Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Page 8
Nútímaleg útfærsla á klukkuturninum,
-campanile-, sem var á hverju aðaltorgi
í hinum latneska heimi.
„Jarðskjálftarifan “ sem nær þvert yfir
torgið og er raunar tilbúin, en á að
minna Los Angelesbúa á það, hvar þeir
búa.
:» un ftíKiair?
i *i ti u
irtm nrögatni
1 u ii ii ut?nm i
M II II 1
1* II || ,
»1 «1 u -ifPtJi ,
iriíti
Pershing
Square og
skýjakljúf-
ar Los
Angeles í
baksýn.
Torginu er
ætlað að
vera mið-
punktur
mannlífs-
ins, frið-
sæll reitur
í stórborg-
inni og
griðland
fótgang-
andi um-
ferðar.
'<
f
\
. X-'
•isr.-
Umhverfi/Arkitektúr
Los Angeles fær
nýtt aðaltorg
Los Angeles - Borg engl-
anna - hefur ekki verið
talin engilfðgur til þessa
og oft hefur hún verið
tekin sem dæmi um frem-
ur leiðinlega borg, þar
sem eru endalaus, lágreist
úthverfi, eða samvaxnir
svefnbæir, en engin miðborg. Það eru vita-
skuld ýkjur; ekki þarf annað en líta til skýja-
kljúfanna til að sjá hvar miðjan er. Los
Angeles er hin dæmigerða bílaborg; flest
hefur verið miðað við bflinn og torgin í
námunda við skýjakljúfana - California
Plaza er þeirra kunnast - hafa ekki verið
gerð til að laða að sér fótgangandi fólk.
Frá því snemma á öldinni hafði þó Pers-
hing Square átt að heita aðaltorg borgarinn-
ar, en var svo niðurnítt að Biltmore-hótelið
sem þar stendur, tók þann kost að láta for-
hlið sína snúa út að annarri götu. Vegna
Olympíuleikanna 1984 vildu borgarfeður
bæta ímynd Los Angeles og settu milljón
Bandaríkjadali í andlitslyftingu á Pershing
Square. Ekki þótti hún takast sem skyldi,
en nú vildu menn reka af borginni slyðruorð-
ið; glæsilegt aðaltorg skyldi hún fá.
Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni um
útlit og skipulag torgsins og 242 teiknistof-
ur eða arkitektar spreyttu sig á verkefninu.
Svo fór að fyrir valinu urðu mexíkóski arki-
tektinn Ricardo Lagorreta, landslagsarki-
tektinn Laurie Olin frá Philadelhpiu og
Barbara McCarren var ráðin sem listrænn
ráðunautur. Þau fengu frá borginni hálfa
aðra milljón Bandaríkjadala og nú skyldi
reynt til þrautar.
Skemmst er frá því að segja að lausnin
þvkir frábær og þykir hafa gefið Los Angel-
es alveg nýtt vægi sem lífvænlegri og glæsi-
legri borg. Torgið rúmar nú fjölda manns
og því er skipt upp í þrjú lítið eitt aðskilin
rými. í einu þeirra er hringlaga útileikhús
- amphiteater - eftir fornri, grískri fyrir-
mynd og þar geta 2000 manns horft á leik-
sýningar. Sérstök sælkeraveitingahús eru í
skærgulum veitingaskálum, en fyrirferðar-
mestur á torginu er klukkuturninn - camp-
anile - sem er latneskt fýrirbæri í margar
aldir og sjálfsagður hlutur í miðju borgar.
Frá honum liggur annað mannvirki; veggur
sem er fjólublár eins og turninn. Dálítil
lækjarspræna er í rennu uppi á veggnum
og fossar út í tjörn. í henni eru „sjávarföll"
- vatnið hækkar í nokkra tíma og lækkar
síðan aftur. Sprænan minnir á „aquaduct“
Rómveija hinna fornu; vatnsveitur þeirra,
sem lyft var stundum með mörgum súlna-
röðum yfir lautir og dali. Ekki verður þó
sagt að hér sé post-modernísk stæling á því.
Þeim sem skrifar um Pershing Square í
tímaritið The Architectural Review verður
tíðrætt um slagkraft litanna og þykir frá-
bærlega hafa til tekizt. Grámenn íslands
gætu eitthvað af þessu lært; samt þurfa
Kaliforníubúar minna á litum að halda en
við með okkar oftastnær þungbúna, gráa
himinn. En það er önnur saga.
Torgið var opnað skömmu eftir að jarð-
skjálftinn mikli í janúar slíðastliðnum möl-
braut og felldi bæði hús og umferðarmann-
virki í Los Angeles. Á torginu urðu ekki
skemmdir, en Barbara McCarren, listrænn
ráðunautur við framkvæmdina, vildi minna
borgarbúa á að þeir búa sífellt við þann
möguleika að jörð rifni og skjálfi. Til þess
að minna á það er 20 metra löng ,jarð-
skjálftarifa" í torginu. Steinlagningunni þar
er hagað á þann veg að því er líkast að
torgið hafi slitnað í tvennt um rifuna.
Gagnstætt því sem menn hafa átt að
venjast í Los Angeles er bíllinn útlægur ger
af þessu torgi. Það er fyrir fólk til að sýna
sig og sjá aðra, slappa af undir Kaliforníu-
sólinni og njóta umhverfisins. Næstu bygg-
ingar við torgið eru „aðeins“ um 15 hæða,
brúnar múrsteinsbyggingar frá því fyrr á
öldinni, en á bak við þær rís hinn mikilfeng-
legi skógur ennþá hærri bygginga og hrein-
ræktaðra skýjakljúfa, sem eru þó tilbreyt-
ingarríkir í þá veru, að sumir eru sívalir en
aðrir kantaðir, sumir hvítir og aðrir klæddir
spegilgleri. Pershing Square er nú eins og
notaleg vin í eyðimörk stáls og steinsteypu.
Gísli Sigurðsson.
8