Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Blaðsíða 8
Þjóðmálaþankar
Hundvitlaust
Eg var minntur á það á
dögunum að fyrir aldar-
fjórðungi ritaði ég nafn
mitt á bænaskjal til borg-
aryfirvalda. Þar var beðið
um að hundahald yrði
leyft. Ekki hreií það og
máttu hundaeigendur
(óiöglegir) fela gripi sína um sinn og kvein-
uðu sáran.
Tilefnið var ramakvein mitt yfir hundum
og hundaeigendum. Nú hlýtur mönnum að
leyfast að skipta um skoðun á aldarfjórð-
ungi og það hef ég gert. Ég vil losna við
hunda úr þéttbýli, á meðan margir hundaeig-
endur, níðast á lögunum sem um slíkt fjalla.
Hér bý ég á friðsælum stað í Hafnarfirði
og held mitt hús og minn garð. Á dögunum
var ég að vökva þegar ég sá hundflykki
setja sig í stellingar til að skíta þar á lóð-
inni sem börn leika sér mest. Ég ákvað að
vera ekki með neinar vöflur og beindi vatns-
geislanum undir afturenda hundsins sem
þaut burtu. Eigandinn sveiflaði ólinni sem
hefði átt að vera föst í hundinum og jós
yfir mig skömmum á meðan hundurinn mé
í hjólkopp nærliggjandi bifreiðar. Að lokinni
þeirri sprænu hljóp þessi, án efa ágæti og
vel uppaldi hundur, sem var á stærð við
Lassí, um götuna og elti þriggja til fjögurra
ára börn sem hlupu skelfingu lostin undan
honum og ekki í fyrsta skipti.
Hvað hefði hundeigandinn gert ef ég hefði
fnigið á bílinn hans, hægt mér í lóðinni hans
og hlaupið á eftir börnunum hans og hrætt
þau? Líklega hefði hann lagt til að ég ætti
að vera í bandi, - og það sama fínnst mér
um hundinn. Ég hljóp til og forðaði börnun-
um, sem án efa héldu að hundurinn ætlaði
að snæða þau, með hundóðan manninn á
eftir mér. Hann fór og er án efa að velta
því fyrir sér hvort ekki megi skjóta menn
sem eru vondir við hunda.
Spytja má hvor okkar hafi brotið af sér?
Hundar eiga að vera í bandi. Það virða fá-
ir. Og of fáir eigendur hunda skilja að fólk
getur verið hrætt við þá. Og tæplega á að
líða það að kálfstórir hundar hægi sér hvar
sem er, hvort sem hirt er upp eftir þeim eða
ekki! í Elliðarárdal eru skilti út um allt sem
banna umferð hunda. Samt þeysa þeir um
allt þar og eigendur jafnvel langt í burtu.
Hver eru áhrifin? Til dæmis óvirðing fyr-
ir lögum og rétti. Skilaboðin sem slíkir
hundaeigendur senda eru að ekki eigi að
virða lögin. Og hvað skyldu þeir gera ef
brotist yrði inn hjá þeim? Væntanlega
hneykslast á því hve illa lögin séu virt.
Þessir hundaeigendur brjóta lögin vísvit-
andi og virða í engu rétt annarra. Vitaskuld
er hópur sem fer að lögum eins og framast
er unnt. Þeir hirða upp eftir hundana og
hafa þá í bandi. Þeir virða það að fólk vilji
ekki fá eitthvað bráðókunnugt flykki í fang-
ið. Þeir þjálfa og sýna hunda sína, eins og
aðrir frímerkajsafnið sitt, láta þá keppa í
hundaíþróttum og ala þá sem bestur er kost-
ur.
Til að gera öllum það ljóst þá er vandinn
ekki hundumir sem slíkir. Vandinn er eig-
endumir, sem ekki geta virt þær reglur sem
þeim eru settar.
Sama gildir reyndar um fleiri gæludýr.
Það er eins og fólk .haldi að það sé að fá
sér úttroðna bangsa sem megi troða á enda-
laust. Hvaðan koma villikettirnir í nágrenni
höfuðborgarinnar? Og hvað um kattaeigend-
ur sem læsa dýrin sín úti að næturþeli þann-
ig að þau leiti sér að skjóli m.a. í sandköss-
um leikskólabarna?
Ég minnist heimilis sem ég kom oft á sem
bam. Þar bjó köttur sem einn góðan veður-
dag hafði birst og sest upp. Hann var ágæt-
lega vaninn og gerði sosum ekki miklar
kröfur til heimilismanna. Mörgum árum
seinna hvarf hann sporlaust, þá gamall,
haltur og hálfblindur. Sjálfsagt lenti hann
undir bíl. Oft velti ég því fyrir mér hvaðan
hann kom og hvers vegna ágætlega vaninn
köttur flutti skyndilega að heiman.
Sama gildir um kanínur og dúfur, hamstra
og mýs. Eg efa ekki það sem ýmsir fjölfróð-
ir menn segja að dýr og menn eigi að geta
átt gott sambýli. En ég fullyrði að margir
séu ófærir um að sinna sínum dýrum. Hve
margir hafa ekki gengið hjá húsum um
miðjan dag þar sem neyðaróp hunda heyr-
ast út? Á að líða svona? Hvareru hundavinifi
MAGNÚS ÞORKELSSON
Höfundur er kennslMStjóri Menntaskólans viö Sund.
Umræðuhópar um stjórnmál
Orðræða um þjóðmál
til hliðar við
pólitísku flokkana
Fáum mun dyljast að mikil pólitísk umbrot eiga
sér nú stað hér á landi, einkum innan svo-
nefndra vinstri flokka. Á hitt má líka minna
að ekki er síður þörf endurnýjunar á hægri
væng íslenskra stjórnmála. Því miður bendir
„Athygli mín beinist þó
einkum að áhrifavaldi
stjórnmálaflokka, valdi
sem í skjóli úreltrar
kjördæmaskipunar og
kosningalaga er lítt
sýnilegt. Forystumenn
flokkanna hafa einnig í
vaxandi mæli á síðustu
árum, að því er mér
sýnist, glatað sambandi
við raunverulegar þarfír
þofra almennings í
landinu.“
Eftir JÓNAS PÁLSSON
margt til að þau átök sem mest ber á um
þessar mundir séu, eins og svo oft áður,
sprottin af tímabundnum deilum og valda-
baráttu einstakra stjórnmálamanna fremur
en skipulegum tilraunum til myndunar nýrra
stjórnmálasamtaka. En slík samtök þyrftu,
ef vel á að vera, að tengjast stefnumótun
fyrir ísland á nútímalegum grunni, svo sem
tillögum um nýsköpun í atvinnuháttum,
breytt vinnubrögð við hagsmunagæslu
starfsstétta og endurskipan íslenska stjóm-
kerfisins. Víst hafa ýmsar byijanir verið
gerðar í þessa veru á síðustu árum. En
betur má ef duga skal. Margir Islendingar
bera, að ég hygg, eins og undirritaður, ugg
í bijósti um framtíð íslenska lýðveldisins og
óttast að illa kunni að fara ef þjóðin og
forystumenn hennar sýna ekki meiri for-
sjálni og stefnufestu um stjórn landsins en
saga síðustu áratuga sýnir. Til vitnis um
þessar áhyggjur eru nokkrar vandaðar
blaðagreinar sem birst hafa á síðustu mán-
uðum um efnáhags- og atvinnumál, stjórn-
skipan landsins og stjórnsýslu.
HVARERUM VlÐ
Á VEGI Stödd?
Ég leyfi mér að varpa fram þeirri spurn-
ingu hvort ekki sé tímabært að fólkið í
landinu myndi á eigin vegum starfs- eða
umræðuhópa um íslensk þjóðmál. Slíkir
grasrótarhópar gætu verið með ýmsu móti,
misjafnir að stærð, sex til tíu þátttakend-
ur, helst bæði karlar og konur, ungir jafnt
sem aldnir og viðfangsefni þeirra margvís-
leg. Sameiginlegur tilgangur allra slíkra
hópa væri að glöggva sig á framtíðarhorf-
um íslenskrar þjóðar og stöðu íslands í
umheiminum. Hver einstakur hópur hefði
afmarkað viðfangsefni til umfjöllunar; fag-
legt eða hagnýtt. Sem dæmi um verkefni
mætti nefna atvinnuvegi landsmanna,
stjórn fiskveiða, erlenda fjárfestingu,
markaðsmál, framtíðarmótun þjóðríkis á
íslandi, endurskipan flokkakerfisins, efl-
ingu lýðræðis og starfsemi fjölmiðla, breyt-
ingar á stjórnskipan ríkisins og stjórnsýslu,
utanríkismál og samstarf við aðrar þjóðir,
þróun og skipan byggðar í landinu. Enn
mætti nefna málaflokka eins og matvæla-
iðnað, ferðaþjónustu og hugbúnaðarvinnu
af ýmsu tagi, að ógleymdum uppeldis- og
menntamálum, félagsmálum og heilsu-
gæslu. Við þessa upptalningu mætti lengi
bæta en hefur næsta lítinn tilgang enda
skarast þessir málaflokkar og veltur á
áhuga og sérhæfingu þátttakenda hvaða
viðfangsefni væru valin og hvernig henta
þætti að afmarka þau. Verkefni slíkra hópa
þyrftu ekki að vera átthagabundin þótt
þeir störfuðu vítt og breitt um landið.
Nú munu margir segja að starfsemi af
þessu tagi sé bæði óþörf og óhagkvæm,
jafnvel þótt einhveijir vildu leggja á sig
slíka fyrirhöfn. Eðlilegra sé fyrir áhuga-
menn að ganga beint til starfa innan pólití-
skra flokka, gamalla eða nýrra. Margar
sérfræði- og rannsóknarstofnanir vinni
þegar markvisst að verkefnum á þessu
sviði (Þjóðhagsstofnun, Hafrannsóknar-
stofnun, rannsóknarstofnanir á vegum at-
vinnuvega; rannsóknarstofnanir innan há-
skóla, sérfræðingar hagsmunasamtaka
o.s.frv.). Alþingi, stjórnvöld og stjórnmála-
flokkar efni einnig á hveijum tíma til fjölda
nefnda og starfshópa til að kanna einstaka
málaflokka og gera tillögur um hvernig
betur megi að málum standa. í þessu sam-
bandi er eðlilegt að nefna greinargerðir sem
„Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun
á vegum forsætisráðuneytis“ (sett á stofn
1983/4) hefur á undanförnum árum birt
um störf sín.
Opinber Umræða
Enn í Skötulíki
Vissulega eru til staðac margvísleg gögn
og upplýsingar um íslenskt þjóðlíf og sem
betur fer hafa vísindarannsóknir eflst veru-
lega á síðustu árum. (Sbr. athyglisverða
ráðstefnu sem haldin var fyrir skömmu af
Viðskipta- og hagfræðideild og Félagsvís-
indadeild Háskóla íslands.) Samt þarf að
gera miklu betur í þessu efni og enn vant-
ar mikið á að nægilegu fé sé varið til rann-
sókna á sviði atvinnu- og efnahagsmála,
félags-, heilbrigðis- og menntamála.
Hitt er samt miklu verra, og það er
aðalatriði þess máls sem hér er flutt, að
þær upplýsingar sem þó eru fyrir hendi,
liggja oft ýmist ónotaðar eða eru misnotað-
ar. Hlutlæg, upplýst umræða á íslandi er
því miður enn þá oft óburðug og nær ekki
nægilega til almennings í landinu þrátt
fyrir viðleitni fjölmiðla í þessu efni síðustu
árin, einkum Ijósvakamiðla. Gamalgróin
forræðishyggja embættismanna og stjórn-
málamanna veldur hér miklu. Einnig mætti
spyija hvernig skólamir sinni þessum mál-
um en í 2. gr. grunnskólalaga segir m.a.:
„Hlutverk gtunnskólans, í samvinnu við
heimilin, er að búa nemendur undir líf og
starf í lýðræðisþjóðfélagi.“ Ákvæði sem
miða í sömu átt mun einnig að finna í lög-
um um framhaldsskóla.
Blöð hafa frá upphafi vega hér á landi
flest verið flokksmálgögn og gjarnan hald-
ið uppi einhliða og lituðum málflutningi.
Frjáls óháð og markviss umræða fjölmiðla
á Islandi um þjóðmál og stjórnmál er því
enn í dag mjög í skötulíki. Og nú er svo
komið að aðeins tvö dagblöð (eða kannski
aðeins eitt) hafa fjárhagslega getu (eða
metnað?) til að fullnægja nokkurn veginn
þeim kröfum sem gerðar eru meðal ná-
grannaþjóða okkar til menningarlegra
Hin opinbera umræða um þjóðmál er slöpp, tilviljanakennd og yfirborðsleg.
Ftjáls, óháð og markviss umræða fjölmiðla á íslandi um þjóðmál og stjórnmál
er því enn í dag í skötulíki.
Myndin er af umræðuþætti í Sjónvarpinu árið 1982.
8