Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Page 4
Eyri í Seyðisfirði. /Ljósm: Þorsteinn Jósefsson Af Olafi lög sagnara á egar ég heimsótti Eyri í Seyðisfirði sl. sumar í fegursta veðri rifjaðist upp fyrsta heimsókn mín á þetta merka höfuðból við Djúp. Það var bjartur sunnudagur árið 1922. Séra Sigurður Stefánsson, afi minn, hélt messu þennan dag Hann var vitur maður en „eigi alls kostar jafnaðarmaður“ eftir SIGURÐ BJARNA- SON FRÁVIGUR í Eyrarkirkju, sem hann þjónaði ásamt Ög- urkirkju í 43 ár. Unaðsdalskirkju á Snæ- fjallaströnd þjónaði hann einnig í tíu ár. Fjölmenni sótti messu að Eyri þennan dag, úr Súðavíkurhreppi og víðar að. Komu kirkjugestir bæði gangandi, ríðandi og sigl- andi. Var athöfnin öll svipraikil og hátíðleg. Eftir að hafa þegið veitingar hjá Eyrar- bændum, Kristjönu Kristjánsdóttur og Jóni Jakobssyni, vorum við boðin í heimsókn til frú Fríðu Jónsson, sem átti myndarlegt hús á Uppsalaeyri, þar sem áður hafði verið hvalveiðistöð Norðmanna. Frú Jónsson var ekkja Áma Jónssonar. er var verslunar- stjóri hinnar frægu 'Ásgeirsverslunar á ísafirði. Hélt hún sig ríkmannlega í glæsi- legu húsi sínu að Uppsalaeyri, sem er rétt hjá Eyri. Var hús hennar síða,r flutt til ísa- fjarðar og stendur þar nú að Túngötu 17. Skoðaði ég það sl. sumar. Heldur það enn Eyri sinni gömlu reisn þótt gamalt skraut, sem var á framhlið þess, sé horfið. Að Eyri í Seyðisfirði hafa löngum búið gildir bændur og útvegsmenn. Skal hér fyrst minnst Ólafs Jónssonar lögsagnara, sem uppi var árin 1687 til 1761. Foreldrar hans vom Jón Sigurðsson að Skarði í Ögursveit, síðar í Vigur, og kona hans, Guðbjörg Jóns- dóttir, er ættuð var úr Gufudalssveit í Barða- strandarsýslu. Ólafur varð lögréttumaður árið 1724. Hann var settur sýslumaður i Barðastrand- arsýslu árin 1735-1737 og í ísafjarðarsýslu 1742-1743. BÚFORKUR MlKILL Segir Páll Eggert Ólason um hann að hann hafi verið „búforkur mikill og fjár- gæslumaður, vitur og lögvís, harðger og eigi allskostar jafnaðarmaður. Átti deilur við Erlend sýslumann Ólafsson, Mála-Snæ- björn Pálsson og fleiri. Kona Ólafs á Eyri var Guðrún Árnadótt- ir, prests í Hvítadal, Jónssonar. Börn þeirra vom Magnús í Súðavík, Ólafur (Ólavíus), Jón varalögmaður í Víðidalstungu, Þórður stúdent í Vigur, Sigurður stúdent í Ögri, Ingibjörg, er átti séra Jón Sigurðsson á Hrafnseyri, Sólveig er átti séra Jón Sigurðs- son í Holti í Önundarfirði. Launsonur Ólafs (með Elísabetu Þórðardóttur smiðs Hall- dórssonar) var séra Árni í Gufudal.“ Af þessari frásögn Páls Eggerts má marka að margt mætra manna hefur verið komið af þessum Eyrarbónda. Skal hér sér- staklega getið Ólafs Ólavíusar, Þórðar stúd- ents, sem Vigurætt er komin af, og Sólveig- ar, konu Jóns Sigurðssonar í Holti. Þess skal getið að Ingibjörg systir Ólavíusar var amma Jóns Sigurðssonar forsetá. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan misskilning skal þess getið að séra Sigurður Stefánsson í Vigur er ekki meðal afkom- enda Ólafs lögréttumanns. Prestur átti þó heimili hjá Guðmundi Bárðarsyni að Eyri í Seyðisfirði fyrstu árin sem hann var prestur í Ógurþingum árin 1881 til 1884 áður en hann flutti í Vigur. Bjó hann þar síðan til æviloka árið 1924. Hafði séra Sigurður eign- ast alla eyna árið 1909. Hefur ætt hans búið í eynni síðan 1884 eða í 109 ár. Núver- andi Vigurbændur eru fjórða kynslóð af ætt séra Sigurðar og konu hans, Þórunnar Bjarnadóttur frá Kjaransstöðum á Akra- nesi. Þess má hinsvegar geta að Vigurætt, eldri og yngri, kemur saman í börnum grein- arhöfundar, Hildi Helgu og Ólafi Páli, þar sem móðir þeirra, Ólöf Pálsdóttir, er afkom- andi Þórðar stúdents í Vigur, sonar Ólafs lögsagnara. Ólafur Ólafsson frá Eyri latíniseraði nafn sitt að lærðra manna sið og kallaðist eftir það Ólavíus. Hann brautskráðist úr Skál- holtsskóla og hóf síðan nám í læknisfræði hjá Bjarna Pálssyni landlækni árið 1762, en stundaði það aðeins eitt ár. Háskólanám hóf hann í Kaupmannahöfn árið 1765, stundaði hann fyrst guðfræðinám en hvarf síðar að námi í náttúrufræði og búfræði. Heimspekiprófi lauk hann við Hafnarhá- skóla árið 1768. En fullnaðarprófi við há- skólann lauk hann ekki. Tók hann síðan að fást við ritstörf. Hann hafði mikinn áhuga á að efla framfarir og menningu þjóðar sinn- ar. Honum var ljóst, að íslendingar stóðu öðrum þjóðum langt að baki í verklegum efnum, og að atvinnuvegir þeirra voru í kaldakoli. Hann kynntist landbúnaðarfélag- inu danska og Jóni Eiríkssyni, hinum merka fræðimanni, sem búsettur var í Kaupmanna- höfn. Fyrsta ritið sem Ólavíus samdi og gaf út var Islensk urtagarðsbók, sem út kom í Kaupmannahöfn árið 1770. Var það leiðar- visir um ræktun matjurta. Lét danska stjórnin kaupa af henni 1000 eintök til ókeypis útbýtingar meðal íslendinga. Fékk Ólavíus greidda 50 ríkisdali fyrir það starf sitt. Þetta rit hans var fyrsta leiðbeiningin, sem rituð var á íslensku um þetta efni og auðvitað skráð eftir erlendri fyrirmynd. Einnig lét hann prenta rit um fiskveiðar og fiskinet. Þá_ gaf hann út á dönsku ritling um verslun Islands og bækling um kartöflu- rækt. Á þessum árum gefur hann einnig út í Kaupmannahöfn Rímur af Þorsteini uxafót (1771). Var það fyrsta íslenska rímnaút- gáfan. Árið eftir gefur hann út Njáls sögu. Var það fyrsta útgáfa Njálu og var hún talin „falleg að frágangi og vönduð eftir atvikum", segir Steindór skólameistari Steindórsson í þýðingu sinni á Ferðabókinni er út kom árið 1964. Stofnaði Prentsmiðju Stórhug Ólavíusar má meðal annars marka af því að hann hefst handa um stofn- un prentsmiðju. Hann fær Boga Benedikts- son, auðugan bónda í Hrappsey, til að leggja fram fé til hennar. Var hún reist á heimili Boga árið 1773. Fyrir Ólavíusi vakti „að prentsmiðjan skyldi gefa landsmönnum fjölbreyttari bóka- kost en áður hafði verið, flytti þeim nýja menningarstrauma og hagnýtar leiðbeining- ar. Hún átti að verða aflvaki í þjóðfélaginu, sem skapaði framfarir í atvinnuvegum landsmanna, veitti almenna fræðslu og styddi að því að fornrit íslendinga yrðu al- menningseign". Meðan Ólavíus dvaldist í Hrappsey stýrði hann prentsmiðjunni og annaðist m.a. út- gáfu á annálum Björns á Skarðsá. En því miður kom þeim Ólavíusi og Boga ekki sam- an. Lauk skiptum þeirra með því að Ólavíus fór frá Hrappsey árið 1774. En útgáfustarfsemi hans var ekki þar með lokið. Þvert á móti heldur hann áfram ritstörfum af fullum krafti. Hann hefur ekki lengi dvalið í Kaupmannahöfn þegar ákveðið _er að hann skuli fara rannsóknar- ferð til Islands á vegum stjórnarinnar. Þar með hófst ferðalag um landið er stóð sam- tals í þrjú sumur, árin 1775-1777. Að loknum þessum ferðum sest hann að í Kaupmannahöfn næstu tvö árin. Vinnur þá að samningu Ferðabókar sinnar og öðrum Útsýn frá Eyti í Seyðisfirði í átt til Folafótar og Snætjallastrandar. Ljósm:S.Bj. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.