Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 2
JÓN DAN Talmynd af karli Ég er ekki mynd á vegg Enn stend ég uppréttui• fer minna ferða greiði útsvar og skatta Nú er í tísku að vera heitfengur Öldruðum er gjarnan kalt Stundum er ég seinn til svars kem ekki fyrir mig andliti nöfn vilja týnast dokið við - sýnið mér snefil af þolinmæðinni sem ykkur var skömmtuð í vöggugjöf Ha! Og þið ekki nema um fertugt! Enn er ég ekki tii byrði Fæ að vísu Betoptik ogÞyroxin natríum án þess að opna veski lagðist undir hnífinn saklaus eins og hvítvoðungur umhverfis mig aðrir ungir og pattaralegir höfðu ögrað heilsu sinni og þörfnuðust viðgerðar Ekki var útvarpsrásum fjölgað handa mér skopparakringla bjórkrár og danssalir — ekki í mína þágu heldur ykkar sem þeysið hringveginn út að borða í tíöllina á handbolta afmæli kunningja kráai'för um helgar starfsmannahóf jólaglögg . þorrablót árshátið Hávaði vín og mannþröng. HæU íslands unglingafjöld sem sækist eftir að drepa tímann Varið ykkur! Þið vitið ekki hvað hann er veiklaður og gjarn á að geispa golunni fyrirvaralaust Talmynd af andborgara /smáborgara Ég er fímmtíu og eitt prósent andborgari röltandi þegar aðrir aka þögull þegar aðrir masa heima þegar aðrir ferðast Heimilið er virki mitt bókin leikhús mitt útvarp blöð og sjónvarp nautnalyfíð mitt íþróttaiðkun? Moldarstúss Dragið mig ekki á torgin einfeldning til að vitna Heimtið ekki að ég sæki spilakvöld og dansleiki Eg er fímmtíu og eitt prósent andborgari Til hvers ætlist þið vinir? Lofíð mér að eldast án þess að leika trúð Hvar er hinn opni faðmur? Helga í Bræðratungu séra Friðrik? A kráarölti eða hoppandi eins og api á aldraðra balli? Lofíð mér að eyða kvöldinu án afkáraskapar gerið mig ekki að skrípamynd af ungiingi í gatslitnu hylki Ég er fjörutíu og níu prósent smáborgari þarf hvorki dans vín né frægðarfólk Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók Jóns Dan, sem heitir Talmyndir og Bókaútgáfan Keilir hefur gefið út. - m m * tAct 1U Ljósm. Bjarni Ragnar „Ætli það hafí átt að vera á föstudaginn kemur“ eftir HALLDÓR SNORRASON Smásaga E». nda þótt klukkan væri ekki nema rúmlega sex þennan fóstudagsmorg- un voru samt ótrúlega margir mættir upp á hæðinni fyrir ofan þorp- ið. Sumir þegar sestir og farnir að huga að nestisbirgðum sínum. Aðrir eigruðu um, svo sem eins og þeir væru í leit að hentugum stað til að hvíla sig, en virtust ekki finna neinn slíkan stað og héldu bara áfram að eigra um. Sólin var að koma upp og dró með sér langa skugga upp hæðina. Gömlu konumar losuðu aðeins um skýluklútana. Þetta yrði örugglega heitur dagur. Fólk hélt áfram að dragast upp hæðina, eins og skuggamir. Flestir svart- klæddir. Það var enginn asi og fólk talaði gjarnan í hálfum hljóðum, nema að sjálfsögðu börnin, sem gerðu sér allskostar ekki ljóst hvað var í vændum. Nokkrir svartklæddir gamlir menn sátu á steinhleðslu og skeggræddu væntanlegan at- burð. Einn þeirra hélt því fram að trúlega myndi ekkert gerast þennan daginn, öllu yrði frestað eftir að hafa narrað allan þennan fjölda um langan veg. „Það er ekki að því að spyrja þegar hið opinbera stendur að framkvæmdum" bætti hann við, og allir voru sammála, eins og svo gjarnan þegar gamlir menn koma sam- an. Einn gömlu mannanna taldi sig sjá rykm- ökk niðri á veginum við þorpið og góða stund beindist athygli fjöldans að þorpinu, þar til einhver kvað upp með það að þarna væri mjólk- urbíllinn á ferðinni. Fólk var greinilega farið að ókyrrast, enda liði fram til hádegis og enn- þá hafði enginn frá því opinbera látið svo lítið að mæta eða senda upplýsingar. Ungur maður með tvær hækjur tosaði blinda tengdamóður sína síðasta spölinn upp hæðina. Þau höfðu verið á ferðinni allan morguninn, sársvöng og þyrst. Einn gömlu mannanna gaf þeim að dreypa úr brúsanum sínum og braut mola af brauðinu sínu og gaf þeim. Ungi mað- urinn sagðist hafa hitt mann niður í þorpi og hann hafi lofað fólki bata meina sinna ef það færi upp á hæðina í dag. Þar myndu gerast kraftaverk, hafði hann sagt. Ekki sagðist ungi maðurinn muna hvort hann hafði heitið Pétur eða Páll. Ungur drengur í stuttbuxum kom hlaupandi til gömlu mannanna sem sátu á steinhleðsl- unni og hrópaði „afi, afi ég fann nagla, stóran nagla og hann er blóðrauður í annan endann.“ Gamli afinn hrökk við. „Uss, uss drengur minn, segðu þetta ekki.“ Hann rétti fram æðabera höndina, „láttu mig fá hann“. Og hann beygði sig yfir drenginn og hálf hvíslaði að honum: „Við finnum ekki svona hluti á föstudaginn langa, og ef við finnum svona hfut á fóstudag- inn langa þá látum við eins og við höfum ekki fundið neitt á föstudaginn langa, og láttu mig svo hafarin." „Já, eri afi mirin, ég fann hann og get notað hann.“ Afinn sagði ekki meir en tók með sínum tveimur æðaberu höndum um smáar, óhreinar hendur drengsins og laumaði naglanum í vasa sinn. „Þarna koma þeir,“ hróp- aði einhver. „Þeir eru að koma.“ Og allur hóp- urinn komst á hreyfingu og hver spurði ann- an, „Hverjir eru þeir?“ „Hefur þú séð þá?“ „Jú, þama eru þeir, góðan spöl frá þorpinu." Vörubíll liðaðist upp hlykkjóttan moldarveg- inn og dró rykmökk á eftir sér. Mannfjöldinn komst allur á hreyfingu og flestir reyndu að komast sem næst pallinum, sem sleginn hafði verið saman efst á hæðinni. Vörubíllinn var kominn upp að pallinum og bflstjórinn, grann- vaxinn ungur maður í ilskóm, með jarpt skegg, snaraðist út úr bflnum. „Hvar er verkstjór- inn?“ spurði hann og svipaðist um. „Verkstjór- inn átti að koma með þér,“ heyrðist einhver segja. „Hann er bara með eitt krosstré á pall- inum,“ bætti hann við, „átti hann ekki að koma með þrjú krosstré?" „Það hélt ég líka,“ sagði bflstjórinn og snaraði sér upp á pallinn og fór að draga krosstréð aftur eftir pallinum. „Kaup- félagsstjórinn lét mig aðeins fá þennan eina kross. Eg ætlaði að taka hina tvo, en hann sagði mér að þeir ættu að fara annað.“ Bflstjór- inn rétti úr sér og leit yfir hópinn. „Ætlar ekki einhver að hjálpa mér að taka hann nið- ur? Ég varð einn að setja hann á pallinn. Kaupfélagsstjórinn sagðist ekki koma nálægt þessu og algjörlega þvo hendur sínai- af þess- ari uppákomu.“ Það voru þegar komnir nokkr- ir menn að hjálpa við að taka krossinn af bíln- um. Þeir fóru sér mjög gætilega, eins og tréð væri brothætt. „Þið þurfið ekki að fara alveg svona varlega. Sjáið þið ekki að þetta er harð- viður, þetta er eik? Hinir tveir krossarnir voru bara furuspýtur, en þær áttu víst að fara eitt- hvað annað, eins og kaupfélagsstjórinn sagði.“ Hann snaraðist inn í bflinn og gangsetti og bíllinn rann af stað, en stöðvaðist snarlega og bilstjönnn steig út og réttí nærstöddum öld- ungi pakka af nöglum. „Hérna er pakki af treitommu, ekki má gleyma upphengjunni. Verkstjórinn hlýtur að gefa sig fram,“ sagði hann og bfllinn rann af stað. „Þú rekur ekki treitommu í eikartré," sagði öldungurinn, sem tekið hafði við naglapakkanum. Hann handlék pakkann eins og glóandi kolamola og losaði sig við hann. „Nei, það gerir þú ekki, það þarf stærri spíkur í eikartré, miklu stærri,“ og hann mjakaði sér þusandi burt, eins og hann vildi enga ábyrgð hafa á þessu verki. Það var liðið að kveldi og sólin vai- að síga niður í landið. Það var óróleiki í fólkinu þegai’ það í’ann af stað niður hæðina, eins og sauðfé á leið til réttar. „Ætli það hafi átt að vera á föstudaginn kemur?" muldraði gömul kona og sveipaði svörtu sjalinu þéttar að sér. Höfundur er forstjóri f Reykjavlk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.