Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Page 3
® í°! ® 1] ® 0 ®] E 0 d] E □ ® S
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Dægradvöl
heitir sjálfsævisaga Benedikts Gröndals
Sveinbjarnarsonar, sem var skáld og þekktur
borgari á síðustu öld; sveimhugi, sem átti að
eiga greiða leið til mennta og virðingarstöðu,
en sólundaði tíma sínum á öldurhúsum í Kaup-
mannahöfn. Kennslustaða hans í Latínuskó-
lanum varð honum sem víti og þaðan var
hann hrakinn úr embætti. Jón Ozur Snorra-
son lítur á ævisögu Gröndals.
Tölvan
er til margra hluta nytsamleg, en kannski
er ekki á almennu vitorði, að hana má
nota til tónsmíða. Tölvutónlist er orðin
sérstök grein í tónbókmenntunum. Hér
skrifar Bjarki Sveinbjörnsson um tölvu-
tónlist og ræðir við við Kjartan Ólafsson,
tónskáld, sem lokið hefur prófi frá Sibel-
iusarakademíunni í Helsinki.
Vegir
guðs, er heiti á smásögu eftir Einar Má
Guðmundsson rithöfund. Hún fjallar um
einelti sem getur tekið á sig hrikalegar
myndir, því börn eru miskunnarlaus. Hún
segir frá stráknum sem stamaði og var
uppnefndur og svo hinum strákunum sem
stóðu fyrir eineltinu og hvernig síðan fór
fyrir þeim.
1
STEFÁN ÓLAFSSON
Um þá
fyrri og
þessa
öld
Mjög var farsæl fyrri öld í heimi,
undi sér við akurplóg,
af honum þóttist hafa nóg
fráskilin þeim Ma óhófs keimi.
Eikin gaf þá ávöxt sinn til neyzlu;
ei var bruggað öl né heitt,
ekki hunangs blandið neitt,
ellegar borið vín til stórrar veizlu.
Ullar reyfin hvít voru höfð til
klæða,
en ekki velkt í eiturkorg,
er upp kom fyrst við Týrusborg
skarlatsrauður, er skelfiskarnir
blæða.
í grasinu var sofið sætt með yndi,
þorsta létti Iindin af,
laufgað tré, sem skugga gaf,
forsvar var það fyrir sólu og vindi.
Þá var ekki skorið hafið á skeiðum,
gestum ekkert gekk í hönd
góss á nýrri sjávarströnd
með ráni fengið eða skulda reiðum.
Herlúðrarnir þögðu þá um stundir,
enginn vildi fús á ferð
að fyrra bragði reiða sverð,
þvíblóðs voru launin ei nema solln-
ar undir.
Óska mætti, yrði vorar tíðir
rétt umbreyttar í þann sið,
er átti sitt í kyrrð og frið,
og stóðu í fögrum blóma lönd og
lýðir.
En nú brennur ágirndin sú illa
heitara en Heklu glóð,
hvorki er sparað líf né blóð
í það bál að bera, er seint má fylla.
Ekki sefar eldinn það, er hann
spennir,
þess meir vex sem meir fær hann,
mettast ekki af því, sem brann;
svo er um ágirnd, aldrei nægist
henni.
Fyrstur manna hver mun vogað
hafa
gimsteina og gullið skírt,
er gjarnan vildi liggja kyrrt,
dýran háska, djúpt úr jörð að
grafa?
^
Stefán Ólafsson, 1619-1688, var skáld, fornfræðingur og prestur i Vallanesi frá 1648. Hann
er höfuðskáld 17. aldar ásamt Hallgrími Péturssyni og lærdómsmaður sem þýddi Völuspá
og Snorra-Eddu á latínu. Kvæðið sem hér birtist er „heimsósómakvæði" og skáldinu finnst
óhóf og ágirnd einkenna samtímann og að meiri farsæld hafi verið á fyrri öld.
B
B
Bréf út í myrkrið
egar það dettur í mann
að bæta heiminfi vill
maður gjarnan gera það
strax. Málið virðist þann-
ig vaxið. Og jafnvel
óvanur maður skilur að
góðverk sem vel þolir bið
er kannski ekki góðverk.
Hann þrífur upp veskið.
Honum hefur verið kennt að höfuðvand-
inn sé að greina rétt frá röngu og gott frá
illu. Eftirleikurinn sé auðveldari. Eins og
Ritningin margsegir eiga menn að geta lát-
ið gott af sér leiða án þess að vera vitund
klárir í kollinum. En það var í þá daga.
Nú gengur góður maður inn á líknarmarkað
sem býður upp á svipaðan vanda og aðrar
kjörbúðir. Maður getur mettað hungraða.
Hann getur hjúkrað særðum. Hann getur
stutt læknavísindin í stríði við banvænan
sjúkdóm. Hann getur ættleitt götubarn.
Hann getur ættleitt tré. Þegar hann er bú-
inn að ráða við sig livað hann ætlar að
gera gott er eftir að vita hvar hann ætti
að gera það og hverjum hann ætti að gera
það. Síðast en ekki síst; Er örugglega hægt
að gera það? Ábyrgist nokkur póstþjónusta
að góð meining komist affallalaust á leiðar-
enda? Góður maður má ekki til þess liugsa
hve mikið gott hann hefur gert vondum
mönnum með milligöngu líknarstofnana. Þá
fellst honum hugur og myrkur leggst yfir
heiminn. En það bráir af honum. Því alltaf
eru að vinnast sigrar í þessari baráttu þótt
ekki séu nema stundarsigrar eða varnarsigr-
ar. Ef lengi miðar aftur á bak er okkur
hlíft við því, það er áratug að öðlast frétta-
gildi. Við og við sígur á okkur gjafaþreyta.
En auglýsingamenn finna fljótlega nýjan
og aðlaðandi flöt á hörmungunum og maður
er óðara hlaupinn út að stinga gömlu gler-
augunum sínum og kuldaskónum í söfnunat'-
belg.
Framfarafélögin eru mörg og góð en mér
verður starsýnt á eitt sem átti afmæli um
daginn. Amnesty á íslandi. Þetta félag legg-
ur ekki land undir fót og útdeilir niat og
meðölum heldur situr heima og skrifar bréf.
Það er eiginlega allt og sumt. Aðferðin hlýt-
ur að krefjast óvanalegrar seiglu. Meðal
annars af því að bréfavináttan er öll á ann-
an veginn. Bréfritara berst aldrei svar. Auk
þess er honum uppálagt að skrifa einungis
fúlmennum og hann á að leggja sig fram
um að ávarpa þau af fullri virðingu. Það
eitt ætti að duga til að slæva baráttuþrek-
ið. Varla getur málstaðurinn verið mjög
góður ef andstæðingurinn er ekki mjög
vondur og hvert eiga liðsmenn að sækja sér
kraft ef þeir mega ekki svívirða óvininn?
Aninesty gerir líka miklar kröfur, að
maður segi ekki ósanngjarnar, til skjólstæð-
inga sinna. Þeir verða að vera menn. Mörg
önnur mannúðarfélög láta sér nægja að
þeir séu hraktir og hungraðir. Það er betra
við að eiga vegna þess að hér um bil allir
hafa einhverntíma orðið svangir og veikir
og geta ímyndað sér franihaldið. Það nægir
til að ýta við flestum. Þeim finnst að allir
sem geta eigi skilið að fá að éta, til hvaða
dýra sem þeir teljast. Hungraðir skilja hver
annan. Hið sama verður varla sagt um
menn. Það þýðir ekki einu sinni að spyija
þá hvað maður sé. Því getur enginn svarað
út í hörgul. Að vísu'geta þeir bent. Það er
ekki nóg en samt vekur það hverri kynslóð
sína von.
Það var á sama róli og íslandsdeild Amn-
esty varð tvítug að ég rakst á úrklippu. Þar
er annar íslenskur félagsskapur að mót-
mæla. Þau samtök munu á blómaskeiði sínu
hafa komist fyrir umhverfis eldhúsborð en
bættu það upp með hörkunni. Ymissa hluta
vegna minntu þau mig alltaf á krókódíl.
Og það kom mér ekkert á óvart að sjá nú
dýr þetta mótmæla mannréttindabroti. Hins
vegar kom á mig þegar ég sá á hveijum
hafði verið brotið. Það var ekkjan hans
Envers Hoxha. Hann stjórnaði Albaníu á
uppvaxtarárum mínum. Mig minnir endilega
að það væri hann sem gegndi nafninu Ljós-
ker alþýðunnar. í ljósi sögunnar er óhætt
að segja að Albanir hefðu fyrr ratað á hell-
ismunnann með því að henda kerinu góða
og þreifa sig áfram í myrkrinu. En það
gátu þeir ekki. Ljóskerið lýsti svo vel að
verðirnir sáu þá alltaf. Þá voru samtökin
hins vegar-jafnan að horfa í aðra átt enda
var að mörgu að hyggja. Og þegar þau loks-
ins gátu sannað mannréttindabrot á Alb-
ani, þá mótmæltu þau því broti. Nú rámar
mig í samtök með nákvæmlega sama nafni.
Þau samtök neyttu mannréttinda sinna aðal-
lega til að lýsa fyrirlitningu sinni á mann-
réttindum. Ef einhver skyldi rugla þeim
saman vona ég að betri samtökin þoli það
ógrátandi. Því það er ekki heiglum hent að
heiðra mannréttindi. Mannslíf skal til dæm-
is virða þótt það hafi tekið sér bólfestu í
vitlausum manni. Er nokkur furða þótt við
hneigjumst til að einfalda málið og setja
það skilyrði að viðkomandi sé að minnsta
kosti sammála okkur í pólitík?
Svo segir í ferðasögu frá þeim tíma þeg-
ar allar ferðir voru óbyggðaferðir: „Ekki
skal ég reyna að lýsa því hve fegnir við
urðum þegar við riðum fram á lík í gálga.
Siðmenningin var í nánd.“ Rétt er það, við
höfum fyrir sið að hengja hver annan. Það
er alltaf merki um mannabyggð. Sem betur
fer er þó siðmenningin fjölskníðugri. Af
hveijum skepnuskap sprettur hugsjón.
Sagt hefur verið að banastundin sé svo
dýrmæt að hana verði hver maður að nota
því þá hlusti allir án þess að grípa fram í,
jafnvel hatursmenn hans. Ekki virðist til
mikils mælst. Þó væri það gjörbylting í stór-
um hlutum heims ef þetta yrði lögboðin
lágmarksvirðing. Svo tæpt stendur mann-
réttindabaráttan, og ekki von að við munum
alltaf eftir þessu hér norður frá þar sem
skorðurnar eru orðnar svo víðar að það
kemur jafnvel yfir okkur að kvarta undan
því. Þá er gott að Amnesty ýtir við okkur,
þessi félagsskapur sem hefur gefið svo
mörgum mál og líf með sínum þrotlausu
bréfasendingum út í myrkrið.
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1994 3