Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Page 4
Kjartan Ólafsson tónskáld í tónlistarstúdíói tónvísindadeildar Háskólans í Helsinki. Eiga ekki öll hljóð rétt á sér við tónsköpun? Einum frambjóðanda varð á orði þegar ég kom á kjörstað í fámennu sveitarfélagi einni mín- útu fyrir lokun... og allt skilar þetta sér! Hann hefur sjálfsagt vonað að sá flokkur sem hann reiknaði með að ég kysi, fengi ekki fleiri Um tölvutónlist almennt og nám Kjartans Olafssonar, tónskálds, sem lokið hefur lokaprófi frá Síbelíusarakademíunni Eftir BJARKA SVEINBJÖRNSSON atkvæði í þeim kosningum. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa á örstuttu skeiði íslenskrar tónlistarsögu dvalið erlendis í lengri eða skemmri tíma við bæði nám og störf. í ofurlitlu úrtaki má nefna Sigfús Einarsson sem lærði í Kaupmannahöfn, Jón Leifs, Pál ísólfsson og Atla Heimi Sveinsson, sem námu í Þýskalandi, í Sviss dvöldu Hallgrímur Helgason, Gísli Magnússon og Jón Nordal, i Englandi Þorsteinn Hannesson, Kristinn Hallsson og Fjölnir Stefánsson, á Ítalíu Þuríður Pálsdóttir og Magnús Jónsson, í Ameríku Magnús Blöndal Jóhannsson, Þor- kell Sigurbjörnsson, Karólína Eiríksdóttir og svona mætti lengi telja; Holland, Dan- mörk, Svíþjóð, Noregur, Frakkland, Spánn, Kanada. Nefnið þið bara landið, það má nánast teljast öruggt að íslenskur tónlistar- maður hefur dvalist þar við nám eða störf í lengri eða skemmri tíma. Það væri verð- ugt rannsóknarefni að skoða hvort einhver íslenskur skóli eða sérstíll á eftir að koma út úr þessu breiða umhverfi, því „allir hafa þeir skilað sér“. Eitt er það land sem mjög fáir íslenskir tónlistarmenn hafa stundað nám í og er það Finnland. Það má líklega telja á fingr- um annarrar handar þá Islendinga sem stundað hafa tónlistamám þar. Um þessar mundir er einn íslendingur að ljúka svokall- aðri Licentiates gráðu (annað heiti yfir doktorsgráðu) frá tónsmíðadeild Síbelíus- arakademíunnar í Helsinki og er hann um leið fyrsti einstaklingurinn sem lýkur svo hárri gráðu frá þessari deild. Það er tón- smiðurinn og ekki síður tölvuforritssmiður- inn Kjartan Ólafsson, en stór hluti af hans gráðu er hönnun og þróun tónsmíðaforrits- ins CALMIJS sem liann einn á heiðurinn af svo og nokkur tónverk sem hann hefur samið með aðstoð forritsins. SÍBELÍUSARAKADEMÍAN En víkjum fyrst að Síbelíusarakadem- íunni. Finnar hafa heiðrað minningu síns elskaða tónskálds, Jeans Sibeliusar, m.a. með því að nefna æðstu tónlistarstofnun lands síns eftir honum. Þar í landi hafa menn áttað sig á því að tónlistarmenn, bæði sem tónskáld og flytjendur hafa „selt“ landið. Þeir hafa verið landinu slík auglýs- ing að fátt eitt annað getur orðið til saman- burðar. Það gæti verið kominn tími til að fleiri þjóðir áttuðu sig á þessu. Tónlistará- hugi í Finnlandi er geysilega mikill og er músíkalskt starf meðal þjóðarinnar ríkt. Sí'oelíusarakademían í Finnlandi er stærsta stofnunin þar í landi fyrir æðra tónlist- amám, með um 2.000 nemendur. Um 50 þessara nemenda stunda tónsmíðanám og eru þeir svo fáir því í hæsta lagi eru tekn- ir inn 5 nemendur á ári í þetta nám, sum árin enginn. Er stofnunin ríkisstyrkt og er aðbúnaður nemenda með því besta sem gerist. Nám í Tölvu- TÓNSMÍÐUM VlÐ SÍBELÍUSARAKADEMÍUNA Fyrsta elektró-akústíska tónlistarstúdíó- ið sem byggt var í Finnlandi var í Tónvís- indadeild Háskólans í Helsinki í lok 7. ára- tugarins undir stjórn tónskáldsins Erkkis Kurenniemis. Á 8. áratugnum byggði finnska ríkisútvarpið (YLE) tilraunastúdíó og hefur stærstur hluti finnskrar elektr- ónískrar tónlistar verið saminn þar. Tveim- ur öðrum stúdíóum var svo komið á laggirn- ar árið 1990, en það voru CARTES (tölvu- Iistarstofnunin í Espoo) sem leggur áherslu á hið svokallaða „multimedia" og tölvutón- listarstúdíó Síbelíusarakademíunnar (SAC- MUS) sem ætlað er til kennslu og tón- smíða nemenda tónsmíðadeildarinnar. Má segja að hlutverk deildarinnar sé þrískipt, kennsla, rannsóknir og sköpun. Með kennslu er átt við að tónsmiðum er kennt að nota tæki stúdíósins og nýta þau til tónsmíðavinnu. Rannsóknarþátturinn snýst um skilning á nýjum hugmyndum og kerf- um og beinist að því að mynda lifandi og skapandi rannsóknarumhverfi innan stúdí- ósins. Með sköpun er átt við að nemendur geti búið við hinar bestu aðstæður til samn- inga verka sinna. Hug- og vélbúnaður stidíósins er með því besta sem til er á markaðnum í dag. Þó ýmislegt megi endurnýja, er það stór spurning hvernær endurnýja beri svo dýr tæki sem þessi, þar sem þróunin er svo hröð og erfitt fyrir stofnanir af þessu tagi að ijármagna slíkar endurnýjanir. Einnig spyr maður sjálfan sig í sumum tilfellum um tilganginn því oft snýst það um hvað gaman væri að hafa og hvað maður þarf. Með þeim tækjum sem stofnunin hefur yfir að ráða er hægt að nálgast tónlistina allt niður á míkróplan sem er minnsta ein- ing hljóðsins, sínustóninn. Með tækjunum þessum má búa til þau hljóð sem óskað er alveg á sama hátt og myndlistarmaður- inn blandar liti. Þessi hljóð, sem á hefð- bundnum hljóðfærum eru einstakur tónn þeirra, má síðan í tölvum eftir tónsmíðaleg- um aðferðum og reglum setja í músíkalskt samhengi - semja tónverk. Ef við hugsum okkur hljómplötu eða segulband þá eru þau ekkert annað en geymslustaður fyrir hljóð. Með tilkomu segulbandsins opnuðust fleiri möguleikar hvað varðar geymslu og vinnslu með hljóðið. I dag hafa menn með aðstoð tölvu nánast fullkomið vald yfir sjálfu hljóð- inu og þó svo að segulbandið sé ennþá notað sem geymslutæki fyrir hljóð þá eru gæði þess og þeirra taekja sem þau tengj- ast orðin miklu meiri. í hug- og vélbúnaði stúdíósins má gera margt. Búa til sín eigin hljóð geyma þau, annað hvort sem tölvu- upplýsingar í sjálfri tölvunni eða sem tölvu- upplýsingar á háþróuðum böndum, sem líta út eins og myndbönd, og nota þau í verkum sínum. Einnig hefur maður með tölvunni aðgang að ógrynni hljóða sem liggja inni á svokölluðum netsvæðum sem eru sam- tengd út um allan heim. Hljóðin eru óend- anlega mörg og erfitt að hugsa sér ein- hvem takmarkaðan fjölda þeirra, eða eins og séra Jakob Jónsson orðaði það við smið- inn í kapellu Hallgrímskirkju fyrir mörgum árum. Smiðurinn hafði á orði við hann hvort ekki færi bráðum að vera fullt á himnum þar sem vilji þeirra prestanna væri að senda alla þangað. Séra Jakobi varð sem snöggvast litið á manninn, bað hann að koma með sér upp að veggnum þar sem stóð lítið píanó. „Sérðu þetta litla hljóðfæri og þetta litla hljómborð. Getur þú ímyndað þér hversu mörg lög má spila á það?“ Kennsla í elektrónískri- og tölvutónlist er tveggja ára nám og er námið að miklu leyti einstaklingnám. Þó eru hóptímar í akústík og teorí’j. Námið byggir á „synt- hesis“ tækni, en „syntetiska" hljóðmyndun má skilja þannig að um sé að ræða samein- ingu smáatriða í heild - búa til hljóð. Kennslu á stúíótæki, þ.e. þau forrit, tölvur og tæki sem stúíóið hefur yfir að ráða svo og allt það sem viðkemur tónsmíðum. Síbelíusarakademían býr yfir kammer- músíksal sem sérstaklega er hannaður til flutnings á elektrónískri tónlist (eitthvað sem menn hafa vonandi ekki gleymt í hönn- un væntanlegs tónlistarhúss í Reykjavík). Er salurinn innréttaður með 96 hátölurum sem eru byggðir á tölvustýrðum veltieining- um bæði á veggjum og í lofti. Er þessum hátölurum deilt niður á 32 rásir sem hver um sig hefur sérstakan magnara. Kjartan Ólafsson Hinn mikli áhugi ungra tónskálda á ís- landi í dag á sjálfu hljóðinu við tónsköpun og notkun hinnar miklu tölvutækni við tón- sköpun má eflaust að hluta til rekja til poppsins. Flestir þessara ungu manna eiga bakgrunn í popptónlistinni en þar snýst umhverfið ekki eingöngu um sjálfa tónlist- ina heldur einnig „græjur“ og „sánd“. Mýmörg dæmi eru um það að unglingar sem verða helteknir popptónlistinni, byija á því einfalda, verða smátt og smátt kröfu- harðari og byija að hlusta á vandað popp stefni alltaf hærra og enda jafnvel sem Mahler og Wagner aðdáendur. Mörgum nægir það ekki, heldur vilja þeir vera virk- ir þátttakendur og verða tónsmiðir. Kjartan Ólafsson er eitt þeirra tónskálda með heil- mikinn bakgrunn í popptónlistinni. Þeim bakgrunni er ekki fyrir að fara í hans tón- sköpun nema að iitlu leyti þó er má segja að áhugi hans á „sáhdinu" komi þaðan. Kjartan er í dag mjög vel menntaður tón- listarmaður með tæplega 20 ára tónlist- amám að baki. Á Islandi hefur hann stund- að píanónám hjá Kristni Gestssyni og Hall- dóri Haraldssyni, tónfræði og tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni og Atla Heimi Sveinssyni og lauk því námi með BM (Bac- helor of Music) prófi frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984. í framhaldi af því dvaldi Kjartan á árunum 1984-1986 í Hollandi og stundaði raftón- smíðar og raftónlist við Utrecht Conservat- ory og Instituut voor Sonologi. Frá árin 1986 lærði Kjartan almennar tónsmíðar við Síbelíusarakademíuna undir handleiðslu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.