Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Síða 10
Matreiddar ímyndir egar bðm stíga sín fyrstu skref og byrja að kanna heiminn, þá er eitt af fyrstu ferðalögunum reikult rölt að sjónvarps- tækinu. Litlar hendur banka í tækið og reyna að fínna veramar sem birtast á skjánum. Fljótlega þykjast þau svo vita hvemig galdurinn er framinn og þetta verður hluti af þeirra daglega lífí. En það skýtur skökku við að efni fyrir yngstu áhorf- enduma inniheldur meira ofbeldi en hefð- bundið dagskrárefni. í teiknimyndum er fág- ætt að sýndar séu afleiðingar af barsmíðum, skothríðum eða öðm ofbeldi. Viðbrögð sögu- hetjanna gefa sjaldan til kynna að þetta sé rangt, sár gróa hraðar en auga á festir og allt kippist sjálfkrafa í liðinn. Fólk er hægt og rólega að vakna til meðvitundar um að böm horfí of mikið á sjónvarp og efnið sé oft langt frá því að vera hollmeti. Þarf fullvaxið fólk að líta í eigin barm? Þessi vakning er vafalaust skref í rétta átt, en þarf fullvaxið fólk ekki að líta í eig- in barm? Ágætlega greint fólk á öllum aldri virðist oft taka mark á atburðum eða upplýs- ingum úr afþreyingaþáttum sem byggðir em sem skáldsögur og fara frjálslega með sann- leikann. Þetta fólk hefur greinilega ekki hugsað um gildi efnisins. Við lifum á svokallaðri upplýsingaöld, þar sem allur heimurinn er að opnast. Fréttir Nú eru handritahöfundar í Hollywood jafnvel famir að nota tölvuforrit með formúlu, þar sem útkoman á að vera mynd sem fellur í kramið hjá áhorfendum. Eftir STEINGRÍM KARLSSON og gróusögur berast ekki lengur í gegnum opnar sveitasímalínur eða yfír kaffí og klein- um, heldur skjótast um loftið og lýstur niður í loftnetum heimilanna. Fjölmiðlamir mata okkur daglega á ýmsu efni, fólk er betur upplýst og allir geta sagt sína skoðun, í rit- uðu máli, útvarpi eða sjónvarpi. En það krefst þess af okkur að við getum greint rétt frá röngu. Þau skil geta verið nokkuð óljós þar sem mörkin milli fræðslu og auglýsinga eru oft loðin. Emm við kannski of nálægt því sem er að gerast í dag til að geta séð vandamálið? Fömm að- eins aftur í tímann til blómaskeiðs útvarps- ins í Bandaríkjunum. Þann 30. október 1938 fór í loftið hjá CBS útvarpsleikritið War Of The Worlds, verkið var flutt á nýstárlegan hátt, sögupersónur vom t.d. örvinglaður fréttamaður sem ræddi við skelfingu lostið fólk, um innrás risavax- inna marsbúa á stærð við skýjakljúfa, sem eyða áttu öllu lífí á Austurströnd Bandaríkj- anna. Útsendingin virkaði svo raunvemleg að bandaríska þjóðin ærðist úr hræðslu. Margir yfírgáfu heimili sín með hraði, sumir lögðust á bæn í kirkjum meðan aðrir undir- bjuggu stríð við þessa óboðnu gesti. Talið er að tvær milljónir manna hafi trúað að alvara væri á ferðinni. Þetta laðar fram bros hjá okkur 55 áram seinna, en getur verið að í framtíðinni eigi fólk eftir að líta um öxl og fínnast við auðtrúa og ógagnrýnin árið 1993. „Þetta er satt, ég heyrði það í útvarp- inu!“ Röksemdafærsla sem þessi heyrist gjaman. Jafn oft hefur maður verið vitni að „fijálslegri" meðhöndlun á sannleikanum frá hendi fjölmiðlanna. Hér á landi er ástæð- an hjá „fijálsu“ fjölmiðlunum líklegast pen- ingaleysi. Þeir hafa ekki efni á að rannsaka og fá staðfestingu á sannleiksgildi málsins. Margir svokallaðir dagskrárgerðarmenn í útvarpi geta skipt um plötur, sagt nafnið sitt og tilkynnt okkur nokkuð nákvæmlega hvað klukkan slær. En þegar viðkomandi aðilar reyna að halda uppi samræðum við hlustendur eða stauta úr erlendum tónlistar- biöðum slúður og popp-fréttir þá em rnargir komnir yfír takmörk sín. Oft slá þeir Bibbu á Brávallagötunni út í málvillum og orð þeirra innihalda sjaldan mikla visku, metnað- urinn virðist ekki ná lengra en að fá titilinn „útvarpsmaður". Em fijálsu íjölmiðlamir fijálsir eða em þeir bundnir auglýsendum sem leggja til rekstrarfé? Af hveiju ættu fyrirtæki að eyða stórfé i auglýsingar ef miðíamir hafa ekki áhrif á fólk? Þekktar stjömur fá ótrúlegar fjárhæðir fyrir að kynna vömtegundir og þú getur verið viss um að fyrirtækin em ekki að eyða út í loftið, þau vita að áhorfand- inn hlustar á þessa persónu. Fólk sem mað- ur umgengst hefur áhrif á skoðanir manns, góð og slæm. Sem betur fer er mannskepn- an þannig gerð að hún þróast og lærir af umhverfinu og smitast af framkomu og skoð- unum annarra. Þar af leiðandi hafa fjölmiðl- ar einnig áhrif. Bandaríkjaforseti notaði MTV til að ná til ungra kjósenda í vetur, og viti menn, það hafa aídrei jafn mörg ungmenni notað kosningarétt sinn. Með að- stoð poppstjama og leikara náði Clinton að vekja ungt fólk til umhugsunar um stjómun og framtíð Bandaríkjanna. Uppskera hans í atkvæðum bar þess líka merki, það er að sjálfsögðu jákvætt mál að koma til móts við komandi kynslóðir. Tíðarandinn er alltaf að breytast og gild- ismat fólks verður fyrir áhrifum frá atburð- um líðandi stundar. í Monsieur Verdoux lék Chaplin óvenjulega persónu árið 1947 sem var fyrir neðan þá ímynd sem fýrri hlutverk hans höfðu boðið upp á og féll það ekki í kram áhorfenda. Ástæðan fyrir litlum undir- tektum er talin vera tengd þjóðfélagslegri ímynd fólks á hetjum þess tíma og féll Chapl- in ekki inn í þann ramma. Ólíkir hlutir falla inn í menningargildi fólks á hveijum tíma. Nú á dögum virðist þetta jafnvel hafa snú- ist við, fjölmiðlar era oft farnir að skapa ímyndina og ungt fólk horfír á tónlistar- myndbönd og afþreyingaþætti til að fá fyrir- myndir. í smáum samfélögum eins og ís- landi virðist fólk hrætt við að vera „öðm- vísi“ og tekur því frekar fyrirmyndir úr sjón- varpi og tímaritum. Fyrir Rússnesku byltinguna fór hefðar- fólkið eftir svo ströngum reglum að það borðaði ákveðinn mat á ákveðnum dögum og allt fylgdi hefðbundnum reglum, í klæðn- aði, hegðun, samskiptum kynjanna o.s.frv. Þetta fólk var oft mjög vel gefíð en þessi formúlu-ímynd gerði það að verkum að það tapaði persónuleika sínum og meðvitund þess um raunvemlegar langanir og þrár sljóvgaðist. Við lifum við aðra tíma í dag en samt sem áður skapa fjölmiðlar fyrir- myndir, leikarar, poppstjömur og stjórn- málamenn móta þig og skoðanir þínar, ef þú gætir ekki að. Raunveraleikinn virðist vera einfaldur, þegar hetjur sjónvarpsins geta leyst vandamál af öllum stærðum og gerðum á innan við klukkustund. Fólk trúir því sem það sér, ef það veit ekki betur. Jafnvel þættir sem gerðir em eftir sann- sögulegum heimildum eru kryddaðir með áhrifamiklum sviðsetningum, áhrifahljóðum og fleygum setningum. Einnig taka svona þættir oft sjónarhorn eins aðila í málinu og em þar af leiðandi hlutdrægir. Þama er ógerandi að draga skýr mörk milli raunvem- leika og blekkingar, áhorfandinn verður að draga eigin ályktanir áður en hann gleypir þá afstöðu sem matreidd er ofan í hann. í Bandaríkjunum em þokukennd skil milli frétta raunvemleikans og afþreyingar óumf- lýjanleg. Fréttastöðvamar vilja sýna áhrifa- miklar fréttir sem laða sem flesta að skján- um og hættir þá til að blása út hlutina. Nýverið kom upp mál hjá NBC-fréttastöð- inni þar sem þeir settu á svið árekstur GM-bifreiðar til að sýna fram á öryggis- galla. Þetta mynduðu þeir frá mörgum sjón- arhomum og klipptu saman á dramatískan hátt, þannig að eldurinn í bifreiðinni virtist gífurlegur og sú mynd sem upp var dregin var ijarri raunvemleikanum. En það er kannski ekki í eðli metnaðargjams frétta- manns að sýna þýðingarmikla en þurra skýrslu þegar hann getur fyllt hana af spenn- andi og áhrifamiklum spennumyndum. Tón- list og umhverfíshljóð geta auðveldlega gjör- breytt gildi myndanna. I kvikmyndinni „Veggfóðri" gæddi „vondi maðurinn“ í myndinni sér á sveppum til að komast í vímu og eftir að myndin var tekin til sýningar komu upp óvenju mörg tilfelli á Borgarspítalanum þar sem krakkar komu í annarlegu ástandi eftir sveppaát. Þannig að hetjurnar í myndunum virðast ekki einungis hafa áhrif, heldur taka krakkamir hvað sem er til fyrirmyndar. Oft er gott að sökkva sér ofan í söguþráð sem ber mann burt frá hvers- dagsleikanum. Ótal dæmi um óhöpp, dauða- slys o.fl. má tengja við áhrif ijölmiðla. Annað dæmi um mistúlkun áhorfanda er bíómyndin Pretty Woman. Falleg saga um gleðikonu er kynnist sönnum prinsi sem bjargar henni frá götunni. Þessi mynd varð til þess að fleiri ungar stúlkur fóra að selja sig á götum Hollywood og biðu eftir að prins- inn þeirra kæmi og hrifí þær inn í ímyndað- an draumaheim. Mikill fjöldi amerískra kvik- mynda og sjónvarpsefnis virðist leggja meiri áherslu á umbúðir en innihald. Stjómendur kvikmyndaveranna.eru lögfræðingar og við- skiptamenn, þeim er sama þó þeir fylli heim- inn af ranghugmyndum, svo framarlega sem efnið sópar til þeirra seðlum. Margar Holly- wood-myndirnar eru skrifaðar eftir sömu þreyttu uppskriftinni. Nú em handritahöf- undar þar á bæ jafnvel famir að nota tölvu- forrit með formúlu, þar sem útkoman á að vera mynd sem fellur í kramið hjá áhorfend- um. Þetta er hlægilegt/grátlegt dæmi um hversu geldu msli almenningur fellur fyrir. The Bodyguard er sönnun um að það þarf ekki merkilegt handrit til að ná áhorf- Nýveríð gerði kvikmyndafélagið Col- umbia Vi mUljón dollara auglýsinga- samning við geimferðastofnun Banda- ríkjanna. Ákveðið var að ein eldflaug NASA yrði máluð sem auglýsing fyrir nýjustu myndina með Ámold Swartzen- egger Last Action Hero. endum. Þekkt fólk í aðalhlutverk, vinsælt lag, góðar auglýsingar og einföld saga sem endar vel, em lykilatriði uppskriftarinnar. Með því að gera karlpersónuna (Costner) að lífverði (hörðum nagla) þá hefur myndin bæði ástarsöguna fyrir konurnar og spennu- söguna fyrir karlmennina. The Bodyguard varð ein af farsælustu myndum síðasta árs peningalega séð. „Mikilvægt“ atriði er að hafa sætabrauðs- kynbombuna á skjánum og vegur útlitið oft þyngra á metunum en leikhæfíleikar viðkom- andi „stjömu". Dæmi um þetta er hægt að rekja aftur nokkra áratugi. Mesta kynbomba allra tíma, Marilyn Monroe, hafði ekki mikla leikhæfíleika, en flestir áhorfendur settu það ekki fyrir sig, svo dáleiddir vora þeir af feg- urð hennar. Athyglisvert er að nú á dögum þegar ungt fólk sér gamlar kvikmyndir með Marilyn, þá verður það oft hissa, því finnst hún þybbin og jafnvel feit. Þessar skoðana- breytingar tengjast líklegast barbí-dúkku- ímyndinni, sem stelpur alast upp við frá unga aldri og að einmitt það vaxtarlag sé hið rétta. Já, fólk sem getur ekki stungið upp í sig munnbita af mat nema vita um kólesteról-, fítu- og vítamíninnihald, gleypir hvaða óhollustu sem því býðst úr fjölmiðlun- um. Myndbönd og tískuþættir með módelum sem eru eins og tannstönglar í laginu eiga án efa einhveija sök á anorexíu sem fer illa með Qölda ungra kvenna bæði andlega og líkamlega. Þær virðast þurfa að vera með „barbí-málin“. Einhvem veginn fínnst mér ekki hægt að setja fólk og útlit þess undir einn hatt, það er varla hægt að dæma fegurð- ina í súluritum og kökuritum, er það ekki huglæg skoðun hvers og eins, líkt og aðrar tilfinningar? Mundir þú gefa Esjunni 7,5 fyrir byggingu og útlit eða er hún kannski ekki nógu mittismjó? Hvað um þetta mál- verk eftir Kjarval, 8,0? Sem betur fer er fólk ekki orðið svona heilaþvegið. Eða- hvað...? Er ungt fólk í dag of heilaþvegið af þeim ímyndum sem það sér í ijölmiðlum að það sé hætt að ákveða sjálft hvað því finnst? Þroski og siðferðislegt mat ákvarðast mikið af umhverfinu. Fjölskylda og félags- legt umhverfi, þar með talið sjónvarpið og hetjur þess, em fyrirmyndir að ýmiskonar skoðunum og gjörðum. Ungt fólk þarf að kljást við að þroska sjálfskenndina og finna sig í lífinu. Það reynir að sætta þessi sjónar- mið í eina heilsteypta mynd og prófa sig áfram út frá því. Þróunin er samfelld frá vöggu til grafar og vandamálin sem einstakl- ingamir glíma við taka stakkaskiptum á hinum ýmsu æviskeiðum. Við höfum stöðugt fyrir framan okkur ákveðnar ímyndir sem era matreiddar ofan í okkur án þess að við þurfum að þroska þær sjálf. En lausnin við þessu er ekki að setja boð og bönn við efni fjölmiðla, alls ekki. Efni fjölmiðla gefur fólki færi á að víkka sjón- deildarhringinn og fylgjast með því sem er að gerast í heiminum. Fjölmiðlar em mjög jákvæður hlutur ef þeir em rétt notaðir. Notaðu samt þína eig- in dómgreind. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Með samningi NASA og kvikmyndaheimsins skarast raunveruleikinn við ímynd- aðan heim kvikmyndanna og ungir áhorfendur geta átt erfitt með að greina skil þar á milli. Fjölda alvarlegra slysa má rekja til atvika þar sem böm hafa litið á vopn sem leikföng. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.