Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 10
Svartaflóa, sem krækja varð fyrir, þar sem hann var ófær hestum. Kjallaksstaðir eru nú við Neðribyggðarveg, en í Jarðabók Ama og Páls segir, að munnmæli séu um, að þeir hafi áður staðið þar, sem nú er stekkur í heimalandi, svo sem sjá megi á rústum og girðingum.36 Að sögn Ólafs Péturssonar bónda í Galtartungu (f. 1929) eru þessar rústir austan við Heyá uppi undir Ijalli neðan við Efribyggðarveginn gamla milli Stóru-Tungu og Víghólsstaða. Víghólsstaðir (24 hndr.) hafa þannig verið í bæjaröð við veginn undir fjallinu, og til beggja handa eru stærri jarðir: handan Klofnings Ballará (48 hndr.) og austan Víghólsstaða Stóra-Tunga (40 hndr., með Litlu-Tungu 50 hndr.) og inni í dalnum Galtardalur fremri (30 hndr.) og neðri (12 hndr.). Kjallaksstaðir (24 hndr.) eru í Landnámu taldir landnámsjörð milli Dag- verðarár og Fábeinsár, og samkvæmt því ættu næstu jarðir að hafa byggzt út úr þeim, m. a. Vogur (12 hndr.) og Víghóls- staðir. Auk þess em stærri jarðir en Víg- hólsstaðir í nesinu fram undan: Amar- bæli (30 hndr.) og Dagverðames (30 hndr.). Það em því líkur til, að Víghóls- staðir hafi byggzt síðar en stærri jarðir í bæjaröðinni og þá verið byggðir við veg- inn milli þeirra. Eftirtektarvert er, að Víg- hóllinn er fast við Efribyggðarveginn skammt frá vegamótum Efri- og Neðri- byggðarvegar, þjóðleiðanna um Fells- strönd. í eina skiptið, sem sagt er frá Vígólfs- stöðum (þ. e. Víghólsstöðum) á Fells- strönd í fomum heimildum, er það í tengsl- um við mannaferðir 1235: „Þeir riðust hjá fyrir neðan Vígólfsstaði," segir í Sturl- ungu um menn, sem þar vom á ferð.36 VÍGHOLTSSTAÐIR í Laxárdal í Laxárdal í Dölum em Vígholtsstaðir, og er fyrri hluti nafnsins jafnvel enn margbreytilegri í varðveittum heimildum en fyrri hluti Víghólsstaða á Fellsströnd: uislatz- 1355/1601, Vigsholltz- 1375/um 1605, Vislat- 1397/um 1640, Vifils- 1575/17. öld, Wíghollt- 1703, Vigholts- 1839, Vígholts- 1915, 1961. Ekkert Víg- eða Veg-örnefni er nú þekkt í landi Víg- holtsstaða. Finnur Jónsson hugði fyrri lið nafnsins vera mannsnafnið Vígólfr eins og í bæjar- nafninu á Fellsströnd.37 Erfitt er að gera sér grein fyrir elztu varðveittu nafnmynd- inni, uislatz-. Þess ber að gæta, að nafn- myndimar frá 1355 og 1397 em báðar úr máldaga Hjarðarholtskirkju og að hvor- ugt skjalið er til í frumriti. Gösta Franzen segir, að séu nafnmyndimar frá 1355 og 1397 gildar, mætti hugsa sér, að um sé að ræða viðumefni, þ. e. lýsingarorðið *víslátr, myndað af víss ’hygginn, skyn- samur’, sbr. spaklátr (merkir ’kyrrlátur, friðsamur’) af spakr, blíðlátr af blíðr o. s. frv.38 Til em viðurnefni konunga með þessum síðari lið: hinn drambláti, göfug- láti, mikilláti og lítilláti og drottningarvið- umefnin hin mikilláta og stórláta. Viður- nefni venjulegs fólks með þessum nafnlið, sem ég hef fundið, em hinn margláti, ofláti, ranglátr og hin siðláta, og em þetta allt þekkt orð í tungunni. Hins vegar er merkingar vegna erfiðara að hugsa sér viðumefnið *víslátr, enda kemur það lýs- ingarorð hvergi fyrir, og enn erfiðara er að hugsa sér, að þetta annars óþekkta og sérkennilega orð hafi komizt inn í bæjarnafn. Fyrri liðir tveggja þeirra lýs- ingarorða, sem Franzen nefnir, em aftur á móti til sem viðurnefni að fornu: víss, vísi, spakiP Þess skal getið, að Finnur Jónsson segir, að nafnmyndin Vislatz- sé talin afbökun nafnsins Vígólfs-, en getur ekki heimildar.401 ritdómi sínum um bók Franzens segist Baldur Jónsson ekki vilja fullyrða að svo stöddu, að upprani beggja bæjanafnanna, á Fellsströnd og í Laxár- dal, sé hinn sami, þ. e. Vígólfs-, en óneit- anlega sé það nærtækara en að gera ráð fyrir óþekktu lýsingarorði og viðumefni, *víslátr.il Til álita kemur, hvort uislatz- kunni að vera afbökun foms nafnliðar, sem verið hafi óskyldur Vígólfs- eða Vígholts-, en hafi síðar lagað sig eftir Víghólsstöðum á Fellsströnd. Upphafsatkvæðið leiðir hugann að no. veisa ’bleyta, for, mýr- lendi’. í Noregi em til árheitin Visa og Vismunda, og era þau nöfn talin skyld no. veisa og þýzka no. Wiese ’(vott) engi’.42 í Bakkehéraði á Vestur-Ögðum í Noregi er bærinn Visland, sem O. Rygh taldi draga nafn af á,43 en neðan við bæinn er og vatn með mýrlendi í kring.44 Á bæjunum Veisu og Veisuseli í Fnjóska- dal, sem upphaflega hafa verið ein jörð, eru svonefndar Seyrur, votlendi ofan við Víðines við Fnjóská, þar fyrir norðan Blá- randarmýri og starartjörnin Stóratjörn, auk þess sem mýrarhöll eru þar í brekk- um. Að sögn Lúthers Gunnlaugssonar bónda í Veisuseli (f. 1923) er miklu vot- lendara á þessum jörðum en á næstu jörð- um sunnan við og norðan. Sigurbjöm Sig- urðsson á Vígholtsstöðum (f. 1941) segir, að þar hafi verið 2-3 ha fúamýri, nefnd Formýri, með smátjömum. Meiri mýrar vom á Vígholtsstöðum en á smábýlinu Spágilsstöðum, ep hins vegar vom sams konar mýrar, en miklu stærri, bæði á Hróðnýjarstöðum og í Ljárskógum, enda eru það margfalt stærri jarðir. Nafnmynd- in Vis- kemur ekki fyrir í öðm íslenzku ömefni, svo að mér sé kunnugt, og ekki er auðvelt að lesa úr hinni varðveittu nafn- mynd uislatz- eðlilegt bæjarnafn af þess- um stofni. Ef einhveijum dytti í hug * Vis- landsstaðir (sbr. norska bæjarnafnið) er þess að gæta, að samsetningin -landsstað- ir sem síðari hluti bæjamafns tíðkast ekki, enda hálfgerð tvítekning. Hinn kostinn má því einnig hugleiða, að VigshoIItz-myndin, sem einnig kemur fyrir í máldaga Hjarðarholtskirkju á 14. öld, sé nær réttu lagi og s í uislatz- sé sama s og í Vigsholltz-, þ. e. eignarfalls- endingin. Myndin uislatz- gæti þá verið afbökun eða öllu heldur misritun fyrir Vígsholts-, sem breytzt hefði úr *Veg- holts- (sbr. Víghóls- < *VeghóIsstaðir), og eignarfalls-s hefði þá bætzt við fyrsta atkvæðið, eftir að *Veg- varð Víg-. Ef litið er á gamla vegi hjá Vígholts- stöðum, kemur í ljós, að reiðvegur lá frá Hróðnýjarstöðum um Vígholtsstaði til Hjarðarholts, og var hann kirkjuvegur Hróðnýjarstaðamanna. Hjarðarholt var 40 hndr. jörð með hjáleigum, og vom Víg- holtsstaðir ein þeirra (4-5 hndr.), en Hróðnýjarstaðir vom 30 hndr. Dýrleikinn bendir til þess, að Vígholtsstaðir muni yngri jörð en Hróðnýjarstaðir. Sigurbjörn Sigurðsson telur líklegt, að vegurinn hafí legið sæmilega greiðfæra leið milli Hróðnýjarstaða og Vígholtsstaða yfír ána Ljá og síðan um Ásana suðvestur frá Víg- holtsstöðum til að krækja fyrir Spágils- staðaflóann, sem var afar blautur — Sigur- bjöm segist í æsku hafa kviðið fyrir að fara hann —, og loks yfir Hjarðarholtsháls- inn. Á þessari leið hafa verið krossgötur skammt sunnan við Vígholtsstaði, þar sem leiðin frá Spágilsstöðum lá yfír Spágils- staðaflóann um Reiðholt (lítið holt í mýr- inni neðan Spágilsstaða) til Ljárskóga og Vígholtsstaða. Sjá má á kortum þessi vegamót á Ásunum rétt suðvestan við Vígholtsstaði,45 svo og kirkjuveginn frá Hróðnýjarstöðum alla leið í Hjarðarholt.46 Helgi Einarsson frá Hróðnýjarstöðum (f. 1905, var þar til 1925) staðfestir, að kirkjuvegur Hróðnýjarstaðamanna lá fyrr- um þessa beinustu leið um Vígholtsstaði til Hjarðarholts. Ef gert er ráð fyrir, að -holts- hafi upphaflega verið í heiti Vígholtsstaða, verður að hafa í huga, að holt merkir í fomu máli ’skógur’, sbr. þýzka orðið Holz ’skógur, viður’ og máltækið „oft er í holti heyrandi nær“. Skógur óx ekki í blaut- ustu mýrum, heldur á þurrum rimum og hæðum. Af sumum Holts-nöfnum má sjá, að ekki hefur þar verið um háar hæðir að ræða, sbr. Holt undir Eyjafjöllum.47 Holtið, sem Vígholtsstaðir kynnu að draga nafn af, hefur þá trúlega verið þurrir skógi vaxnir rimar, holt eða ásar hjá Vígholts- stöðum, sem leið Hróðnýjarstaðamanna til Hjarðarholts lá um, enda heitir Holt eða Húsholt (kennt við fjárhúsin) alveg heima við bæ á Vígholtsstöðum, og sjálfur stendur bærinn á lágum melhól. Þess skal getið, að örnefnið Vegholt kemur víða fyrir, svo sem að Arnartungu í Staðar- sveit, Fossi í Hrútafírði, Undirfelli í Vatns- dal, Stafafelli í Lóni og Stórafljóti í Bisk- upstungum. VÍGHÓLL í ARNKÖTLUDAL í örnefnaskrá Arnkötludals í Stein- grímsfirði segir, að Álftamosar séu að vestanverðu í dalnum, „þar fyrir ofan Heiðarbrekkur. Liggur vegurinn þar ofan af Bæjardalsheiðinni. Svo er VíghóII þar við ána og eyrar, sem heita Víghólseyr- ar.“ Bjöm Sigurðsson bóndi á Hrófá (f. 1919 í Arnkötludal, var í Vonarholti 1927-35, í Arnkötludal 1935-57 og síðan á Hrófá) segir, að gamli vegurinn frá Vonarholti í Arnkötludal liggi fram ár- eyramar og síðan eftir Langahrauni og Illahrauni að Víghólseyrum og eftir þeim að Víghól, sem er niðri við ána; liggur vegurinn suðvestan í jaðrinum á hólnum, og þar beygir vegurinn upp í Heiðarbrekk- urnar og upp á Bæjardalsheiði; var tekið mið af Víghólnum, hvar lagt skyldi á heið- ina, en vegurinn er varðaður frá neðsta hjalla ofan við Víghól suður í Bæjardal í Reykhólasveit. Þessi leið var aðalleiðin milli byggðanna fram á þessa öld, og fór Bjöm hana sem strákur, um fermingarald- ur. Nú hefur vegurinn um Tröllatungu- heiði tekið við sem alfaraleið (bílvegur). VÍGHÓLL YTRI í HÖRGÁRDAL Víghóll í landi Lönguhlíðar í Hörgárdal er að sögn Kristjáns Hermannssonar bónda í Lönguhlíð (f. 1939) tæpa 700 m suður og upp frá bæ. Árni J. Haraldsson (f. 1915, bóndi á Hallfríðarstöðum 1943-68) segir mér, að ofan túns í hlíð- inni, a. m. k. norðan frá merkjum móti Skriðu og suður til Öxnhóls, séu greinileg- ar götur, sem legið hafí rétt fyrir neðan Víghól, og vom þær götur notaðar til fjár- rekstrar á hans tíð. í örnefnaskrá segir, að lítið eitt inn (suður) og upp frá Víghól séu seltóftir undir Selhjalla spölkorn frá landamerkjum. Það er því einnig spurn- ing, hvort VíghóIIinn hafí verið við gamlar selgötur frá Lönguhlíð. Kristján segir greinilegar götur bæði ofan og neðan við Víghólinn. Ég kom að Víghól sumarið 1993 og sá göturnar. Neðan við Víghól liggur gata alveg utan í hólnum. Á honum er hrunin varða. VÍGHÓLL FREMRIÍ HÖRGÁRDAL Um Víghól í landi Ásgerðarstaða í Hörgárdal segir í örnefnaskrá Ásgerðar- staða: „Skammt sunnan við Flögumerki er Víghóll rétt ofan við sýsluveginn.“ Aðeins efri hluti hólsins stendur nú eftir, þar sem rétt hefur verið gerð neðan í hólnum. Guðmundur Skúlason bóndi á Staðarbakka (f. 1951) segir hólinn um 80 m ofan við núverandi veg, en gamli reiðvegurinn, sem nú er horfínn, muni hafa verið aðeins neðar (um 20-30 m). Víghóllinn er eini hóllinn á leiðinni milli bæjanna. VÍGHÓLAR í ÖXNADAL Víghólar í Öxnadal eru nyrzt í landi Varmavatnshóla alveg niðri við ána, og ofan við þá er Víghólaflói, dálítið mýrar- sund. Að sögn Jóns Jónassonar bónda á Hrauni (f. 1916), en hann var í æsku í Varmavatnshólum, lá gamli reiðvegurinn milli Varmavatnshóla og Bessahlaða bæði á bökkunum gegnum Víghólana og uppi í brekkunum ofan við Víghólaflóa. Þegar menn vom vel ríðandi, var greiðara að ríða bakkana um hólana. Hringvegurinn var á liðnu sumri lagður þvert í gegnum Víghólana vestan við nýju brúna yfír Öxnadalsá. VÍGHÓLL í HNEFILSDAL Víghóll í Hnefilsdal á Jökuldal er að sögn Eyþórs Guðmundssonar, fyrmm bónda í Hnefílsdal (f. 1931, var í Hnefils- dal 1943-79), skammt fyrir neðan gömlu göturnar út frá Hnefilsdal, um 1 km frá bæ. Nokkru utar skiptust leiðir, lá önnur áfram að Stekknum (eða Þorsteinsstöðum, þar sem nú era beitarhús), en aðalvegur- inn út dalinn sveigði til norðurs niður að Húsánni og yfír hana á vaði neðan við brúna, sem nú er. Bílvegurinn, sem lagður var 1947-48, liggur hins vegar 3-400 m neðan við Víghólinn. Ástæðu þess, að far- ið var áður ofan við Víghólinn, þó að það sé nokkm lengra, telur Eyþór vera þá, að þar var harðvelli og betri reiðleið. Á efri enda Víghóls, sem nær er gamla reið- veginum (um 40-50 m frá honum), sá ég myndarlega vörðu sumarið 1993. VÍGHÓLAR Á SÍÐU „Ofan við þjóðveginn, við veginn heim að Prestsbakkakoti, em svonefndir Víg- hólarý segir í ömefnaskrá. Víghólarnir era fjórir í röð frá norðri til suðurs milli Prestsbakka, Prestsbakkakots og Breiða- bólstaðar. Að sögn Bergsteins Jónssonar deildarstjóra frá Prestsbakkakoti (f. 1921, var þar til 1940) lá gamli reiðvegurinn frá Prestsbakka að Breiðabólstað í sveig suður fyrir syðsta Víghólinn, má segja alveg við rætur hans. Vegurinn frá Prests- bakkakoti til Prestsbakkakirkju lá um skarð norðan í efsta (nyrzta) Víghólnum; þar í skarðinu skiptist vegurinn, og lá vegurinn til vinstri um Iaut, sem skipti efsta Víghólnum, og síðan suður með Víg- hólunum niður á þjóðveg. VÍGHÓLL UNDIR EYJAFJÖLLUM Víghóll er landamerki Nýjabæjar og Fitjarmýrar í Vestur-Eyjafjallahreppi, að því er segir í landamerkjabréfi 1820. Nafnið er nú týnt að sögn Leifs Einarsson- ar bónda í Nýjabæ (f. 1933). Hann segir, að sumir hafí viljað telja Víghól vera sand- hól um 7-800 m norðaustur af Nýjabæ. Milli Nýjabæjar og sandhólsins heitir Kirkjugatnabali, kenndur við hinar gömlu kirkjugötur frá Nýjabæ að Holti og síðar Ásólfsskála, og telur Leifur, að þær hafí legið nærri sandhólnum. VÍGHÓLL í SELVOGI Víghóll í landi Ness í Selvogi er sam- kvæmt ömefnaskrá við Víghólsrétt, ofan við Nes. „Frá túngarðshliði (í Nesi) að austan lá gata upp í heiðina, upp hjá Víg- hólsrétt, upp á Klakksflatir. Tvær smá- vörður við götuna vom kallaðar Ljúf og Leið, ekki vitað hvers vegna,“ segir í skránni. Heimildarmaður þessa er Eyþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi (1898- 1988, var í Torfabæ til 1962). Þórarinn Snorrason bóndi í Vogsósum (f. 1931) segir Víghól vera á Heimasandi um 2 km norðaustur af Nesi, og er land þar löngu uppblásið. Hann telur eðlilegast, að leiðin frá höfuðbólinu Nesi austur í Ölfus hafí legið um Víghól, Klakksflatir, Hellisþúfu og Kvennagönguhól. VÍGHÓLLSUNNAN Hafnarfjarðar í örnefnaskrá óbyggðarinnar suður frá Hafnarfirði segir, að Víghóll heiti norðan við Mygludali milli Valahnúka og Hús- fells. Selvogsgata eða Grindaskarðavegur Iiggur milli Valahnúka og Víghóls, um 300 m sunnan við Víghól. Þorkell Jóhann- esson prófessor og Óttar Kjartansson, sem kannað hafa þetta svæði, segja, að frá 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.