Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1994, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1994, Síða 1
O R G U N L A Ð S S tofnuð 19 2 5 15. tbl. 23. APRIL 1994 — 69. árg. Bodil Kaalund í Norræna Húsinu í marz síðastliðnum. Á bak við hana er ein mynda hennar úr Biblíunni: Sköpunin, sem prentuð er á forsíðu. Ljósm.Lesbók/Sverrir. Einfari í leit að bitastæðu inntaki Við Opinberun Jóhnnnesar: Teikn á himni - fæðandi kona klædd ísólina, með tungl■ ið undir fótum sér en krónu tólf stjarna á höfði. Isíðustu viku marzmánaðar kom danska listakonan Bodil Kaalund til íslands og sýndi þá í Norræna Húsinu og í forsal Hallgrímskirkju nokkrar þeirra mynda, sem hún hefur gert við Biblíuna. Danska Biblíufélagið hefur staðið að útgáfu á Biblíunni af Stutt samtal við dönsku listakonuna Bodil Kaalund, sem sýndi í Norræna Húsinu í marzmánuði hluta af 160 mynda röð, sem hún byggir á Gamla og Nýja testamentinu og prýða nýja, danska Biblíuútgáfu. listrænum metnaði. Nýja testamentið hefur félagið gefið út með urmul af litprentuðum iistaverkum sem listamenn margra alda hafa gert og nútiminn er ekki undanskilinn. í annan stað hefur félagið gefið út í einni bók Gamla og Nýja testamentið með 160 heilsíðu- myndum Bodil Kaalund. Sú Biblína er hinn mesti kjörgripur, enda nærri 3 kg að þyngd, og hefur orðið svo vinsæl í Danmörku að fyrsta prentun, 10 þúsund eintök, er þegar uppseld. Bodil Kaalund er fædd í Silkeborg á Jót- landi 1930. Faðir hennar var þar starfandi listmálari, en foreldrar hennar voru bæði afar róttæk og í þá daga þóttust menn ekki vera alvöru kommúnistar nema þeir væru á móti kirkju og kristni. En einmitt vegna þessa vaknaði forvitni hjá Bodil á kristindómi og hún lét ferma sig, fjölskyldunni til undrun- ar. Fjölskyldan flutti síðan til Kaupmanna- hafnar og Bodil fetaði í fótspor föðúrins. Leiðin lá á Konunglega Akademíið og þar var hún samtímis Braga Ásgeirssyni. Bodil giftist dönskum skólabróður sínum og það hjónaband stóð í 16 ár. En frá 19 ára aldri kveðst hún hafa unnið fyrir sér með mynd- list. Eftir á finnst henni eins og fleirum, að dvölin á Akademíinu hafi gefið lítið af sér; eiginlega verið spennitreyja eins og hún seg- ir, eða net. -Maður varð fastur í þessu neti, segir Bodil, - en á vorin smugum við út á milli mösk- vanna og máluðum eitthvað frjálst, landslag til dæmis.- En hún bætir við að það hafi verið gott og gefandi að vera samvistum við margt ungt fólk, þar sem allir eru að vinna að því sama. Á listferli hennar hafa tvisvar orðið tímamót: í fyrra skiptið þegar hún var uppgötvuð, ef svo mætti segja, á sýningunni „Ung dönsk list“ 1966 og í síðara skiptið þegar hún vakti athygli með kirkjulist sinni 1977. Síðan hefur listrænn vettvangur hennar verið þar. Bodil sagði, þegar ég hitti hana að máli í Norræna Húsinu, að það hafi áreiðanlega verið sér hvatning og hjálp við verkefni af þessu tagi að hún sé sjálf trúhneigð. Ymsir málarar trúarlegra mynda hafa þó ekki talið að það sé nauðsynlegt, en það er-önnur saga. Eg spurði Bodil að því hvort það hafi ekki verið svipað í Danmörku og hér á árunum eftir 1950, að þá þótti gersamlega glatað að mála ekki abstrakt. Hún sagði að svo hefði verið einnig þar og bætti við: „Eg gat ekki dansað með. Eg málaði fígúra- tíft á hverju sem gekk; svona var ég yfir- gengilega gamaldags. Um leið sé ég og viður- kenni að við Danir eigum marga frábærlega góða abstraktmálara. Ég varð heldur ekki félagi í listamannasamtökunum Den Frie og öðrum álfka, enda þótt mér væri boðið það. Ég hef víst alltaf verið einfari. Einfari í leit að einhverju bitastæðu. Og þegar ég fór að vinna með trúarlegt inntak þá fannst mér loks að ég hefði fundið mér leið. Meðal jafnaldra minna í danskri myndlist hefur lengi verið skammaryrði að vera að sem kallað er frásagnarlegur , ég tala nú ekki um bókmenntalegur í myndlist. Menn höfðu verið að skafa af myndlistinni það yfirborðs- lega til að ná því sem nefnt var hreint mál- verk. Inntak myndar eða frásagnarþáttur hennar varð alveg að lúta í lægra haldi. Um þetta vil ég segja, að frá mínum bæjardyrum séð er alveg nauðsynlegt að form og uppbygg- ing myndar sé í lagi. Eg vinn með það ásamt hlutfóllum, lit og birtu - en jafnframt því að nota þessi meðöl vil ég hafa frásögn. Frásögn af sköpun og hnignun, um þjáningar, efa, sorg - en einnig um gleðina. Allt þetta á að vera fyrir hendi í myndröð- inni úr Biblíunni. Hinn vantrúaða Tómas þekki ég vel af sjálfri mér, sem svo gjarna vil hafa staðreyndir í höndunum. í „Niðurtök- unni af krossinum" reyni ég að lýsa sorginni sem ég þykist einnig þekkja af eigin raun og „Boðun Mariu“ er byggð á minni eigin móðurgleði og ást. En það yfirskilvitlega hefur ekki síður orð- ið mér hugstætt; þar kemur fantasían til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.