Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Blaðsíða 6
Stúlka með klút. Trérista 1953 Konur Braga Braga Ásgeirssyni er margt til lista lagt, svo margt að mönnum hefur hæglegayfírsést sam- hengið í myndlist hans. Á vettvangi málaralist- ar einum liggja eftir hann strangflatarverk, verk með expressiónísku sniði, áferðarríkar Bragi Ásgeirsson við grafíkkennsiu í Myndlista- og handíðaskólanum 1972. í grafíkmyndum Braga birtist greinilegast það stef sem honum virðist hjartfólgnast gegn um fjölbreyttan feril - konan. landslagsstemmur, blönduð verk, bæði að efni og inntaki svo og myndverk sem fara bil beggja milli málaralistar og höggmynda- listar. Bragi er einnig þekktur fyrir glæsi- legar teikningar sínar, flestar hlutlægar og fígúratífar, en þar hefur hann einnig hlaup- ið út undan sér, borið þær vatnslitum eða breytt þeim með öðrum hættj. Þá er ónefnd sú listgrein sem Listasafn íslands vill nú vekja sérstaka athygli á með yfírlitssýn- ingu, nefnilega grafíklistin. Þar hefur Bragi einnig forðast sérhæfingu eins og heitan eldinn, eins og sést á því að meðal grafík- verka hans eru tréristur, málmætingar, akvatintur, steinþrykk, sáídþrykk og ein- þrykk. Myndefnið í grafíkinni er ekki síður ijölbreytt; spannar yfir portrettmyndir, þar með taldar sjálfsmyndir, tilbrigði um kven- mannslíkamann, ljóðrænar hugdettur í hálf- gerðum afstraktstíl, kaldranalegar súrreal- ískar stemmur, hreinræktuð afstraktverk, myndir úr atvinnulífinu, dýramyndir með táknrænu ívafi, lýsingar við skáldskap (t.d. Jóns Helgasonar og Matthíasar Johannes- sen) og sitthvað fleira. Engu að síður er það í grafíkmyndum Braga sem greinileg- ast birtist það stef sem listamanninum virð- ist hjartfólgnast og hefur gefíð honum mest ef litið er yfir fjölbreyttan feril hans allan. Hér á ég við konur Braga. Lostafull TÁLKVENDI Hver sem tæknin er, hvert sem myndefn- ið er, þá er konan honum yfírleitt viðmiðun og fyrirmynd, alfa og ómega. Fyrstu grafík- myndir hans, gerðar 1952, eru af konum og konur koma fyrir í steinþrykksmyndum sem hann gerði nú fyrir skömmu í Kaup- mannahöfn í tilefni sýningar sinnar. Nú þykjast sjálfsagt einhverjir kannast við þessar konur Braga; eru þetta ekki lo- stafullu tálkvendin sem birtust í graf- íkmöppunum sem listamaðurinn gaf út um árið og hneyksluðu teprur af báðum kynj- um? Konumar í myndum Braga eru að sönnu ekki með margbrotinn persónuleika og mikla sálardýpt, heldur eru þær fyrst og síðast kynverur, eins og konumar í myndum Jóns Engilberts, sem var einn af lærifeðrum Braga. En konur Braga eru Kona og fugl. Sáldþrykk 1959 Granadakona. Trérista 1953 heldur ekki leikfang nokkurs karlmanns, heldur skapanomir og ástargyðjur, sterki aðilinn í samskiptum kynjanna í krafti kyn- þokka síns og lífsorku. Hvergi í myndum Braga er að finna þá hlutgervingu kvenlíka- mans sem birtist í klámritum og er óbrigð- ult einkenni kvenfyrirlitningar. í þau fáu skipti sem Bragi gerir opinskáar ástarlífs- myndir, sjá til dæmis steinþrykkin „Eroica“ (1983 ) og „Snertingin" (1984), verður kímnin og sköpunargleðin ástarbrímanum yfirsterkari. Fyrmefnda grafíkmyndin er sennilega blautlegust þessara ástarlífs- mynda, sýnir umbúðalaust það sem nefnt hefur verið „stóðlíf‘, en er þó ekki nærgöng- ulli en svo að bankamaður nokkur var bú- inn að festa kaup á eintaki til að hafa uppi í stofnun sinni, kannski viðtalsherbergi, þegar hann rak augun í helstu áhersluatr- iði myndarinnar. Og rifti kaupunum - með semingi þó, að því listamaðurinn segir. Brjóstumkennanlegir Karlmenn Að sjálfsmyndum Braga undanteknum koma karlmenn sárasjaldan fyrir í grafík- myndum hans og eru þá fremur bijóstum- kennanlegir. Annað hvort era þeir kirfílega í skugga kvenna („Fjölskyldan", 1958, „Ástríður“, 1983), eða þá að þeir taka á sig mynd óvætta eða leiksoppa („Jötun- inn“, 1956, „Víga-Saga“, 1953, „Hinn blindi“, 1953). Sama er raunar uppi á ten- ingnum í hlutbundinni málaralist Braga. „Kynvera“ er rúmgott hugtak, eins og sést á grafíkmyndum Braga. Fyrst í stað, það er á skólaárum hans í Ósló, 1952-53, ein- kennast viðhorf hans til kvenna af háleitum hugsjónum. Grafíkmyndir hans af konum eru tæpast með jarðsamband heldur snúast upp í upphafnar ímyndir hins kvenlega, túlkanir í þokkafullum og eilítið viðkvæmn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.