Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Side 6
RANNSOKN I R
I S L A N D I
Umsjón: Sigurður H. Richter
Glasa-
frjóvganir
Um þessar mundir eru tvö ár síðan Glasafrjóvg-
unardeild tók til starfa á Kvennadeild Land-
spítalans, en fyrstu meðferðimar hófust í
október 1991. Markmið þessarar greinar er
að varpa ljósi á hvemig slík meðferð fer fram
og að gera grein fyrir helstu niðurstöðum
starfseminnar fram til þessa.
Eggin eru einungis um 0,1 mm í þvermái og því fer öll vinna með þau fram undir
smásjá. Gæta þarf ýtrasta hreinlætis við vinnu með egg, sæði og fósturvísa og því
er unnið í lofthreinsiskápum.
Rúmlega 100 böm eru fædd
eftir glasafrjóvganir á íslandi
Eftir JÚLÍUS GÍSLA HREINS-
SON OG PÓRÐ ÓSKARSSON
Upphafið
Fyrstu tilraunir til glasafrjóvgana hjá
mönnum má rekja til Oldham District Gen-
eral Hospital í Englandi þar sem þeim
Patrick Steptoe og Robert Edwards tókst
að frjóvga egg utan líkama kvenna með
lokaða eggjaleiðara. Samstarf þessara
manna hófst í lok sjöunda áratugarins og
margra ára þrotlaus undirbúningsvinna
leiddi til fæðingar Louise Brown 25. júlí
1978. Næstu árin á eftir fæddust einungis
fá börn eftir glasafijóvgun en á áttunda
áratugnum breiddist þessi tækni inn heim-
inn og í dag hafa þúsundir bama fæðst
eftir glasafrjóvgun.
Glasafrjóvgun. Fyrir
Hverja?
Flestum er eðlislægt að vilja eignast
böm. Þegar haft er í huga að allt að 10%
para á bameignaaldri eiga við ófrjósemi
að stríða, um lengri eða skemmri tíma,
verður ljóst að fyrir marga er þetta ekki
sjálfsagt mál. Ekki þarf allt þetta fólk að
fara í glasafrjóvgun en þessi mál snerta
fleiri en margir ætla.
I flestum tilfellum er vandinn, sem ætlað
er að leysa með glasafrjóvgun, sá að kyn-
fiumur parsins ná ekki að mætast. Ástæð-
umar geta verið skemmdir eggjaleiðarar,
vandamál tengd hormónastarfsemi konunn-
ar, skertur hreyfanleiki sæðisfrumna, eða
aðrar orsakir. í um þriðjungi tilfella er
orsakanna að leita hjá konunni, í þriðjungi
hjá karlinum og í þriðjungi tilfella hjá báð-
um aðilum. Meðferðin snýst því um móts-
stað kynframnanna í tilraunaglasi um
stundarsakir til að egg nái að frjóvgast.
Tvö til þrjú þeirra eru síðan flutt í leg
konunnar.
TVEIR TlL ÞRÍR DAGAR í TIL-
RAUNAGLASI
Til að unnt sé að ná eggjum úr kommni
þarf hún að gangast undir 4-6 vikna lyfja-
meðferð sem miðar að því að eggjastokkar
hennar þroski nokkur eggbú samtímis. Með
þessu móti má auka líkumar á því að með-
Taflan sýnir niðurstöður glasa-
ftjóvgunarmeðferða við Landspítal-
ann á tímabilinu október 1991 -
desember 1992.
Lyfjameðferðir..............215
Eggheimtur..................173
Fósturfærslur...............166
Fæðingar.....................76
Fæddböm......................59
ferðin beri árangur en í venjulegum tíða-
hring þroskast yfirleitt eitt eggbú í einu.
Eggbúin eru fundin með hjálp ómskoð-
unartækis. Stungrð er á þeim og eggin sog-
uð út með eggbúsvökvanum. Með því að
skoða eggbúsvökvann undir smásjá er hægt
að finna eggin og þeim er síðan komið fyrir
í ræktunarvökva. Mikilvægt er að þeim sé
búið umhverfi með réttu hitastigi, jóna-
styrk, sýrustigi og án allrar mengunar. Um
það leyti sem eggheimta fer fram er sæðis-
sýni makans meðhöndlað til að velja heil-
brigðar og sprækar sæðisfrumur til notkun-
ar í meðferðinni. Þetta er gert með því að
láta þær synda upp gegnum æti í tilrauna-
glasi og veiða þær spretthörðustu ofan af
eftir 20-40 mínútur.
Síðdegis á eggheimtudeginum era egg
og sæðisfrumur sett saman og eru yfirleitt
notaðar 100.000 - 200.000 sæðisfrumur fyr-
ir hvert egg. Svo margar sæðisfrumur eru
nauðsynlegar til að auka líkur á því að sem
flest eggjanna fijóvgist. Þessi nálægð eggja
við mikinn fjölda sæðisframna getur ráðið
úrslitum þegar um skertan hreyfanleika
sæðisfrumnanna er að ræða.
Að morgni næsta dags er athugað hversu
mörg eggjanna hafa fijóvgast og má þá
greina erfðaefni eggsins og sæðisfrumunn-
ar í formi tveggja forkjama í egginu. Að
jafnaði má búast við að 50-60% eggjanna
frjóvgist.
Á öðrum til þriðja degi eru frjóvguð egg,
sem nú kallast fósturvísar, skoðuð og tveir
til þrír þeirra fluttir aftur til konunnar.
Fósturvísar eru valdir til fósturfærslu á
grundvelli þess hversu margar frumuskipt-
ingar hafa átt sér stað og hversu heillegar
frumumar era. Við fósturfærslu eru fóstur-
vísar oftast á 4-8 frumu stigi en val milli
þeirra er mjög mikilvægt því ekki þroskast
öll frjóvguð egg í fósturvísa sem líklegir
eru til að leiða til þungunar.
Eftir fósturfærslu tekur við lyfjameðferð
sem miðar að því að halda slímhúð legsins
móttækilegri fyrir fósturvísunum.
UNDIR 42 ÁRA ALDRI
Nauðsynlegt er að ákveða hvaða sjúkl-
inga skuli taka til meðferðar. Reglumar
sem deildinni hafa verið settar kveða á um
að konan skuli vera undir 42 ára aldri þeg-
ar meðferð hefst og má benda á að sums
staðar era þessi mörk talsvert lægri. Að
öðru leyti er ekki gert upp á milli sjúklinga
svo fremi að læknisfræðilegar ábendingar
mæli með slíkri meðferð.
Útkoma Meðferða
Þar sem níu mánuði þarf til að endanleg
niðurstaða allra meðferða komi í ljós er hér
einungis hægt að gera fulla grein fyrir árun-
um 1991 og 1992. í töflunni má sjá niður-
stöður meðferða fyrstu 15 mánuðina í starf-
semi deildarinnar. Ekki komast allar konur
í eggheimtu og liggja fyrir því mismunandi
ástæður svo sem ófullnægjandi svörun við
lyfjameðferð. Hlutfallsleg útkoma meðferð-
anna hefur haldist stöðug þennan' tíma, en
um 35% tilrauna leiða til fæðingar bams
eða bama. Segja má að þessi árangur sé
mjög vel viðunandi. Rúmlega 100 böm era
fædd eftir glasafijóvganir á deildinni fram
til þessa, ef með eru talin þau böm sem
hafa fæðst eftir meðferðir í upphafi þessa
árs.
Framtíðarhorfur
I upphafi starfseminnar var ákveðið að
nota eingöngu kynfiramur parsins sjálfs við
meðferðina en ekki hefur verið farið inn á
umdeildar brautir, svo sem að nota gjafa-
kynfrumur. Frysting fósturvísa eða notkun
þeirra í rannsóknaskyni hefur heldur ekki
verið á dagskrá hjá deildinni. Þessi atriði
þurfa frekari umfjöllun og skýrar reglur
um þau þurfa að liggja fyrir áður en hafist
verður handa um slíka útvíkkun á starfsem-
inni.
Það vandamál sem, brýnast er að finna
lausn á, er hversu langur biðlisti er eftir
meðferð á deildinni en hann er nú rúm 2
ár. Ástæðan fyrir þessu er sú að mun meiri
eftirspum hefur verið eftir meðferð en
búist var við í fyrstu. Þar sem deildinni er
þröngur stakkur sniðinn, hvað varðar hús-
næði og tækjakost, er ljóst að þetta vanda-
mál verður erfitt úrlausnar. Vonumst við
til að okkur verði gert kleyft að vinna bug
á þessum vanda áður en langt um líður.
Höfundar eru líffræðingur og læknir og starfa peir
á Glasafrjóvgunardeild Landspítalans.