Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Page 2
var fai’in að myndast í bóklestrinum en það er skoðun hans að menntun eða lestur skuli menn ekki sækja i skóia heldur það, að læra að liemja sig. Sjáífsmynd Gi'öndals í Bessa- staðaskóla er ídealíseruð og bölsýni hans er af rómantískum toga: Lesturinn minn á skólalærdóminum varð ailur í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri úti í Bessastaðanesi uppi á skothúshólnum með byssuna mína og Hómer; ég horfði yfir land- ið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fög- ur, að ég eins og ætlaði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhveiju, sem ég ekkert vissi um, og ást á einhveiju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las Hómer og dreymdi vakandi drauma. (Bls. 117) Benedikt brautskráðist frá Bessastaðaskóla vorið 1846, þá nítján ára að aldri. Á þessu tímabili telur hann að eðli sitt og tilhneiging til að vera rithöfundur bijótist fram. Það þykir sjálfsagt að hann sigli utan til háskóla- náms „að lesa eitthvað" eins og hann sjálfur orðar það „en hvað það ætti að vera, var aldrei talað við mig einu orði“.(Bls. 127) Benedikt er hér ákaflega óvirkur í afstöðu sinni. Hann stendur á krossgötum í lífi sínu, bernskan er að baki en samt stjórnast hann enn af lögmáli föður síns. Sú ábyrgð sem faðir hans Ieggur á herðar hor.um reynist of þung. „Gerðu það sem þú átt að gera“ segir Sveinbjörn Egilsson við son sinn þegar þeir kveðjast í Reykjavík og þótt þau orð greypist fast í hugann öðlast Gröndal lítinn skilning á þeim. I kveðjuorðum Sveinbjarnar er fólgið visst tvítog. Hann setur syni sfnum ekki fyr- var einhver óþrotleg og stefnulaus löngun eftir einhveiju óvissu. (Bls. 142-3) Hugmyndir Gröndals rúmast í engu kerfi. Þær eru á flökti og óstjórnanlegar. Hann missir Garðvist sína og hættir námi sínu við háskólann enda skortir hann allan áhuga og metnað. Faðir hans vill að sonurinn komi heim til íslands en liann þijóskast við og verður áfram í Höfn og fær vinnu hjá Kon- ráði Gíslasyni við samningu dönsku orðabók- arinnar. Fyrstu kvæði lians birtast á prenti í tímaritinu Fjölni árið 1847 og á þessum árum leigði hann íbúð ásamt Konráði og þýsk- um stúdent sem hét Stapeifeldt og fór af þeim orð fyrir ólifnað. Árið 1850 fer Benedikt aftur til Íslands og dvelur næstu sjö ár ævi sinnar í Reykja- vík. Faðir hans lést 17. ágúst 1852 og þrem- ur árum síðar missir Benedikt móður sína. Árin í Reykjavík einkennast af stefnuleysi en þó yrkir hann töluvert og tvö kvæðasöfn hans koma út á þessum árum. Hann fæst við útgáfustörf og tekur við þýðingarstarfi föður síns og lýkur þýðingu hans á Odysseifs- kviðu sem gefin var út í Kaupmannahöfn árið 1854. Hann tekur að leggja stund á skrautritun til að framfleyta sjálfum sér og verður eftirsóttur grafskrifari. Þunglyndið festir í honum rætur á þessum árum og hann kvartar yfir diykkjuskap sínum og slóðaskap. Honum líður illa í Reykjavík, hann saknar heimilislífsins á Eyvindarstöðum og tengslin við náttúruna eru horfin. Árið 1857 sigldi Benedikt aftur til Kaup- mannahafnar. I þetta sinn er hann styrktur til fararinnar af nokkrum góðborgurum Reykjavíkur með það að markmiði að hann ljúki einhveiju námi í Höfn en haldi síðan meðailagi að vexti, nokkuð breiðvaxinn, gulur í andliti og skakkeygur, líkur Mongólum, með úfið hár og ógerðarlegan skegghýung - ég hefði getað í myndað mér Attila einhvern veginn svipaðan; hann var óspar á fé, hélt sig allvel og eyddi töluverðu í appelsínur og konjak handa sjálfum sér; ekki fékk ég neitt hjá honum, enda beiddist ég einskis, en Iét mér nægja með að lifa.“ (Bls. 209) Djunki er ekki úr heimi Gröndals. Hann er rússneskur stúdent og flakkari sem hafði verið hjájesúítum og fengið klerkvígslu. Með það í vegamesti gerist hann trúboði á Norður- löndum enda fullyrðir Benedikt að hver sem vildi gefa sig til þess gæti orðið „missionar- ius“ á Norðurlöndum því það var trú manna sunnar í álfunni að á Norðurlöndum væri allt fullt af ís og að þar ríkti eilíf nótt. Ferða- lag þeirra suður eftir álfunni lýtur allt öðrum lögmálum en hingað til hefur gilt um líf Grön- dals. Það er eins og allt leysist úr læðingi og sjálfsmynd hans hefur ekki lengur nein föst viðmið. Ákveðin endurfæðing á sér því stað í lífi Gröndals. Hann ferðast til nýrra og áður ókunnra landa og lætur af allri stjórn og legg- ur allt sitt líf í hendur þessa ókunnuga trú- boða: „Ég vissi ekkert, hvurt Djunki ætlaði að fara með mig, og ég hugsaði ekkert um það. Ég var eins og eitthvert æsthetiskt-philosop- hiskt barn, og á þann hátt leit ég á það, sem fyrir bar; að vissu leyti kom mér ekkert á óvart af því, sem ég sá, en samt fannst mér ég vera eins og nýfæddur, skroppinn út úr einhverri eymdarkrá, þegar ég í það sinn losn- aði við Hafnarlífið og þann leiðinlega vetur.“ (Bls. 212) „Lesturinn minn á skólíilær- dóminum varð nllur í molum eins og vant er, og þegar voraði, þá lá ég heila daga ífögru veðri úti í Bessastaða- nesi uppi á Skothús- hólnum með byssuna mína og Hó- mer. “ ir hvað hann eigi að læra heldur hvetur hann aðeins til þess, en gerir um leið ráð fyrir því að svo verði. Frelsi Benedikts er því alltaf innan ákveðins ramma. Það er bundið frelsi og í tilviki föðurins virðist það fara betur saman að vera skáld og embættismaður en í tilviki sonarins: Mynd Sveinbjarnar Egilssonar í Dægradvöl er ákaflega sterk enda er ljóst að Benedikt hefur borið mikla virðingu fyrir föður sínum. Samt er þó athyglisvert hversu óljós myndin er þó hún skíni í gegn að baki frásögninni sem þögul fyrirmynd hins víðmenntaða manns. Einn fagran haustdag árið 1846 stígur Benedikt Gröndal á land í Kaupmannahöfn. Við þá snertingu hefst fl'órða skeiðið á ævi hans. Hann líkir því sem fyrir augu ber við máiverk en telur sig samt sem áður ekki vera snortinn eða utan við sig. Hann heiilast af fólkinu í marglitum klæðum og allri hreyf- ingunni eftir þá þögn og kyrrstöðu sem hann átti að venjast heima á íslandi. Hann er inn- ritaður í háskólann og flytur inn á Garð. Nám sitt stundar hann illa en hangir mest yfir engu á kaffihúsum og röltir um götur og stræti, klæddur í fín föt og byggir skýjaborg- ir. í þetta fer tími hans og peningar enda er lífið ídeal í sjálfu sér og sönn menntun getur því aldrei haft praktískt gildi. Frelsið til að lifa getur samt reynst honum hættulegt því hann ræður ekki yfir draumum sínum og þrám. Hann segir í dálitlum umkvörtunartón: Skólaverk fyrirleit ég niður fyrir allar hell- ur, má vera, að það hafi komið til af því, að skólalærdómurinn hafði aldrei átt við mig eftir því sem flest hafði verið kennt; þar með var ég melankólskur og dulur, orti nokkuð og einna helst sorgarkvæði og ýmislegt á dönsku, sem nú er týnt; ég vissi ekkert, hvað ég vildi, fyrir mér vakti eitthvert ideal, sem ég ekkert vissi hvað var eða hvernig var, það aftur til baka með prófgráðu upp á vasann. Atburðir þróast þó á annan veg enda er ljóst af orðum hans sjálfs að hugur fylgir aldrei máli. Hann veit varla í hvorn fótinn hann á að stíga enda ríkir ekki sama bjartsýni í huga hans nú og þegar hann kom til Hafnar í fyrra skiptið. Þá var sól á lofti og honum sýndist allt í kringum sig eins og fagurt málverk. Hann fullyrðir að veturinn sem í hönd fór hafi verið leiðinlegastur þeirra sem hann hafði lifað og það er eins og svartsýnin eigi hann með húð og hári. Þannig lýsir hann ástandi sínu: Kunningjar mínir í Höfn, sem höfðu verið mér samtíða áður, voru farnir, eða orðnir mér ókunnugir, eða hirtu ekki um að þekkja mig, og ég var einmana og yfirgefinn. Þann- ig leið allur veturinn í tómu iðjuleysi og drabbi, stundum með hinum yngri stúdentum, sem dröbbuðu ekki síður, en ég var orðinn ónýtur og frá mér; ég hafði enga lyst til að lesa eða starfa neitt, og öll mín skáldlega æð var eins og þornuð. (BIs. 208) Benedikt hefur greinilega brennt allar brýr að baki sér. Hann getur hvorki séð fyrir sjálf- um sér í Höfn né haldið heim á leið. Hann á hvergi athvarf í samfélagi manna eða svo virðist að minnsta kosti vera. Þá er eins til- viljunin taki völdin eða má túlka það á þá leið að guðieg forsjón sé hér að verki sem forðar gáfumeistara frá glötun. Hann hittir kaþólskan trúboða að nafni Etienne Djunkovski sem kallaður var Djunki og slæst í för með honum suður til Þýskalands og byijar hér eitt hið sérkenniiegasta tímabil ævi hans. Djunki er lítrík persóna og ekki sú manngerð sem íslenskur lesandi ímyndar sér í hiutverki kaþólsks trúboða. Hann líkist miklu frek.ar frumstæðum manni úr fjarlæg- um heimi en siðmenntuðum og snobbuðum góðborgara Kaupmannahafnar. „Djunki var rússneskur að kyni, í minna Gröndal losnar undan leiðindum sínum og fyrra lífi en aðeins tímabundið. Hann gengur hinum nýja sið aldrei á hönd heldur hangir stöðugt í sinni menntuðu og trúlausu sjálfs- mynd. Djunki skilur hann eftir í munka- klaustri í Kevelaer í Þýskalandi og þótt hrifn- ingin sé mikil leiðir hún ekki til sáluhjálpar. Stuttu eftir nýárið 1859 er kominn leiði í Benedikt og hann óskar eftir því að fá að fara. Hann flakkar í reiðileysi um Þýskaland og Belgíu og er handtekinn á landamærunum og settur í fangelsi innan um óbótamenn. Honum er sleppt eftir ijóra daga því engin sök finnst og hann kemst aftur til klausturs- ins í Kevelaer. Þá ákveður hann að taka ka- þólska trú en aðeins til málamynda. Endur- fæðing hans mistekst og hann réttlætir gjörð- ir sínar á íslensku fyrir sínum lúterska guði og íslenskum lesendum: „Ég man nú ekki, hvernig til talaðist, nema nokkuð var það, að afráðið var, að ég skyldi taka kaþólska trú, en þetta var allt með deyfð og kulda; þeir hlutu að finna, að mig vantaði alla sannfæringu og allan hita, þar sem þeir, sem snúast til annarrar trúar, (ef „aðra trú“ skyldi kalla) venjulega verða eins æstir og þeir, sem verða „góðtemplarar" úr drykkju- mönnum. Þetta varð þá svo „óceremonielt" og „privat" sem hugsast gat; tveir af klerkun- um voru við, líklega sem vottar, og forstöðu- maðurinn sá þriðji; ég „lagði hönd á bók“ (biblíuna, sem ég trúi ekki meir á en Goethe) og lofaði einhverju, sem ég strax gleymdi, en ég sagði við guð á íslensku: „Þú veist, að ég geri þetta nauðugur." Þar með var þetta búið. Þetta skeði í klausturkapellunni, alveg einslega." (Bls. 222-3) Benedikt játar kaþólska trú sfna með vör- unum en afsakar breytni sína í leiðinni. Lík- lega er þessi hegðun hans ómeðvituð og henni fylgir engin hræsni þótt sjálfsmynd hans meðtaki aldrei nýjan sannleika. Hann yfirgef- ur klaustrið í Kevelaer og er aftur kominn til Hafnat' í ágúst árið 1859. Lítið virðist hafa breyst hjá íslendingum í Kaupmannahöfn á meðan Benedikt var í burtu og viðhorf landa hans eru hin sömu og áður. Þeir líta hann hornauga og telja hann óhrein- an. í Höfn rifjar Benedikt upp kunningsskap sinn við Konráð Gíslason sem gerir það að verkum að hann fær vinnu hjá Fornfræðafé- laginu' við gerð Clavis poetica sem var lykil- bók að skáldamálsorðabók föður hans Lexicon poeticum. Hann breytir oft um bústaði á þess- um árum en býr þó ávallt einn. Á árunum 1870-1874 gaf hann út ársritið Gefn ogfékkst að auki við önnur ritstörf. Honum fer þó að leiðast vistin í Höfn og sækist eftir því að komast heim. Hann grennslast eftir embætti heima við Latínuskólann sem hann hlaut að endingu og leggur því vonglaður af stað til íslands og virðist vera sáttur við hlutskipti sitt. Honum finnst eins og riý framtíð liggi fyrir honum og við komuna til Reykjavíkur klukkan ellefu um kvöld hinn 15. október árið 1874 virðist sjálfsmynd hans komin heil í höfn eftir langa og íysjótta útiveru og hann endar þennan kafla ævisögu sinnar á orðun- um: „Þar með endar þessi historía." Endir ævisögunnar við komuna til Reykja- víkur árið 1874 felur aðeins í sér sýndaijafn- vægi. Því þótt Gröndal hafi skrifað sig að einhveiju leyti í sátt við samfélagið hefur hann ekki skrifað sig í sátt við sjálfan sig og tekur upp þráðinn að nýju ellefu árum síðar. Hann er nýkvæntur og hefur fyrstur Islendinga náð að Ijúka magistergráðu í nor- rænum fræðum. Hann er fjörutíu og átta ára gamall og svo virðist sem framtíðin blasi nú við honum en undir niðri býr vitund um ann- að. Hann missir eiginkonu sína árið 1881 „og þá byijuðu aðrir dagar“. Tilvera hans í Latínu- skólanum er líkust helvíti, drykkjuskapur hans eykst og á endanum er honum sagt upp stðrfum og hrakinn úr embættl: „Eftir að ég hafði misst konuna mína, þá hvarf mér sá engill, sem hafði staðið mér við hlið og varið mig þeim freistingum, sem áður höfðu hvað eftir annað fellt mig - nú var ég orðinn einn og aðstoðarlaus, enginn hirti um mig, nema til að amast við mér, rífa mig niður og nota tækifærið, sem ekki vantaði, þeim til ánægju og unaðsemdar. Mér leiddist heima; þar var ekkert sem dró mig að sér; ég var á sífelldum erli niður í bæ, - það var í rauninni miklu fremur óþreyja og leiði held- ur en drykkjuskapur. Af þessu leiddi að ég forsómaði kennslustundirnar, og kvað svo mikið að því, að ég kom ekki í marga daga í skólann." (Bls. 303-4) Eftir brottreksturinn frá Latínuskólanum býðst honum afleysingastaða sem skólakenn- ari við Möðruvallaskóla. Hann leggur af stað norður í land með póstskipinu Thyru þann 28. september árið 1884 ásamt dóttur sinni Helgu. Dvöl hans fyrir norðan er stutt og mörkuð gremju. Hann kvartar yfir áhuga- leysi nemenda sinna og tilbreytingaleysi stað- arins. Hann viðurkennir reyndar að hann hafi aldrei verið skemmtilegur í samræðum og frekar dulur í samskiptum sínum við ann- að fólk en segir lífið á Möðruvöllum vera ógeðslegt með stöðugum kjaftagangi, flokka- dráttum og pukurklíkum. Vorið eftir árið 1885 er hann aftur kominn til Reykjavíkur. í Reykjavík sinnir Benedikt aðallega eigin náttúrufræðirannsóknum sem fáir sýna áhuga. Hann er félítill en virðist þó í betra jafnvægi en oft áður. Hann selur hús sitt í Þingholtsstræti og flyst út úr bænum og nær sjónum. Þar festir hann kaup á yfirgefnu húsi á Vesturgötustíg 16, safnar sjódýrum og teiknar og svo virðist sem hann hafi losað sig við hluta þeirrar byrði sem samfélagið alltaf var honum. Þar lýkur Dægradvöl og Gröndal er staddur utan vegar og þræðir fjör- ur í leit að skorkvikindum. Þar er hann eng- um háður og þar rægir hann enginn. Benedikt Gröndal virðist alltaf þrá annan veruleika en hann býr við enda er hann sann- ur og heiðarlegur ídealisti. Hann er maður með háar hugmyndir og geysilega menntun sem fellur hvergi inn í lögbundið kerfi. Hann á í stöðugum erjum við samborgara sína og líf hans er ávallt þrungið spennu. Með Dægra- dvöl sinni leggur Gröndal líf sitt undir dóm lesandans enda líkist hann að mörgu Ieyti veijanda í réttarsal. Hann er nútímamaður í þeim skilningi að hann dregur alltaf viður- kennd sannindi í efa. Þversagnir gera því vart við sig í frásögn hans og sjálfsmynd hans lýtur mótsagnakenndri þróun. Dægra- dvöl má túlka sem baráttu idealisma og „raun- særra“ samfélagsviðhorfa. Undir lok ævisög- unnar leysast þessi átök upp og útrás þekk- ingarinnar finnur sér nýjan farveg. Skáldið og fræðimaðurinn Benedikt Gröndal stikar fjörur í leit að skorkvikindum. Hlutverkin hafa snúist við og Gröndal útilokar samfélag- ið frá störfum sínum. Hann hefur loksins fundið mynd sína í fjörusandinum og hlutverk hans er ekki lengur ákvarðað af öðrum. „Gerðu það sem þú átt að gera“ hljómar lík- lega í eyrum hans en í öðrum tón. Höfundur býr á Laugarvatni og skrifar bók- menntagagnrýni í Mbl. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.