Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Qupperneq 9
„Stefnumótun til Iengri tíma er látin dankast, heildarsýn er óljós og forgangsröðun verkefna vanrækt. Rætur vandans
teygja sig víða og liggja djúpt í ætta- og kunningjasamfélaginu."
Myndin er úrAIþingi.
blaða. Hlutur ljósvakamiðla hérlendis er
því sérlega mikilvægur en fjárhagsgeta
þeirra er eins og kunnugt er einnig tak-
mörkuð. — Fámenni íslenskrar þjóðar er
atriði sem verður stöðugt að hafa í huga
þegar tii framtíðar er litið.
HVERS VEGNA NÝTAST
Upplýsingar Svo Illa?
Vík ég þá aftur að kjarna þess erindis
sem ég vil koma á framfæri við lesendur,
þ.e. að áhugamenn víðs vegar um land
efni til umræðu um þjóðmál til hliðar við
stjórnmálaflokkana og leggi þannig fram
sinn skerf í nýjan grunn íslenskra stjórn-
mála.
Ég varpa fram þeirri staðhæfingu að
margvíslegar upplýsingar um þjóðlífið sem
þrátt fyrir allt er að finna hjá stofnunum
ríkisvalds, hagsmunaðila og félagasam-
taka, nýtist ekki nema að takmörkuðu leyti
við mótun almenningsálits í landinu og
jafnvel ekki heldur nema að takmörkuðu
leyti þegar til ákvarðana stjórnvalda kem-
ur. Þessu veldur einkum, að mínu áliti, hve
hin opinbera umræða um þjóðmál er slöpp,
tilviljanakennd og yfirborðsleg. Stjórn-
málaflokkarnir bera mikla ábyrgð í þessu
efni enda hljóta þeir að hafa beint og óbeint
úrslitaáhrif á landsmálaumræðuna og
framvindu hennar. Sennilega speglast
hvergi skýrar en í þessum punkti ágallar
íslenska flokkakerfisins; hversu stefnumið
flokkar.na eru óljós, oft mótsagnakennd
og vinnubrögð þeirra úrelt. Flokkarnir
bregðast líka of oft þeirri skyldu að taka
óvinsælar ákvarðanir sem samt má telja
víst að stuðli að betri hag almennings til
frambúðar. En á sama tíma er metnaðar-
gjörnum forystumönnum látið haldast uppi
að hrinda af stað framkvæmdum við per-
sónuleg gæluverkefni (oftast ijárfrek) sem
frá sjónarmiði hagkvæmni og almennings-
heilla mættu að ósekju bíða um nokkur
ár eða jafnvel áratugi. Fjárveitingar til
knýjandi verkefna, t.d. á sviði atvinnu-
mála, uppeldis- og menntamála fást hins
vegar ekki. Og alþingismenn eru vísir til
að samþykkja ný og ný lög án þess að
tryggja framkvæmd þeirra með nauðsyn-
legu fjármagni. Hér ber enn að sama
brunni. Stefnumótun til lengri tíma er lát-
in dankast, heildarsýn er óljós og forgangs-
röðun verkefna vanrækt. Rætur vandans
teygja sig víða og liggja djúpt í ættar- og
kunningjasamfélaginu en stofnanir okkar
flestar ungar og vanmáttugar. Ónóg miðl-
un upplýsinga til almennings um efna-
hags- og atvinnumál á ríkan þátt í þessu
ástandi. En athygli mín beinist þó einkum
að áhrifavaldi stjói-nmálaflokka, valdi sem
í skjóli úreltrar kjördæmaskipunar og kosn-
ingalaga er lítt sýnilegt. Forystumenn
flokkanna hafa einnig í vaxandi mæli á
síðustu árum, að því er mér virðist, glatað
sambandi við raunverulegar þarfir þorra
almennings í landinu. Þrátt fyrir trausta
menntun margra sérfræðinga okkar á
ýmsum sviðum eru rannsóknir þeirra (sem
því miður líða mjög fyrir ijárskort) oft
misnotaðar, rangtúlkaðar eða þagaðar í
hel þar til í algert óefni er komið. Þetta á
ekki aðeins við um rannsóknir og niðurstöð-
ur sérfræðinga á sviði fiskveiða og sjávar-
útvegs þótt dæmin séu þar e.t.v. augljós-
ust. Það er að þessu leyti sem að rnínu
áliti má tala um óbeina ritskoðun á Islandi
þótt ég skuli ósagt látið hvort henni er
beitt vísvitandi eða hún stafar mestmegnis
af fákænsku og ofstopa hagsmunaaðila.
Flokkakerfið Og
Bætt Stjórnarfar
Það er með hliðsjón af framangreindum
atriðum sem ég held því fram að flokka-
kerfið á íslandi sé úr sér gengið og valdi
ekki lengur hlutverki sínu (sjá um þetta
efni m.a. grein mína í Lesbók Mbl. 30.
okt. og 6. nóv. 1993). Endurskipan íslenska
flokkakerfisins er nauðsynleg ef bæta á
stjórnarfar í landinu. Með þessari staðhæf-
ingu er ekki átt við að kenna megi stjórn-
málaflokkum um flest eða allt sem miður
fer í landsmálum. Því fer fjarri. Tíðarandi
og hugarfar fólks almennt ræður miklu
um gang mála, e.t.v. mestu. Og auk þess
setja þýstihópar flokkunum oft beinlínis
steininn fyrir dyrnar. Að þessu leyti má
segja að styrkja þurfi vald kjörinna fulltrúa
og framkvæmdavaldsins. En þá verða þess-
ir aðilar líka að vita hvað til síns friðar
heyrir og hvernig þeir ætla að nota það
umboð sem þeir hafa fengið frá almenn-
ingi. í staðhæfingu minni að framan felst
heldur ekki að setja þurfi endilega á lagg-
irnar nýja flokka sem starfi á alnýjum
grunni. Nokkrar mikilvægar forsendur ís-
lenska flokkakerfisins eins og það mótaðist
á 2. og 3. áratug þessarar aldar eru að
vísu mjög breyttar eða alls ekki lengur til
staðar. Þessar staðreyndir kalla óhjá-
kvæmilega á breytingar — miklar breyting-
ar. En sjálft hlutverk stjórnmálaflokka mun
í meginatriðum haldast óbreytt svo lengi
sem lýðræðislegir stjórnarhættir halda
velli.
Fólk mun hér eftir sem hingað til skipa
sér í flokka eftir lífsskoðun og nokkrum
meginviðhorfum til þjóðmála en flokkaskip-
anin hlýtur þó að mestu leyti að byggjast
á hagsmunum stétta og annarra hags-
muna- eða minnihlutahópa (t.d. kvenna,
fólks í dreifbýli, innflytjenda o.s.frv.). Meg-
inskil munu ávallt verða milli þeirra sem
búa við dágóð lífskjör í skjóli eigna sinna,
hæfileika, menntunar og atvinnu, og svo
hinna sem verða af ýmsum ástæðum að
sætta sig við að bera skarðan hlut frá
borði í lífsbaráttunni. Þessar staðreyndir
munu áfram verða grundvöllur pólitískrar
flokkaskipunar meðal þjóða þar sem fólk
er sæmilega upplýst og opinber umræða
má sín einhvers. Þannig er líklegt að í ríkj-
um þar sem lýðræði hefur náð nokkurri
fótfestu muni jafnan myndast tvær megin-
fylkingar í stjórnmálum en síðan verða
gjarnan til smáflokkar á útjöðrum og á
miðjunni utan um sérhagsmuni hópa eða
hugsjónir og skoðanir fáeinna einstaklinga.
Smáflokkar sem þessir eða flokksbrot iifa
sjaldnast lengi en geta engu að síður haft
mikil og stundum varanleg áhrif.
Það er við þær sérstöku aðstæður, er
hér hefur að nokkru verið lýst, sem ég tel
að myndun umræðuhópa um þjóðfélagsmál
geti stuðlað að endurnýjun íslenska flokka-
kerfisins á málefnalegum grunni og þannig
komið samfélaginu öllu til góða en ekki
aðeins fáeinum hagsmunaaðilum eða
þrýstihópum. Mér er ljóst að umræðuhóp-
ar, myndaðir á þessum forsendum, munu
naumast verða margir né langlífir en þeir
gætu þó ef vel tækist til unnið gott verk
og jafnvel haft umtalsverð áhrif á gang
mála og pólitíska þróun í landinu. Orðræða
í slíkum hópi gæti einnig orðið einhveijum
þátttakanda hvatning til að láta þjóðmál
síðar til sín taka. Minna má á að skilyrði
áhugahópa af þessu tagi til starfa eru allt
önnur en þau voru fyrir 50 til 100 árum.
Því veldur bylting í upplýsingamiðlun og
fjarskiptum. Tölvupóstur og bréfasíini (fax)
eru orðin hluti af daglegu lífi fólks um
allt land.
Tekið skal fram að undirritaður stendur
að kalla einn að þessari tillögu um myndun
umræðuhópa. Ég hefi engan stuðning að
baki við uppátækið, hvorki fjárhagslegan
né pólitískan. Von mín er sú að úti í samfé-
laginu finnist fólk sem hefur nægilegan
áhuga á þjóðmálum til að mynda hópa um
málefni sem þátttakendur hafa þekkingu
á og skipta þá máli. Þessvegna áræði ég
að láta þessa hugleiðingu frá mér fara.
Ég legg til að áhugasamir einstaklingar
eigi frumkvæði að myndun margnefndra
hópa, hver í sínu nágrenni eða byggðar-
lagi. Hugsanlega gætu starfshópar haft
samband sín í milli. Niðurstöðum af um-
ræðum hópa mætti síðan koma á framfæri
við ijölmiðla. I frumhópum sem þessum
yrðu væntanlega einstaklingar með fjöl-
þætta þekkingu og reynslu. Þeir myndu
vafalaust einnig hafa ólíkar pólitískar skoð-
anir sem ég tel reyndar æskilegt miðað
við þau markmið sem ég hefi gert mér í
hugarlund að þessir hópar setji sér.
Breytingar á íslenska fiokkakerfinu
hljóta fyrr en síðar að ná fram að ganga.
En miklu varðar að endurskipan flokkanna
byggist á málefnalegum og vel ígrunduðum
forsendum. Myndun umræðuhópa til hliðar
við núverandi flokka eða flokksbrot og með
því sniði sem stuttlega var lýst að framan
er á sinn hátt ein leið til að stuðla að fram-
vindu er miði í þá átt.
Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi rektor
Kennaraháskóla islands.
ANNA MARÍA
ÞÓRISDÓTTIR
Tjáningar-
máti trjáa
Tré tjá sig ekki með orðum,
þau tala saman með hreyfingum.
Ég hef séð aspir óðamála í vindi,
blöðin bærðust ótt og títt
eins og varir á kerlingum yfir
kaffibollum.
Birkið strýkur hvert öðru
mjúkum glansandi blöðum
og grenitré gefa sitt til kynna
með hátíðlegum bendingum.
En fururnar hnubbast sín á milli,
það fann ég í vor
þegar ég leysti „fríðu furu“ úr
snjóviðjum.
Þá hnoðaði hún mig í síðuna
eins og vinaleg kvíga.
Haustnótt
Ég vaknaði um nótt
og gægðist út um gluggann.
Stjörnurnar voru svo stórar!
Eins og þær hefðu færst miklu
nær.
Skyldi jörðin hafa stolist á stefnu-
mót
langt út í geim
meðan við sváfum?
Höfundur er húsmóðir í Reykjavík.
THELMA
ÁSDÍSARDÓTTIR
Fréttamynd
frá Vilnius
/ dag sá ég ófreskju
með enga fætur.
Hún kramdi samt mann
alveg upp að hálsi.
„Mamma, hvað er þetta?"
Spurði ég forvitin.
„Æi, þetta er bara drekinn.
Drekinn í landi Austursins.
Hann kemst aldrei, aldrei yfir hafið
og mun aldrei, aldrei kremja þig
dýrmæta barn Vestursins.“
Og við hentum Ijótu myndinni
og gleymdum boðbera frelsisins
sem lá enn kraminn undir stáldrek-
anum.
Hann var hvort sem er dauður.
Svo fórum við hlæjandi saman
og ættleiddum hval úr djúpinu.
Gáfum tíkall í litla kassann
fyrir hungraða heiminn.
Nú voru blindar sálir okkar
mun hreinni en nágrannans.
Höfundur er einstæð móðir i Hafnarfirði.
HELGA SVERRISDÓTTIR
Ef þú bara
vissir
Að kynnast þér
var eins og að ganga
yfir jökulbreiðu.
Það var kalt,
ég var með snjóblindu
og fékk sólsting.
FjöIIin í kring
geyma bergmál
þúsund ósagðra orða.
Við vorum tveir álfar
sem urðu að steinum
við það að horfast í augu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER 1994 9