Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Page 12
Síðan fór Guörún heim en Gestur reiö í brott og mætti heimamanni Ólafs viö túngarö. Hann bauö Gesti í Hjaröarholt aö orðsending Ólafs. Gestur kvaöst vilja finna Ólaf um daginn en gista í Þykkvaskógi. Snýr húskarl þegar heim og segir Ólafi svo skapaö. Ólafur lét taka hesta og reiö hann í mót Gesti viö nokkura menn. Þeir Gestur finnast inn viö Ljá. Ólafur fagnar honum vel og bauö honum til sín meö allan flokk sinn. Gestur þakkar honum boöiö og kvaöst ríöa mundu á bæinn og sjá hibýli hans en gista Ármóö. Gestur dvaldist litla hríö og sá þó víöa á bæinn og lét vel yfir, kvaö eigi þar fé til sparaö bæjar þess. Ólafur reið á leiö meö Gesti til Laxár. Þeir fóstbræöur höföu verið á sundi um daginn. Réöu þeir Ólafssynir mest fyrir þeirri skemmtun. Margir voru ungir menn af öðrum bæjum á sundi. Síöan keyröi Gestur hestinn og reið í brott. Þá hlupu þeir Kjartan og Bolli af sundi er flokkurinn reiö að, voru þá mjög klæddir er þeir Gestur og Ólafur riöu aö. Gestur jeit á þessa hina ungu menn um stund og sagöi Olafi hvar Kjartan sat og svo Bolli og þá rétti Gestur spjótshalann aö sérhverjum þeirra Ólafssona og nefndi þá alla er þar voru. En margir voru þar aðrir menn allvænlegir. þeir er þá voru af sundi komnir og sátu hjá árbakkanum hjá þeim Kjartani. Ekki kvaöst Gestur þekkja ættarbragð Ólafs á þeim mönnum. Þá mælti Ólafur: Eigi má ofsögum segja frá vitsmunum þínum Gestur er þú kennir óséna menn og þaö vil ég aö þú segir mér hver þeirra hinna ungu manna mun mestur verða fyrir sér. Það mun mjög ganga eftir ástríki þínu aö um Kjartan mun þykja mest vert meðan hann er uppi. En nokkuru síöar ríöur Þóröur hinn lági son hans hjá honum og mælti: Hvaö ber nú þess viö faölr min er þér hrynja tár? Þarfaleysa er aö segja þaö en eigi nenni ég aö þegja yfir því er á þínu dögum mun fram koma. En ekki kemur mér aö óvörum þótt Bolli standi yfir höfuösvöröum Kjartans og hann vinni sér þá og höfuðbana og er þetta illt að vita um svo mikla ágætismenn. \ 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.