Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 12
 émwm \i'un‘iíi>„ Þessi glæsilegi herragarður, Holkham Hall, varð eign fjarskylds ættingja þegar jarlinn af Leicester féll frá. Hann átti þó tvær dætur - en engan son. Brezki aðallinn Dætur erfa ekki titil eða eignir Frumburðarrétturinn, þ.e. að elsti sonur erfi óðalið og það sem því fylgir, mótast á tímum léns- skipulagsins, þegar riddarar þágu land úr hendi konungs, gegn því að þeir særu honum hollustueiða og berð- ust með honum í ófriði. Konur töldust ekki hæfar til hemaðar, þess vegna nutu þær ekki lénsréttinda. I Biblíunni segir frá fyrstu erfðadeilunum um frumburðar- réttinn í sögunni um Jakob og Esaís. Nú á dögum er rétturinn til titilsins tryggður elsta syni, samkvæmt enskum lögum um erfðarétt innan aðalsætta. Titill- inn erfist í karllegg. Simon Blow, enskur rithöfundur og fræðimaður, hefur ritað um þetta kerfi og rannsakað forsendumar að þessari hefð, sem er fastbundin í enskum lögum. „Lögin um frumburðarréttinn em mis- kunnarlaus. Dætur hertoga eða aðlaðra landeiganda erfa hvorki titil né landareign- ir, og svo getur æxlast að titill og eignir gangi til fjarskyldra ættingja í karllegg, eignir sem teljast milljóna punda virði. Menn geta ímyndað sér tilfinningar elstu dótturinnar, sem á enga bræður, en elst upp með föður sínum, sem hefði kosið að hún hefði verið drengur. Þau sárindi eru ókunn í fjölskyldum almúgans, en þar gild- ir ekki frumburðarrétturinn og meðal þeirra er arfshlutnum skipt jafnt milli bamanna. Karlmenn sem hafa erft aðalstitla geta ekki látið titilinn ganga til dætra sinna. Nú á dögum jafnréttis kynjanna vekur þetta meiri sárindi en þegar þessi venja var hefðbundin og að því er virðist fylli- lega réttmæt í augum hlutaðeigenda. Því íhugar mörg arflaus dóttirin að rétta hlut sinn með því að vísa erfðamálunum til Mannréttindadómstóls Evrópu, en sá dóm- stóll er eins og nú er lokaúrræði einstakl- ingsins, sem er órétti beittur af lögum viðkomandi ríkis. Eina úrræðið fyrir dætur efnaðra aðals- manna, sem hafa alist upp og vanist lífs- háttum og mati yfirstéttanna, er að giftast til fjár. En hér er ekki aðeins um fjár- muni að ræða. Smekkur, lífsviðhorf, við- tekið hátterni og siðir sem eru arfleifð í Lögin um framburðarréttinn era miskunnarlaus. Dætur hertoga eða aðlaðra landeigenda erfa hvorki titil né landareignir og svo getur æxlast til að titill og eignir gangi til fjarskyldra ættingja í karllegg, jafnvel eignir sem teljast margra milljóna punda virði. gegnum margar kynslóðir og stangast allt- af á við almúgasmekk veldur því að ætt- ræknar dætur af aðalsættum geta alls ekki tengst almúgamanni, sem kann ekki og hefur enga kennd fyrir hegðunarmáta og smekk sem þær eru aldar upp við. Því gengur ekki að giftast auðugum múga- manni, sem yrði aldrei viðurkenndur hlut- gengur í þeim hópum, sem eiginkonan er sprottin úr. Stéttskiptinginn eða þann mann sem hefur „hafist af sjálfum sér“ til auðs og valda fyrir eigin dugnað og aflað sér auðs fyrir eigin tilverknað, skortir þá heimanfylgju sem einkennir hina sem fæddir eru „með silfurskeiðina í munnin- um“ og telja stéttarlega sérstæðni sína og sérréttindi eðlileg og sjálfsögð. Þessi af- staða á ekki upp á pallborðið meðal „alm- úgadekrara" nútímans sem setja félags- hyggju og jafnrétti á oddinn og þola alls ekki arfhelgina. Einskorðun frumburðarréttarins við elsta son sem eins og áður segir, átti sér kveikju á lénstímunum, hefur lengi verið og er enn óréttlát gagnvart dætrum. Dæmi um þetta óréttlæti er hlutskipti lafðinnar Glenconner, dóttur fimmta jarlsins af Leic- ester. Hefði hún fæðst sem drengur myndi hún nú búa á Holkham, sem er meðal glæsilegustu sveitasetra eða halla frá 18. öld. landareignin sem fylgir er um 12.000 hektarar. „Þegar faðir min lést var arfshlutur minn enginn fremur en yngri systur minnar.“ „Ég man eftir því þegar yngri systir mín fæddist, hvað við vorum vonsviknar vegna pabba. Það var ekki að hann væri hnugginn eða vonsvikinn, en við vissum öll að hann hefði fremur óskað sér sonar. Við vorum aldar upp þannig að við viss- um að við gætum einskis vænst af eignun- um. Mér hefði dottið í hug að eignimar myndu falla í hlut einhvers frænda, sem okkur myndi ekki falla allskostar í geð, en til allrar hamingju varð raunin ekki sú.“ Lafði Glenconner sá síðan hvernig Holk- am-höll með öllum listaverkum og dýrgrip- um, allar landareignimar og aðrar fast- eignir féllu í hendur fjarlægs ættingja í Suður-Afríku. Hann aíhenti syni sínum arfaréttinn, sem er Coke (Eddie) lávarð- ur. Coke lávarður segir: „Ég hef alltaf vitað að ef frænka mín, lafði Glenconner, hefði fæðst karlkyns, myndi ég líkast til ekki vera hér,“ og hann heldur áfram: „Ef ég setti mig í spor hennar, hlyti ég að sakna þess að geta ekki varðveitt þessar eignir og annast rekstur þeirra." Þetta ættardramb er gamalt. Fyrir 30 ámm vissi faðir Glenconner að hverju dró, hver myndi erfa eignimar. Hann bauð núver- andi lávarði að koma til Holkham-hallar og tók honum sem syni og hvatti hann til að annast bú og eignir á þann hefðbundna hátt, eins og hann sjálfur hafði gert. Coke lávarður bætir við: „Ég er hlynntur fmm- burðarréttinum, hann kemur meðal annars í veg fyrir það að ættareignir dreifist á margra hendur, en ég álít einnig að það verði að sjá svo um að þeir eða þær, sem ekki standa til erfða, hljóti sæmilegan hlut. Coke lávarður, sem nú er 56 ára, hefur sjálfur gert þær ráðstafanir að dætur hans hljóti hluta eignanna við næstu arfskipti. Hann leitast einnig við að rækja samband við dætur fyrrverandi lávarðar með heim- boðum og dvöl þeirra á ættaróðalinu. Þessi föngulega hefðarkona, Lady Patricia Pelham-Clinton-Hope, dóttir hertogans af Newcastle, komst að raun um það við fráfall föður síns að hún átti ekki neitt. Nú ætlar hún að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort hún sé ekki erfingi að ættareigninni, höllinni sem sést á myndinni. Lafði Clenconner varð svo heppin að giftast manni sem er hlutgengur í þeim hópi, sem hún telst til, auðugur maður sem stendur til að erfa enn meiri auð, hún sjálf hirðmær við krýningu núverandi drotting- ar. Meðal enska aðalsins hefur krafan um syni verið ráðandi um aldir, vegna frum- burðarréttarins. Ótal dæmi votta þungar áhyggju feðra og mæðra, sem hafa verið svo „óheppin" að eignast dætur einar. Tekið er tU ýmissa ráða meðal slíkra fjöl- skyldna til þess að tryggja rétt dætranna. Clanwilliam lávarður seldi t.d. eignir sínar með Montalto-kastala til þess að tryggja sex dætrum sínum sómasamlegan lífeyri, titillinn gekk samkvæmt lögum til eins frænda hans. Sjöundi hertoginn af Port- land tryggði dóttur sinni eignimar með lagakrókum, titilinn gat hún ekki erft og erfingi titilsins, áttundi hertoginn af Port- land, varð að hírast landlaus við Chelsea- torg í Lundúnum. Lafði Patricia-Pelham-Clinton Hope er dæmi um arflausa konu. Faðir hennar, níundi hertoginn af Newcastle, lést fyrir fjórum árum, erfínginn var frændi, sem lést sex mánuðum eftir lát hins fyrra, hann átti enga erfingja. Höllin, Chamber-Park, var rifin og hinir frægu garðar þar með, titillinn var einn eftir, og samkvæmt ensk- um lögum getur hann ekki gengið til Patriciu. Patricia er leikkona, og líklega fellur lífsmáti hennar ekki í smekk ríkj- andi drottningar, sem e.t.v. gæti rétt hlut hennar. Einn lærðasti ættfræðingur Breta álítur að hún myndi vinna erfðamálið (þ.e. titilinn) fyrir Evrópudómstólnum, en hann telur að hún eigi fullan rétt á titlinum. Deilurnar um frumburðarréttinn eru nú að koma meira upp á yfirborðið á Eng- landi. Harold Brooks-Baker, sem sér um aðalsmannatalið enska, „Debretts Pe- erage“, telur ensk erfðalög röng og vill á þeim þær breytingar að konur hafi sama rétt til titils og karlar. Auk þess telur hann kvenlegginn öruggari. Það er erfitt að efast um móðemi, en annað er upp á teningnum um faðemi, sbr. ummæli lafð- anna á tímum Játvarðar upp úr aldamótun- um: „Maður eignast tvö fyrstu börnin með eiginmanninum, eftir það skiptir faðernið ekki máli.“ (Úr Sunday Express.) HELGI SELJAN Skóhljóð minning- anna Á nóttunni sækja að mér minrúnganna skóhljóð svo margvíslegrar gerðar. Þau lágværustu hinna hógværu sem heyrðust varla hrópa nú hæst út í nóttina. Ég hrekk upp í angist í orðvana skelfing og segi við sjálfan mig: Víst gaztu betur gert, gefið svo miklu meira, rétt oftar hjálparhönd. En skóhljóð hinna horfnu halda áfram að ymja við eyrum mér, ágeng og krefjandi kalla og knýja á um svör sem ég get ekki gefíð lengur. Og skóhljóðið færist fjær og í fírrð það deyr eins og strengur innra með mér. Hughrif Frá bernskuleikum minning mætir þér og munann giipur heit og einlæg þrá, eftir þeim dögum hugans höfgi ber á húmsins stundum tæra eftirsjá. Senn kvölda fer og myrkrið magn- ar seið þá mynd er heið frá ljúfri bemskutíð. Hún varpar skh’um ljóma á mína leið og leggur yl að hjarta töfrablíð. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Þú skalt elska Jesús sagði: „þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.“ Mark 12.30. Hjarta mitt dofið og sljótt og ekki til stórræða Sál mín óhöndlanleg víðátta Hugur minn grjótgarður Vilji minn í eilífri sjálfstæðisbaráttu Hví er svo erfitt að elska? ANNA M. SIGURÐARDÓTTIR Logljóð Loginn fíökth• og ég er ekki frá því að birtan stígi dansspor út í nóttina. Einn daginn dansa ég út í myrkrið alls óhrædd, — sýni það allavega ekki og þá verð ég óhult þegar loginn deyr. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.