsins bjarta arminn.
Hugglöð þrátt ég halla mér
að hennar máttar brunni
því að sátt við allt ég er
úti í náttúmnni.
Eftir Guðrúnu liggja einnig vísur til nátt-
úmnnar. Þar á meðal er þessi sem e.t.v.
er ort á vori eins og í ár þegar menn vom
orðnir langþreyttir á að bíða eftir sumrinu:
Væn er hún Esja vorin á
vafin sólarljóma
nú er hún öll af ísi grá
orpin vetrardróma.
Níðkveðskapur
Ein elsta kveðskapargrein íslendinga eru
níðvísur. Síðan hemaður lagðist af á Islandi
hafa níðvísur verið einu leyfílegu vopn
manna og hafa högg þeirra á stundum
sært menn ekki síður en kutar og korðar.
Það er til að mynda talsverður broddur í
þessari vísu Sveinborgar:
Mæla fiátt um flesta kann
fyrir sáttum tefur
eflir mátt við andskotann
allra gátta þefur.
Guðrún gat líka verið hvassyrt og hefur
þá ljóðað á óvini sína:
Auðsætt hrúta eðlið ber
illsku þrútinn hrati
oft hjá pútum unir sér
úldinn grútar snati.
Þín er mygluð þýjalund
þú í myrkram læðist
ég met þig bara minna en hund
manns þótt flíkum klæðist.
Eins og sést á þessu hefur skáldskapar-
gáfan ekki einungis verið notuð til að heiðra
menn lifandi og látna heldur einnig til að
níða þá sem það áttu skilið. En það sýnir
ef til vill betur en flest annað nytsemi skáld-
skaparins sem öldum saman var þarfasti
þjónn okkar íslendinga.
Lífsspeki
Enda þótt kveðskapur systranna hafi að
miklu leyti verið tækifæriskveðskapur er
ekki þar með sagt að hann hafi ekki falið
í sér talsverða lífsspeki. Það sést til að
mynda í heilræðavísum Sveinborgar til vinar
þeirra hjóna sem var læknir:
Finndu auð í fjöldans hylli
fylltu ótrauður vonir hans.
í sjúkdómsnauðum sýndu snilli
svo á dauðann komi stans.
Harma dauðans hönd þín stilli
hnekktu ótrauður valdi hans.
Lífsins brauð með læknis snilli
leggðu í nauð á varir manns.
Þetta hefur eflaust verið gott veganesti
ofan á skólalærdóminn. Eins og áður sagði
missti Guðrún mann sinn og son í sjóinn.
Þessi vísa var ort nokkrum árum síðar:
Hallast falla fegurst blóm
fínnst hér valla griðastaður
iúðrar gjalla dauðadóm
degi hallar gæt þín maður.
Síðar færist ellin yfír. Þessi vísa er ort
1957, tveimur árum áður en Guðrún lést:
Grá á vöngum græðir hár
gremja þröng og tregi
vægir öngum ellifár
á lífs ströngum vegi.
Vegur lífsins hefur verið strangur íslend-
ingum 1100 ár í óblíðu landi og ekki hefur
mönnum alltaf litist á blikuna. Það hefur
Guðrúnu ekki þegar þessi vísa er ort:
Dyggðum hrakar daglega
dárar taka völdin
öllu er stjakað afvega
ýmsa þjaka gjöldin.
En íslendingar hafa ævinlega átt eitt ráð
í kreppu, að yrkja sem mest þeir máttu.
Seinasta vísa -Guðrúnar sem birt verður hér
er ort til dótturdóttur hennar, Elínar, og
felur í sér annað af þeim ráðum sem íslend-
ingar hafa löngum gripið til í kreppu:
Þó að eitthvað mótdrægt mæti,
máttu þola
því hvað stoðar að kjökra og vola.
Rýmið leyfir því miður ekki frekari um-
ijöllun um kveðskap Sveinborgar og Guð-
rúnar. Þótt þær gæfu aldrei út ljóðabók eða
kveddu sér hljóðs sem skáld er ekki þar
með sagt að þær hafi ekki virkjað skáldskap-
argyðjuna í eigin þágu. En það var ekki
fyrir önnum kafnar húsfreyjur að stíga á
stokk og hefja raust sína yfír lýðinn. Það
sést á þessari vísu Sveinborgar sem kemur
í lok stærra kvæðis:
Sögn mig brestur þraut er það
á þögn ég best hef flotið
allt var nestið afskammtað
enda að mestu þrotið.
Höfundur stundar framhaldsnám í íslenzku.
2