Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Qupperneq 6
Vegir guðs
H
afa farvegir illskunnar breikkað?
Eru fljót hennar straumþyngri nú en áður?
Um það er engum blöðum að fletta: Tölvu-
hraði nútímans og vídeótaktar samfélagsins
setja mark sitt á samskipti bama og unglinga.
Kung-fu-kynslóðin gengur með hnúa-
járn.
Það er mikið talað um einelti í skólum
og sögur sagðar af ótrúlegum fólskuverk-
Tveir strákar voru
ötulastir við að stríða
Símoni og festa
uppnefnin við hann.
Annar þeirra var Ómar,
sem fór um hverfið og
stal reiðhjólum og öðru,
en hinn var Maggi,
jafnan kallaður Maggi
feiti.
SMASAGA
eftir EINAR MÁ
GUÐMUNDSSON
Einelti er grimmd, en grimmd var til
löngu á undan tækniheimi nútímans.
Hafa fantatökin breytt um form eða er
innihald þeirra nýtt?
Um daginn, þegar ég var að róta í gömlu
dóti, rakst ég á Lestrarbók frá því í gagn-
fræðaskóla. Bókin var velkt og slitin og
spássíur hennar útkrotaðar. Það voru aðal-
lega flatneskjulegar andlitsmyndir.
Ég fletti henni og allt í einu blasti við
mér smásagan Grímmd eftir Halldór Stef-
ánsson.
„Hann valhoppaði yfir hnútótta móa upp
á lyngþúfur og ofan í grasdokkir ...“
Eg var um leið kominn inn í kennslustof-
una og Eggert íslenskukennari stóð upp
við töfluna og las.
Ég saug upp í nefið og fann sama klökk-
vann og þá.
Gátu börn verið svona grimm?
I skólastofunni ríkti þögn.
Svo fleygði drengurinn í sögunni sér
niður í fjörugijótið og fór að gráta.
Þá heyrðist allt í einu grátur í skólastof-
unni.
Símon, strákurinn sem sat við fremsta
borðið í dyraröðinni, var farinn að gráta.
Hann hágrét.
Símon var ekki holgóma einsog drengur-
inn í sögunni, en hann stamaði. Hann hafði
oft grátið heima hjá sér, í einrúmi, en aldr-
ei í skólastofunni.
Símon bjó í einni af bæjarblokkunum
við Skipavoginn. Hann átti mörg systkini,
sjö eða átta, og raunar fleiri ef lausaleiks-
börnin, sem Heimir pabbi hans átti, voru
talin með.
Heimir var hávaxinn með þykkt svart
hár sem hann greiddi til hliðar og aftur.
Hann klæddi sig ekkert ósvipað og ungling-
arnir, gekk í leðuijakka og með sólgler-
augu. Röddin var gróf og húðin líka.
Heimir virtist ekkert vinna. Hann var
oft heima og á vappi um hverfið. Stundum
ók hann með leigubllum og einhveijir gaur-
ar með honum. Svo hvarf hann. Þá sögðu
systkinin að hann væri á sjónum.
„Ha? Á sjónurn?"
„Já, hann er á miililandaskipi," sögðu
þau. „Hann siglir um höfin.“
Ef einhveijir báru brigður á þetta var
eldri bræðrum Símonar að mæta. Þeir
spunnu upp sögur um ævintýraferðir hans
um frumskóga og borgir.
Eitt sinn þegar Heimir hafði verið óeðli-
lega lengi í burtu sögðu þeir að hann væri
farinn til Nýja-Sjálands.
„Og hvað gerir hann þar?“ var spurt.
„Hann er slökkviliðsmaður,“ sögðu eldri
bræðurnir.
í rauninni þurfti einskis að spyija. Það
vissu allir í nágrenninu og skólanum að
Heimir var afbrotamaður. Hann var ekki
á sjónum heldur I fangelsi.
Heimir vann fyrir sér með innbrotum
og ávísanafalsi og tveir af bræðrunum áttu
eftir að ganga sömu braut: Þeir voru sömu
svolarnir og pabbi þeirra, en Símon og
systurnar tvær, Dagbjört og Gunnhildur,
voru blíðlyndari.
Seinna skrifaði Dagbjört smásögur. Þær
þykja vel skrifaðar en eru að sama skapi
nöturlegar. Sumir gagnrýnendur segja
Dagbjörtu hafa opnað nýja umræðu.
' Dagbjört hefur lýst því, bæði I blaðavið-
tali og smásögu, hvernig Símon iá stam-
andi í kjöltunni á Erlu, mömmu þeirra, og
reyndi að hugga hana þegar búið var að
stinga Heimi í steininn.
Systurnar voru kvaldar og innhverfar,
en þær stömuðu ekki einsog Símon. Ein
setning gat verið heila eilífð á leiðinni út
úr honum, ef hún kom þaðan nokkum tíma.
Kennararnir urðu að vera þolinmóðir.
Símon gat ekki lesið nema fyrstu tvö grein-
arskilin í lestrarprófinu. Því var hann í
upphafi settur í mun lakari bekk en ástæða
var til.
Það var ekki fyrr en í ljós kom hve góð-
ur hann var í stærðfræði og yfirleitt þeim
fögum þar sem hægt var að leysa verkefn-
in í hljóði að hann var fluttur í betri bekk.
Einu sinni í viku mætti Símon hjá tal-
kennaranum. Hann hét Guðjón, virðulegur
maður, dálítið rauðþrútinn í framan og
gekk með hatt.
Guðjón hafði aðstöðu í lítilli skrifstofu í
skólanum. Glugginn á talkennarastofunni
vissi út á skólalóðina. í frímínútum lágu
bekkjarsystkini Símons á glugganum og
horfðu á þegar Guðjón lét hann breyta
tungunni í vindil, gera úr henni bolla og
skella í góm.
-Þ
Sumir náðu árangri, en ekki Símon. Ef
eitthvað var stamaði hann meira eftir að
hann kom út frá Guðjóni talkennara en
áður en hann fór inn til hans.
Símon átti aðeins eitt ráð við staminu
og það var að þegja. Það gat verið dýrt
spaug að tala, því orð sem Símon hikstaði
á og stamaði festust við hann.
Tveir strákar voru ötulastir við að stríða
Símoni og festa uppnefnin við hann. Annar
þeirra var Ómar, sem fór um hverfið og
stal, reiðhjólum og öðru, en hinn var Maggi,
jafnan kallaður Maggi feiti.
Maggi fylgdi Ómari einsog hnöttur og
var ótrúlega stríðinn og hrekkjóttur, einsog
títt er með feita stráka. Ómar var í tossa-
bekk en Magga gekk betur að læra.
Eitt sinn buðu þeir félagarnir Símoni
að koma með sér á leynistað. Það var dimm-
ur og niðurgrafinn kjallari í bílskúr við
götuna fyrir ofan Dvergheima.
Rúðurnar voru brotnar, gluggarnir ein-
sog dimm augu, gólfið þakið spýtnabraki
og drasli.
„Kemurðu ekki með?“ sagði Maggi.
Hann brosti breitt.
„É-é-é-ég vei-vei-veit ekki,“ sagði Sím-
on.
„Auðvitað kemurðu með,“ sagði Ómar.
Hann gaf Símoni kumpánlegt olnboga-
skot.
Símon réði ekki við tilfinningar sínar.
Hann veðraðist allur upp við þennan
skyndilega áhuga sem honum var sýndur.
Hann brosti til þeirra og kinkaði kolli.
„É-é-ég uhm uhm m-m-á það?“
„Auðvitað Símon,“ sagði Ómar. „Við
erum að bjóða þér með okkur.“
Þeir gengu frá Skipavoginum, yfir fót-
boltavöllinn og áfram stíginn meðfram
róluvellinum. Omar hélt á bréfpoka. Maggi
brosti og hendur hans dingluðu, en Símon
horfði niður fyrir sig. Skolleitt hárið féll
fram. Hann var ijóður og feiminn.
„Við eigum bæði kex og kók,“ sagði
Ómar og opnaði bréfpokann.
Á meðan Símon kíkti ofan í pokann
blikkaði Ómar Magga. Maggi sneri sér við.
Kinnar hans blésu út. Hann reyndi að halda
niðri í sér hlátrinum.
Ómar hafði stolið kexinu og kókinu úr
kjörbúðinni. Hann var líka með sígarettur.
Þær tók hann upp úr bijóstvasa gallajakk-
ans þegar þeir voru sestir niður í kjallarann.
Þeir sátu I myrkrinu, mauluðu nokkrar
kexkökur og drukku kók. Símon svimaði
þegar hann reykti. Honum var illt I magan-
um.
Hann stóð upp og gekk um kjallarann.
„Hvað er að?“ sagði Maggi.
„Mé-mé-mér er svo i-i-illt í ma-ma-mag-
anum,“ sagði Símon.
„Varstu að éta eitthvað eitur?“ sagði
Ómar.
„É-é-ég held það sé sí-sí-sí-sígarettan.“
Símon leit í kringum sig. Hann gekk að
veggnum. Gluggarnir voru hátt uppi. Tré-
stiginn sem þeir höfðu gengið niður var
horfinn.
Símon gekk yfir til Ómars og Magga
og horfði á þá bænaraugum. Hann vildi
komast upp en þeir hreyfðu hvorki legg
né lið. Sígarettuglóðin lýsti upp glottandi
andlit þeirra.
Þá sagði Símon: „Ha-ha-haldið þið að
það séu nokkrar ro-ro- rottur hérna? Mé-
mé-mér er ne-ne-nefnilega svo mikið mál
að _skí- skí-skíta.“
Ómar og Maggi skellihlógu.
Nú höfðu þeir heyrt það sem þeir vildu.
Um leið rann upp fyrir Símoni að ekkert
bjó á bak við vinarþel þeirra nema löngun-
in til að hlusta á hann stama.
Þetta urðu Símoni dýrkeypt orð.
Maggi feiti greypti hvert þeirra í huga
sér og iðaði í skinninu eftir að veita öðrum
hlutdeild í þeim. Hann stöðvaði fólk á göt-
um úti. Upp við ljósastaura og húsveggi
buldu hlátrasköll.
Áður en vika var liðin sat Símon uppi
með uppnefnið „Skí- skí-skíta“.
Svo rækilega festist það við hann að
hann var aldrei kallaður Símon.
Hann hét „Skí-skí-skíta“.
Það hefði engu breytt þó Símon hefði
verið látinn auglýsa Luxsápu með Raquel
Welch eða fengið af sér andlitsmynd á
þvottabrúsana frá Frigg.
„Skí-skí-skíta“ var nafn hans.
Það virtist hrína á honum. Símon varð
fram úr hófi sóðalegur. Hann þvoði sér
hvorki né greiddi.
Hann fór ekki í sturtu eftir leikfimi. í
sturtuklefanum var alltaf einhver sem
sagði: „Þa-þa-þarftu e-e-ekki að skí-skí-
skíta?“
Hann hætti ekki að stama, en hann sagði
færri og færri orð.