Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Blaðsíða 5
Halldór Ágústsson, bóndi á Eyrí (t.v.) og Björn Baldursson bóndi í Vigur. Ljósm:S.Bj. ritstörfum. Lauk hann Ferðabókinni 1779 og hlaut fyrir hana 400 dali í ritlaun. Kom hún út í Kaupmannahöfn árið 1780. Hann er sæmdur kammersekreteranafnbót 1777 í viðurkenningarskyni fyrir rannsóknir sín- ar. Árið 1779 er hann skipaður tollstjóri í bænum Skagen, nyrst á Jótlandi. Gegndi hann því embætti til 1788. En þá var hann fluttur til Mariager í sama embætti þar. Og þar lést hann 10. september sama ár. Mikill Afkastamaður Þótt Ólafur Ólavíus næði ekki háum aldri, en hann var aðeins 47 ára gamall er hann lést, er ljóst að hann hefur verið mikill af- kastamaður. Þessi vestfirski bóndasonur er brennandi í andanum þegar um er að ræða baráttuna fyrir viðreisn íslands á 18. öld, sem talin hefur verið öld óárana og niður- lægingar í sögu landsins. Þorvaldur Thoroddsen kallar Ferðabók Ólavíusar „einskonar viðauka" við bók Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Er það ekki gert í niðrunarskyni við Ólavíus. Sendi- för hans var gerð í allt öðrum tilgangi en ferðir þeirra Eggerts og Bjama, eins og Steindór Steindórsson bendir á. „Honum var falið þröngt svið, að rannsaka atvinnuhætti í tilteknum landshluta, en einkum þó allt, er að sjósókn lyti, allt frá djúpmiðum að fjörusteinum. Einnig skyldi hann leitast við, að benda á leið til úrbóta, þar sem honum þótti þörf.“ Bók hans er skýrsla til stjómvalda um athuganir hans. Steindór Steindórsson segir að Ólavíus sé „tvímælalaust raunsærri í þessum efnum en Eggert Ólafsson, og síst hefði það hvarfl- að að Ólavíusi að yrkja búnaðarbálk um íslenska sveitasælu". ÍSLANDSFERÐIR ÓLAVÍUSAR Ólavíus fer fyrstu ferð sína til íslands í boði dönsku stjórnarinnar árið 1775. Fór hann með freigátunni Jægersborg, sem fór frá Kaupmannahöfn 3. júní og kom til Dýra- ijarðar 16. júlí. Þaðan fer hann sem leið Iiggur um Gemlufalls- og Breiðadalsheiðar til Skutulsíjarðar. Þaðan fer hann áfram yfír ísafjarðardjúp, fyrir Bjarnarnúp og síð- an kringum Jökulfírði, fyrir Rit um Aðalvík, Hom, Reykjar- og Ingólfsfjörð, í stuttu máli sagt um allar Homstrandir og að Stað í Steingrímsfírði. Þaðan fór hann yfír Stein- grímsijarðarheiði að Kirkjubóli í Langadal og síðan stystu leið um Gjörvidalsheiði til að skoða höfnina í Flatey á Breiðafírði, „en það hafði ég verið beðinn munnlega að gera, ef ástæður leyfðu og mér gæfíst tími til meðan kaupskipið lægi hér við land. Það tókst, þar sem það lá á Dýrafjarðarhöfn til 12. september en þá lét það í haf og kom til Kaupmannahafnar _29. október sama ár.“ Fyrsta íslandsferð Ólavíusar á vegum rík- isstjómarinnar hefur þannig tekið tæpa fímm mánuði. Hefur hann því ferðast um meginhluta Vestfjarða. Árið 1776 fer hann frá Kaupmannahöfn til Islands þann 15. júní og kemur til Húsavíkur 16. júlí. Þaðan ferðast hann austur á Melrakkasléttu, um Þistilfyörð og Langanes til Vopnafjarðar. „Síðan fór ég um Fljótsdalshérað, Njarðvík- ur og alla hina svonefndu Norðurfírði, en auk þess um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal, Berufjörð og Ham- arsfjörð, svo ferðinni lauk að þessu sinni við Lónið á Austurlandi." Sigldi hann síðan frá landinu 7. október með Berufjarðar- skipi; sem náði til Kaupmannahafnar 6. nóvember. Þessi ferð hans um Norður- óg Austur- land hefur því tekið rúmlega fjóra og hálfan mánuð. Þriðja íslandsferðin er svo farin frá Kaupmannahöfn 15. maí 1777 með „húkk- ortu-galiasinum“ St. Davíð. Náði hann þá til Húsavíkur 26. júní. Þaðan hélt hann vest- ur um Norðurland og suðurhluta Stranda- sýslu allt að prestssetrinu Stað í Steingríms- fírði, „þar sem fyrstu ferð minni lauk. Loks hélt ég til Dýraijarðar, þar sem freigátan Jægersborg lá seglbúin, og kom með henni heilu og höldnu til Kaupmannahafnar hinn 24. nóvember". Þessi síðasta ferð Ólavíusar til íslands hefur tekið hann frá 15. maí til 24. nóvem- ber eða tæplega sex og hálfan mánuð. Endurbygging Eyrar- KIRKJU STENDUR NÚ YFIR Þegar ég heimsótti fæðingarstað Ólafs Ólavíusar hinn 11. júlí í sumar var verið að endurbyggja Eyrarkirkju. En hún var reist árið 1866 af Guðmundi Bárðarsyni, sem áður er getið. Áður munu hafa verið þar gamlar torfkirkjur. Einn legsteinn er undir gólfi fremst í kirkjunni. Er það vegleg- ur marmarasteinn yfír Ölöfu Kristjánsdóttur er látin var um árið 1700, að okkur sýnd- ist. En erfítt var að lesa það sem höggvið var á steininn. Fleiri minnisvarðár eru i kirkjugarðinum. Ekki er minnst þar Ólafs lögsagnara. En mér er sagt að hann sé grafínn fyrir dyrum Ögurkirkju, sem var fæðingarkirkja hans, þar sem hann er fæddur að Skarði í Ögur- sveit. Hinsvegar eru í Eyrarkirkju legsteinar yfir Guðmundi Bárðarsyni og konu hans og Jóni Jakobssyni og Kristjönu konu hans. Einnig yfir Eggerti Reginbaldssyni og Júlí- önu Haraldsdóttur konu hans, sem lengi bjuggu á Kleifum á Seyðisfirði. Nokkrir fleiri legsteinar eru í kirkjugarðimim. Núverandi bóndi á Eyri er Halldór Ágústsson. En foreldrar hans voru Rann- veig Rögnvaldsdóttir frá Uppsölum og Ág- úst Hálfdánsson, er bjó á Hesti í Hestfírði áður en hann flutti að Eyri árið 1933 Hall- dór hefur búið að Eyri síðan 1966 er faðir hans lést. Á fyrrihluta 19. aldar bjó á Eyri Matthí- as Ásgeirsson, fóstursonur Kristjáns Guð- mundssonar bónda í Vigur árin 1830 til 1852. Kona Matthíasar var Kristín Gunn- laugsdóttir frá Ríp í Skagafírði. Var hún systir Þórhalls Gunnlaugssonar, sýslu manns. Matthías var frægur kraftamaður. Eru margar sögur af afrekum hans. Hann var einnig frábær sjósóknari. Er mikil frá- sögn af ferð er hann fór fyrir Kristján fóstra sinn árið 1829 til Fljótavíkur til að sækja trjávið. Lenti hann þá í miklu óveðri, varð að varpa öllum tijáviðnum fyrir borð og flýja til Skálavíkur fyrir vestan Bolungarvík. Skipið, sem hann var á, var Vigur-Breiður sem enn er til í Vigur og notaður til fjár- flutninga milli lands og eyjar. Er hann átt- æringur og er nú nær 200 ára gamall, byggður á Ströndum. Hefur honum jafnan verið vel við haldið af Vigurbændum. Mun þetta gamla skip vera elsti áttæringur, sem er í notkun á íslandi. Hefur mörg svaðilför- in verið á því farin. Má flytja á því um sjö- tíu fjár. Egill í Hvallátrum á Breiðafirði mun einnig enn við lýði. En hann var talinn teinæringur. Þeir sem uppaldir eru með þessum gömlu skipum minnast sögu þeirra og sálar eins og náins vinar og allt að því „ættingja". Þetta munu gamlir sjómenn, sem átt hafa gömul og farsæl skip, áreiðanlega skilja. Vigur í júlí, Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, sendiherra og ritstjóri Morgunblaösins. Vandi þýðandans Eftir KJELD GALL JÖRGENSEN Sérhver þýðandi hlýtur oft að spyija sjálfan sig af hveiju hann sé að þýða, ekki síst þegar litið er á launin, sem hann hefur upp úr því. En þar sem þýðendur hafa ekki enn þúsundum saman farið út í skúringavinnu til að tvöfalda kaup sitt, er væntanlega fólgin önnur ánægja í því að snúa texta en sú að þéna peninga. Þegar ég inn á milli annarra verka fæst við að þýða fínn ég fljótlega til ákveðinnar tilfinningar, einhvers konar vímu, sem tengist því að pæla í textanum til þess að flytja hann yfír landamæri tungumál- anna. Þýðandinn nýtur þeirra forréttinda umfram venjulegan lesanda, að hann verð- ur að hafa næstum því fullkomið vald á máli textans. Skilningur hans á textanum verður að vera virkur til þess að hann geti endurskapað samhengi textans á ann- arri tungu, en eins og flestir vita þá getur texti verið flókið fyrirbæri. Allir textar — og ekki síst skáldverk — eru samsettir úr efniviði sem höfundurinn velur úr menn- ingarheimi sínum og færir í málbúning í samræmi við fjöldamargar málreglur tungu sinnar og eigin stíl. Tökum nú dæmi. í fyrra fékkst ég við að þýða Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur. Sú skáldsaga var fyrir nokkrum árum tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og lítið danskt forlag, „0resund“ að nafni, vildi gefa bókina út á dönsku. Við lestur bókarinnar rakst ég fljótlega á fjöldamörg atriði sem ég ein- faldlega skildi ekki, þar sem ég hef ekki nema takmarkað vald á íslensku eftir níu ára búsetu á landinu. Með aðstoð góðra íslendinga tókst að fækka óljósum atriðum niður í nokkra tugi, sem ég leyfði mér að bera undir höfundinn. Samt eru að sjálf- sögðu margar „villur“ eða ófullnægjandi lausnir í þýðingu sögunnar, sem ber heitir Strejf á dönsku þar sem tungumálið sjálft rúmar vitneskju sem hvorki höfundurinn með innsæi sínu né þýðandinn með mennt- un sinni hefur greiðan aðgang að. Tungu- málið fær Svo að segja alltaf síðasta orðið. Sumir halda því fram að þýðing eigi að hljóma eins og textinn hafí verið skrifaður á því máli sem þýtt er á, en ég er þessu innilega ósammála. Að sjálfsögðu verður þýðingi að vera læsileg og ákveðin aðlögun að þýðingarmálinu er ekki nema eðlileg, en samt er t.d. Hringsól íslenskur texti, og enginn — ekki einu sinni höfundurinn — gæti nokkum tíma skrifað hann á t.d. dönsku. Þýðing hlýtur að vera leið inn í málheim textans. Þýski guðfræðingurinn og heinv spekingurinn Schleiermacher hélt því fram að þýðandinn gæti valið milli tveggja stefna í vinnu sinni, annað hvort að færa höfundinn nær lesandanum eða að færa lesandann nær höfundinum, og síðar nefnda stefnan — sem ég er helst fylgj andi — hlýtur að fela í sér að þýðingin beri nokkum keim af íslensku, þ.e.a.s. af íslenskum hugsunarhætti. Að mínu mati er það aðeins gott að þýðing beri keim af því að vera þýðing. Hitt væri að líkja við nauðgun. En þetta má ekki skilja á þann veg að þýðing eigi að vera leið inn í málheim frum textans. Hún er öllu fremur leið inn í innsta eðli allra tungumála, vegna þess að þýðing ar eru alltaf ábending um og staðfesting á að hægt sé að þýða öll tungumál, þrátt fyrir að það sé jafnframt ómögulegt að hugsa sér fullkomna þýðingu. Eins og það er reyndar líka ómögulegt að hugsa sér fullkominn texta. Vandi þýðandans og jafnframt verkefni hans felst í því að leita að hinum heilaga frumtexta sem hvarf þegar Babelsturninn hmndi, og að því leyti er þýðing ekki frá- brugðin frumtexta. Skáldskapurinn felur líka alltaf í sér leit að sannleikanum um tengsl tungumálsins við umheiminn. Hringsól felur í sér sannleika sem er að mörgu leyti séríslenskur. Hún fjallar í stuttu máli um konu sem er að leita að skýringu á örlögum sínum, þ.e.a.s. þeirri staðreynd að hún neyddist einhvern veginn til að giftast „frænda“ sínum og fór þann- ig á mis við ástina og lífíð. Spurningin sem konan hringsólast í kringum er sú, hvort hún í raun og veru hefði átt annan kost, þ.e.a.s. hvort viljinn og löngunin séu fé- lagslegum aðstæðum yfírsterkari. En þetta er söguþráðurinn aðeins á yfír- borðinu og máttur skáldsögunnar er fólg- inn í því hvernig höfundurinn fyallar um þessa spurningu. Álfrún notar til þess ákveðinn stíl, sem margir lesendur hafa aðhyllst, þar sem hún endurskapar til skiptis hugsanir konunnar í núinu og minn- ingar hennar úr bemsku og æsku. Segja má að höfundurinn skrifi á tveimur stöðum í einu eða að sagan gerist á tveimur svið- um í einu. Stíllinn er með öðrum orðum stereografískur" eða einhvers konar tví- rása ritun. Með kynnum mínum af íslenskri menn- ingu og þjóðarsál kemst ég ekki hjá því að tengja þetta við tilhneigingu íslendinga til að bera ávallt fortíðina með sér, að miða alltaf núið við valkosti forfeðranna og þeirra dáðir. Hringsól er þannig sérís- lensk í tvöföldum skilningi og það er þessi hugmynd sem ég reyndi að koma yfir á dönsku í þýðingunni. En ætli maður að tengja fortíð og nútíð hlýtur það að einhveiju leyti að mistak- ast, þó svo' skáldverkið geri sitt besta. Þýðandinn rekst á margar takmarkanir þegar hann á að greina á milli þess sem er íslenska í verkinu (og ber að þýða) og þess sem er stíll Álfrúnar (sem ber að „endurskapa" á dönsku); í fyrsta lagi kann hann ekki nóg í íslensku til að sjá skýran mun, í öðru lagi getur höfundurinn heldur ekki alltaf greint þar á milli, og í þriðja lagi eru mörkin stanslaust að færast til. Þrátt fyrir þessar takmarkanir heldur þýðandinn áfram að reyna að yfírfæra ís- lenskan hugsunarhátt yfír á danska tungu og að miðla sannindum skáldsögunnar. Að þýða er alltaf glíma við framandleikann og viðleitni til að tileinka sér hann. Eins og Danir geta lært mikið af reynslu íslend- inga geta íslendingar auðvitað lært sitt- hvað af Dönum, m.a. hvemig hægt er að halda í þjóðareinkenni sín án þess að beita þjóðarrembu og þijósku. Dönsk tunga er að vísu orðin æði blendin vegna ýmissa utanaðkomandi áhrifa, en hún er engu að síður dönsk. Vegna þeirrar málstefnu sem ríkt hefur í Danmörku í margar aldir hlýt- ur að vera tiltölulega auðvelt að þýða á dönsku út frá forskriftum Schleiermachers um að færa mál frumtextans inn i þýðing- armálið. Svo virðist sem danska geti gleypt hvað sem er. En á íslandi þar sem ennþá er reynt að halda í hreintungustefnuna og þar sem markmið skólakennslunnar beinist að því frá upphafi að börnin tali allt að því eins og fyrstu landnámsmennirnir, hljóta þýðendur á íslandi að vera fylgis- menn stefnu Schleiermachers sem leitast við að gera hið framandi íslenskt. Danskir þýðendur verða að passa sig á því að læra ekki svo mikið af erlendum mönnum að þeir gleymi eigin ímynd, og íslenskir þýðendur verða að gæta þess að halda ekki svo rígfast i eigin ímynd að þeir gleymi að læra af erlendum mönnum. Höfundur er fyrrverandi sendikennari við HÍ en starfar nú við háskólakennslu og þýðingar í Óðinsvéum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. SEPTEMBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.