Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Qupperneq 4
4- Krisiján H. Magnússon: Sjálfsmynd. Portrett Krist- jáns af móður sinni. Þá mynd og sjálfsmynd- ina gaf sonur málarans, Magnús Krist- jánsson, tilísa- fjarðar. F órnarlamb öfundar og fordóma rðstír er óútreiknanlegur og allt annað en óbrigðull, hvað sem Hávamálum líður. Hann getur dáið og lifnað þegar minnst vonum var- ir og þeim sem var fordæmdur í landi gærdags- ins getur skolað hylltum á land nútímans og Dronning Alexandrine við bryggju á Isafirði. Listmálarinn Kristján H. Magnússon nam myndlist í Ameríku en á það var litið homauga hér. A fjórða áratugnum naut hann töluverðrar velgengni erlendis, en hér heima fékk hann ekki að njóta sannmælis. Hann lá síðan að mestu í þagnargildi þar til fyrir skemmstu. Eftir RÚNAR HELGA VIGNISSON og JÓN SIGURPALSSON öfugt. Listmálarinn Kristján H. Magnússon fékk að kenna á þessum eðliseiginleikum orðstírsins, ekki aðeins í lifanda lífi, heldur eftir sinn dag líka: Mærður í útlandinu, jafnt vestan hafs sem austan, en svívirtur af lönd- um sínum; lá svo í þagnargildi áratugum saman í kjölfar ótímabærs fráfalls, nú tek- inn upp úr glatkistum og endurskoðaður. Og sjá — ýmislegt kemur í ljós og sumt gleður. Það skyldi þó aldrei vera að umfjöll- un íslenskra gagnrýnenda hafi ekki verið einleikin á sínum tíma? Skólaður í Boston Kristján Helgi Magnússon var fæddur á ísafirði árið 1903, sonur hjónanna Guðrúnar ísaksdóttur og Magnúsar Ómólfssonar skip- stjóra; þau létust bæði er Kristján var á unga aldri. Á unglingsárum naut hann til- sagnar í teikningu og útskurði hjá Guð- mundi frá Mosdal, þekktum hagleiksmanni á ísafirði. Sautján ára hleypti Kristján heim- draganum, hélt til Boston í Bandaríkjunum, en þar átti hann skyldmenni. Kristján hóf fljótlega listnám við Massachusetts School of Art og útskrifaðist að fimm árum liðnum við góðan orðstír, það var árið 1926. Björn Th. Björnsson segir frá því í íslenskrí mynd- list að ein mynda hans hafi verið „talin bezta myndin við prófið, og varð það til þess að þjóðsýning Bandaríkjanna (National Academy) í New York veitti honum eftir- tekt og valdi mynd eftir hann á sýningu sína 1927 — Still life —, og tók ameríska listafélagið (American Federation of Art) síðan þá mynd á ferðasýningu sína. Fór sú sýning um Bandaríkin þver og endilöng". Upp úr þessu „valdi ráðunautur Bandaríkj- anna í fögrum listum" Kristján sér til aðstoð- ar,. hvað sem í því fólst, en þess er getið að hann hafi sýnt víða það ár og selt mikið af myndum. Fyrstu einkasýningu sína hélt Kristján í Copley Gallery í Boston 1927 og í sýningarskrá sem var gerð vegna minning- arsýningar í Listamannaskálanum 1952 segir að listgagnrýnendur hafí þá þegar spáð „hinum unga listamanni glæsilegrar framtíðar" og iistasafnið í borginni keypt eitt málverkanna. Hæfileikalaus á Íslandi Snemma árs 1929 heldur Kristján til ís- lands og giftist árið eftir lífsförunaut sínum, Klöru Helgadóttur. Kristján ferðaðist víða um land og málaði af kappi. Hann var einn- ig ötull við að sýna, frá vori og fram á haust 1930 hélt hann tvær einkasýningar í Reykjavík, eina á ísafirði og eina í Lundún- um og átti auk þess stóran hlut í Landakots- sýningunni í Reykjavík. Sýningin í Lundúnum fékk prýðilega dóma, eins og a.m.k. tvö íslensku dagblað- anna greindu frá. í Vísi þann 10. október 1930 er haft eftir listdómara „The Morning Post“ að „Kristján Magnússon sýni frábæra leikni í meðferð lita, og í myndunum spegl- ist ýmist veðrátta landsins eða skapbrigði málarans". Og Alþýðublaðið hefur eftir „The Times“ 7. október sama ár: „List Kristjáns er ákveðin, skír og einföld og spennir yfir vítt svið. Efnisval og meðferð lita er hvort- tveggja hið ákjósanlegasta." Sýningin seld- ist upp og breskur auðmaður bauð Kristjáni til eyjar sinnar að mála. Árið eftir efndi Kristján aftur til sýningar í Lundúnum, þá í The Fine Art Society Ltd. og fékk viðlíka dóma. En þegar að íslenskum gagnrýnendum kom jukust þó vandræði Kristjáns heldur. Að vísu átti hann sér allmarga formælendur og seldi vel. Hann var sagður frumlegur og leikinn og margir gátu þess að hann hefði orðið fyrstur íslenskra málara „til að sýna á lérefti margbreytta fegurð og dásemd íslenzks vetrar," eins og lesa mátti í Nýja Dagblaðinu. Og Diskos nokkur skrifaði: „List hans er þurr á yfirborðinu við fyrstu sýn — en þar er bæði loftsvali og birta og rúm við nánari kynningu. Það þarf að horfa lengur á myndir hans en annarra, þá upp- götvar maður listgildi þeirra." En þá kemur til kasta „Orra“, sem var dulnefni Jóns Þorleifssonar listmálara og gagnrýnanda Morgunblaðsins. Þann 4. maí 1930 skrifar hann um sýningu Kristjáns í Góðtemplarahúsinu: „Myndirnar sýna form- ið dautt. — Málarinn virðist rígbundinn í vanaskorður. Hann þarf að gefa sjálfum sjer alnbogarúm, reyna að horfa frjálsmann- legar á viðfangsefni sín, en hann gerir nú, og sjá það „maleriska" líf í því, sem hann málar." Þegar Kristján virðist ekki taka til- sögn færist Orri í aukana og skrifar m.a. þetta um sýningu 1934: „Kristján Magnús- son veit ekki hvað litir eru í listrænum skiln- ingi. Hann notar þá svipað og þegar ungling- ar eru sjer til skemtunar að „kolorera" teikn- ingar. Hann kann ekki að gefa þeim neinn „maleriskan" kraft.“ Orsökina segir hann sumpart vera hæfileikaskort, sumpart ónóg- an skóla og ónóga Iistræna menntun, sum- part dekur við fjöldann, „þarna var í uppsigl- ingu hreindýrkaður „publikum" málari“. Orri telur einnig að Kristján hafí þrætt mótíf annarra og útþynnt þau. Staðhæfingar Orra og framsetning þeirra vöktu andsvör. Freymóður Jóhannsson mál- ari tók sér til dæmis penna í hönd og lýsti eftir víðsýnum gáfumanni „með hæfileika og vilja til þess að skilja listamennina — ekki einn þeirra, heldur alla, og leiðbeina fólki kurteislega“. Og Þorsteinn Jónsson skrifaði að sá „listamaður, sem tekur það að sér, að hallmæla „kollega“ sínum og níða hann, þvert ofan í dóma merkustu blaða í erlendum menningarlöndum, verður sannar- lega að vera mikilsmetinn og alþektur, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.