Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Page 9
Á þessari mynd sem tekin var árið 1907 má sjá hvar verið er að leggja lokahönd
á byggingu söluturnsins á Lækjartorgi fyrir komu Friðriks konungs 8. Síðan
hefur söluturninn verið á flakki um miðbæinn og er nú í Mæðragarðinum við
Lækjargötu. Rögnvaldur Ólafsson sem kallaður hefur verið fyrsti íslenski arki-
tektinn teiknaði söluturninn. Thomsen kaupmaður hefur skreytt hús sitt í tilefni
af komu konungs.
Á þessari mynd af Aðalstræti, sem tekin var árið 1880 má sjá tvö af þeim húsum
sem hafa verið merkt. Fyrir enda Aðalstrætis er Vesturgata 2, Bryggjuhúsið,
sem byggt var af Koch útgerðarmanni árið 1862 upp af aðalbryggju bæjarins.
Gangurinn (borgarhliðið) í gegnum húsið niður að bryggju er skreyttur í tilefni
af komu jarðneskra leifa Jóns Sigurðssonar og konu hans Ingibjargar Einarsdótt-
ur. Tölusetning húsa við götur Reykjavíkur byrjar ávallt á þeim enda götu sem
nær er Bryggjuhúsinu. Vinstra megin, fyrir framan Vesturgötu 2, er Aðalstræti
2, sem reist var af Robert Tærgesen kaupmanni árið 1855. Þetta þótti eittglæsi-
legasta hús Reykjavíkur.
Frá Árbæjarsafni
Söguleg hús
Afundi borgarráðs Reykjavíkur 10. ágúst síðast-
liðinn var samþykkt tillaga Árbæjarsafns að
merkingum sögulegra húsa í Reykjavík með
koparskiltum. Ástæður þessarar merkingar
eru margvíslegar.
Við sem vinnum við rannsóknir, viðhald
og ráðgjöf á gömlum húsum höfum orðið
áþreifanlega vör við aukinn áhuga almenn-
ings á hinu byggða umhverfi og sögu þess.
Að miklu leyti hefur þessi áhugi beinst að
byggingarháttum fyrri tíma, þ.e. hand-
bragði, efnum og öðru því sem tilheyrir eldri
byggingum. Áhuginn beinist sem sé að hinu
byggða umhverfi sem heildar en ekki að
einum takmörkuðum hluta þess.
Undanfarin 20 ár hefur komið til sögunn-
ar hópur fólks sem hefur viljað gera upp
og búa í gömlum húsum. En oft hefur þessi
áhugi staðnæmst við það að vera bara tíska.
Ekki hefur verið leitað réttrar ráðgjafar við
endurgerð húsa, en þau gerð upp samkvæmt
nýjustu tísku eins og um nýtt hús væri að
ræða. Við sjáum þessa glögglega merki í
eldri hverfum Reykjavíkur, þar sem mörg
hús sem gerð hafa verið upp hin síðustu
ár standa eftir afskræmd og hið rétta and-
lit þeirra hefur verið, ef svo má að orði
komast, flysjað. Af þessum sökum hafa
margar eldri götur Reykjavíkur misst það
yfirbragð sem þær annars gætu haft og
gerði þær áhugaverðar’og eftirsóttar, því
það er alveg ljóst að efniviðurinn er fyrir
hendi.
Nú er enn svo komið að áhugi fyrir eldri
húsakosti er mikill og ljóst að nú ristir hann
dýpra en oftast áður. Það þýðir að við endur-
gerð gamalla húsa er aflað upplýsinga um
upphaflega gerð hússins og endurgerðin
framkvæmd í samræmi við það. Ávexti
þessa sjáum við nú vaxa og þroskast allt í
kringum okkur, fyrir alla að sjá að þessi
gömlu hús njóta sín mun betur og verða
„Nú er enn svo komið
að áhugi fyrir eldri
húsakosti er mikill og
ljóst að nú ristir hann
dýpra en oftast áður. Það
þýðir að við endurgerð
gamalla húsa er aflað
upplýsinga um
upphaflega gerð hússins
og endurgerðin
framkvæmd í samræmi
við það
eftir NIKULÁS ÚLFAR
MÁSSON
Lækjargata 2 árið 1889. Þetta hús, sem var byggt árið 1852, var upphaflega
einlyft. Er ákveðið var að leggja veg meðfram Læknum urðu lóðirnar næst
honum mjög vinsælar. Þessa lóð hneppti kaupmaður Knudtzon, sem byggði hús-
ið, og var þetta fyrsta lóðin sem bæjarstjórn Reykjavíkur seldi. Sigfús Eymunds-
son Ijósmyndari og bóksali bjó og starfaði í þessu húsi á árunum frá 1871 til 1911.
Á þessari mynd, sem tekin var árið 1901, stendur Frederiksen bakari með fjöl-
skyldu sinni á tröppum hússins að Fischersundi 3, en starfsfólk á götunni fyrir
neðan. Þetta hús, sem jafnan var nefnt norska bakaríið, var byggt árið 1876.
Stíll þessi er meira í ætt við steinhús (Viðeyjarstofa o.fl.) en timburhús síns tíma.
Bjarnaborg, Hverfisgata 83, árið 1902, sama ár og byggingu þess lauk. Á
tröppunum stendur að öllum líkindum Bjarni Jónsson snikkari og kaupmaður,
sem byggði húsið. Bjarni var lang atkvæðamestur húsbyggjenda í Reykjavík á
árunum frá um 1890 til 1910, sem var blómaskeið timburhúsabygginga. Á þess-
um tíma byggði hann um 150 hús. Bjarnaborg, sem var tvímælalaust merkasta
bygging þessa mikla framkvæmdamanns, var byggð í útjaðri bæjarins og var
fyrsta fjölbýlishús landsins.
fallegri ef rétt er með farið og þeim leyft
að halda sinni eðlilegu ásjónu. Það er sem
verið sé að losa hús úr álagaham sem þau
voru hneppt í og eftir standa þau hafandi
öðlast endurnýjun lífdaga, full af stolti og
tilbúin að bjóða öllu byrginn sem reist hefur
verið frá byggingu þeirra.
Segja má að fyrrnefnd samþykkt borgar-
ráðs um merkingar sé gerð til að koma til
móts við hinn aukna áhuga almennings á
sínu umhverfi og greina frá örlitlu broti af
þeirri stórmerku sögu sem mörg gömul hús
í Reykjavík hefðu frá að segja ef þau mættu
tungu hræra. Það er tilgangurinn, að öllum
megi ljós vera hversu stór hluti okkar menn-
ingar felst í þeim húsakosti sem hver kyn-
slóð erfir eftir þær sem á undan fóru. Það
er þar af leiðandi skylda hverrar kynslóðar
að halda þessum arfi sínum við, og þannig
skila honum eins ósködduðum og framast
er unnt til þeirrar næstu. Hér er að sjálf-
sögðu ekki átt við það að varðveislugildi
hluta sé falið í aldri þeirra einum og því
skuli öllu eira. Eðlileg endurnýjun og þróun
hlýtur alltaf að eiga sér stað í vaxandi og
lifandi borg, því er það mikilvægt að velja
og hafna þannig að þráður byggingarsög-
unnar haldist óslitin.
Þau hús sem valin voru til merkingar í
þessum fyrsta áfanga eru eftirtalin: Aðal-
stræti 2, byggt 1855, Bókhlöðustígur 6,
Stöðlakot, byggt 1890, Fischersund 3,
norska bakaríið, byggt 1876, Hverfísgata
83, Bjamaborg, byggð 1902, Lindargata
51, franski spítalinn, byggð 1902, Lækjar-
gata 2, byggð 1852, Pósthússtræti 11,
Hótel Borg, byggð 1930, Söluturninn í
Mæðragarði, byggður 1907, og Vesturgata
2, bryggjuhúsið, byggt 1862.
I þessum fyrsta áfanga voru valin hús,
sem eru góðir fulltrúar byggingalistar þess
tíma er þau voru reist. Lækjargata 2, Aðal-
stræti 2, Vesturgata 2 og Fischersund 3
voru öll glæsileg iðnaðar- og verslunarhús,
byggð um og eftir miðja síðustu öld, hvert
í sínum stíl. Um þetta leyti fór fólk að öðl-
ast trú á framtíðina og Reykjavík tók vaxt-
arkipp og stutt í að hún færi langt fram
úr öðrum bæjum í íbúatölu. Á þessum lista
er einnig steinbær, Stöðlakot, sem er sér
reykvískur byggingarstíll. Þá er á listanum
ein síðasta stórbygging timburhúsatímabils-
ins í Reykjavík, Bjarnaborg, sem var fyrsta
fjölbý^hús landsins, og Hótel Borg, fulltrúi
fyrstu háhýsa steinsteypualdarinnar. Einnig
voru Lindargata 51, franski spítalinn, sem
er elsta spítalabygging sem enn stendur í
Reykjavík og sölutuminn í Mæðragarði,
teiknaður af Rögnvaldi Ólafssyni fyrsta ís-
lenska arkitektinum, heiðruð með skiltum
að þessu sinni.
Flest þessarra húsa hafa nýlega verið
gerð upp, og eru góðar fyrirmyndir fyrir
þá sem enn eiga eftir að gera upp hús sín,
en skammt er þangað til önnur verða endur-
gerð. Skilti, sem sett vom á ofantöld hús á
afmæli Reylqavíkurborgar 18. ágúst sl., era
fræðandi um byggingarsögu Reykjavíkur,
auk þess sem vonast er til að þau virki
hvetjandi á áframhaldandi gott viðhald og
umhyggju fyrir eldri húsakosti Reykvíkinga.
Höfundur er arkitekt og safnvörður húsdeildar
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. SEPTEMBER 1993 9